Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 13
I Laugardagur 16. des. 1961 IORGV1VBLAÐ1Ð 13 „Interview". í æöra veldi ALIT, orð og gerðir frægra manna hefur löngum þótt girni- legt fréttaefni, en matreiðslan á því í meðferð blaðamanna oft verið heldur óhrjáleg. „Inter- view“ hafa oft reynst ónákvæm og jafnvel óáreiðanleg, lýsandi fremur spyrjandanum en þeim, sem spurður var. Ekki átti þetta við um Valtý Stefánsson. Hann I var afburðasnjall spyrjandi. sem I ihafði lag á því að standa sjálfur á skugga, en beina sviðsljósinu að þeim, sem hann átti viðtal við, og fá hann til að opinbera sinn innra mann. Ýmsir yngri menn Ihafa einig lært þá list, svo að þessi tegund blaðamennsku er orðin allálitleg bókmenntagrein Ihér á landi, sem sjá má af þeim viðtalsbókum við fræga menn, sem út hafa komið nú fyrir jól- in. en þær eru a.m.k. þrjár. Stærst er bók Matthíasar Johann essens um Pál ísólfsson; „Hafið og hundaþúfan“. Þar fær maður óvenjulega Ijósar endurminning- ar um sálræna reynslu drengs, sem fæddur var með ríka hljóm- gáfu, þroskaða við drynjandi brimheim, en ekki við skrækj- andi glymbreim, sem er sitt hvað. Einkennileg er endurminningin um hinn dularfulla og leiðslu- kennda ljóma, sem Páll skynjar sem upphaf meðvitaðrar reynslu Binnar og virðist líks eðlis og |það „celestial light”, sem Words- worth talar um í sínu fræga kvæði „Intimation of Immort- ality from Reoollection Of Early Childhood“. Ég minnist þess gagn Btæða úr minni bernsku. Smá- kornótts myrkurs, sem rann eins og endalaus sandskriða niður Ibrekku. Mér þætti gaman að vita/ Ihvort fleiri hafa endurminningu um slíkt „hrynjandi myrkur". j' Önnur bók af þessu tagi er „Hús málarans", samtalsbók Jó- hannesar Helga við Jón Engil- Iberts. Hún er einnig fróðleg af- lestrar og greinir líka frá ýms- um skemmtilegum samferða- mönnum. Jón er meira „extrov- ert“ en Páll, greinir minna frá 6inr'. innri reynslu í sambandi Valtýr Stefánsson. við list sina heldur en því „bohéme“-lífi. sem er gamalt og alþjóðlegt fyrirbæri. Jón hefur á sér flagarafas, dálátið tilgerðar legt, því að hann virðist vera fyr irmyndar eiginmaður og ástríkur heimilisfaðir. Þriðja bókin er eftir sjálfan meistarann, Valtý Stefánsson, minnst að vöxtum, en með flest- ar myndir að tiltölu. -Þetta er bókin „Séra Friðrik segir frá“ og kemur hinn mikli látni leiðtogi þar ljóslfandi fram á sjónarsvið- ið, umkringdur glaðværum æsku- lýð. sjálfur broshýr og frásagna- fús, ungur í anda, en öldungur að lífereynslu, kærleiksríkur, en laus við alla tilfinningavæmni, brennandi í andanum, en frábit- inn þurrum siðapredikunum, þi'oskaður að hagnýtri þekkingu á mannssálinni, og þar af Jeið- andi umburðarlyndur og auðug- ur að samúð. Þessir heillavæn- legu eiginleikar, of sjaldgæfir í fari margra kristinna manna, skýra þau miklu áhrif, sem séra Friðrik hafði á samtíð sína, öllum megin íslandsála, og þann mikla fjölda vina og aðdáenda, sem hann eignaðist hvar sem hann fór. Þeir munu því vera margir, sem vilja eignast þessa litlu bók, eða gefa börnum sínum hana. Þessar samtalsbækur eru ágæt tilbreyting frá venjulegum ævi- sögum, þar sem söguhetjan getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér, eða sjálfsævisögum. þar sem frá sögn snýst um ýmsa hluti, ómerki lega að flestra mati, þótt þeir hafi tilfinningagildi fyrir eig- andann. Þær eru þægilegt form, því að menn geta haft margt merkilegt að segja af reynslu sinni, þótt þá bresti tíma vilja eða ritleikni til að koma því á framfæri. Kemur þá skrásetjar- inn að góðu gagni, ef hann kann vel til verka, eins og þeir þrír menn, sem hér hafa verið nafn- greindir. hvort sem hann stendur sjálfur í skugga, eins og Valtýr, eða lífgar upp sviðið öðruhvoru með því að sýna lesandanum sjálf an sig og fimlega handleiðslu sína á pennalatri söguhetju. P. V. Kolka. Jólaguðsþjónusta barnanna JÓLAGUÐSÞJÓNUSTA barn- anna verður í Dómkirkjunni á morgun, sunnudag, kl. 11. •— Barnakór Kristjóns Sigtryggs- sonar syngur, við undirleik dr. Páls Isólfssonar. Strengjahljóm- sveit drengja undir stjórn Pam- plichers leikur jólalög hjá jóla- trénu í kirkjunni. Séra Jón Auð uns dómprófastur annast guðs þjónustuna að öðru leyti. Kveikt á jólatré Frederiksbergar HAFNARFIRÐI — A morgun kl. 5 síðd. verður kveikt á jóla- tré, sem vinabær Hafnarfjarðar, Frederiksberg, hefir gefið hing- að, en hingað hefir hann gefið jólatré undanfarin ár. Er það á Thorsplani eins og fyrr og mun Jens Ege, sendiráðsfulltrúi Dan- merkur afhenda tréð í fjarveru sendiherrans. Stefán Gunnlaugs- son veitir því viðtöku, en síð- an talar séra Garðar Þorsteins- son prófastur, Karlakórinn Þrest ir syngur og Lúðrasveit Hafn- arfjarðar og lúðrasveit drengja leika. — Starfsmenn Rafveit- unnar hafa séð um uppsetningu trésins. Strand m. b. Geirs goða NOKKRAR missagnir hafa orðið um strand og björgun áhafnar- innar af mb. Geir Goða. Fyrst er nú nafnið á staðnum, sem kölluð hefur verið Byjarskerseyri. Það nafn má jafnvel sjá á sumum kortum, en er dönskusletta, sem vel mætti sleppa á okkar upp- lýstu öld. Nafnið var Bæjarsker frá fornu fari, og þarna mun hafa staðið landnámsbær, og þá verið græn tún, þar sem nú er mestallt í kafi um háflæði, og um fjöru má ganga þarna þurrum' fótum um eyrarnar, nema þ'ar sem sund hafa grafizt í milli þeirra. Mest eru Músarsund næst landi, en Eyrarsund og Skarfasund fjær landi. Myndast höfnin í Sand- gerði af þessum eyrum sem ganga í hálfhring utan um höfn- ina, og kallast nú einu nafni Bæjarskerseyri. Á henni eru 'hclmar, sem aldrei fara í kaf. Fremri eyrin, sem er lægri er tæpum tveim metrum lægri en brúnatréð á aðalbryggjunni í Sandgerði, sem ekki fer I kaf á háflæði, þegar sjór ræður sér. En eyrin hefur eyðzt bæði af sjógangi og af völdum manna, er sótt hafa þangað byggingarefni. Geir Goði strandaði utan til fremst á Bæjarskerseyrinni, seint á 11. tímanum um kvöldið þann 12. þ.m. Loftskeytastöðin í Reykjavík tók á móti kalli frá bátnum og tilkynnti það Slysa- vamafélaginu. í Sandgerði er fyrsta og elzta deild Slysavarna- félagsins, margreynd við allskon- ar bjarganir. Brugðu björgunar- menn fljótt við og skutu björgun- arbátnum í Sandgerði; er ber nafn sr. Odds V. Gíslasonar, hins mikla björgunarfrömuðs, á flot. í höfninni í Sandgerði lá þá Mb. Muninn, sem hafði verið í talsambandi við mb. Geir Goða. Höfðu skipverjar á mb. Muninn ætlað að fara áhöfninni á Geir Goða til hjálpar og skotið út gúmmíbát sínum, sem strax þand ist út þegar kippt var í snúruna, en um leið slitnaði snúran svo bátinn rak frá þeim, en annan bát höfðu þeir ekki. Björgunarmenn Slysavamafé- lagsins á m.b. Oddi Gíslasyni, björguðu svo gúmmíbátnum af m.b. Muninn og hugðust nota hann við björgunina, ef með þyrfti. En þegar þeir komu út á yiri Eyrina, var svo failiið út, að skipverjar á m.b. Geir Goða gátu hoppað út þurrum fótum. Þetta var um eittleytið um nóttina. Fluttu björgunarmennirnir skip- brotsmennina 7 að tölu í land og það dót. sem þeir vildu hafa með sér. Veður var gott á meðan á þessari björgun stóð, en staður- inn er hinn hættulegasti, ef ein- hver kvika er eða vindur af hafi. Þess skal getið, að gúmmíbjörg- unarbáturinn af Geir Goða bi'laði, þegar hann var blásinn út, og voru þama báðar áhafnir orðnar gúmmíbátalausar, ef þurft hefði á þeim að halda. (Fréttatilkynning frá SVFÍ) Sigurður Benediktsson skrifar Vettvanginn í dag og nefnir hann: Bréf til vinar míns Ragnars í Smára, vegna skrifa hans um „gratis heimsmenningu“. Ragnar minn ! ( Mikil lifandi ósköp var þér mikið niðri fyrir í Vettvanginum síðast, — en hvað var það ? Er ekki pólitíkin J lagi, landslýð ur við góða heilsu, — síldveiðin aldrei betri. Gunnar hefur dreg- ist á að afgreiða hallalaus fjár- flög, ef svo stendur á, og hljóm- Iburðurinn í Háskólabíó hefur reynzt betri en beztu menn óraði fyrir. Hvað viltu hafa það betra? Og nóg er af bóbum, sem bet- tir fer, — og fólk kaupir þær og gefur þær hvert öðru, fleygir þeim svo og kaiupir aðrar nýjar. Engin afturför þar. Kiljan kann vel við sig í Vín, Þórbergur sit- ur heima hjá Margréti sinni og fliefur það gott, og Ðjörn Th. er farinn að svipast um eftir lóð fyrir Listasafn Alþýðu.----— Og ekíki þarftu að vekja at- Ihygli á Páli okkar ísólfssyni í bili. Hann er nú loksins farinn að sjá: um það sjálfur síðan hann lentii í hríðinni í Hrútafirðinum í haust. Sem sagt gott, — og engin festæða til að vera fúll! Og þó er Bvo að sjá, að þú hafir þungar áhyggjur. Setningarnar falla eins ug björg úr hengiflugi með drun- um og dynkjum og miklu boms- era — bomsi. Þú gerir hátíðlega grein fyrir uppruna þínum, eins og það þekki þig ekki allir, ogl viti hver ágætismaður þú ert, Og i við viljum hafa þig svona góðan og ágætan og hjálpfúsan Ragnar í Smára, án þess Qð það komi I íslendingasögunum, Passíusálm-1 unum eða lýsinu á Eyrarbakka nokkurn skapaðar hlut við. En svo við komum að því, sem veldur þ_r þyngstri sorg í svip- inn, sjónvarpinu, þá skil ég ekk- j ert í þér, að þú skulir vera far- inn að setja þig upp á móti ný- ungum jafn framsýnn og eldklár og þú hefur alltaf verið á upp- skeru morgundagsins. Hver hef- ur nú étið hvað ? Þú ferð um það mörgum orðum, að nú bjóðist okkur íslendingum gratís heimsmenning, sem menn njótí þó bezt með því að liggja á maganum. Hvað gerir það til? Hafa Kínverjar ekki flatmagað I við sína menningu, og voru þó, til skamms tíma, talin ein elzta og merkasta menningarþjóð heimsins. Og svo finnst mér það sitja sízt á þér að vera að amast við heimsmenningunni, jafnmik- ið og þú hefur stutt við hana, með þínum alkunna dugnaði. Eða hefur nokkur dregið hér á land fleiri heimsnöfn en þú? Og hefur nokkur aukið jafn drjúg- an skerf við heimsfrægð þessa1 ágæta fólks og þú, með þínum' hágíruðu menningar-auglýsing-1 um. Ekki man ég til þess, hín seinni ár, að Tónlistarfélagið fái hingað nokkurn tíma minna en! heimsþekkta „snillinga", — og1 aldrei auglýsir það fiðlu eða pía- nóleik,ara, heldur skal það heita fiðlu-snillingur og píanó'snilling- ur. Eða einsöngvararnir, sem hing að koma á stundum. Það eru nú engir smákallar, oftast listamenn af guðs náð plús öll helztu áherzluorð tungunnar að frama og yfirburðum. Og dugir þá mis- jafnlega. Þó er þetta nú aðeins nokkur 'hluti þeirrar heimsmen-ningar, sem þú hefur séð nokkuð fyrir, Ragnar minn, og þjóði-n er þér þakklát fyrir það. Að sönnu hef- ur þú ekki gert þetta alveg gratís, en því sem næst, og aldrei verð- ur um þig sagt, að þú hafir hagn- ast á því að músik-mennta þína þjóð. Og svo getur þú verið að reka hnífana í grey — heimsmenning- u-na, sem kemur „fljúgandi inn um gl-U'ggann tilokkar í engilslíki' ei-ns og þú orðar það. Hvernig get ur menningarfrömuður af þeim formati amast við svo gleðilegum tíðindum ? Einhvern tíma hefð- ir þú haldið veizl-u og boðið vin- um þínum upp á brauð og öl af minna tilefni. Og svo minnist þú eitthvað á sjálfsvirðingu og heiðarlega samkeppni. Hvað þýðir það? í þriðja kafla ræðu þinnar grípur þú sem snöggvast niður á glæpahneigð æskunn-ar, — sem annars sé í eðli sínu mjög fí-n æska! Hún ha-fi að vís-u ákaflega takmarkaðan áhuga fyrir að g-era nokkuð, fyrirlíti menninguna, og eigi í linnulausu stríði við eldri kynslóðina (vinnudýrin) er beri á hana'fé og reki h-ana til mennta og skemmtana! Og þú sérð ekki fram á annað, en þess- um hildarlei-k Ijúki með því að unga fólkið brjótist út úr f-a-nga- geymslum féla-gsheimilanna og geri hvorki m-eira né minna en uppreisn til að fá næði að hugsa sitt ráð ! ! ! Púlli orðaði svipaða hugsun á þessa leið: Bezt er að gera ekki neitt — og hvíla sig svo vel á eftir. — — Á einum stað kemur þú þar má-li þínu, að þig brezti kjark og stillingu til að sjá fólk tungu- skorið. Þótti nú engum fnikið, og furðar víst en-gan á því, sem þekkir þig. En hver ætlaði að tunguskera hvern með leyfi að spyrja? Vegna þessara bollalegginga um tunguskurðinn baðstu vini okkar Bandaríkjamenn að vera hérna hjá okkur og gæta okkar vel, ef út af bæri. En þar sem ekkert kom fyrir fór vinunum að leiðast aðgerðarleysið á Mið- nesheiðinni, — og þeim leíddist svo mikið að þeir fórú að sjón- varpa sér alls konar skemmti- legheitum og þvættingi, sem þeir voru annays orðnir dauðleiðir á heima fyrir. Og þá gerðist það, sem fer svo óskaplega í þínar músikölsku taugar, að stöku Is- lendingar fóru að gægjast í speg ilinn hjá þeim og höfðu af nokkra skemmtan, vegna þess, að þetta var þeim nýjung, sem hinum var gömulkunn leiðindi. stinga svo íslendingar Jónasi og Hallgrími niður í kistu. Þessu neita ég nú bara að trúa! (En er ekki eitthvað óselt af síð- ustu útgáfu Passíuálmanna?) —★— Nei, góði vinur, — þetta er vonlaust. Það er ekki á okkar færi að frelsa heiminn. Við Þing eyingar reyndum þetta lengi, en gáfumst upp og ætlum nú að fara að rækta korn í staðinn. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá fáum við sjónvarp, — sennilega fyrr en seinna, ef stjórnmálamennirnir þora að fylgja sannfæringu sinni fyrr en eftir næstu kosningar. En þangað til munu Bandaríkja- menn ljá okkur afnota af stöðinni á Miðnesheiði, fyrst í smáum stíl svo oftar og Oftar, unz við eign- umst eigin sjónvarp, er kemur okkur jafnframt í samband við aðrar stöðvar um víða veröld. Tími einangrunar er liðinn hjá og það er þröngsýni og hugarfarsstöðnun að skilja það ekki og viðurkenna. Það flýr enginn á vit einverunnar leng- ur, sem vill lifa menningarlífi, — og okkur er orðin ill nauð- syn að venja okkur við að lifa í sama hraða og grannar okk- ar í austri og vestri. Þú segist vera sveitamaður. Eins og það sé einhver dyggð, — eða til hvers eru allir að tala um það þessa dagana, að þeir séu sveitamenn? Og hver getur svo sem gert að því, þó að hann sé sveitamaður. Ekki verða sveitamenn síður sólgnir í sjón- Þegar hér er komið sögu 'Varp, ef ég þekki þá rétt. Upp- runinn skýlir engum fyrir fram vindu tímans, — jafnvel ekki, þó að þeir séu aldir upp á Is- lending-asögum og lýsi. En hvað eru annars þessar margrómuðu Islendingasögur annað en sjónvarp síns tíma, — gamlar spólur? S. B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.