Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 8
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagar 24. des. 1961 i H. N. PILLSBURY var, fcrátt fyr ir sorglega stuttan skákferil einn hinna fremstu í ríki skákgyðjun- etr um síðustu aldamót. Hann var fæddur í nágrenni Boston 5. des. 1872. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær hann fékk á'huga fyrir skáklistinni, en aftur á móti er vitað að hann lærði manngang- innan 16 ára gamall. Skákgáfa bans var óvenju mikil, þó að érangur hans fyrst í stað benti ekki sérstaklega til þess. Pjöl- skylda hans fluttist til Boston, og það leið ekki á löngu þar til Pillsbury var orðinn heimagang- ur í skákfélögum borgarinnar. Hann mætti sterkustu skákmönn um staðarins, og 1892 var hann orðinn sterkasti skákmaður Bcnston, og — Það sem meira er um vert — hann hafði komist að raun um að skáklistin var fram- tíðarstarf hans. Fyrri hugmyndir um verzlunarnám fuku út í veð- ur og vind. Harry varði mest öll- um tíma sínum í skák, vist og „checker" en skákin átti vita- skuld hug hans. Árið 1893 var Pillsbury orðinn atvinnumaður í skák. Hann vann athyglisverða sigra gegn þýzku skákmeisturunum Walbordt og Schettlanender, þetta sama ár, þegar þeir heimsóttu Boston á ferðalagi sínu í Amerí'ku. Frá Boston lá leið hans til New York, þar sem hann fékk tækifæri til þess að leiða saman hesta sína við öflugustu skákmeistara vest- anhafs, og hann var fljótlega kominn í fremstu röð. Skákfélagið í Hastings á Eng- landi gekst fyrir afar öflugu al- þjóðlegu skákmóti 1895, þar sem saman voru komnir allir fremstu skáksnillingar gamla og nýa- heimsins. Meðal þeirra er voru álitnir sigurstranglegastir á þessu móti voru þeir Dr. Lasker, Dr. Tarrasoh, Steinitz og Tchigorin, Engum af þessum mönnum tókst þó að hindra sigur Pillsbury. Þar með hafði drengurinn frá Boston skipað sér í hóp 5 beztu skák- manna heimsins. Pillsbury tókst ekki að endur- taka hinn glæsilega árangur í Hastings, en hann vann mörg önnur og þriðju verðlaun á sterk um skákmótum. Á árunumi eftir aldamótin fór heilsu hans mjög hrakandi og á skákmótinu í Cambridge Springs 1904 var hann aðeins svipur hjá sjón. Samt sem áður tókst honum að sigra sinn gamla andstæðing Dr. E. Lasker, sem var þáverandi heims meistari. Tveim árum síðar lézt Pillsbury aðeins 34 ára gamall. Á árunum 1895—1900, þegar Pillsbury var á hátindi frægðar sinnar, er öruggt að hann var jafningi hvaða meistara sem var. T. d. gegn Lasker gekk honum ávalt vel, og hefði einvígi kom- ist á laggirnar milli þeirra á þess um árum, þá hefðu möguleikar þeirra verið álitnir afar jafnir." Styrkleiki Pillsbury sem skák- mans, lá fyrst og fremst í hinum miklu leikfléttuhæfileikum, og í miðtafli þar sem fylgja þurfti eftir sóknaraðgerðum, stóðust fá- ir honum snúning. Aftur á móti varð óþolinmæðin honum að fótakefli í erfiðum og þvældum stöðum. Skákferill hans var ekki ósvipaður skákstílnum. Hann byrjaði stundum eins og hvirfil- vindur, og braut alla mótstöðu andstæðingsins á bak aftur með glæsilegum leikfléttum. Sjáum eftirfarandi dæmi SVART: ABCDEFGH ABCDEFGH H V í T T : 1. Ddlxdöf!, e6xd5. 2. Ba4xd7, Bd6xg3. 3. Bd7—c6!, Bg3—d6. 4. Bc6xd5f, Kg8—Jh8. 5. Bc6xa8 og vann auðveldan sigur. Þannig kippti hann fótunum undan dr. Tarraschi í Vín 1898. Aftur á móti komu tímabil í skákmótum þar sem honum tókst ekki að finna sjálfan sig og tap- aði oft heldur illa miðað við sinn skákstyrkleika. Pillsbury lagði drjúgan skerf til skákbyrjanna. Nægir þar að benda á að fyrst og fremst vegna umbóta og nýrra aðferða hans, þá urðu byrjanir eins og Drottn- ingarbragð og Spánski leikurinn vinsælustu og hættulegustu vopn in á skákmótum. Það hefur verið sagt um Pills- bury, að hann hafi verið einn hinha fáu stórmeistara, sem voru ánægðir með skák sem atvinnu sína. í fjölteflum og á skákmót- um naut Pillsbury lífsins í ríku mæli hann teygaði í sig nautn taugaspenningsins, sem ávalt fylgir erfiðum skákmótum, og þegar hann sýndi skák eða tefldi fjöltefli vann hann hugi allra viðstaddra með framkomu ss^pi. Á vetfrvangi blindskiáka hefur Pillsbury tæplega eignast sinn jafningja. í Hannover 1902 tefldi hann blindandi gegn 22 þátttak- endum úr ,,Hauptturnier“, sem er. álíka sterkur flobkur og meistaraflokkur sem við þekkj- um í dag. Pillsbury náði mjög góðum árangri, og hafa margir fræðimenn álitið að þetta blind- skákafjöltefli væri mesta afrek á þessum vetvangi sem unnið hef verið til þessa. Uppáhaldsbragð Pillsburys á sýningarferðum sínum, var að tefla nokkrar skákir blindandi á samt nokkrum blind ,Check“ um leið og hann spilaði vist. Til þess að gera leikinn sem skemmtileg astan, þá bað hann einn af áhorf endum að fá sér lista með 20 orðum, sem hann svo þuldi aftur á bak, eftir að hafá haft hann und ir höndum um stund. „Minnis- gáfa hans var ótrúleg". Hér kemur svo skemm.tilegt dæmi úr blindskák er Pillsbury þreytti í Vínarborg 1902 gegn skákmeistaranum Wolf. S VART: ABCDEFGH A B C D E. F G H HVÍTT: Síðasti leikur Wolfs var Dc7-6. Pillsbury þvingar nú andstæðing sinn til uppgjafar í tveim lei'kj- um! Þegar þið lesendur góðir haf ið ráðið þrautina, þá getið þið fundið lausnina síðast í þættin- um. Eftirfarandi skák tefldi Pills- bury í Cambridge Springs 1904. Hvítt: H. N. Pillsbury. Svart: Dr. E. Lasker. Drottningarbragð. 1- d4 dö 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 c5 5. Bg5 cxd4 6. Dxd4 Rc6 öruggara er hér 6. Be7 7. Bxf6! Þetta er leynivopn Pills- bury, sem hann hefur geymt í 8 ár, eða síðan frá skák- mótinu í St. Pétursborg 1895-6, þegar Lasker vann hann. 7. gxf6 Ekki 7. .. Rxd4. 8. Bxd8, Rc2t. 9. Kd2 Rxal. 10. Bh4 og Ral er fangi. 8. Dh4 dxc4 Ef . . . d4. 9 O-O-O, e5. 10. e3, Bc5. 11. exd4, exd4. 12. Rd5! 9. Hdl Bd7 10. e3 Re5 Lasker teflir ekki byrjunina sem nákvæmast. Rétt var 10. . • . Be7. 11. Rxe5 fxe5 12. Dxc4 Db6 13. Be2 Dxb2 Lasker gerir rangt í að þiggja peðið. Betra var 13. . . . Be7. 14. 0-0 Hc8 15. Dd3 Hc7 16. Re4 Be7 17- Rd6f Kf8 Ekki . . . Bxd6. 18. Dxd6, Dc3. 19. Bb5! og vinnur strax. 18. Rc4 Db5 SVART: ABCDEFGH ABCDEFGH HVÍTT : Staðan eftir 18. — Db2—b5. 19. f4!! Einkennandi fyrir Pillsbury. Svarta kónginn vill hann fá. 19. exf4? Hér var nauðsynlegt að leika 19. . . . e4 til þess að halda f-línunni lokaðri. 20. Dd4 f6 21. Dxf4 Dc5 22. Re5 Be8 23. Rg4 , f5 24. Dh6f Kf7 25. Bc4! Hc0 Ek"ki . . • Dxc4. 26. Re5f. 26. Hxfðt Dxf5 27. Hfl Dxflt 28. Kxfl Bd7 29. Dh5t! Kg8 30. Re5 gefið Lausn á blindskákdæminu. De5! Dc8. 2. Dd6! hótar Hb8 og Dc6. I. R- Jóh. — / þjónustu fridarins Framhald af bls. 3. ina í þjónustu sína og líta á útvarpið sem eitt áhrifaríkasta áróðurstæki, er þeir eiga yfir að ráða. Sagt er, að á byrjun arstigi óeirðanna í Kongó hafi sendinefnd þaðan komið til borgar einnar í Evrópu. Sama dag undirritaði nefndin samn ing um kaup á 100 kílóvatta sendistöð. Teikningar að nýrri útvarpsstöð voru gerðar á einni nóttu. Næsta dag voru leigðar flugvélar til að flytja tækin án tafar til Kongó. Inn- an fjögurra vikna átti útvarps stöðin að geta tekið til starfa. Hvarvetna í Afríku heyrist til útvarps frá Peking, Moskvu og Kairo- Áróður hinna ýmsu stjórnmálastefna berst inn á æ fleiri heimili í Afríiku. Ætti ekki rödd fagnaðarerindisins einnig að heyrast þar? Hún ein getur gert menn færa um og ógn dauðans með hugarró fyrir trú á Jesúm Krist. Bylgjur þjóðernisvakninga rísa nú hátt í Afríku. Tímabil nýlendustjórnar er lokið. Stofnuð eru ný ríki hvert af öðru. Hins vegar hafa þjóðir Afríku vart enn fundið það stjórnarform, sem hentar þeim. Þessar nývöknuðu þjóð ir hlusta nú eftir reynslu ann arra. Þess vegna er það Skilj anlegt, sem fréttir bera með sér, að háð er barátta um þjóð ir Afríku til samstöðu við valdaríki heimsins. Ólga í trúmálum í Afríku. Ólga mikil er einnig á sviði trúmála í Afríku. Af 240 millj. íbúa álfunnar eru 86 millj. taldir Múhameðstrúar, 35 millj. kristnir, 75 millj. hall- ast að frumstæðum trúarbrögð um. Þær 44 millj. manna, sem þá eru ótaldar, eru skráðar „trúleysingjar“. Með aukinni tæknimenningu og efnis- hyggju mun þeim fjölga ört á kostnað þeirra, sem frumstæð trúarbrögð hafa. Á næstu árum mun úm helm ' ingur íbúa Afríku taka afstöðu til mikilvægustu spurningar lífsins, þeirrar um trúarbrögð in. í því efni verður um þrennt að velja, Múhameðs- trú, kommúnisma eða kristin i dóha. Fái heiðingjarnir ekki boðskapinn um Jesúm Krist, ihunu þeir hallast að Múham- eðstrú eða heiðindómi í ný- tízkulegum búningi. Getur útvarpstæknin haft á- hrif á gang þessara mála? Vafalaust er hún mjög mikil- væg í þágu fagnaðarerindisins Reykjavíkur skáfar, Ijósálfar, ylfiagar Jólatrésskemmtanir Skátafélaganna verða í Skáta- heimilinu. Snorrabraut föstudaginn 29. des.’ og laugardaginn 30. des. og hefjast kl. 3 e.h. Aðgöngumiðar í Skátabúðinni frá miðvikudeginum 29. desember. SKÁTAFÉLÖGIN í REYKJAVÍK. Áramótafagnaður verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu á garnlárskvöld kl. 9 e. h. Hljómsvéit Riba leikur. Aðgöngumiðar og pantanir á skrifstofunni og í síma 17100 frá kl. 2—4 dagiega. Sjálfstæðishúsið einmitt nú. Útvarpshlustend- um fjölgar ört í Afríku. Með an stór hundraðshluti manna er ólæs, er útvarpið nær eina og óefað stórvirkasta tækið til þess að ná til fjöldans með boðun guðsorðs. Útvarpstækin eru ekki eingöngu stofuprýði eða til dægrastyttingar í eld- húsinu á afrískum heimilum. Útvarpið er látið gjalla og glymja á vinnustöðvum, í verzlunum og á götum úti, allsstaðar þar sem fjölmenni er mest. Dregið hefur verið í efa hvort samrýmanlegt sé fagnað arerindinu, að það sé flutt í útvarpi. Er það ekki sem að kasta perlum fyrir svín, þegar útvarpsprédikun er flutt á sölutorgum eða .. öðrum stöð- um þar sem hávaðasamast er? Vafalaust fer þar margt fyrir ofan garð og neðan. En þar næst þó til margmennis. Alltaf munu einhverjir hlusta. Og út varpsbylgjunum eru engin landfræðileg eða stjórnmáia- leg takmiörk sett- Þar sem kristniboðum er meinað að koma, þar sem þjóðernis- eða kynþáttarígur lokar leiðum, stendur rödd fagnaðarerindis ins opin leið um útvarpið inn á heimilin. Nafn hinnar nýju útvarps- stöðvar gefur til kynna, hvert hlutverk hennar er. Líta má á hana sem stærsta predikun arstól lúthersku kirkjunnar. Frá honum verður flutt margs konar efni kristinni kirkju til eflingar. Náið samstarf verður haft við kristna söfnuði á hverjum þeim stað, sem gagn hafa af útvarpinu frá Addis Abeba. Þannig verður dag- skrárefnis fyrir Madagaskar aflað þar. Dagskrá á Zulu-máli eða öðrum málum Suður- Afríku verður og leitað þang að. Swahili-dagskrá verður tekin saman í Tanganyika og svo framvegis. Dagskrárefnið verður tekið á segulband og sent í flugpósti til Addis Abeba. Ráðgert er að 30% senditím ans verði varið til beinnar boð unar guðsorðs, en 70% til fréttasendinga og fræðadi efn is, svo sem á sviði landbúnað ar, heilbrigðismála, hússtjórn ar, tónlistar o.fl. Af reynslu sem fengist hefur í Japan, þar sem lúthersk út varpsdagskrá hefur verið flutt um árabil, er ljóst, að sam- starf útyarpsins við söfnuðina er hið mikilvægasta. Með að- stoð safnaðanna er hægt að komast í persónulegt samband við hlustendur. Bréfaskólar og námskeið eru mikils virði. Tíu og allt að því fimmtíu af hundraði nýrra safnaðarfélaga lútherskra kirkna í Japan hafa komið fyrir kynni af og áhrif frá útvarpinu. Er lútherska heimssamband ið þess umkomið að hefja slíka starfsemi hér í Afríku? Byggingarkostnaður stöðvar- innar er áætlaður 1,1 millj. Bandaríkjadollara. Þegar hafa safnast með frjálsum framlög um 800.00 dollarar, bæði í Ameríku og Evrópu. Bæði hafa söfnuðir og kristnilboðs- félög styrkt þetta mál rausn arlega. Fyrir þessa fjárhæð verða keyptar tvær 100 kílóvatta- sendistöðvar og loftnetakerfi byggt, sem mun beina sending um til þeirra svæða, sem ætl unin er að ná til. Vonir stan la til að útvarpsstöðin verði tek- in til starfa að ári liðnu. Forsvarsmenn þessa mikla fyrirtækis varar kristna mena við að halda, að hér sé fengið töframeðal, sem kristna muni heilar heimsálfur. Þar fyrir verður útvarpsstöðin hér í Addis Abeba stærsta kristni boðstæki, sem lútherska kirkj an hefur sem slík tekið í þjón ustu sína. Hún kemur síður en svo í stað kristniboðans eða prestsins. En hún verður tæki, sem þeir geta notfært sér í starfinu að útbreiðslu Guðs ríkis. . -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.