Morgunblaðið - 06.12.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.12.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIh Miðvikudagur 6, des. 1961 Fleiri fá rafmagn frá Þverárvirkjun B0ÐARDAL, 2. des. — 1 gær- kvöldi kl. 9 var rafstraumi hleypt á línu þá, er lögð var í sumar og haust frá Þverárvirkjun við Hólmavík yfir Tröllatunguheiði til Króksfjarðarness. Hafa þá 10 býli í Geiradal og Reykhóla- sveit fengið raforku frá Raf- magnsveitum ríkisins, svo og verzlunarhús og félagsheimili í Króksfjarðarnesi. Rætt hefur verið um að halda áfram með orkuveitu þessa í sæ- streng suður yfir Gilsfjörð, til Saurbæjar í Dalasýslu við fyrstu hentugleika. Það er þétfcbýl sveit og góð skilyrði til raforku- dreifingar. Vinnuflokkur sá er var á Tröllatungúheiði í sumar, vinn- ur nú að því að leggja hina svo- kölluðu Miðdalalínu undir stjórn Guðmundar Sæmundssonar, verkstjóra. Miðar því verki all- vel áfram, þrátt fyrir óhagstætt tíðarfar nú um sinn. — F. Þ. Þrjár ísafoldar-bækur Einbúinn í Himalaja, Antigona eftir Sófokles og Rímnasafn Breiðfjörðs FYRIR HELGINA komu út þrjár nýjar bækur hjá ísafoldarprent- smiðju h.f., Einbúinn í Himalaja eftir Paul Brunton, Antigona eft ir Sófokles og 3. bindi í rímna- safni Sigurðar Breiðfjörðs. EINBÚINN í HIMALAJA. Paul Brunton er einn frægasti og víðlesnasti rifchöfundur þeirra vestrænna manna, sem um yoga rita. Hann dvaldi um skeið aleinn 1 háfjöllum Himalaya á landa- mærum Indlands og Tibets til þess að njóta kyrrðarinnar þar og sökkva sér niður í hugleiðing ar. í einverunni hélt hann dag- bók og ritaði hjá sér fjölda hugs- ana, innblásinna af áhrifum hins hrikalega umhverfis. Þessar hugs anir birtast hér í bókarformi. Bókin er mjög fjölbreytileg að efni. Höfundur tekur hin ólíkleg ustu málefni til íhugunar: hug- sjón, fasfchygli, endurminningar fyrri jarðvista, tilgang náttúr- unnar með manninum, kynferð- isrnál, líf á öðrum hnöttum o.m.fl. Bókin er 240 bls. að stærð. Þor steinn Halldórsson hefur íslenzk að hana. ANTIGONA. Jón Gíslason, skólastjóri, hefur gert þýðinguna á harmleiknum Antigona eftir Sófókles Og ritar ítarlegan inngang um þróun leik listar hjá Forn-Grikkjum og um helztu snillingana þrjá á sviði harmleika, Aiskýlos, Sófókles og Evrípídes. Einnig eru nokkrar skýringar við einstaka staði í leiknum. Jón Gíslason segir m.a. í eftir mála: „Líklega á enginn af harm leikum Sófoklesar greiðari að- gang að hug vor nútímamanna en „Antígona", enda hefur enginn grískur harmleikur verið sýnd- ur oftar á leiksviði á síðari tím- um. f fornöld voru hinsvegar flest ir aðrir harmleikar Sófoklesar vinnsælli. Fornmönnum gazt ekki að sjálfstæði kvenhetjunnar Anfcí gonu, sem bauð öllum birginn. Fordæmi hennar gat orðið hættu- legt einræði karlmanna. En lífs skoðun Sófoklesar kemur ef til vill hvergi skýrar fram en í þessu leikriti. RÍMNASAFN BREIÐFJÖRÐS. I þessu bindi rímnasafns Breið fjörðs eru Tístransrímur mestar, en þar eru og aðrar minni rímur, Rímur af Ásmundi og Rósu, Rím ur af Hans og Pétri, Ríma af Alkon Skeggjabróður, Ferju- mannaríma og Emmuríma. Sveinbjörn Beinteinsson sá um útgáfuna og ritar hann formála og skýringar. Segir hann að rím urnar í þessari bók séu einkum Hér sjást skemmdir á bryggjunr. á Ólafsfirði er urðu i ofviðr- inu um daginn. Sést greinilega fremst á myndinni hvernig jafn- vel stærstu máttarstólpar hafa látið sig. (Ljósm. Har. Þórðars.) samstæðar vegna þess að yrkis- efnin eru útlendar sögur og kvæði. Rímurnar eru frá ýms- um tímum, þær elztu ortar um eða fyrir 1820 en þær yngstu 1841. Jóhann Briem hefur gert skemmtilegar teikningar við rím urnar, sem auka mjög gildi bók- arinnar. Sónötukvöld Arna og BjÖrns ÞAÐ var ánægjulégt að sjá og heyra Árna Kristjánsson á tón- leikapallinum í Austurbæjarbíói í fyrrakvöld ásamt Birni Ólafs- syni. á 10. og síðustu áskrifenda- tónleikum Tónlistarfélagsins á þe.ssu ári. Alllangt er liðið, síðan Árni hefir leikið hér opin- berlega, væntanlega sökum anna í starfi sínu sem tónlistarstjóri útvarpsins, og þótti mörgum skarð fyrir skildi. Vonandi er að hann láti ekki hér staðar numið, úr því að hann er nú aftur kom- inn á pallinn. Þeir félagar hafa áður marga hildi háð saman. og ekki réðust þeir á garðinn þar sem hann er lægstur að þessu sinni. Á efnisskrá þeirra voru þrjár sónötur. Hin fyrsta og veiga- mesta var Kreutzer-sónata Beet- hovens, sem hann sjálfur nefndi til skýringar „quasi come d’un concerto", þ. e. eins og konsert. Með þessu er bending gefin um byggingarlag verksins. Hlutverk píanósins er mjög mik- ilvægt. ekki síður en fiðlunnar, og reynir verkið mjög á samleik flytjendanna. Hér var myndar- lega á öllu tekið og verkið flutt af þeim hita og þunga, sem því hæfir. Frönsk tónlisí virðist mjög vera í tízku hér um þessar mund- ir, og er það raunar ekki að lasta, því að ekki hefir henni svo mjö,g verið otað að hlustendum áður. Nýlega voru xluttir hér sinfóníu- tónleikar, sem eingöngu voru helgaðir franskri tónlist frá síð- rómantíska og impressionisma- tímabilinu, og hér voru fluttar tvær sónötur af sama skóla, önn- ur eftir Debussy, hin eftir César Franck. Sónatan eftir Debussy er sam- in á síðustu árunum sem hann lifði, og var hann þá helsjúkur af krabbameini og vafalaust oft mjög þjáður. Naumast verður sagt, að þess gæti í verkinu, að það sé samið við þessar aðstæð- ur, það er að mörgu leyti glæsi- legt og íburðarmikið. en krefst — eins og flest verk í þessum stíl — nosturslegrar natni við blæbrigði tóna og tónhendinga, ef það á að njóta sín til fulls. Sónatan eftir César Franck — en eftir hann var einnig sinfóní- an, sem var þungamiðja sinfóníu- tónleikanna um daginn — er sterkbyggðara verk en sónata Debussys. Líkt og í sinfóníunni eru þættir sónötunnar tengdir saman með náskyldu eða endur- teknu stefjaefni, og styrkir það heildarsvip verksins, þótt naum- ast nægi það til að halda áhug- anum vakandi í lokaþættinum. Hann er of endurtekningarsam- ur, og meðferð aðplstefsins — þótt hugvitssamlegt sé — of til- breytingarlaus til lengdar. Bæði þessi verk voru einnig ágætlega flutt, einkum hið síðar- nefnda, og samleikur þeirra Björns og Árna, svo sem jafnan áður, eins óg bezt verður á kos- ið. Sú samhæfing og samstilling, sem þeir hafa unnið sér 1 margra ára samstarfi og sam- spili, er dýrmætur hlutur, sem við ættum að fá að njóta sem oftast og meira virði en margt það, sem erlendir virtúósar hafa fram að færa, þótt víðfrægir séu — og að þeim annars ólöstuðum. Tónleikarnir voru. endurteknir í gærkvöldi. Jón Þórarinsson. Athugasemd Blaðinu hefur borizt eftir- farandi athugasemd frá Læknafélagi Reykjavíkur: í TILEFNI af ummælum, sem birtust í einu vikublaði bæjar- ins 27. nóv. sl. varðandi geð- lækningar' og störf geðlækna, þá vill stjórn Læknafélags Reykjavíkur taka fram eftirfar- andi: Við teljum frásögn blaðsins af geðlækningum í flestum at- riðum ranga og viilandi, til þess fallna að valda misskiln- ingi og verða til tjóns fyrir þá, sem þurfa á geðlækningum að halda. Þá er í greininni órökstuddur óhróður um ónafngreindan lækni. Með þessum óhróðri er reynt að gera starfsemi læknis- ins tortryggilega og kasta rýrð á mannorð hans. Átelur stjórn Læknafélags Reykjavíkur eindregið slíka blaðamennsku, sem er í senn villandi og óheillavænleg fyrir almenning, en niðrandi og skað- leg fyrir þá lækna, sem hlut eiga að máli. Þá viljum við vekja athygli á yfirlýsingu frá Geðlæknafé- lagi íslands, sem birtist í dag- blöðum 1. og 2. des. sl., þar sem gerð er all-ýtarleg grein fyrir þessu máli. Stjórn Læknafélags Reykjavíkur. ,Endurtekin oró‘ ljóðabók eftir Guðberg Bergsson BOKAÚTGÁFAN Heimskringla hefur sent á markaðinn smekk- lega litla ljóðabók eftir Guðberg Bergsson. Bókin er 62 blaðsíð- ur í góðu bandi og hefur að geyma 33 ljóð, sem skipt er í þrjá kafla. Fyrsti kaflinn nefn- ist „Dimmur himinn“, og eru í honum 12 ljóð. Annar kaflinn, „Og margar krosslagðar götur“, er samfellt ljóð i 24 þáttum. Þriðji kaflinn er nafnlaus og geymir 19 ljóð. Fyrir framan kafl ana þrjá er svo inngangsljóð, sem heitir „Veran“. Frágangur á bókinni er sér- lega vandaður. • Sæsímaband eða loftskeytasamband Guðmundur Hlíðdal skrifar í bréfi, dagsettu 2. des.: í Velvakandaþætti í dag skrifar „Sigurður gamli“ m. a. svo: „Bændur riðu frá hey- önnum til Reykjavíkur til þess að mótmæla simanum", og virðist þetta v.era tekið sem dæhai um „apturhaldsgaura". Þetta er því miður orðin al- menn sögufölsun nú á tímum, þegar rætt er um „símamálið" frá síðustu aldamótum. Hið raunverulega var það, að ná- lega allir landsmenn vildu fá símskeytasamband við um- heiminn, en menn greindi að- eins á um það, hvort það skyldi vera sæsímasamband eða loftskeytasamband, sem þá var tiltölulega nýtt, en tal- ið ódýrara. • Hannes Hafstein valdi sæsímann Á Alþingi sumarið 1903 var á fjárlögum fyrir 1904 og 1905 veittur kr 35.000 hvert árið til „hraðskeytasambands“milli íslands og útlanda. Var þetta orðalag valið til þess að það rúmaði hvort heldur valið yrði sæsímasamband eða loft- skeytasamband, en endanleg- ur samningur skyldi borinn undir Alþingi. Tilboð komu fram bæði frá Mikla norræna ritsimafélag- inu og frá Marconifélaginu. Hannes Hafstein valdi sæsím- ann, taldi það öruggara og fór þar eftir tillögum danska sam- göngumálaráðherrans, Cristop her Hage, sem mest hafði annast undirbúning málsins ásamt sérfræðingum síma- stjórnarinnar dönsku. Þegar svo samningurinn var borinn undir alþingi, risu upp hat- rammar deilur, því margir héldu loftskeytasambandinu fast fram. Um þetta segir Klemenz Jónsson landritari: „Þetta að H. H. sinnti að engu loftskeytasambandinu, varð honum til mikils áfellis á þing inu 1905, og langar og harðar umræður um það þá. . . .“ Varla mun nokkurt mál — fyrr eða síðar hafa valdið jafnmiklum æsingum meðal landsmanna, eins og símamál- ið, þ.e. hvort velja skyldi held ur sæsímasamband eða loft- skeytasamband. Alþingi sam- þykkti þó sæsímasamninginn með litlum meirihluta og H. H. hlaut mikla hylli, er menn fóru að átta sig á því, hve ómetanleg lyftistöng skeyta- sambandið við útlönd varð þjóðinni í öllum efnum. • Lengi heitt í kolunum ?V93 En lengj var þó heitt í kol- unum, sem marka má t. d. af eftirfarandi atviki, sem For- berg landssímastjóri tjáði mér. Eitt sinn þegar hann var að kanna línustæði, kom hann að á, þar sem ferja þurfti. Ferjumaðurinn kom á báti hinumegin frá, en þegar hann fékk að vita, hver maðurinn var, réri hann sem skjótast einn til baka og skildi Forberg eftir á bakkanum. Það verður að kallast órétt- mætt, að kalla þá bændur „afturhaldsgaura“, sem árið 1905 mótmæltu sæsímasamn- ínghum af því að þeir kusu heldur loftskeytasamband. Sama gildir um menn eins og Biörn Jónsson ritstjóra og Einar Benediktssön skáld. 2 des. 1961, Guðmundur HlíðdaL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.