Morgunblaðið - 08.12.1961, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.12.1961, Qupperneq 2
T 2 MORGVmtLAmÐ Föstudagur 8. des. 1961 Fjárveitingar til gatna- gerða hækka um 25% VIÐ umræðurnar um fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborg ar fyrir árið 1962 á fundi bæjarstjórnar í gær, benti Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, á það, að til þess að hægt yrði að fullgera allar götur bæjarins innan 10 ára með malbiksslitlagi og gang- stéttum, þyrfti a. m. k. 40 millj. kr. fjárupphæð á ári. Samkvæmt því frumvarpi að fjárhagsáætlun, sem var til 1. umræðu í gær, er áætlað að verja 25 millj. kr. til gatnagerðarframkvæmda á árinu 1962. Á árinu 1961 verður varið 20 millj. kr. til þessara framkvæmda, svo að aukningin á næsta ári nem- ur um 25%. Þá skýrði borg- arstjóri frá því, að hann hefði falið borgarverkfræð- ingi að gera áætlun um fulln aðarfrágang allra gatna í bænum, er liggja, skv. skipu- lagi, á næstu 10 árum. Yrði sú áætlun byggð á því að fylgja hitaveituframkvæmd- um sem fastast eftir. í þem kafla ræðu sinnar, sem fjallaði um gatnagerð, lagði borg arstjóri áherzlu á, að þau grund vallarsjónarmið, sem hafa yrði 1 huga við endanlegan frágang gatna, væru einkum tvö: 1) Slitlag og gangstéttir fylgi sem mest í kjölfar hitaveitufram fevæmda á næstu árum. 2) Endanleg gatnagerð verður að takmarkast af tilgangi gatn- anna, þannig að verulegur mun ur sé á frágangi umferðaæða og þeirra, sem eingöngu eru fyrir íbúa sjálfrar götunnar. • 35 þús. ferm. steyptir og malbikaðir á árinu. Á árinu 1961 var tekið fyrir svæði í Norðurmýri og allar göt ur fullgerðar, nema hvað eitt hvað er eftir af gangstéttum á takmörkuðuim svæðum, sem þó verður senn lokið. Hafa íbúar greitt % af kostnaði við gang- stéttir við hús sín. Þá var mal bikað Hagatorg og Birkimelur, Samtún og Miðtún og hluti Nóa- túns. Loks má geta malbikunar og steinsteypu Miklubrautar. Flötur malbiikaðra og steyptra gatna hefur þannig á árinu auk- izt um 35 þús. fermetra. • Verkefni næsta árs Væri þeirri stefnu fylgt að fylgja hitaveituframkvæmdum sem fastast eftir, sagði borgar- stjóri að á næsta ári yrði að tafea eftirfarandi verk: Vesturbær: Hverfið umhverfjs Melaskóla, aðalgötur eru Hofs- vallagata og hlufi af Nesvegi, en íbúðargötur milli Hringbrautar, Hofsvallagötu, Nesvegar og Birki mels. Áætlaður kostnaður við gatnagerðarframkvæmdir þessar er 7,3 millj. kr. Austurbær: Hlíðahverfi, milli Lönguhlíðar, Miklubrautar og Eskihlíðar, aðalgötur eru Langa- hlíðin alla leið að Nóatúni og Eskihlíð. Aðrar götur þríhyrn- ingsins eru íbúðargötur. Áætlað- ur kostaður við þessar fram- — / gær voru Framh. af bls. 24. Halda áfram suður Blaðam: — Ætlið þið að halda áfram suður í kvöld? f»ið eruð búnir að vera svo lengi á ferð- inni og færð er víst farin að Þyngjast hér fyrir sunnan heiði? Skipti. Páll: — Já, við ætlum að halda áfram. Veðurspáin er heldur slæm og okkur finnst ekki var- legt að bíða. Skipti. Blaðam: — Eg var að frétta að nokkrir bílar hefðu verið í Varmahlíð í nótt á leiðinni norð- ur. Þeir áttu að njóta tækjanna frá Vegagerðinni sem hjálpuðu ykkur vestur yfir heiði. Hefirðu frétt hvernig þeim hefir gengið eða heyrt í þeim í talstöðinni? Skipti. Páll: — Eg heyrði í þeim áð- an, en ég vissi að talstöðin í bílnum, sem var með ýtunni, var biluð í gær og hann svaraði ekki áðan. Þar með látum við þessu stutta samtali við þá ferðafélaga á Holtavörðuheiði lokið og ósk- um þeim góðrar ferðar suður á bóginn. Verð tvo sólarhringa á ferðinni Skömmu eftir samtalið við Pál náðum við sambandi við Pétur Kristjánsson, bifreiðarstjóra hjá Norðurleið þar sem hann var ei^acj.óLrá ALÞINCIS Efri deild Alþingis föstudaginn 8. des. 1961, kl. 1:30 miðdegis: 1. Lántaka hjá Alþjóðabankanum, frv. — 1. umr. Ef leyft verður. -— 2. Félagslegt öryggi, frv. — 1. umr. Neðri deild Alþingis föstudaginn 8. des. 1961, kl. 1:30 miðdegis: 1. Sveitarstjórnarkosningar, frv. — 2. umr. — 2. Sjúkrahúsalög, frv. — 1. umr. — 3. Eyðing avartbaks, frv. — 1. umr. staddur í Fornahvammi með far- þega sína. Pétur segir að þeir hafi lagt af stað héðan frá Reykja vík kl. 8 á þriðjudagsmorgun "og komíð kl. 2.30 um nóttina á Blönduós. Um morguninn héldu þeir síðan frá Blönduósi og norð- u: í Varmahlíð, sneru þar strax við og héldu aftur vestur yfir og komu þangað aftur kl. 3,30 í fyrrinótt og fylgdu síðan bíla- '.estinni í gær suður yfir. Var tals vert af farþegum og farangri í báðum ferðum. Bílstjórar voru tveir á bilnum, enda vart var- legt annað þar sem ekið er nær- feilt samfleytt dag og nótt. Með Pét.ri er Svavar Einarsson í þess ari för. Þeir félagör láta illa yf- ir mokstrinum á leiðinni. Segja að hann sé næsta lítill nema hvað handmokað er og hafi það hjálpað að margir eru með í förinni. Vegagerðina skortir tæki til moksturs og virðist vera var- búin þessu mikla fannfergi. Eng- in ýta er á Holtavörðuheiði og annar trukkurinn, sem þar er til hjálpar, bilaður. Sneru strax við í Varmahlíð Langidalurinn er ófær, sagði Pétur, en Svínvetningabraut far- in, var hún mokuð á undan þeim norður. Þeir þorðu hins vegar ekki að bíða fyrir norðan af ótta við að teppast. Þeir félagar töldu að raunar væri um að ræða sam- fellda ófærð frá Blönduósi og suð ur yfir heiði og víða hefði orðið að handmoka sig áfram. Blaðið frétti í gærkvöldi að um kl. 8 hefði verið komin stórhríð í Fornahvammi og útlit slæmt. Bílarnir voru þá ýmist lagðir af stað lengra niður í Norðurárdal inn, komnir í Hreðavatnsskála eða voru að leggjá af stað. Búist var við að bílalestin kæmi hingað til Reykjavíkúr úpp úr miðnætti í nótt. Væntanlegt var að send yrði ýta frá Borgarnesi og í Forna- hvamm í morgun. kvæmdir eru 10,4 millj kr. Umferðagötur: Miklabraut að Grensásvegi og Grensásvegur milli Miklubrautar og Suður- landsbrautar. Áætlaður kostnað- ur 8 millj. kr. Laugarásvegur frá Langholts- vegi að Túnavegi. Áætlaður kostn aður 4,5 millj. kr. Samtals eru þessi verk áætluð 30,3 millj. kr. og þegar ætla þarf jafnframt til gatnagerðar í nýj- um hverfum, þá er augljóst að aukins fjármagns er þörf. Hafa einkum komið til orða tvær leiðir til fjáröflunar. Á- Tvær fjáröflunarleiðir 1) Hlutdeild húseigenda í kostnaði við fullnaðarfrágang gatna. 2) Hlutdeild sveitafélaga í benzínskatti. Ræddi borgarstjóri fyrst fyrr nefndu leiðina Og benti á, að hlutdeild húseigenda í fullnaðar- frágangi gangstétta mundi byggj- ast á kostnaði við meðalbreiða íbúðargötu, t. d. 10—12 metra breiða. Miðað við 2ja—3ja íbúða hús í Norðurmýri nemur þessi kostnaður, skv. útreikningum, er fyrir liggja, um 30 þús. kr., en miðað við raðhús í Hvassaleiti 15—17 þús kr. Væri gert ráð fyrir, að bærinn tæki hluta af þessum kostnaði að sér, en veitti 5—10 ára greiðslufrest á afganginum, þá ætti slík gjald- taka engum húseigenda að vera um megn, en fullnaðarfrágangur gatna við hús "hækka þau í verði. Vék borgarstjóri siðan að síð- amefndu leiðinni og benti á í þv£ sambandi, að þýðingarlaust væri vegna hinnar miklu fjár- þarfar ríkissjóðs að tala um þessa leið, nema menn væru reiðuibúnir að hækka benzínið sem hækkun benzinsskatts mundi nema. Nefndi borgarstjóri sem dæmi, að hækkaði bemzín- lítirinn um 50 aura og þuinga- skattur bifreiða samsvarandi og tekjuaukningu yrði skipt í hlut- falli við skrásett ökutæki í bæn- um, þá fengi Reykjavík í sinn hlut rúmar 13 millj. kr. Hækk- un benzíns þýddi auðvitað kostn aðarauka fyrir bifreiðaeigendur, en betri götur hefðu í för með sér minna viðhald, minni vara- hlutaþörf og minni benzíneyðslu, svo að ætla mætti ,að bifreiða- eigendur hefðu hag af að verja I 50 aurum af hverjum benzínlítra til gatnagerðaframkvæmda. NA /5 hntthr S SVS0hnútor K SnjHtmt » Ot/ V S/tírir K Þrumur '////.tuaV KuUotM V Hihtkié HjHmt L*Lm* UM hádegið í gær var hæð Lítur út fyrir að hlýja loftið 1030 mb yfir Grænlandi en nái smám saman hingað, að djúp lægðarmiðja, 970 mb, minnsta kosti til Suðurlands. suður í hafi. Þokast hún Frostið var víðast 4—5 stig norður eftir, þótt hægt fari, með ströndum fram, en 10— og veldur hlýrri A-átt á 15 í innsveitum hér á landi breiðu belti suður af íslandi. í gær. Hafnorreglugerðin snmþykkt Á fundi bæjarstjórnar í gær var hin nýja hafnargerð til 2. umr. og var hún síðan samþykkt. Nokkrar umræður urðu um reglu gerðina og tóku til máls Einar Thoroddsen, Geir Hallgrímsson og Magnús Jóihannesson af hálfu meirihlutans, og Guðmundur J. Guðmundsson af hálfu minnihlut ans. Guðmundur J. Guðmundsson (K) kvaðst í meginatriðum sam þyikkur hinni nýju reglugerð, en fram í verðlagi. Bar hann af þvl tilefni fram tillögu iim að vísa reglugerðinni til hafnarstjórnar til endurskoðunar. Fulltrúar meirihlutans bentu á, að vörugjald yrði hér mun lægra en í öðrum höfnum, bæði innan lands og erlendis. Næmi það ekki nema hálfum eyri á kíló og á kaffi t.d. ekki meira en %. Með tilliti til þess gæti það eng in áhrif haft á verðlag og var til- andmælti þó hækkun vörugjalds, | laga Guðm. J. Guðmundssonar sem hann taldi að mundi koma I felld með þeim rökstuðningi. — Kafanga Frh. af bls. 1 • Tshombe Tsíhombe er nú á Jeiðinni lanaleiðinia til Elisabethville. Hann kom flugleiðis frá Brazza- ville til Ndola í Norður Rhodesíu síðdegis í dag, en ferðin til Elisa bethville er talin verða mjög torstót sökum fjölda vegatálm- ana sem hermenn Katangastjórn ar hafa komið þar fyrir. í Brazzaville ræddi Tshomibe við Youlou forseta en er hann var farinin þaðan kallaði Youlou alla erlenda sendimenn á sinn fund. Ekki er vitað hvað þeir ræddu. í viðtali við fréttamenn á flugvellinum í Ndola sagði Tshombe að bardögum yrði hald- ið áfram. • Taka afstöðu síðar Tilkynnt var í London í dag, að brezka stjómin myndi ekki taka opinbera afstöðu til Kat- angamálsins fyrr en ljósari fregn ir lægju fyrir af atburðum þar. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins skýrði fréttamönnum frá þessu og vísaði annars til yfir- lýsingar Edwards Heath, aðstoð- arutanríkisráðherra, frá í gær. Talsmaðurinn sagði meginatriði ræðu Heaths eftirfarandi. 1. Herlið SÞ hefur rétt til að verja hendur sínar ef á það er ráðizt. Og það er staðreynd, að Bókauppboð Sigurðar Benediktssonar SIGURÐUR Benediktsson efnir tii síðustu bókauppboðs síns á þessu ári í Sjálfstæðishúsinu í dag kl. 5 síðdegis, en bækurnar verða til sýnis frá 10—4. Alls verða a, m. k. 93 númer boðin upp. Eftir venju er margt góðra bóka á uppboðinu og er þá helzt að nefna Annalcr for nordisk Oldkyndighed, Khöfn 1836—1863, Nokkur smákvæði og vísur eftir Magnús GrímssOn, Rvk. 1855 og Saga þess Haloflega Herra Olafs Tryggvasonar, Fyrra Parturinn, Skálholt 1689. Ennfremur verða á uppboðinu m. a.: Lýsing ís- lands I—IV, Khöfn 1908—1922, skb., Bréf til Láru Þórbergs Þórðarsonar, frumútg., Heljar- slóðarorusta, Khöfn 1861 og Kvæði og nokkrar greinir eftir Ben. Gröndal, Khöfn 1853, Ljóð- mæli Sigvalda Jónssonar Skag- firðings, Rvk. 1881, Vasa-qver fyrir bændur og einfaldlinga á íslandi, Khöfn 1782, Hinir tólf, Rvk. 1936, Magnús Ásgeirsson íslenzkaði, Báðar bækur Samuels eftir H. Pétursson, S. Gíslason, Jón Gíslason, Hólar 1747, Verus Christianismus E?5ur Sannur Christendomur í fiorum Bokum, Khöfn 1773, Ordbog over det gamle norske Sprog. Kristiania 1867, eftir Johan Fritzner og Náttúrufræðingurinn, árg. 1—30, ób. svo hefur verið gert. 2. SÞ hafa ekki rétt til að þvinga með valdi fram lausn 4 stjórnmálaerfiðleikum í Kongó. 3. Á grundvelli þeirra takmörk uðu fregna, sem borizt hafa af atburðum j Katanga geta Bretar ekki staðhæft að svo hafi verið gert. Talsmaðurinn bætti því við, að stjórnir Bretlands og Bandaríkj, anna hefðu stöðugt samband vegna atburðanna í Katanga og eflaust yrði Kongómálið meðal umræðuefna á fundi þeirra Macmillans og Kennedys á Bermundaey j u. — Aðalfullfrúinn Framh. af bls. 24. Og hvört hann þá ekki teldi að rétt væri að skipta um endurskoð anda. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. sagði það rétt vera, að vegna þófs um skiptingu kostnaðar, sem m. a. var sprottinn af því að byggingarkostnaður hækkaði mjög mikið á tímum vinstri stjórnarinnar, þegar hús þessi vOru byggð, hefði ekki verið gengið nægilega ríkt eftir greiðslu vaxta og afborgana, og það væri raunar það eina, sem saka mætti bæjarstjórnina um. Hann benti á, að Inga R. Helga syni væri sem endurskoðanda bæjarreikninga skylt að upplýsa. ef hann kæmist að einhverju mis- jöfnu um fjárreiður bæjarins, en það hefði hann ekki gert, sem heldur hefði engin minnsta á- stæða verið til. Uppgjör vegna bygginganna hefði ávalt legið fyr ir, bæði í bæjarreikningum og til afnota fyrir bæjarfulltrúa. Guðmundur J. Guðmundsson kvartaði enn undan því, að meiri hlutinn skyti sér á bak við Inga R. Helgason, sem einhvern tíma hefði verið lögfræðingur hús- byggjenda, en hefði hætt lög- fræðistörfum um nokkurt skeið vegna annarra starfa. Var upp- lýst á fundinum, að þá hefði annar flokksbróðir Guðmundar, Þorvaldur Þórarinsson, tekið við sem lögfræðingur húseigenda. Þessum sögulegu umræðum laufe þannig, að Gísli Halldórssón skoraði á Guðmund J. Guðmunds son að bera ásakanir sínar undir flokksbróðir sinn. Tnga R, Helga- son. (

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.