Morgunblaðið - 06.12.1961, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. des. 1961
MORCVTSBJ. ÁÐltí
5
MENN 06
= AtöLCFMm
Fyrsti Tristan-búinn, sem faeðst hefur utan eyjarinnar í
rúma öld og foreldrar hans.
Eins og kunnugt er varð
eyjan Tristan da Cuna í At-
lantshafi óbyggileg í haust
sökum eldjgoss. íbúar eyjarinn
ar björguðust og dveljast nú í
Englandi, þar sem þeir hafa
fengið bráðabirgða húsnæði og
vinnu.
Fyrsti Tristan-búinn, sem
fæðist utan eyjarinnar í rúma
öld, sá dagsins ljós fyrir tveim
ur vikum.
Foreldrar barnsins eru ung
hjón Joan og Bernard Rep-
etto. Faðirinn fékk frí í vinnu
sinni til að flytja móðurina Og
barnið heim af sjúkrahúsinu.
Og er þau kornu með það til
heimilis síns, sem er í búðun-
um, er Tristanbúar hafa feng-
ið sem bráðaibirgðahúsnæði,
hópuðust allir, sem heima
voru í kringum þau til að
skoða þennan fyrsta Tristan-
búa, sem fæðist eftir að nátt-
úrúhamfarirnar hröktú þá frá
heimkynnum sínum.
Faðir barnsins sagði við
fréttamann, sem þarna var við
staddur, að héima á Tristan
hefði þetta verið öðru vísi.
Þegar barn fæddist þar, var
það siður, að fyrsta sunnudag
á eftir komu allir eyjarsikeggj
ar saman á heimili foreldr-
anna til sjá barnið. Var þá
efnt til tedrykkju.
En er amma barnsins bar
inn te og nýbakaða köku og
Tristan-búar komu einn og
einn til að sjá barnið, sagði
hann að þetta væri ef til vill
ekki svo frábrugðið.
Og hann hélt áfram: „Við
Tristan-búar erum ekki óham
ingjusamir hér. Auðvitað
mundum við helzt kjósa að
snúa heim til eyjarinnar okkar
aftur, en þar sem það er ekki
mögulegt, reynum við að gera
það bezta úr öllu.
Jöklar li.f.: Langjökull er I Rvik.
Vatnajökull er á leið til Rvíkur.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: —
Askja er i Leningrad. Askja er á leið
írá Grikklandi til Spánar.
Eoftleiðir h.f.: 6. des. er Snorri
Sturluson væntanlegur frá NY kl. 05:30
Fer til Glasgow, Amsterdam og Staf
angurs kl. 07:00. Leifur Eiríksson
er væntanlegur frá Hamborg, Khöfn,
Gautaborg og Osiö kl. 22:00. Fer til
til NY kl. 23:30.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla er í
Kvík. Esja er á Austfjörðum á suður
3eið. Herjólfur er í Rvík. Þyrill var
væntanlegur til Hafnarfjarða rá mið-
nætti s'T. nótt. Skjaldbreið kom til
Rvíkur i gær að vestan frá Akureyri.
Herðubreið fór frá Rvík í gær austur
um land í hringferð.
Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss
er í NY. Dettifoss er á leið til Rotter
dam. Fjalifoss er á leið til Aarhus.
Goðafoss fór frá Akranesi 2. 12 til
NY. Gullfoss fór frá Khöfn 5. 12. til
Kristiansand, Leith og Rvíkur. Lagar-
foss er í Ventspils. Reykjafoss er á leið
tU Khafnar. Selfoss er i Dublin. —
Tröllafoss er á Norðfirði fer þaðan til
Seyðisfjarðar, Siglufj., Patreksfj. og
þaðan til Hull, Rotterdam og Hamborg
ar. Tungufoss fer frá Rotterdam 5.
12. til Rvíkur.
Tólf eru á ári tunglin greið,
til ber að þrettán rentli.
Sólin gengur sína leið,
svo sem guð bauð henni.
(Húsgangur).
Undlr stelnt’ á háum hól,
Uiýt ég reyna kulda,
varla hreina séð fæ sói,
svíður meinið dulda.
(Draumvísa)
Tryggða lækkar taugunum,
tár vill margan spenna;
allir verða augunum
einhvers staðar renna.
(Gömul lausavisa).
Ungur maður og aldrað fljóð
ekki’ á saman i heimi,
en gamall karl og kona rjóð
kærleik trúi* ég þau geymi.
(Mjög gömul lausavísa).
+ Gengið +
Kaup Sala
Sterlingspund 120.90 121.20
Bandaríkjadollar - 42,95 43,06
Kanadadollar 41,38 41,49
Danskar krónur — 622.68 624.28
Norskar krónur 603,60 605,14
100 Sænskar krónur .... 830,85 833,00
190 Finnsk mörk 13,39 13,42
100 Franskir frank 874,52 876,76
100 Belgískir frankar 86,28 86,50
100 Austurr. sch 166,46 166,88
100 Pesetar 71,60 71,80
100 Svissneskir frank. 993,16 995,71
100 Gyllini .......... 1.191,60 1.194,66
100 Vestur-þýzk mörk 1.072,84 1.075,60
Læknar fjarveiandi
Áml Björnsson um óákv. tíma. —
vStefán Bogason).
Esra P.étursson um óákveðinn tíma
(Halldór Arinbjarnar).
Gísli Ólafsson frá 15. apríl 1 óákv.
tíma. (Stefán Bogason).
Kjartan R. Guðmundsson frá 21. sept.
1961 til 31. marz 1962. (Samlagssj. Ol-
afur Jóhannsson. Taugasj. Gunnar
Guðmundsson).
Sigurður S. Magnússon um óákv.
Dætur tveggja kvikmyridaleik
kvenna léku sér saman:
.— Heyrðu, sagði önnur, hvern
ig líkar þér við nýja pabbann
þinn?
— Hann er alveg ágætur.
.J— Já, það finnst mér líka. —
Hann var hjá okkur í fyrra.
Mánnæturnar ætluðu að halda
mikla veizlu og höfðu tryg^gt sér
einn hvítan mann í matinn. Það
^var ný búið að setja hann í pött
með loki yfir, þegar lokinu var
lyft og ung og fögur mannætu-
kona spurði hann:
— Hvað heitið þér, herra
minn?
— William Jackson, en því
í ósköpunum spyrjið þér að því?
— Eg er að skrifa matseðilinn.
Snillingar og göfugmenni sá til
nýrra framfara, en ávextirnir koma
löngu seinna. — Mazzini.
Meginhlutverk vort er ekki að sjá
það, sem hulið er í móðu framtíðar-
innar, heldur gera það, sem liggur
hendi næst. — Carlyle.
Hljómlistin lýsir því, sem maður
getur hvorki sagt né þagað yfir.
— V. Hugo.
tíma (Tryggvi Þorsteinsson).
Próf. Snorri Hallgrímsson fjarv. til
5. desember.
Víkingur Arnórsson til marzloka
1962. (Olafur Jónsson).
Gefin voru saman í hjónaband
laugardaginn 2. des. af séra Hann
esi Guðmundssyni, Felismúla, Pál
ína Sigríður Kristinsdóttir frá
Vatnskoti í Þykkvabæ og Bergur
Sveinbjörnsson, Lyngási í Holt-
um. Heimili brúðhjónanna er í '
Lyngási.
VerzLinir — Fyrirtæki
Ungur maður getur tekið að sér bókhald fyrir verzl-
anir eða smáfyrirtæki, eftir næstkomandi áramót.
Tilboð sendist til blaðsins fyrir hádegi á laugar-
dag merkt: „Áramot — 7668“.
Nýkomin fataefni
Getum bætt við nokkrum pöntunum
fyrir jól.
Klæðaverkstæði Þorgils Þorgilssonar
Lækjargötu 6.
Lán óskast
Ekkja, sem rekur verzlunarfyrirtæki í Reykjavík,
og vantar rekstursfé, óskar eftir sambandi við aðila,
er vildu lána peninga um tíma eftir samkomulagi.
Örugg trygging. Tilboð sendist Mbl. fyrir föstudags-
kvöld merkt: „Strax — 7329“
Góð jólacjjof
er spegill frá oss.
Mikið úrval. — Lítið í gluggann.
SPEGLABÚÐIN, Laugavegi 15.
Vörubílar til sölu
GMC smíðaár 1955
Chevrolet smíðaár 1947
Báðar með palli og sturtum.
Dodge Weapon eldri gerð, en yfirbyggður.
Upplýsingar gefur Bílaveikstæði Olíufélagsins h/f
Reykjavíkui f lugvel !i.
Afgreiðslumaður
óskast
SÍLD & FISKUR
Austurstræti.
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfa.
SÍLD & FISKIIR
Austurstræti.
Smurbrauðsdama
óskast
SÍLD & FISKUR
Austurstræti.
„Frá Suðurnesjum66
Er enn fáanleg bók. Á 400 bls. segir hún frá lífi Suð-
urnesjamanna, vermennsku og sjósókn á liðnum öld
um. Sígild bók, sem fengið hefir hrós beztu manna.
Tilvalin jólagjöf sjómönnum og fróðleiksunnendum.
Fæst í bókabúðum víða um land og Bakkastíg 1,
sími 14086.
Útgefendur.