Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 4
4 MORGLTSBLAÐIÐ Sunnudagur 24. des. 1981 RÖÐULL Áramótafagnaður á Gamlárskvöld HúsiS opnað kl. 7. Ókeypis aðgangur KALT BORÐ með léttum réttum írá kl. 7—9. ir Viðskiptavinir eru vin- samlegast beðnir að panta borð tímanlega. Borða- pantanir í síma 15.327 frá kl. 5—7 daglega. Hljómsveit ÁRNA ELFAR ásamt HAUKI MORTHENS RöLff syngur og skemmtir ásamt Hljómsvett Árna Elfar Annan í jólum Dansað til kl. 1. Matur fra nreiddur frá kl. 7. Borðpantanir í sima 15327. Til sölu er sselgætls- og tóbaksbú j. Tilboð sendist blaðinu fyrir 28. desember, merkt: — „1/1 ’62 — 7459“. Ráðskona Ráðskona óskast á gott heimili sunnanlands frá næstu áramótum. Gott kaup. Tilb. sé skilað á afgr. blaðsins fyrir 28. þ. m., merkt: ^,7458“. (1 l®5Ti QXL ÍAVYls í dag er sunnudagur 24 desember. 358. dagur ársins. Árdegisfíæði kl. 6:45 Síðdegisflæði kl. 19:03 Slysavarðstofan er opin ailan sólar- nrlnginn. — Læknavörður L..R. (tyrlr vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður vikuna 23.—30. des. er í Reykjavíkurapóteki. Helgidaga- varzla 1. jóladag er í Vesturbæjarapóx. teki, 2. jóladag í Apóteki Austurbæjar. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. Ö—7, iaugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9,15—8, laugardaga frá ki. 9:15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Sími 23100. Ljósastofa Hvítabandsins, ,Fofnhaga 8: Ljósböð fyrir börn og fullorðna. Uppl. í síma 16699. Næturlæknir í Hafnarfirði 23.—30. des. er Eiríkur Björnsson, sími 50235. Helgidagavarzla 1. jóladag Kristján Jó hannesson, sími 50056, 2. jóladag Ólaf ur Einarsson, sími 50952. ☆ JOLAMESSUR ☆ Dómkirkjan. Aðfangadagur: Aftan- söngur kl. 6, séra Jón Aðuns. Jóla- dagui>: Messa kl. 11. séra Óskar J. Þorláksson. Messa kl. 5. séra Jón Auð- uns. Dönsk messa kl. 2. séra Bjami Jónsson. 2. Jóladagur: Messa kl. 11, séra Jón Auðuns, Þýzk messa kl^ 2. séra Jón Auðuns. Messa kl. 5. séra Óskar J. Þorláksson. Neskirkja. Aðfangadagur: Messa kl. 6 e.h. Jóladagur: Messa kl. 2. e.h. 2. jóladagur: Baraa- og skírnarmessa kl. 2 e.h. Séra Jón Thorarensen. Hallgrímskirkja. Aðfangadagur: Ensk messa kl. 11 f.h. séra Jakob Jóns- son. Messa kl. 5 e.h. séra Halldór Kol- beins. 2. jóladagur: Messa kl. 11 f.h. séra Sigurjón Þ. Árnason. Messa kl. 5 e.h. séra Jakob Jónssöh. Háteigsprestakall. Jólamessur í há- tíðasal Sjómannaskólans. Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 6 e. h'. Jóladagur: Messa kl. 2,30 e.h. 2. jóladagur: Barnaguðsþjónusta kl. 10,30 f!h. Séra Jóh Þorvarðsson. Laugarneskirkja. Aðfangadagur: Aft- ansöngur kl. 6 e.h. Jóladagur: Messa kl. 2,30 e.h. Annar jóladagur: Messa kl. 2. e. h. Barnaguðsþjónusta kl. 10,15 f.h. Séra Garðar Svavarsson. Langholtsprestakall. Messur í safn- aðarheimilinu við Sólheima. Aðfanga- dagur: Messa kl. 6 e.h. Jóladagur: Messa kl. 2 e.h. 2. jóladagur: Messa kl. 2 e.h. Séra Árelíus Níelsson. Bústaðasókn. Jóladagur: Messa i Réttarholtsskóla kl. 2 e.h. Séra Gunn- ar Ámason. Elliheimilið. Aðfangadagur: Messa kl. 6 e.h. séra Sigurbjörn Á. Gíslason. Jóladagur: Messa kl. 10. f.h. séra Bragi Friðriksson, 2. jóladagur: Messa kl. 10 f. h. Ólafur Ólafsson, kristniboði. Heimilispresturinn. Fríkirkjan í Reykjavík. Aðfangadag- ur: Aftansöngur kl. 6 e.h. Jóladagur: Messa kl. 2 e.h. 2. Jóladagur: Barna- guðsþjónusta kl. 2 e.h. Séra Þorsteinn Björnsson. Kirkja Óháða safnaðarins. Aðfanga- dagskvöld: Aftansöngur kl. 6. Jóla- dagur: Hátíðamessa kl. 3,30 e.h. Séra Emil Björnsson. Aðventkirkjan. Aðfangadagur: Aft- ansöngur kl. 6 e.h. Jóladagur: Guðs- þjónusta kl. 5 e.h. Séra Júlíus Guð- mundsson. Kópavogssókn. Aðfangadagur: Aft- ansöngur kl. 6 í Kópavogsskóla. 2. jóladagur: Messa 1 Kópavogsskóla kl. 2 e.h. Messa í Nýjahæli kl. 3,20. Séra Gunnar Árnason. Hafnarfjarðarkirkja. Aðfangadags- kvöld: Aftansöngur kl. 6 e.h. Jóladag- ur: Messa kl. 2 e.h. Séra Garðar Þor- steinsson. Bessastaðakirkja. Jóladagur: Messa kl. 11 f.h. Séra Garðar Þorsteinsson. Kálfatjörn: Jóladagur: Messa kl. 4 e.h. Séra Garðar Þorsteinsson. Barnaskólinn í Garðahreppi. Að- fangadagskvöld: Aftansöngur kl. 6. e.h. Séra Bragi Friðriksson. Sólvangur. 2. jóladagur: Messa kl. 1 e.h. Séra Garðar Þorsteinsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Aðfanga- dagskvöld. Aftansöngur kl. 6. Jóladag. Messa kl. 2 e.h. 2. jóladag. Barnaguðs þjónusta kl. 2 e.h. Börn úr kór kirkj unnar undir stjórn organistans aðstoða við messuna og einnig syngja börn úr barnaskóla Hafnarfjarðar undir stjóm Jóns Ásgeirssonar söngkennara. Séra Kristirtn Stefánsson. Grindavík. Aðfangadagur: Aftan- söngur kl. 6 e.h. Jóladagur: Guðsþjón- usta kl. 2. e.h. Sóknarprestur. Hafnir. Jóladagur: Guðsþjónusta kl. 2 e.h. Sóknarprestur. Útskálaprestakall. Aðf angadagur: Aftansöngur að Útskálum kl. 6. e.h. að Hvalsnesi kl. 8 e.h. Jóladagur: Messa að Hvalsnesi kl. 2 e.h. að Út- skálum kl. 5. e.h. 2. jóladagur: Barna- guðsþjónusta í Sandgerði kl. 11 f.h. að Útskálum kl. 2 e.h. Sóknarprestur. Reynivallaprestakall. Jóladagur: Messa að Reynivöllum kl. 2 e.h. 2. jóladagur: Messa að Saurbæ kl. 2 e.h. Séra Kristján Bjarnason. Keflavíkurkirkja. Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 6,15. Jóladagur: Messa kl. 2 e.h. 2. jóladagur: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 f.h. Skírnarmessa kl. 5 e.h. Séra Björn Jónsson. Innri-Njarðvíkurkirkja. Aðfanga- dágur: Aftansöngur kl. 4,45. Jóladag- ur: Messa kl. 5 e.h. 2. jóladagur: Barnaguðsþjónusta kl. 1,30 e.h. Séra Björn Jónsson. Ytri-Njarðvík. Jóladagur: Barna- guðsþjónusta í skólanum kl. 3,30. Séra Björn Jónsson. © _________________^ &1 lO .-• -1 velur að þessu sinni Sigf urbjörn Einarsson biskup. Um val sitt segir hann:£ fi LJÓÐ DAGSINS er ekki vandfundið að þessu sinni. Að vísu gæti verið völ á mörgu, þegar beðið er um jóla- sálm eða jólakvæði, því að margir hafa kveðið um jólin og kveðið vel- Skáldin okkar eru góð vitni um það, hvaða hátíð á sterkust ítök. Og ég gæti bezt trúað, að við eigum þjóða mest af góðum jólakveðskap. En íslenakur jólahugur getur þó vist komizt af án söngs og ljóða, ef frá er talinn sálmurinn „Heims um ból.“ Lagið á sjálf- sagt sinn þátt í vinsældum hans, það hefur farið mikla sigurför um heiminn síðan barnakennarinn og organist- inn Gruber samdi það á aðfangadagskvöld árið 1818 við ljóð, sem vinur hans, Midhr prestur, orti á jólasamkomu í skólahúsi þorpsins þeirra þetta sama kvöld. En Svein- björn Egilsson rektor gaf okkur sálminn og hann er öllu meiri í sniðum en hið ljúfa stemningsljóð, sem lagið var upphaflega samið við og víðast er sungið (sr. Matthías vj Jochumsson hefur þýtt það). Sveinbjörn hefur haft frum- « sálminn fyrir sér og líklega ætlað að þýða hann, en gaf okkur í staðinn nýjan sálm, ekkert sérlega lipran né hagyrtan, en óslitgjaman og staðgóðan. Hann er ekki á barnamáli, ekki einfaldur né barnslegur og fer þó vel á barnavörum og lærist ósjálfrátt, af því að hann flytur hinn stóra sannleik jólanna á einfaldan og ósvikinn hátt: Sonur Guðs er fæddur af meynni blessuðu, frumglæðir þess ljóss, sem frelsar mannkyn úr meinsömu myrkri, sá lávarður, sá lífsins konungur, sem flytur Guðs líkn og frið þeim, er leita athvarfs hjá honum. Flestir kunna sálminn. Það er nytsöm dægradvöl um jól- in að brjóta hann til mergjar. I i i I Heims um ból helg eru jól, signuð mær son Guðs ól, frelsun mannanna, frelsisins lind, frumglæði ljóssins, en gjörvöll mannkind meinvill í myrkrunum lá. Heimi í hátíð er ný himneskt ljós lýsir ský, liggur í jötunni lávarður heims, lifandi brunnur hins andlega seims, konungur lífs vors og ljóss. Heyra má himnum í frá englasöng: Allelúja. Friður á jörðu, því faðirinn er fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér samastað syninum hjá- Sigurbjörn Einarsson. | 1 © I -1 I I Mosfellsprestakall. Jóladagur: Messa að Lágafelli kl. 2 e.h. Messá í Árbæj- arkirkju kl. 4 e.h. 2. jóladagur: Messa 1 Brautarholtsskóla kl. 2 e.h. Séra Bjarni Sigurðsson. Innnahólmskirkja: Annan jóladag kl. 2. Nýjársdag kl. 2. Akraneskirkja: Aðfangadagskvöld kl. 6. Jóladag kl. 2 (meðfram skírnar- guðsþjónusta). Gamlárskvöld kl. 6. Elliheimilið á Akranesi: Jóladag kl. 5.15. Nýjársdag kl. 5. eJi. Sjúkrahúsið á Akranesi: Jóladag kl. 4,30 Gleðileg jól. — Sóknarprestur. Læknar fjarveiandi Áini Björnsson um 6ákv. tíma. tStefán Bogason). Esra Pétursson um óákveðinn tima (Halldór Arinbjarnar). Gisli Ólafsson frá 15. april 1 óákv. tíma. (Stefán Bogason). Kjartan R. Guðmundsson frá 21. sept. 1961 til 31. marz 1962. (Samlagssj. Ol- afur Jóhannsson, Taugasj. Gunnar Guðmundsson ). Sigurður S. Magnússon um óákv. tíma (Tryggvi Þorsteinsson). Víkingur Arnórsson til marzloka 1962. (Olafur Jónsson). Kjjbti DÍSLEGS I ( 1 í I I í MENN 06 = MALEFNI= Á ANNAN jóladag efnir Pólýfónkórinn til jólahljóm- leika í LandakotskiTkju og hefjast þeir kl. 5 e.h. Söng- stjóri er Ingólfur Guðbrands- son. Undirleik annast dr. Páll ísólfsson. Leikur hann einnig einleik á orgel- Það er nýlunda hér á landi að efnt sé til tónleika á sjálf- um jólunum, en það tíðkast mikið erlendis. Fyrstu tónleikar, sem Pólý- fónkórinn efndi til voru haldnir rétt fyrir jólin 1957, en síðan hefur kórinn ekki efnt til jólatónleika. Efnisskrá kórsins á tónleik- unum annan jóladag er þriðja efnisskrá hans á þessu ári. Skiptist hún í þrennt. Fyrsti hlutinn er lög frá 16. og 17. öld eftir Michael Praetorius, Leonhart Sehröter, og Jan Pi- eter Sweelinck. Annar hlutinn er hálfveraldarlegir söngvar um hina fyrstu jólanótt. Þriðji hlutinn er Kveðja fjárhirð- anna úr Bernsku Krists eftir H. Berlioz og kórar úr Magni- ficat og Jólaoratoriu eftir J. S. Baoh. i Or. Páll fsólfsson leikur lög eftir Pachelbel, Sweelinck og Frescobaldi. Jólatónleikar Pólýfónskórs- ins eru fyrstu tónleikar, sem kórinn heldúr hér á landi, síðan hann tók þátt í alþjóð- legu söngmóti í Bretlandi í sumar- Fékk kórinn mjög góða dóma í blöðum og annars stað- ar og birtum við hér glefsur úr þeim: í Cambridge Daily News, sagði m.a. 10. júli: Hinn látlausi og eðlilegi flutning- ur kórsins var yndlislegur, jafnvægi radda gott, tónhæfni ágæt og söngurinn frábærlega tær . . . Efnisskráinni lauk með fimmradda mótettu eftir J. S. Bach, sem flutt var af slíkri djörfung og djúpu inn- sæi í hið fló'kna viðfangsefni að undrum sætti. . .“ í Liverpool Daily Post segir, 14. júlí. „Merkasti atburður vikunn- ar í hinni alþjólegu sönig- keppni í Llangpllen var keppni blönduðu kóranna í dag, og vafalaust er það ein mikilvægasta keppni, sem nokkru sinni hefur farið fram þar. . . Af þeim kórum, sem koma í fyrsta sinn til keppn- innar, var Pólýfónkórinn frá Reykjavík langsamlega at- hygliverðastur. =0® £)>=^.^>^>^;í^.'==£)>=ö>==2:e=í)>=£>>=0>==9>=P>==£>>a=:í)>=£>>f=ö»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.