Morgunblaðið - 06.12.1961, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 6. des. 1961
MORGUNJiLAÐIÐ
13
Hvers vegna stíflast Laxá?
Kafli úi „Ndttúru íslands“ eftir Sigurjón Rist
Sýnikennsla í meðferð
gúmmíbjörgunarbáta
NORÍÐLENDINGAR hafa a8 von-
um mikinn áhuga á að fylgjast
vel með Laxá í S-Þingeyjarsýslu
á vetrum, því að ís- og krapa-
stíflur í henni valda rafmagns-
truflunium á hinu stóra orku-
veitusvaeði hennar og gera þeim
lífið grátt eða eiginlega svart,
því að þeir sitja í niðamyrkri á
meðan. Nú hafa hinar tvær virkj
anir í Laxá enn orðið óvirkar um
stundarsakir af þessum sökum,
og margt rætt manna á meðal um
orsakir þessara truflana, og
hverjar leiðir séu vænlegastar til
úrbóta.
Svo vill til, að nýlega er komin
út bók, þar sem ýtarlega er f jall-
að um þetta mál. Safnritið
„NÁTTÚRA ÍSLANDS“ kom út
á vegum Almenna bókafélagsins
fyrir stuttu; var septemberbók
þess. 1 þessu merka, alþýðlega
fræðiriti eru 14 greinar um nátt-
úru landsins, lýsing og skýring
fyrirbæra henniar frá sjónarhóli
nýjustu náttúruvísinda. Þeirra á
meðal er greinin „Vötn“ eftir
Sigurjón Rist. Fjallar hún um
fallvötn og stöðuvötn á íslandi.
Þar er ýtarlegur kafli um Laxá,
sem rennur úr Mývatnii, og er
eftirfarandi tekið upp úr hon-
um, en ætla má, að mörgum þyki
fróðleikur i því, ekki sízt um
þessar mundir.
Manna á meðal er mikið rætt
um ístruflanir Laxár, og sú mein
loka hefur komizt inn hjá mörg-
um, að þetta sé eitthvert sér-
stakt óvenjulegt fyrirbæri, sem
eigi sér stað, en rennsli úr Mý-
vatni stíflast við óshólmana, þar
sem Laxá kemur úr vatninu. En
það er síður en svo, að þetta
sé nokkurt einsdæmi, eitthvert
Laxár- og Mývatnsundur. Um
lengri eða skemmri tíma á hverj-
um vetri hindrast rennslið úr
Hvítárvatni og algjörlega frýs
fyrir útfallið úr Langasjó, sömu-
leiðis Þórisvatni og vötnunum á
Glámusvæðinu, Og þannig mætti
lengi telja. Algengast er, að þar
sem útrennsli vatna er grunnt,
frýs fyrir þau, meðan þau ér að
leggja.
Frá náttúrunnar hendi fer
rennsli úr Mývatni um grunnan
flóa, sem heitir Breiða, Og fell-
ur úr flóanum til Laxár um þrjár
kvíslar með hraungörðum og smá
flúðum. Þegar Mývatn er autt,
verður vatnið fyrir mikilli kæl-
ingu í norðan skafbyljum og
frosti. Það kólnar niður í 0 stig.
Kælingin heldur enn áfram, ís-
nálar myndast í vatninu. Þær
berast í kaf, og á efstu brotunum
færir straumiðan þær allt til
botns. Þar festast þær á hraun-
steina og svo, hver við aðra, Og
vex þá upp .svonefndur grunn-
stingull, frauðkenndur ís, sem
leggst í botninn líkt og ullarþel.
Grunnstingullinn vex til yfir-
borðsins, og getur honum skotið
upp úr vatninu. Þá myndast
skjótt íshattur, svonefnd grunn-
stingulseyja, sem er glær ís —
lagnaðarís. Krap og smájakar
berast þarna að og staðna í rás-
unum á milli grunnstingulseyj-
anna, og allt frýs saman. Þá hindr
ast rennslið, og getur farvegur-
inn stíflazt algjörlega á skömm-
'um tíma. Nú mundi margur
spyrja, hvers vegna þetta gerð-
ist aðeins á efstu brotunum, en
ekki neðar 1 dalnum. En það er
ekkert því til fyrirstöðu, að slík-
ar stíflur myndist þar, og það á
sér einmitt stað. En þá véx vatns
þrýstingurinn strax ofan þeirra,
því að vatnsborðið stígur óðara
ög annað tveggja gerist: að stífl-
urnar bresta eða Laxá nær fram
rás til hliðar. En uppi við Mý-
vatn aftur á móti eykst vatns-
þrýstingurinn næstum ekki neitt.
Vatn streymir að vísu til Mý-
valns eftir sem áður, en Mý-
vatn er 36 km2 að flatarmáli,
Og þótt útrennslið sé stöðvað,
hækkar vatnsborðið aðeins um
tæpa 10 cm. á sólarhring. í þurr-
um suðvestan froststormum verð
ur mikil kæling á vatninu, þegar
það er autt, og þá myndast grunn
stingulstíflur iðulega á efstu brot
unum. Gerð hefur verið tilraun
til að ráða bót á þessum verstu
ístruflunum Laxár á þann hátt
að dýpka eina kvíslina og loka
hinum.
Vatnið mun nást úr Mývatni,
en stöðvarverðir við Laxá munu
samt ekki alltaf eiga sjö dagana
sæla. f frostum hnígur Laxá fram
niðri hjá orkuverunum eins Og
þykkur krapagrautur, og í bár-
áttunm við krapann kemur ekk-
ert ar.nað að gagni en djúpt og
mikið ínntakslón. Það er mjög
fátítt, að ána leggi uppi í Lax-
árdal, og ber tvennt til. Laxá
er lindá og fellur auk þess bratt
niður Laxárdal, svo að hún held-
ur opinni straumvök. Loks er
hún komin á það stig að frjósa
saman niðri hjá rafstöðvunum að
Brúnum. Hin samfellda íshelíu-
myndun, sem á sér stað neðan
rafstöðvanna, skríður upp að
neðri rafstöðinni og hækkar
vatnsbörðið, því að íshellan .verð
ur að lækka straumhraðann nið
ur fyrir 50 cm. á sekúndu, áður
en íshellumyndunin ' skríður
lengra upp eftir. Þannig hækkar
ísinn bakvatn vélanna ,og getur
gert stöðina óstarfhæfa um stund
ar sakir. Þetta fyrirbæri er ekk-
ert einsdæmi fyrir Laxá, heldur
frjósa ár á þennan hátt. Þjórsá
hjá Urriðafossi hækkar af sömu
ástæðu hvorki meira né minna
en um 18 metra, þegar íshellu-
myndunin skríður upp Þjórsár-
gljúfrin, svo að slétt verður yf-
ir Urriðafoss. Það er ekki álitlegt
að byggja þar rafstöðvarhús, því
að það yrði algjörlega í - kafi á
þeim stað, þar sem það var
teiknað upphaflega.
Eitt fyrirbæri, enn, hið fjórða
af völdum ísa, hefur valdið tjóni
við Laxá. Það er þrepahlaup.
Eitt slíkt átti sér stað 4. desember
1950, ög þá hefur rennslið við
rafstöðina komizt upp í nálægt
300 kl/s. og stöðvaði ísfylla vélar
um nokkurn tíma.
Á trúnaðarmönnum vatnamæl-
inga hvílir sú skylda að skrá sem
nákvæmastar skýrslur um ísinn.
Fyrir hvern stað, sem ráðgert er
að virkja, er gerð svonefnd ís-
spá, en með því er átt við, hvern-
ig ætla megi, að fsalög verði, eft-
ir að virkjun væri komin.
Mývatn er allt grunnt, eins Og
áður er getið, mestur hlutinn
2—3 metrar og mesta dýpi ná-
lægt 414 metra. Rétt er að at-
huga, að Þorvaldur Thoroddsen
telur það 314 faðm = 6Vz metra
árið 1880, og á dögum Eggerts og
Bjarna um 1750, mun það hafa
verið um 9 metrar þar sem það
var dýpst, svo að það grynnist
UNDANFARIÐ hefur farið fram
sýnikennsla í meðferð gúmmí-
björgunarbáta og annarra björg-
unartæikja á Vestfjörðum á veg-
um Slysavarnafélags fslands ag
Skipaskoðunar ríkisins. Kennsl-
una önnuðust þeir Óli Barðdal og
Jón Jónasson. Var farið á eftir
talda staði: Flateyri, ísafjörð,
Súgandafjörð, Þingeyri, Bíldudal
og Patreksfjörð. Flútning mann
anna og kennslutækja milli staða
annaðist Landhelgisgæzlan og
sýndi forstjóri Landihelgisgæzl-
unnar Pétur Sigurðsson þessu
máli sérstakan velvilja. Aðsó>kn
nokkuð ört. Of langt mál yrði
að gera hér grein fyrir efnainni-
haldi lindanna, sem streyma til
vatnsins og leggja grundvöllinn
að hinni miklu grósku þess. En
vart er hægt að fara svo um
Mývatnssveit að hafa ekki tal af
Jóhannesi Sigfinnssyni á Gríms-
stöðum, sem mælt héfur hitann í
Mývatni á vetrum og haft með
höndum margar aðrar athugan-
ir. Niðurstaða hans er: Kaldur
vetur — heitt Mývatn; hlýr vet-
ur — kalt Mývatn. Þetta er auð-
skilið, þegar á það hefur verið
bent. Á hlýjum vetrum eru stór-
ir flákar auðir, og niður í vatnið
streymir 0 stiga heitt leysinga-
vatn. En ,á köldum vetrum er
íshjúpur yfir Mývatni, sem held-
að sýningum þessum fór langt
fram úr því, sem menn höfðu
gert sér vonir um. Samtals sóttu
námskeiðin nær\700 manns. Var
sumsstaðar frestað róðrum, og
felld niður vinna til að sem flest
ir gætu notið kennslunnar.
Þótt fyrirvari væri víða stutt
ur, varð aðsókn þetta mikil vegna
góðs undirbúnings forustumanna
slysavarna á stöðunum.
í ráði er að halda sýnilkennslu
þessari áfram um allt land í
ýmsum verstöðvum, og mun hún
næst verða hér á Suðurnesjuim og
í Vestmannaeyjum.
ur því kjrru og einangrar það frá
kælingu loftsins.
Laxá flytur fram töluvert magn
af sandi sem veldur sliti á
vatnsvélum rafstöðvanna. Það
er hægt að losna við nær allan
sandburð úr Laxá með því að
veita Kraká til Grænavatns, því
að það er Kráká, sem færir Laxá
aðalsandmagnið. En hætt er við,
að bændur sveitarinnar tækju að
ugga um hag sinn, ef sandi eyði-
merkurinnar í suðri væri beint
til Grænavatns og tæki að fylla
það upp og síðan Syðri-Flóa Mý-
vatns, enda vart á bætandi, því
að Nyðri-Flóinn er kominn á
lokastig sem stöðuvatn. Þar nær
botngróðurinn til yfirborðsins og
þá er þurrlendið á næstu grösum.
Jóhann Hannesson, prófessor, skrifar V ettvanginn í dag um ánauðarfargan og
sócíalvísindi. — Eru dagar heimilisins t aldir? — Trojuhestur blygðunarleysis-
ins dreginn inn í menninguna. — Grein ina nefnir höfundur:
DÝRMÆTUR FRESTUR.
EKKI er allt gull sem glóir hjá
Ihinum miklu menningarþjóðum.
ÍBretar láta fara frá sér heimíld-
ir, sem _ sýna að ofbeldisglæpir
bafa nálega fimmtáhfaldast á
tuttugu árum, miðað við aldurs-
tflokkinn 14—21. (New States-
man 6-10-61). I nýlegu og vel
kunnu erlendu heimspekiriti um
menningar og þjóðfélagsmál seg-
ir svo um sjúkdómsihlutföll í
(Bandaríkjunum að fleiri dvelji
itil lækningia ó tauga- og geð-
ejúkrahúsum en þeir, sem þarfn-
ast sjúkrahúsvistar vegna líkam-
Jegra sjúkdóma. Nú stendur sál-
ifræði á mjög háu stigí þar í landi
og má vera að hér komi fram
dugnaður sálfræðinganna í því
að koma taugaveikluðu fólki
undir áhrif vísindanna til þess
að lækna það.
En hvað er hér á ferð, sem
lýsir sér á þennan hátt? Er það
uppreisn gegn því ánauðarfargi,
Bem menningin hefir lagt mönn-
Mm á herðar? Sumir líta svo á að
afbrotin séu slík uppreisn, en að
liin mikla taugaveiklun sé til-
raun til að flýja úr þessari
énauð — og þá einmitt á hæli
og sjúkrahús, þar sem friður
tákir og ró. Aðrir telja að hér
Ikomi fram seinagangur hinnar
andlegu menningar (oultural
lag) í hlutfalli við þann ofsa-
hraða, sem ríkir í tsekni og fjár-
málaiheiminum.
Bæði þetta og ýmislegt annað
ætti að verða oss íslendingum
víti til varnaðar, því vér érum
að bjóða þessu sama fargani
heim — og boðið verður eflaust
þegið. Vér ættum því að taka
ráð í tíma: Byggja nóg af sjúkra-
húsum fyrir taugaveiklað fólk
á öllum aldri í tæka tíð, stækka
stórlega húsrými handa geðveik-
um og koma upp hælum fyrir
vandræðafólk á ýmsum aldurs-
skeiðum af báðum kynjum —
og varast að verða of seinir fyr-
ir, eins og sumar nágrannaþjóð-
irnar. Þetta hefir mjög mikið_að
þýða fyrir framtíðarheill vorrar
eigin þjóðar. I sumum greinum
erum vér þegar of seinir fyrir, í
öðrum ekki. Þar er hinn dýrmæti
frestur ekki liðinn. Ennþá eru
afbrot léttvæg í voru landi. Þau
spjöll, sem unnin eru, bitna eink-
um á dauðum hlutum, bílum,
rúðum, mannlausum vöruskemm
um og búðum. Afbrotin eru yfir-
leitt su'bbuleg og hugsjónalaus;
öld hnífa og skotvopna er ekki
runnin upp ennþá, en hennar
verður ekki langt að bíða. Vér
getum ekki treyst því að afbrot-
in haldizt í þvi „mannúðlega"
horfi, sem þau hafa — yfirleitt
— verið fram til þessa, Þetta
mun breytast þegar primitiv-
ismi, perversismi og annað því-
líkt tekur að berast hingað, bæði
með sjónvarpi og á annan hátt.
Hvar á svo að fá fé til þessara
framkvæmda? Það er einfalt
mál. Vér höfum í landinu þjóð-
kjörið þing og það getur „skatt-
lagt það, sem. afvegaleiðslu veld-
ur“, t .d. þær greinar skemmt-
anaiðnaðar og verzlunar, sem
hefir þá iðju að féþúfu að af-
vegaleiða hinar uppvaxandi kyn
slóðir og tæma vasa barna og
unglinga. Þannig má fá fé til
þess að hjálpa bágstöddum og
vanræktum og afvegaleiddum.
Einfalt mál er t. d. að skattleggja
kvikmyndir, sem bannaðar eru
börnum yngri en 16 ára, en láta
góðar myndir og börnum hollar
vera skattfrjálsar. Alþingi hefir
áður sýnt að það hefir hæfileika
bæði til þess að leggja skatta á
þjóðina og létta þeim af; hér
þarf aðeins að gæta skynseminn-
•ar og skattleggja það, sem við á,
láta þau öfl, sem afvegaleiða og
spilla, bera kostnaðinn af fram-
ferði sínu, svo framarlega sem
það er ekki bannað með lögum
og fellur undir sakamál. Þetta
er einfalt mál og réttlátt. Meið-
um vér eða deyðum skepnu fyr-
ir náunga vorum, ber oss að
bæta skaðann, svo náunginn beri
ekki tjónið. Ríkið viðurkennir að
draga beri úr áfengisbölinu með
skattlagningu, og þann veg ber
að fara með annað, sem lands-
menn halda í, sér til líkams og sál
ar tjóns. Eg vil íninna á að
norska Stórþingið hefir tekið
kvikmyndavandamálið til um-
ræðu — að vísu út frá öðru sjón.
armiði — og það ætti ekki að
vera fyrir neðan virðingu Al-
þingis að hugleiða þetta sama
vandamál.
Það er mikið og þarft verk að
rannsaka ísl. handrit og sögu. En
það er lífsnauðsyn að rannsaka og
skilja þau öfl, sem orka á þjóð-
félag vort og gera sér grein fyrir
því, sem ekki má dragast. Til
rannsóknar á þjóðfélagi sínu
hafa frændur vorir í Noregi
þrjár stofnanir, þar sem vér höf-
um enga. Af þeim eru tvær mjög
nýlegar og hlaut önnur þeirra
ítrekað lof frá ýmsum flokkum
fyrir framlag sitt, nokkru áður
en kosningar fóru fram í sumar.
Nútíma þ.jóðfélag kemst ekki af
án sócialvísinda. An þeirra dragn
ast hinar eldri greinar þjóðfé-
lagsfræðinnar aftur úr, t. d. lög-
fræði, hagfræði, uppeldisfræði
o. fl. Ný lög geta verið úrelt um
leið og þau komast á pappírinn
ef þau eru samin án hliðsjónar
af vísindalegri þekkingu þjóðfé-
laginu.
Þvj miður eru allmargir hér á
landi seinir til að koma auga á
þjóðfélagslegar breytingar þótt
þær eigi sér stað rétt hjá þeim
sjólfum — og svo verða menn
undrandi þegar téðar breyting-
ar valda vandræðum. En fyrir
því er engin afsökun nú á dög-
um .Ef vel væri á málum haldið,
ættum vér að geta haldið þjóð-
félagi voru heilbrigðara en þær
þjóðir, sem dregizt hafa nauð-
ugar inn í styrjöld, eins og t. d.
Danir og Norðmenn. Þó virðist
svo sem þessar frændþjóðir hafi,
þrátt fyrir raunir síðustu styrj-
aldar, náð betri tökum á ýmsum
vandamálum en vér, einkum
þeim er varða aðstoð við tauga-
veiklaða og afvegaleidda.
Menning vorra tíma hefir lagt
einstaklingana undir nauðung-
arok og víða má gjörla greina
hvernig þunginn af þessu oki
dreifir þrýstingi sínum á menn-
ina. Gegn þessu reyna sumir að
rísa og hrinda því af sér, en geng
ur misjafnlega. Það er ótrúlegt,
en þó satt að samtök gegn sjón-
varpi hafa myndast í Bretlandi.
Hjá oss ber stöðugt meir á því
að námsfólk telur að Útvarpið
spilli námsárangri og trufli nám,
einkum í heimahúsum. Oft eru
bæði nemendur og kennarar á
einu máli um þetta, en segja lít-
ið, til þess að verða ekki sakað-
er nöldiið talandi tákn, er eigi
ir um ,,nöldur“. En í sjálfu sér
ætti lítið úr að gera. Annars
skiptast menn, sem ég hef átt
tal við, mjög í tvo hópa. Sumir
Fi-amhald á 14. síðu.