Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Simnudagur 24. des. 1961 --------^ Margaret Summerton HÖSIÐ VIÐ SJÚINN Skáldsaga Nú varð ofurlítil þögn en loks rauf ég hana og sagði veikri röddu: Hvað kom eiginlega fyrir Esmond? Það er ljót saga, svaraði hann. tni kannast við Danny, er það ekki? Jú, ég hef heyrt allt um hann. 1 Röddin í honum var kuldaleg og brá fyrir hroka í henni: Nei, ekki allt, systir sæl ekki alveg allt. Og svo bsetti hann við, lágt: Til dæmis að taka veiztu ekki, að ég drap hann. Það var eins og þögnin sygi inn í hvert horn stofunnar. Nú, það var þetta, sem Mark vissi, hugsaði ég. En hvernig? Svarið hefði legið hverju barni í augum uppi: Dagbsekurnar. En ekkí getur dauður maður skrifað. Ekki hefði Danny getað ásakað Esmond um morðið á honum sjálf um. Afsakaðu, Charlotte, ef ég hef skelft þig, en það er rétt, að þú fáir söguna vafningalaust.... Ég reyndi að hafa hemil á ihryllingi mínum. Ekki hefurðu farið að myrða hann? Viljandi? Nei, kannske ekki viljandi. Ég tók byssu og skaut hann. Og þegar ég sá, að hann var dáinn, átti ég mína fyrstu sælustund í marga mánuði. Fyr- ir augum miðlungs kviðdóms myndi þetta kallast morð. Ég svaraði og reyndi að hressa mig svolítið upp: Eitthvað hefur þetta verið klaufalegt hjá þér, ef það kostar að látast vera dauð- ur, til þess að sleppa frá því. Þú heldur kannske, að ég hafi ætlað mér að leynast, kannske árum saman í útlegð? Hver var þá ætlun þín? Að hræða hann svo rækilega, að hann hrökklaðist burt. Það var nú allt, sem ég hafði í hyggju að koma honum burt. Hann hallaði sér að Ijósinu, og það stríkkaði á öllu andlitinu á honum. Ég var búinn að horfa á hann í tíu mánuði sleikja sig upp við Edvinu, til Þess að komast í náðina hjá henni. Sleikja hana upp og smjaðra, þangað til hver venjulegur maður hefði gubbað af viðbjóði. Þegar hann var bú- inn að vera þarna sex mánuði var hún búin að semja erfðaskrá, þar sem honum voru ánafnaðar allar eignir hennar að undan- teknum þúsund punda lifeyri á ári handa mér.... En svo sneri hann aftur frá aðal-umtalsefninu: Það var ann- ars skrítið, að þú skyldir þefa mig uppi. Hvað kom þér til þess? Það var eins og honum væri skemmt. En í svars stað, kom ég sjálf með spurningu. Danny dó nóttina, sem kviknaði í. Hvernig stóð á því? Þetta hafði verið búið að sjóða ,og malla vikum saman, svaraði Esmond beizklega. Það var alveg komið að því að sjóða upp úr, og það. sem olli sprengmgunni, var þessi bátur, sem eg keypti mér. Það var tólf feta bátur, alveg laus við allt skraut, en góður til þess, sem hann var ætlaður. Ég hafði alltaf átt bát hérna, líka þegar ég var smástrákur. Þegar ég var kallaður í herinn seldi Edvina hátinn og svo seinna, þeg ar ég kom heim frá Ródesíp, vildi ég auðvitað fá annan í stað inn. En hún sagði nei. Loksins gat ég slegið Xvor um nægilegt til að borga fyrstu af- borgun af báti. Hún átti ekki að fá að vita neitt úm þetta, og heldur ekki Danny. En einhvemveginn komst Danny á snoðir um þetta, og, eins og honum var líkt. kjaftaði hann því í Edvinu. Og þegar hún svo komst að því, að ég hafði keypt hann upp á afborgun, ætlaði hún að fá tilfelli pg hótaði mér því, að ef ég ekki skilaði honu-m taf- arlaust aftur til seljandans, skyldi hún reka okkur öll þrjú út úr húsinu. Og svo skipaði hún mér að fara með hann til Well- mouth morguninn eftir. Danny reigði sig eins og pá- fugl. Við Lís-a höfðurn einhverja kunningja í mat og Ivor var þar líka. Danny var mikill hænuhaus og þoldi ekki áfengi. Hann fékk tvö glös af sérrí fyrir mat og var þá strax orðinn kenndur. Þannig var það þetta kvöld. All- ir fengu viðbjóð á þessu nema Edvina. sem var of þokukennd sjálf til þess að taka eftir neinu. Gestirnir voru afskaplega vand ræðalegir og jafnskjótt sem Ed- vina var oltin í rúmið. kvöddu þeir og fóru. Danny settist niður í stólinn hennar Edvinu og fór að stríða mér með því, að á morgun yrði ég búinn að missa bátinn minn. Edvina hefði beðið sig að sjá um að ég skilaði honum á mongun. Það er skrítið til þess að hugsa, að stráið, sem reið bagga-muninn skyldi vera þessi bátur. Jafnvel þótt Danny stæli frá mér öllum arfinum. skyldi honum samt ald- rei takast að ná af mér bátnum. Ég sá þvermóðskulega munn- svipinn á honum og kannaðist við þennan sauðþráa sem Tamara hafði svo oft ásakað sjálfa mig um. Loksins, eftir leiðinlega skammasennu, fór hann upp, og Lisa skömmu seinna. Þá voru ekki eftir nema við Ivor til að ræða málið og reyna að finna upp eitthvert ráð til að losna við þennan bölvaðan eiturorm. Þú skilur, að í rauninni var hagsmunum Xvors eins hætt og okkar Lísu. Danny mundi verða það ánægja að reka hann úr vist inni jafn-skjótt sem hann fengi vald til þess, og þá yrði Ivor að fly-tja úr gamla húsinu sínu. Það hef-ur verið komið um mið nætti þe-gar ann-arhvor okkar — líkléga ég — lét þess getið, að eina ráðið til að koma Danny burt úr húsinu væri að ógna hon- um með líkamlegu ofbeldi. Ég fór upp og náði í hagla- byssu, sem ég var vanur að skjóta kanínur með. Danny var enn að þvælast um í þessari svoköll-uðu vinnustofu sinni. Þegar hann sá byssuna, varð hann hræddur en liklega vegna þess hve mikið v-ar í húfi fyrir hann, stillti hann sig furðanlega. Að vísu vældi hann eins og rotta í lífsháska, en lét samt ekki und an. Hann hélt áfram að segja, að byssan sú arna væri bara plat og ég myndi aldrei þora að notá hana. Ég sagði honum, að ef hann ekki tæki saman föggur sínar og snautaði burt, skyldi hann fá að kenna á h-enni. Hann hló, og það var andstyggilegasti hlátur, sem ég hef nokkurntíma heyrt í nokkurri mannskepnu. En svo breytti hann snögglega um aðferð, gekk til mín og sagð- ist ætla að taka af mér byssuna og fara með hana til Edvinu. — Hann þagnaði. Já, þetta var sag- an öll. Charlotte. É-g hleypti af og þar með var Danny búinn að vcra. Það var dásamlegt augnablik. Ég hugsaði með mér: Nú er ég búinn að ganga frá honum eins og dugir. Það var mátulegt á hann fyrir að ætla að haf-a bátinn af mér. Hann sendi mér glettnislegt bros. Já þú ert hneyksluð, er ekki svo? En hefðirðu þekkt Danny, værirðu alveg sama sinn- is og ég. Hann hélt áfra-m, ánægður: — Hvorogu-r okkar Ivors lét sér neitt bregða. Við settumst niður, reyktu-m okkur vindling og lögð- u-m heilann í bleyti um, hvað gera skyldi. Við fleygðum Danny á einn stólinn þama inni. Síðan spörkuðum við olíuofninum í stofunni um koll. vengjumj.,ht-bó xzðóáú vbgk Þá var ekki annað eftir en sjá svo um, að nokkrar af olíumynd- unum hans Danny væri þarna alveg hjá, svo og nokkrar flösk- ur af terpentín-u og annað eld- fimt. Svo fóru-m við út. og lok- uðum dyrunu-m. Ivor fór upp í herbergið, sem hann hefur til afnota þegar hann verð-ur seint fyrir. Vesturálman hafði staðið auð árum -saman, og þar hafðist enginn við nema Danny. É-g dokaði við frammi. þangað til ég sá rauða logana út um igluggana. Ég hló. Þá fór ég til -herbergis míns, afklæddi mi-g, bældi rúmfötin, og þegar vestur- álman stóð almennilega í björtu báli. þá vakti ég Lísu, sem hafði alls ekki hreyft sig, hljóp svo niðiir vakti allt húsið og kallaði loks á slökkviliðið. Um það leyti, sem það kom á vettvnng, var sá hluti hússins ekki annað en rúst. Við vorum alls óhræddir, alit þangað til arprófinu út af brunanu-m og frá- falli Danny-s var frestað. .Hann þagnaði. þar sem hann stóð uppi yfir mér. Ég leit ekki upp. Ég vildi ekki sjá framan í hann, en þegar rödd han-s barst til mín, var hún róleg eins og ekkert væri u-m að vera. En, skil (JLSiLf fól! Farsælt nýtt ár. Þökkum viðskipti.i. Sólheimabúðin Sólheimum 33. GEISLI GEIMFARI >f >f- >f >f ■ — Til hamingju Gar. Eftir einn fund enn með Mystí fer þessi Colby kerling að biðja þig að geyma pen- ingana í rafeindaheilanum. — Þakka þér fyrir Pála. Heldur þú að við þurl'um að hafa nokkrar áhyggjur af þessum „frænda“ henn- ar Lúsí Fox? — Nei, í versta falli er hann ein- hver auðvirðilegur einkalögreglu- maður. — Ertu sammála Pétur? — Eg hef það á tilfinningunni að ég hafi séð þennan „Roger Fox“ einhverntíma áður! 4 urðu Charlotte.... skrokkurinn á Datiny hafði ekki brunnið nógu mikið. og lögreglan hafði fundið nokkur högl í líkinu. Og skömmu seinna fór leynilögreglumaður Adkins fuliltrúi, að gera fyrir- spurnir. Hann þagnaði en hélt svo á- fram aftur með háðslegri tæpi- tungu: Já, það var spurt um, hv-ort hann hefði átt nokkra ó- vini, eða hvort nokkur hefði ha-gn að af dauða han-s. Og það tók ekki langan tíma fyrir réttvísina að benda á mann, sem einn hefði hagnað af da-uða Danny Wargrav es. Ekki s»o að skilja, að þeir segðu þetta berum' orðum, held- ur voru þeir all-taf afskaplega kurteisir og óskuðu eftir hjál-p minni, Og það var eins og hver önnur svínah-eppni, að seinast þegar þeir komu var ég hvergi nærri. Þá var ég hérna hjá Ivor. Það var í það skiptið, sem þeir hei-mtuðu að fá að sjá h-aglabyss- una mína. Lísa sagði þeim, að við Ivor hefðum farið út að skjóta með byssuna, sem var ekki nema satt. Hvernig hún kom þeim út úr húsinu, veit ég ekki, en henni tókst það einhvernveginn og -blessi hana fyrir það. Og jafn- skjótt sem þeir voru farnir, hrin-gdi hún til mín himgað. Það var þá svo komið. að ég átti ekki annað eftir en að verða tekinn fastur. Danny hafði unnið leikinn, þó að hann væri kominn niður í jörðina. Jafnvel þó ég yrði nú svo heppinn að sleppa með manndráp, var úti um mig, hvað allan arf eftir Edvinu snerti. Eina heppnin, sem við urðum fyrir í sambandi við all-t þetta stand, var sú, að h-ún hafði orðið fyrir taugaáfal-li þegar hún heyrði lát Dannys. Farnes lækn- ir hélt h-enni við á róandi lyfjum og vildi ekki hleypa lögreglunni til hennar. Eins og nærri má geta_ studdum við þá viðleitni hans. - Esmond settisf niður og barði hnefanum í lófann. Við Ivor höfð um fimm mínútur til að finna eitthvert ráð til að bjarga lífii mínu, og í féla-gi gátu-m við ekki látið okkur detta í hug nema eitt ráð, og það reyndar ekki svo vit- laust. Væri ég dauður, mundi lög reglan hætta öllu snuðri u-m dauða Dannys. Svo að ég varð að látas-t vera dauður. Veðrið hjálp-aði okkur að fram kvæma þetta. Hann var að rjúka upp með foráttu veður. Ivor þaut heim í húsið, og spann upp lyga- sögu um að ég hefði hætt við að fara að s-kjóta og farið út að sigla og við þannig orðið viðskila hvor við annan. Ég fór út á bátnum og yfirga-f hann svo, þegar ég var kominn almennilegan spöl frá landi. Um það ley-ti var farið að dimma og ég ga-t syn-t inn í víkina, án þe-sa að til mín sæist. Þetta var eigin- lega næstum engin uppgerð, þvf að ég var rétt að segja dr-ukkn- aður. Og lögreglan trúði því, að þú va=rir raunverulega drukknaður? Auðvitað var hún fjandan-s tor- tryggin, svaraði Esmond. H-ún lét halda vörð á ströndinni dögum saman. Meira að segja var gerð húslei-t hérna. Ég varð að li-ggja í leynikrók, sem ég einn þekkti. í tvo sólarhringa og það kom af úað einu af þessum fjandana asmaköstum mínum. Þessve-gna fann Lísa átyllu til að fá Fóstru hingað til að gæta mín. Ég get ekki skilið, hvemig þú -gerðir þér von um að sleppa, sagði ég. Esmond varð óþolinmóður, rétt eins og hann væ-ri að tala við krak'kabjána. Það er einf-alt mál, Við vorum að reyna að bjarga úr rústunum því, sem bjargað yrði, Þegar Danny var dauður og ég talinn dauður kom til Lísu o-g Timmys kasta að hafa það út úr Edvinu, sem hægt var. Ef ég gæti sloppið úr landi o-g leynzt einhversstaðar þangað tii hún væri dáin, þá gæti Lísa kannske komizt yfir eitthvað af eignunum og svo gæturn við lif- að áhyggj-ulausu 1-ífi eftir það. Hvar? Nú, hvar sem var. Nú æ-p-tl hann upp yfir siig. I Suður-Ame- riku, Mexíkó eða þá einhvers- staðar á ítnáíu i nw. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.