Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. des. 1961 EFNI M. A.: BLAÐ I. Forsíðumynd eftir Ólaf K. Magnússon. Bls. 3: Jón Auðuns: Ljósið skín í myrkrinu. — 8: Skáþáttur. — 10: Um jóladagskrá útvarpsins. — 12: Ritstjórnargrein. Úr ýmsum áttum: Jólasveinninn í Grænlandi. — 13: Heilagur Antonius eignast íslenzka kirkjuglugga (S. Bj.) — 15: Jólaleikur. — 22: íþróttir. BLAÐ H. Bls. 25: Selma Lagerlöf: Dauðadómur þrælsins. — 26: Um grýlu (S.J.). — 27: Barnamyndir af kunnum borgurum. — 28: Af sjóskíðum til tíðasöngs (vig.) — 31: Elínborg Lárusdóttir: Brúðan. — 32: Staldrað við hjá oddvitanum Helgu á Blikastöðum (E. Pá.) — 35: Próf. Jóhann Hannesson; Jói á Yangtzefljótinu. — 36: Allir þekkja Lauritz frænda (B.T.) — 38: Picasso og aðdáendur hans. — 40: Gordion, borg Midasar konungs (m.bj.) Ragnheiður Jónsdóttir: Jól og kjólar. — 43: Páll V. G. Kolka: Jól á læknisheimili. — 44: Hugh Walpole: Jólagesturinn. þ BLAÐ III. Bls. 50: Á Hrafnaþingi (h.h.) — 53: Eiden Muller: Jól í Færeyjum. — 54: Fréttagetraun (h.j.h.) — 56: Útvarp Föroyar. (h.JJ&.) — 58: Ingimar BJrlendur Sigurðsson: Kertaljós. — 60: Á neonljósri nótt í St. Pauli (H.E.) i ' — 62: Beztu jólagjaflrnar eftir Lynn Poole. LESBÓK BARNANNA 32 síður. Gatan logaði i slagsmálum Mikið slark í fyrrinótt MIKIÐ annríki var hjá lög- reglunni í Reykjavík aöfara- nótt Þorláksmessu. Gífurleg ölvun var í bænum og fyllt- ist bæði fangageymslan á Síðu múla og „kjallarinn“ í Fóst- hússtræti. ) Mikil ölvun og slagsmál voru fyrir utan Þórscafé að dansleik loknum og margir menn hanidteknir þar. Sögðu lögreglumenn að gatan fyrir framan danshúsið hefði bók- staflega logað í slagsmálum. Nokkuð var farið að bera á ölvun í bænum þegar eftir há- degið í gær. Skugga- sveinn Leikrit um jólin Á annan jóladag, kl. 8,25 e.h., verður flutt revían „Haustrigning", eftir Pál Skúlason og Gústav A. Jón- asson. En hún var leikin 27 sinnum í Iðnó árið 1925. Revían gerist á árinu 1924 og fjallar um menn og mál- efni, sem efst voru á baugi það ár. Á undan revíunni og á milli þátta verður fluttur formáli, sem saminn er af Páli Skúlasyni og auðveldar hann yngri kynslóðinni að fylgjast með efni revíunnar. Revían var upphaflega í 5 þáttum, en í flutningi henn- ar í útvarpinu, verður einum sleppt. Þeir þættir, sem flutt ir verða gerast á Þingvöllum, á andasamkomu í skrifstofu Hf. Stútungs, á Grænlandi og í Hljómskálagarðinum, sem ekki var til þegar revi- an var samin. Mikil hálka í gær MIKIL, hálka var í úthverfum Reykjavíkur í gær, aðallega á Suðurlandsbraut lentu f jórir bílar í árekstri og í Ártúns- brekkunni var ástandið svo slæmt, að lögreglumenn voru þar á verði til þess að afstýra slysum. Vöruðu þeir menn við því að aka niður brekkuna vegna hálkunnar. Járnbrautarslys Jámbrautarslys varð á Suð- ur-ítalíu í gærmorgun og fór- ust 49 menn en 33 særðust. Slysið vildi þannig til að jám brautarlest var að fara yfir brú er aftasti vagninnn fór úr af teinunum og félll niður í ár- gljúfrið. Happdrætti á Dalvík DÁLVÍK. 23. des. — Vinningar í happdrætti félagsheimilis Dal- víkur. féllu á ef Úrtalin númer. Volvo Station bifreið: nr. 20451. Moskwitch fólksbifreið: nr. 70. Moskwitch fólksbifreið: nr. 27520 Skoda fólksbifreið: nr. 18523. Skoda fólksbifreið: nr. 72. — Aðeins ein bifreiðin kom á seld- an miða, að því er vitað er, en hins vegar þá kom ein blokkin til baka með tveimur vinnings- númerum, nr. 70 og 72. — Sig. (birt án ábyrgðar). Myndirnar tvær eru teknar á hinum sögulega fundi þeirra Tshombe forseta Katanga og Adoula forsætisráðherra Kongo i Kitona í vikunni. Efri myndin er af Tshombe (til hægri) með ráðgjafa sínum en á neðri myndinni er Adoula (í m.iðju). Lðstkynning | Morgunblaðsins Vigdís Kristjáns- dóttir LISTKYNNING Mbl. sýnir um þessar mundir verk eftir Vigdisi Kristjánsdóttur listmálara og listvefara. Sýnlr hún myndvefn- að. röggvarfeldi (ryur) og ís- lenzkt nálaflos. Vigdís Kristjáns- dóttir stundaði nám á Konung- lega listháskólanum í Kb.öfn í 5 ár og síðan listvefnaðamám í Noregi í tvö og hálft ár. Hún hefir bæði haldið sjálfstæðar sýningar á málverkum eftir sig og listvefnaði sínum. og einnig hefir hún tekið þátt í samsýn- ingum utanlands og innan. Frú Vigdís hefir eins og kunn- ugt er nýlokið við listofið teppi af Ingólfi Arnarsyni og Hall- veigu konu hans. Er það mikið verk, um fimm fermetrar að stærð. Kvenfélagssamband Is- Iands fékk listakonuna til þess að vinna þetra verk o>g hefir sam- bandið gefið Reykjavíkurbæ lista vorkið til væntanlegs ráðhúss. Ilefir teppið verið hengt upp í fundarsal bæjarstjórnar Reykja- 1 víkur og þykir fara þar mjög vel Z' NA 15 hnúiar / SV50hnútar X Snjófcoma > ÚH \7 Skúrir K Þrumur Wí:& !>< KMukit ^ Hitaskit HjkHmh 15 ára inn- brotsþjófur handtekinn AÐFARANÓTT Þorláksmessu handtók lögreglan 15 ára gamlan vngling, sem hafði brotizt inn í benzínstöð BP að Klöpp við Skúlagötu, en piltar sem sáu til ferða hans, gerðu lögreglunni aðvart. Pilturinn. hafði stolið á annað hundrað krónum, er að honum var kom ið, tekið nokkra sígarettu- pakka, skemmt skáp og stól og gert tilraun til að stela bíl sem var inni á smurstöðinni. Kom hann. bílnum ekki út sök- um þess að hurðir smurstöðv- arinnar ganga fyrir rafmagni og búið var að taka það af. Piltur þessi var færður í fanga geymsluna. Hann hefur áður komizt í kast við lögregluna. ÞESSA daga vtrða litlar breytingar á veðurkortunum frá degi til dags. Þetta er sem eé ,stiUa“. Lægðardragið helzt mikið til á sömu slóðum, þvert yfir Atlantshaf, frá Biskayaflca til Labrador. Önnur lægð er vestur við hana stígur nokkru kaldara loft suður á bóginn, enda smákólnar í veðri hér á landi. í gærmorgun var 2—5 st. fyrst sunnanlands en frost- laust á Vestur- og Norður- landi. Við sunnanverðan Faxaflóa og á Þingvöllum var svartaþoka og logn. tn gott skyggni í Borgarfirði og aust- an fjalls. Hér lítur út fyrir aðerðalítið, en smákólnandi veður. Veðurhorfur kl. 4 í gær: Suðvesturland og SV-mi8: hæg norðaustanátt, bjart veð- ur. Faxaflói til Vestfjarða, Faxaflóamið til Vestfjarða- miða: Hægvirði, síðan SA- gola, víða þoka, léttir senni- lega til. Norðurland til Aust- fjarða, og miðin: Hægvirði, síðan NA-gola eða kaldi og snpókoma Suðausturland og miðin: Hæg norðanátt, bjart- virði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.