Morgunblaðið - 08.12.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.1961, Blaðsíða 10
10 MORGIJTS 11 LAÐ1Ð Föstudagur 8. des. 1961 ■Mta - — E N D U R eru engin fantafæða. Það sjáum við bezt á því, að þeir buðu frænda okkar Ólafi kon- ungi upp á endur, þegar hann heimsótti okkur í sumar. Það er líka nægur markaður fyrir þær er- lendis. Ég get selt þær til Noregs, Bretlands og Frakklands, en markaður- inn er beztur í Noregi og það er auðveldast fyrir mig að flytja þær þangað. En það kostar mikið að koma upp góðu andabúi. Maður verður að standa í eilífum peningaslætti. Lán hér og lán þar. Og svo þarf að borga þetta aftur. Stundum fær maður lán hjá einum bankastjóran- Hér er bóndinn í Álfsnesi, Ólafur Jónsson (t. h.), meS hinum danska bústjóra sínum, Það er hægt að flytja út fleira en þorsk, — segir andabóndinn i Alfsnesi áður en þeir eru settir inn í aðalsalinn, sem er 60 m lang- ur og hólfaður niður eftir þörfum. Út úr salnum kom- um við inn í sláturhúsið, en þar á að koma fyrir slátrun- ar- og reitingarvélum, en þær skila öndunum reittum og tilbúnuum til pökkunar. Síðan fer pökkun fram og þá eru endurnar settar inn í forkæli, en þar er fimm stiga frost. Þar þorna endurnar og ryðja sig áður en þær eru settar inn í hraðfrystiklefann sjálfan, en þar má hafa 30 stiga frost. Þegar frysting hefur farið fram eru endurn- en lánað hefur verið í anda- meira og þess vegna fór hann út í andaræktina. Hann hefur búið í Álfnesi í 11 ár, bjó áður við Háteigsveginn og hafði þar gott bú. Er fæddur Reykvíkingur og hef- ur alltaf haft gaman af bú- skap og telur að svo sé um marga borgarbúa. ★ Ólafur hefur siglt utan nokkrum sinnum og á þeim ferðum sínum fékk hann áhuga á andabúskap. Fyrst sá hann um þetta í dönskum blöðum. Þar var sagt frá manni er varð stórríkur á þessu á fjórum árum. í febrúar 1960 hófst svo undirbúningur og fór Ólafur þá utan og skoðaði andabú í Danmörku og er hann nú alls _ búinn að fara þrisvar utan til að kynna sér þetta. Fyrst ætlaði hann að fá sér egg frá Noregi til útungunar hér heima, en þar fékk hann þau ekki vegna þess hve hörð samkeppni er um þessa framleiðslu þar í landi. Loks gat hann fengið þau frá við- urkenndum búum 1 Dan- mörku með því að öll heil- brigðisgögn væru í lagi og ekki gæti af þeim stafað gin- og klaufaveiki. Hvert egg varð honum ærið dýrt því þau kostuðu hingað komin 40 kr. hvert með tollum og flutningskostnaði með flug- vélum. Enn sem komið er hefur Ólafur ekkert haft af þessu nema kostnaðinn. Hann tel- ur að þegar búið sé komið af stað, sem verður ekki fyrr en í marz í vor, fari það að standa undir kostnaði. Þá er búið að eyða 3 milljónum króna í stofnkostnað. ★ — Það hefur verið hnýtt í bankastjórana fyrir að lána mér peninga í þetta, segir Ólafur. En á bak við þessi lán stendur Álfsnesið og bú- ið. Það er hvorttveggja >vel seljanlegt í dag fyrir meira um, aðeins til að borga honum gamla skuld. Það er ekki hlaupið að pen- ingunum hérna á íslandi. Eitthvað á þessa leið komst Ólafúr bóndi Jónsson í Álfs- nesi að orði, þegar við hitt- um hann að máli fyrir skemmstu og skoðuðum hjá honum andabúið. — Hann hyggst framleiða Picking- endur í stórum stíl til út- flutnings. ★ — Það er hægt að flytja út fleira en þorsk. Sjáðu hérna í kælinn. Þetta eru fallegir kroppar. Gerðu svo vel. Taktu þessa með þér heim og láttu matreiða hana og segðu mér svo hvort þetta er ekki þokkalegur matur. Finn matur, skal ég segja þér. Eg tók við stokkfrosinni öndinni og mig kulaði í nögl við að halda á henni. Hún var pökkuð inn í skraut- prentaðan sellofanpoka með mynd af Álfsnesinu og undir stóð: „Álfsnesbúið. Picking Duck“. Það fór ekki milli mála. Ég hafði herramanns- mat milli handanna. Og hver sem kynni nú að mat- búa þetta? ★ Við byrjum á því að líta inn í hið 80 metra langa andahús. Það er 5,35 á breidd. í austurendanum er íbúðarherbergi gæzlumanns og þar býr nú danskur anda- sérfræðingur, Jan Kjeldbjerg Sörensen. Hinum megin aðal- inngangsins í húsið er út- ungunarherbergi og þar eru tvær útungunarvélar, sem geta skilað 6.600 eggjum til útungunar á mánuði. Þá kom um við inn í uppeldisstöð fyrir andarungana. Þar verða fóstrur og baðker og matar- ílát fyrir ungana. Þar þurfa ungarnir að vera í 3 vikur Picking-endurnar í Álfsnesi, fultþroska til slátrunar. Hér sjáum við heimaganginn, Gránu, sem hefir gaman að atast í öndunum og varð að Iæsa hana inni til að þær hefðu frið. Þessi mynd gefur nokkra hugmynd uir, stærð andanna. ar pakkaðar og kassarnir sendir í frystihús niðri í Reykjavík og þar bíða þær útflutnings. ★ Sláturhúsið og frystingin á að nægja fyrir andabú þar sem slátrað er 1000 fuglum á viku, en að því segist Ól- afur stefna. Hann hefur gert skriflegan samning við Danann um að skila í júní í sumar 500 önd- um til slátrunar á viku, og þegar kemur fram í septem- ber á búið að skila 1000 önd- um á viku. Þá þarf að sjálf- sögðu meira húsrými fyrir fuglana, en til þess hyggst Ólafur nota fjárhúsin, sem að öðrum kosti standa auð yfir sumarið. Þetta eru góð grindafjárhús, enda á Ólafur stórbú fyrir utan andabúið. ★ í Álfsnesi verða 36 mjólk- andi kýr í vetur. Þar eru 240 fjár á fóðrum og 27 hross. í sjálfu sér finnst manni að þetta bú mætti nægja hverj- um bónda. En Ólafur vill búið. Það verða ekki banV arnir, sem bera skaðann, el þetta tekst ekki hjá mér Það verð ég, sem fer á haus- inn. Bankamir hirða þá það sem hér er, jörð og bú. Þeir fórna engu. Við spyrjum um markað- inn erlendis. — í Noregi fæ ég sem svarar 200 íslenzkum krón- um fyrir öndina .ef hún nær 3 kg. að þyngd. Mér telst til að fóður- og hirðingarkostn- aður á henni verði um 100 kr. Hitt á að ganga upp í stofnkostnað og verða ágóða- hlutur. Mesta vandamál mitt er í dag á að fá innflutnings- leyfi fyrir öndunum til Nor- egs, en þar standa bændur á móti þessum innflutningi. Við spyrjum hvað búið þurfi að vera stórt til þess að skila 1000 sláturöndum á viku. ★ Ólafur svarar því, að það þurfí að vera 10—12 þúsund endur. Þegar fullur gangur Framhald á bls. 23. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.