Morgunblaðið - 10.12.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.12.1961, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐlh Sunnudagui 10. des. 1961 f----------'N Margaret Summerton HÚSIÐ VIÐ SJÓINN Skdldsaga Ég stanzaði i forstofunni, þar sem ekki var önnur lýsing en ein pera uppi yfir stiganum. Ég fór að velta því fyrir mér, hvað Mark væri nú að gera, og svaraði mér sjálf. Hann var að pæla gegn um dagbækur dauðs manns. Ég hélt. áfram og í þessari vondu birtu rak ég tæmar í eitt þrepið. Þegar ég var að rétta mig við sá ég ofurlitla Ijósrönd und- ir hurð, lengst burtu í ganginum. Ég starði á hana, en gekk svo í áttina þangað. Herbergið. sem þarna var hafði litlausa veggi og litlaus húsgögn, en á veggjunum voru veiðimynd- ir og úttroðiðnn fiskur 1 gler- hylki. Uppi yfir arninum héngu einar tvær byssur. Þarna sat Mark við borð og las, en vangasvipurinn sneri að mér og birtan frá lampanum skein yf ir öxlina á honum. Líklega hefur eitthvað heyrzt til mín. kannske þegar ég ætlaði að hörfa til baka, því að hann leit upp. Þú stígur létt til jarðar, Charlotte. Það er eins og draug ur sé á ferðinni. . Ég gekk svo sem tvö skref inn í herbergið, en stanzaði þá. Ég er kannske að koma eins og boð- flenna? sagði ég afsakandi. Öðru nær, þú ert alltaf vel- komin. Hann brosti. Eg ætlaði einmitt að fara að hvíla mig og fá mér eitt glas. Ertu með? Hann gekk að skáp og tók út flösku og gosflösku. Ég hef ekki annað en viskí. Geturðu drukkið það? Já, en því er drekkt í sóda- vatni. Hann beygði sig aftur inn i skápinn og náði í glös, og er hann hafði blandað í þau, rétti hann mér annað. Þetta er víst rækilega drukkn að, sagði hann. En þú getur ekki drukkið það standandi. Hann dró þungan legubekk að rafmagns- ofninum. Hann lyfti glasi sinu, drakk hægt úrþví, en ég aðeins dreypti í mitt. Ég var ekkert að hugsa um drykkinn, heldur aðeins um hitt að nú hefði ég fengið þá ósk mína uppfyllta að vera ein með honum — og ég kom upp engu orði. Hann seig lengra niður í stól- inn sinn. rétt eins og hann fyndi heldur ekki ástæða til að segja neitt. Ég sagði: Hversvegna horfirðu svona á mig? Ég var að velta því fyrir mér, hvor Charlottan þú værir. Hvað áttu við? Jú, eða réttara sagt, hver af þessum þremur, sem ég hef þekkt. Stúlkan, sem er orðin brjáluð af ást. hálfdauð af von- lausri ástríðu, áhyggjulausa skóg ardísin, sem stökk undan runn- (anum í veg fyrir mig, eða hlé- dræga stúlkan, sem hefur verið hérna síðasta sólarhringinn. Þrjár ólíkar Charlottur! Finnst þér til- tökumál þó að ég sé dálítið ringl aður? Ég hló. Ef ég er ein míns liðs, er ég líklega helz,t runnastúlk- an. En svo fær maður bara aldrei að vera ein síns liðs. Ég tók upp glasið. Edvina var eitthvað að minnast á það í morgun. að eng- inn væri nokkurntíma það, sem hann sýndist vera. Já, það er sennilega hennar reynsla. Við fyrstu kynni, setur hún kföfurnar svo hátt að þáð er óhugsandi að uppfylla þær — að minnsta ko&ti ekki til lang- frama. Það er aldrei hægt að gefa henni það, sem hún ætlast til. Þú lýsir henni eins og hún væri ágjörn — ég hélt þú kynnir svo vel við hana. Það geri ég líka, en Edvina hefur enga þörf fyrir það. Hún heimtar ást — tilbeiðslu og þræls ótta — hvern, sem gæii látið henni það í té mundi hún arf- leiða að þrem fjórðu milljónar punda. Það er eins og þú sért að tala um fjársjóði úr ævintýrum. Nei, það er því miður alveg raunverulegt og hefur Sterk dá- leiðandi áhrif. Ekki á mig. Nei. Hann leit á mig .glaðlega en spyrjandi: Eiannske ekkf það. En á menn eins og Philip Lester, svo að einhver sé nefndur, getur það haft sterk áhrif. Ég starði fast upp í loftið. Hann setti frá sér glasið og laut fram. Þetta var nú sein- heppilegt hjá mér, Charlotte, Ég ætti að biðja þig fyrirgefningar. ' Án þess að líta.á hann, greip ég fram í fyrir honum. Það tekur ekki fyrir þig að vera að því. Það gerir mér ekkert til. Ég fann. að einhver áköf til- finningasemi náði taki á mér og bar mig upp á öldufald, sem ég vissi, að ég mundi hrapa ofan af og fá grátkast. En í síðasta augna bliði, áður er. ég hrapaði, heyrði ég sjálfa mig s«gja: Hversvegna getur enginn talað blá,tt áfram og eðlilega um hann? Það er ekki nema mánuður síðan hann dó, en sé hann nefndur á nafn. koma all ir með eihver marklaus flat- neskjuorð. Hvað var hann? Glæpamaður? Mark laut yfir mig og röddin var eins og hann yrði steinhissa. Esmond? Ertu að tala um Es- mond? Já. Hvað gerði hann af sér? Barði hann konuna sína og barn- ið? Hvað gerði hann? Ég sá höndina á mér titra, þar sem hún lá á dökku pilsinu mínu en svo komu fingur og tóku undir hökuna á mér og heitar sterkar varir, sem þrýstust að mínum og voru kyrrar þangað til allur skjálfti var horfinn. Ég fann til friðar og einhverrar kenndar, sem ég kann ekki nafn á. Svona vildi ég vera kyrr og hætta að spyrja, en ég gat bara ekki að mér gert. Ég dró mig í hlé, gerði rödd- ina í mér glaðlega: Er þetta undralækningin þín við móður- sjúkar stúlkur? Þegar hann svaraði engu varð ég að líta upp Hann stóð við hliðin á mér, og svipurinn á and- litinu var hvorttveggja í senn viðkvæmur og sigri hrósandi. Ég efast um að þú tryðir því ef ég færi að gefa lýsingu á þvi, sagði hann. En það er alveg dá- samlegt að kyssa stúlku. Hann þagnaði og ég sagði skjálf rödduð. Hvaða stúlku sem er? Nei, alls ekki heldur stúlku, sem maður er búinn að muna lengi. Minnisverða stúlku sem varð svo að ásæknum draug, með öðrum orðum varð stundum versta plága. Hún var alltaf fyrir mér. Ég hafði haldið, að ég væri hætt við allan grát, en nú komu tárin aftur, hrundu úr augunum á mér ðg niður á andlit hans. Hann settist við hliðina á mér. ^ Ef það er Esmond, sem þú hefur áhyggjur af.... Ég kinkaði kolli. ... .þá skal ég segja þér allt, sem ég veit um hann. ■Hann byrjaði á því að leggja fyrir mig spurningu. Svei mér ef ég sé hvað það er, sem liggur þér svo þungt á hjarta. Þú, sem hefur aldrei séð hann. Hann get,- ur ekki haft neina þýðingu fyrir þig....og hversvegna ertu þá svona hræðilega slegin? Ef ég færi að útskýra það, yrði það eins og krakki væri að tala. Ég óx upp í þeirri trú, að við mundum einhverntíma hittast. hetjudýrkun? Þegar ég svaraði alltaf. ... Það hefur verið einskonar hetjudýrkun? þegar ég svaraði engu. bætti hann við, dauflega: Trúðu mér til, Charlotte, að það var engin ástæða til að fara að dýrka Esmond eins og hetju. Mér er alveg sama hvað eða hvernig hann hefur verið. Sama hversu slæmur hann hefur verið eða hvað hann kann að hafa gert. Ég vil bara vita um hann. Hann var óvenju laglegur og hafði vissan þokka til að bera, en var annars ekker.t út yfir þetta alvanalega. Meðalgreindur, með- almaður í íþróttum, góðlyndur og háegfara. Maður skyldi hafa haldið að hann væri vel búinn þeim eiginleikum, sem þarf til að verða hanfingjusamur, en samt var hann það yfirleitt ekki. Hann gekk yfir gólfið til að ná í glasið sitt og settist síðan hjá mér. Til þess að skilja hann, verður að gera sér ljóst, að hann var fæddur með einn hræðilegan galla. Þegar á barnsaldri vissi hann, að einhverntíma yrði hann forríkur maður, en þangað til yrði hann að hafa rétt til hnífs og skeiðar. Þegar hann óx upp, fékk hann kvikindislega litla vasapeninga hjá Edvinu. Hefði hann ekki getað unnið? Víst hefði hann það og gerði líka, þegar hann fór til Ródesíu. En hann nennti ekki að vinna og það er varla hægt að lá honum það. Það er lítul tilgangur í því að þræla sér til óbóta, vitandi að maður á eftir að verða marg- faldur milljcnaeigandi. Hann hefur þá búizt við að erfa allt eftir Edvinu Það var ekki um annað 'að ræða. Edvina leit alltaf á eignir sínar sem heilagt vörzlufé frá manninum sínum og taldi þær eiga heima innan fjölskyldunn- ar. Móðir þin kom ekki til mála, og þú varst alls ekki talin með. Allt þangað til Danny kom á sjónarsviðið, þóttiat Esmond ör- uggur. Hann leit framan í mig. Nú skilurðu kannske dálítið betur viðbrögð Esmonds gagnvart Danny. Koma hans til Edvinu, einmitt þegar Esmond var í hvað allra minnstum metum hjá henni, var alveg fjandalegt áfall. Hafðí hann ekki manndóm til þess að fara héðan, þegar svona var komið? Og skilja Danny eftir, einan um hituna?! Nei, þá hefði hann um leið orðið að kveðja arfinn sinn fyrir fullt og allt. Mark sneri mér að sér, mjúk- lega. Ég veit, Charlotte. að ég * >f ■— Þér þurfið ekki að skrifa nið- ur spurningar yðar frú Colby, Myst- ikus heyrir'til yðar! — Mystikus metallikus, hvers vegna hef ég svona miklar áhyggj- ur? — Berta Colby, allt í kringum þig er sviksamt, fégráðugt og öfundsjúkt fólk, sern lýgur að yður! — Lúsí Fox! ■er að gefa þér lýsingu á honum, sem er ekki sem glæsilegust en jafnframt þessu hafði hann ýmsa góða eiginleika, en það var rétt eins og þessi arfsvon drægi úr honum állan vöxt. Ef arfurinn aUlítvarpiö Sunnudagur 10. desember 8:30 Létt morgunlög. — 9:00 FréttiT — 9:10 Veðurfregnir. 9:20 Morgunhugleiðing um músíkr ,,Áhrif tónlistar á sögu og siði“ efttr Cyril Scott; VIII. (Árni Kristjánsson). 9:35 Morguntónleikar: a) ..Lofgjörð til ljóssins" kantata eftir Svatopluk Havelka (Tékk neskir einsöngvarar og kór syngja með sinfóníuhljómsveit Pragar; Jindrich Rohan stj.). b) Sinfónía nr. 3 í Frdúr op. 90 eftir Brahms (Útvarpshljóm- sveitin í Baden-Baden leikur. Jascha Hornstein stjórnar). 11:00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Jón Þorvarðsson. Organleik ari: Dr. Páll ísólfsson). 12:15 Hádegisútvarp. 13:15 Úr sögu stjörnufræðinnar; II. erindi: Sigurvinningar á seinni öldum (Þorsteinn Guðjónsson). 14:00 Miðdegistónleikar: a) Frá tónleikum í Austurbæjar bíói 18. sept. s.l.: Michael Rab in leikur á fiðlu verk eftir Kroll, Bloch, Sarasate, Wien- iawski og Chausson; Mitchell Andrews leikur undir á píanó. b) Dietrich Ficher-Dieskau syng ur aríur úr óperum eftir Verdi. c) ,,í»ríhyrndi hatturinn", ballet músík eftir Manuel de Falla (Suisse Romande hljómsveitin; Ern- est Ansermet stjórnar). 15:30 Kaffitíminn: — (16:00 Veðurfr.). a) Jan Moravek og félagar hanð leika. b) Nouoha Doina o.fl. leika létt lög. 16:15 Á bókamarkaðinum (Vilhj. I>. Gíslason útvarpsstjóri). 17:30 Barnatími (Skeggi Ásbjarnar- son): — (18:20 Veðurfr.) — a) Ingólfur Guðmundsson talar um umferðarmál. b) „Ljúfa álfadrottning'*, leikrit með söngvum eftir Ólöfu Árna dóttur; Ilt þáttur. — Leikstj.t Klemenz Jónsson. Söngstjóri: Sigurður Markússon. c) Lesið úr nýjum barnabókum. 19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir og íþróttaspjall. 20:00 Píanótónleikar: Gísli Magnússon leikur lög eftir Chopin. 20:15 Erindi: Jólagleði fyrr á öldum; II. (Arni Björnsson cand mag.). 20:40 „Maritza greifafrú", óperettulög eftir Emmerich Kálman (Sari Barabas, Herta Staal, RudoJif Schoch og Rubert Glawitsch syngja með kór og hljómsveit; Wilhelm Schiichter stj.). 21:00 Spurningakeppni skólanemenda; III. Menntaskólarnir á Laugar- vatni og í Reykjavík keppa — (Guðni Guðmundsson og Gestur Þorgrímsson stjórna þættinum). 21:45 Forleikir að söngleikjum eftir Gilbert og Sullivan (Pro Arte hljómsveitin leikur; Sir Malcolm Sargent stjórnar). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:05 Danslög — 23:30 Dagskrárlok. ’ / I Mánudagur 11. desmber. 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Emil Björnsson. — 8:05 Morgunleik- fimi: Valdimar Örnólfsson og Magnús Pétursson. — 8:15 Tón- leikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón. leikar. — 9:10 Veðurfregnir. 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Búnaðarþáttur: Öryggisráðstaf- anir við búvélanotkun: þriðja erindi (Þórður Runólfsson örygg ismálastjóri). 13:30 „Við vinnuna": Tónleikar. 1 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. Tónleikar. — 16:00 Veðurfr. — Tónleikar. —. 17:00 Fréttir). 17:05 Tónlist á atómöld (I>orkell Sig- urbjörnsson). 18:00 Rökkursögur: Hugrún skáldkona talar við börnin. 18:20 Veðurfregnir. — 18:30 Þingfrétt Ir — Tónleikar. 18:50 Tiíkynningar. — 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20:05 Um daginn og veginn (Einar Ás- mundsson hrl.). 20:25 Einsöngur: Sigurður Ólafsson syngur lög eftir Karl Ó. Runólfs- son, Jónatan^ Ólafsson, Árna Björnsson og Árna Thorsteinson; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. 20:45 Úr heimi myndlistarinnar: Um rómanska list (Dr. Selma Jóna dóttir fyrstöðumaður Listasafns íslands). 21:05 Frá tónlistarhátíðinni í Salzborg á s.l. sumri: a) Divertimento í B-dúr (K186) eftir Mozart (Blásarasveit Salz borgar leikur; Rudolf Klepaa stjórnar). b) Concertino nr. 2 í G-dúr eft- ir Pergolesi (Hátíðarhljóm- sveitin í Luzern; Rudolf Baumgartner stjómar). 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux« inn" eftir Kristmann Guðmunds- son; XXXIV. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð * mundsson). 23:00 Dagskrárlok. é

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.