Morgunblaðið - 06.12.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.12.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVISBL 4Ð1Ð Miðvikudagur 6. des. 1961 CTtgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Frámkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áóm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: úðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. DRAGA ÞARF UR NIÐURGREIÐSLUM egar Viðreisnarstjórnin tók® við völdum, voru lands- menn orðnir langþreyttir á uppbóta-, styrkja- og niður- greiðslukerfinu. Hafði það skapað margháttaða spill- ingu og misræmi um verð- lag, sem varð til þess að fjármagni var beint að óarð- bærum atvinnugreinum, og atvinnulífið. skilaði ekki þeim arði, sem hægt hefði verið, ef réttilega hefði ver- ið stjórnað. Viðreisnarstjórninni tókst með efnahagslöggjöfinni vor- ið 1960 að afnema algjörlega uppbóta- og styrkjakerfið, en hins vegar var þá ekki talið fært að nema úr gildi niðurgreiðslur ýmissa vara. Þær leifar hins úrelta kerfis eru því enn í gildi, og nema niðurgreiðslur árlega nokk- uð á fjórða hundrað milljóna króna. Varla verður unnt að koma niðurgreiðslunum fyr- ir kattarnef í einu vettvangi, því að verðlag þeirra vara, sem nú eru greiddar niður, mundi þá hækka verulega. Hins er svo líka að gæta, að þó að niðurgreiðslur séu óæskilegar, og í sumum til- fellum bjóði þær heimbeinni spillingu, þá eru þær í ,heild ekki jafnskaðvænlegar og uppbóta- og styrkjakerfið. Engu að síður verður að keppa að því, að niðurgreiðsl urnar hverfi smám saman og er þvi sjálfsagt að hefjast handa í því efni. Að sjálfsögðu verður ein- hver verðhækkun samfara öllum lækkunum niður- greiðslna. En auðvitað skilja það allir, að fjár til að greiða niður vöru er aflað með sköttum á alþýðu. Lækk un niðurgreiðslna á næstu árum þýðir því um ieið lækkaða skatta, og þegar tillit er tekið til hinna miklu skattalækkana, sem þegar hafa verið framkvæmdar, ættu menn að geta sætt sig við smávægilega lækkun nið- urgreiðslna til að hefja af- nám þeirra, sem þýða mundi aukið heilbrigði í íslenzkum efnahagsmálum, og leiða til frekari lækkunar skatta og tolla en orðið er, eins og stefnt er að með allsherjar- endurskoðun tollskrár, sem væntanlega verður lögð fyr- ir næsta Alþingi. KARTÖFLUR OG ÚTFLUTT KJÖT / IMns og kunnugt er hafa kartöflur verið greiddar niður með stórum fjárhæð- um undangengin ár og nem- ur upphæð sú, sem varið er í því skyni, um 25 milljón- um króna. Það er opinbert leyndarmál, að samfara þess- um niðurgreiðslum hefur ver ið margháttuð spilling. Hægt hefur verið að fara með kartöflupoka, fá niður- greiðslu út á hann, taka hann út aftur á lægra verði — og jafnvel fara með hann enn á ný. Eftirlit hefur lítt gagn- að, enda erfitt um vik. Hinar miklu niðurgreiðsl- ur á kartöflum hafa líka valdið því, að menn hafa ekki verið eins áfjáðir í að rækta sjálfir sínar éigin kar- töflur og því beinlínis orðið til að draga úr verðmæta- sköpun við slíka aukavinnu. Sjálfsagt virðist því vera að hraða afnámi þessara niður- greiðslna, jafnvel þótt kart- öflur hækki við það í .verði. Þann mismun geta langflest- ir bætt sér upp með því að auka eigin ræktun þeirra. Þá eru ákvæði í lögum um það, að ríkissjóður greiði það sem á vantar, til að ná inn- anlandsverði, þegar kjöt er selt til útlanda. Ákvæði þetta er mjög vafasamt, vegna þess að það dregur úr áhuga útflytjenda á því að ná hag- kvæmu verði erlendis. Mis- muninn fá þeir hvort sem er bættan. Það er líka svo, að lítil sem engin alúð hef- ur verið lögð við þenn- an útflutning. — SÍS hefur verið aðalútflytjandinn og ekkert gert til að gera vör- una vel úr garði, heldur hafa skrokkarnir verið sendir ó- hrjálegir til útlanda. Hér er þörf á auknu aðhaldi og betri vinnubrögðum. I fiskiðnaði höfum við sótt langt fram, en á þessu sviði er brýn þörf vöruvöndunar og um- bóta í viðskiptaháttum. TILLAGA GÍSLA ¥ umræðunum um vandamál togaraútgerðarinnar benti Gísli Jónsson, alþingismaður á, hve óeðlilegt væri að tog- ararnir greiddu stórfé í at- vinnuleysistryggingarsjóð, á saflna tíma og menn teldu eðlilegt að greiða fyrir þess- um atvinnuvegi, svo að hann stöðvaðist ekki. Atvinnuleysistryggingar- sjóður er orðinn mjög sterk- ur og safnar árlega stórum fjárhæðum, m. a. frá togara- útgerðinni. Hún berst hins vegar í bökkum af óviðráð- 1 Fyrstu kynni af hnýsnum heimi HINN 29. nóv. sL-birtist í blað inu mynd af Margréti Breta- prinsessu Og syni hennar, er tilkynnt var, að drengurinn skyldi skírður David Albert Charles og bera titilinn Linley greifi. I>að var eiginmaður Mar grétar prinsessu, jarlinn af Snowdon — þekktari sem Anthony Armstrong-Jones Ijós myndari — sem tók þessa fyrstu mynd úr þessum fyrsta vísi að fjölskyldu-ljósmynda- safni — fallega mynd, sem sýn ir, að eiginmaður prinsessunn- ar hefir ekki glatað sínum list rænu hæfileikum sem ljós- myndari við það að vera að- laður. — ★ — ' Litla myndin, sem hér birt- ist einnig — af föður og syni — var tekin síðasta dag nóv- embermánaðar, þegar fjöl- skyldan fluttist frá Clarence House, þar sem barnið fæddist rúmum þrem vikum áður, til Kensington-hallar, framtíðar- bustaður Margrétar og manns hennar. — Myndin ei tekin fyrir utan Clarence House, þegar jarlinn af snowdon rétt- ir litla greifann, ofur varlega, inn um dyr Rolls Royce bif- reiðarinnar. sem móðirin var þegair komin inn í. 1>arna fékk greifinn ungi fyrstu kynni af því lífi, sem bíður hans, þegar hann vex upp. Reyndar svaf drengurinn vært Og lét sig engu skipta blossa frá myndavélum allra blaða- ljósmyndaranna, sem beðið höfðu lengi úti fyrir Clarence House eftir þessu fyrsta tæki- færi til þess að „smella á“ litla greifann. Hann er líka enn öf ungur til þess að ge’ra sér grein fyrir'því, í hve furðu legan, forvitinn og kröfuharð an heim hann er borinn — heim, sem hann mun vart fá- undan komizt og markast mun einmitt af ljósmyndablossum eins og á þessari fyrstu ferð hans „út í heiminn“. — ★ — Hvar sem hann fer eftir að hann kemst á legg, mun hann setinn af fréttaljósmyndurum og blaðamönnum — og þá er gott að eiga foreldra, sem eru slíku iili vön og geta frætt hinn unga svein frá byrjun Framhald á bls. 23. Lin!ey litli greifi i „flóðljósum' fréttaljósmyndaranna i fyrsta skipti anlegum ástæðum. Atvinnu- leysistryggingarsjóði er ein- mitt ætlað að koma til að- stoðar, þegar óhöpp steðja! að, sem draga úr atvinnu. Er það í hæsta máta óeðlilegt að sá atvinnuvegur, sem berst í bökkum, greiði fram- lög í sjóðinn. Miklu fremur ætti að taka fé úr sjóðnum til styrktar togaraútgerðinni. Tillaga Gísla um það að fella niður greiðslur ^ogara- útgerðarinnar í sjóðinn er því mjög athyglisverð og verður án efa íhuguð nánar. KARL krónprins getur kenmt litla frænda sínum, hvernig hann á að „bera sig“ í opinberu lífi. — Til vinstri sést Karl litli, aðeins tveggja ára og dálítið feiminn. En tveim árum síðar (t. h.) hefir hanm lært listina — framkoman orðin frjálsmannleg og örugg, eins og verðandi þjóðhöfðingja sæmir. V *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.