Morgunblaðið - 10.12.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.1961, Blaðsíða 12
r 12 MORC VNBL AÐIÐ Sunnudagur 10. des. 1961 Útgefandi: H.f Arvakur. Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (átim.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristínsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 224Ö0. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasðlu kr. 3.00 eintakið. UNNT AÐ NA RAUNHÆFUM KJARABÓTUM Tll’orgunblaðið hefur marg- bent á, að hér hefði furðulega lítið verið gert til að aflá launþegum raun- hæfra kjarabóta. Margsinnis hefur verið efnt til pólitískra verkfalla, sem fyrirfram var vitað að ekki gætu fært kjarabætur, heldur hefðu beinlínis í.för með sér kjara- skerðingp, þar sem þau tef ðu fyrir efnahagslegri, uppbygg ingu og hefðu í för með sér röskun, sem drægi úr þjóð- arframleiðslunni. Hjá öðrum þeim þjóðum, sem lengst eru komnar á efnahagssviðinu, hefur á- herzla verið lögð á að afla raunhæfra kjarabóta. Þar hafa kjarasamningar yfirleitt verið gerðir til langs tíma, svo að gott tóm gæfist til heilbrigðrar samvinnu laun- þega og vinnuveitenda um þau úrræði, sem helzt gætu orðið til að bæta kjörin. Meðal þessara úrræða hef- ur Morgunblaðið bent á, að nauðsyn bæri til að auka ákvæðisvinnufyrirkomulag og vinnuhagræðingu, að vikulaunagreiðslur ætti sem víðast að taka upp, þar sem nú er unnin tímavinna, að koma þyrfti á fót samstarfs- nefndum launþega og vinnu- veitenda innan hinna ein- stöku fyrirtækja og loks ætti að koma á fót stofnun, þar sem fulltrúar launþega og vinnuveitenda ynnu saman að rannsókn á því, hvert ( gjaldþol atvinnuveganna væri og gæfi hinar marg- háttuðu upplýsingar, sem ein stök atvinnufyrirtæki og starfsmenn þeirra gætu byggt á ráðstafanir sínar til að bæta afköst og kjör. Því miður hafa forystu- menn þeirra verkalýðsfélaga, sem kommúnistar ráða, fram að þessu sýnt tómlæti um þessi mikilvægu mál. Nu hafa fjórir þingmenn komm- únista, og þeirra á meðal forseti Alþýðusambands ís- lands og formaður Dagsbrún ar, flutt þingsályktunartil- Jögu, sem felur í sér, aðrann sakaðar verði leiðir þær, sem Morgunblaðið hefur bent — á, a.m.k. að nokkru leyti. Efnislega ber mjög að fagna flutningi þessarar til- lögu, þó að eðlilegra hefði verið að launþegar og vinnu veitendur hefðu, án atbeina löggjafarvaldsins, farið þess- ar leiðir. Það er þó ekki að- alatriði málsins, heldur hitt, að úrbótunum sé hrundið í framkvæmd. Þess vegna á að vinda bráðan bug að því að samræma sjónarmið allra þeirra, sem gera sér grein fyrir nauðsyn þessara ráð- stafanna, og hefja frám- kvæmd þeirra. HEPPILEGUR TÍMI TVTú er mjög heppilegur tími -*■’ til þess að hefja heil- brigða samvinnu um kjara- bóetur, á þeim grundvelli, sem lýst var hér að framan. samkvæmt kjarasamningum þeim, sem gerðir voru á sl. sumri, hækka laun sjálf- krafa í vor um 4%. Sú launa hækkun er hin ítrasta, sem nokkurt efnahagskerfi getur þolað árlega, en yfirleitt er talið mjög gott, ef íaun hækka um 3% á ári. Af þessu ákvæði leiðir, að fráleitt er að hefja kjara- deilur, ef tilgangurinn er að föll væru hafin á næsta ári, bæta hag launþega. Ef verk- væri tilgangur þeirra aug- ljóslega sá einn að hafa póli- tísk áhrif, sem jafnframt mundi skaða launamenn. All- ir ábyrgir menn gera sér þess vegna grein fyrir því, að vinnufriður á að ríkja næsta ár a.m.k. Þennan tíma ber svo að nota til þess að afla fyllri kjarabóta en þeirra, sem fel- ast í 4% hækkuninni. Hann á að nota til að tryggja þær úrbætur, sem leiða mundu til þess að raunveruleg lífs- kjör bötnuðu ár frá ári hér- lendis eins og annars staðar og helzt ekki minna en um 3—4% á ári, en slík hækkun mundi líka þýða það, að inn- an eins áratugs byggju lands menn við allt að 50% betri kjör en nú. Flutningur þingsályktunar tillögunnar, sem áður var nefnd, bendir til þess að al- mennur skilningur sé nú vak inn á þessu geysimikla hags- munamáli, og treystir Morg- unblaðið því að flutnings- menn hennar sýni í verkinu, að þeim sé alvara. Ef svo fer heitir það fyllsta stuðn- ingi sínum við ráðstafanirn- ar. — RÉTT STEFNA í STYRKVEIT- INGUM r* eir Hallgrímsson, borgar- ” stjóri, gat þess í hinni merku ræðu, sem hann flutti, er hann fylgdi fjárhagsáætl- NOBELSVERÐLAUNIN Melvin Calvin prófessor (til vinstri) hlýtur í ár efnafræðiverðlaun Nóbels. — Hér sést hann heilsa dr. George von Bekesy, sem hlýtur læk nisfræðiverðlaunin. — Á milli þeirra er frú Calvin. MEÐFYLGJANDI myndir eru af nokkrum þeim mönnum, sem í dag veita móttöku heiðursverðlaun- um Nóbels. Friðarverð- launin eru afhent í Ósló, önnur verðlaun í Stokk-. hólmi. ■ : ■ Rirtlolf Mössbauer prófessor (eðlisfræði) Zulu-höfðinginn Albert Luthuli tekur í dag við friðarverð- launum Nóbels í Ósló. Meðfylgjandi mynd var tekin á Jai» Smuts flugvelli við Jóhannesarborg í Suður-Afríku er Lut- huli var að leggja af stað til Ósló. un Reykjavíkurborgar úr hlaði, að athuganir færu fram hjá bænum á því, hvernig fé það, sem varið er til framfærslu og styrktar þeim sem við erfiðar aðstæð ur búa, kæmi að beztum notum. Borgarstjóri benti á, að leitast ætti við að haga þeim fjárveitingum þannig, að þær yrðu til þess að hjálpa mönn um til að rétta svo við, að þeir gætu orðið sjálfbjarga. Þessi stefna er auðvitað rétt- ari en hin að veita stöðugt fjárframlög til manna, sem ef til vill eru nokkurn veg- inn við heila heilsu, án þess að gera þeim kleift að kom- ast á réttan kjöl. í nágrannalöndunum eru víða stofnanir, sem hafa það eitt hlutverk að leiðbeina þeim, sem vegna sjúkleika eða af öðrum ástæðum hafa orðið illa úti í lífinu. Hér« lendis hefur líka mikið ver- ið gert í þessa átt, en þó hvergi nærri nóg, Án alls efa gæti fjöldi þeirra, sem ár frá ári nýt- ur styrks af opinberu fé, orð- ið sjálfbjarga, ef þeim væri í eitt skipti hjálpað verulega og leiðbeint. Sú stefna er bæði mannúðlegri og betri fyrir þjóðarheildina en fram færslustefnan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.