Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 24. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 Sr. Jón Auðuns, dómprófastua: Ljósið skín í myrkrinu þjdnustu friðarins Kristilegt útvarp í Afríku Virðulegur abbyssinskur prel^'- Krossinn, sem hann held- ur á, er gerður úr mörgum smálkrossum stoðvarinnar fædidist héjr i Afríku fyrir fimm árum. í þorpi einu var kristinn söfnuð ur saman kominn í skugga stórrar trjákrónu. Á samkom- unni var gestur staddur, dr. F. Birkelids að öðrum hópi manna á torgi þorpsins. Hvað var þar um að vera? Allstór hópur manna þyrptist að há- talara, sem þar var komið fyrir. Gestinum varð litið á hópinn undir trénu, síðan aft- ur á mannfjöldan hjá hátalar- anum. Þá laust þesari hugsun niður: — „Við verðum að taka útvarpið í notkun að boSun fagnaðarerindisins.“ Eftir Jóhannes > / • Olafsson kxistniboða Á ferðum sínum um Afríku bar dr. Birkelid hugmynd sína undir leiðtoga kirkjunnar, og hlaut hún eindreginn stuðning þeirra. Þegar næsta ár var málið rætt á fundi stjórnarfundi kristniboðsdeildar L.W.F. Var fé veitt til rannsóknar á mögu leikum fyrir slíka stöð. Um þetta leyti varð dr. Sigurd Aske aðstoðarframkvæmda- stjóri kristniboðsdeildarinnar. Honum var falið undirbúnings starf, og hefur hann síðan ver ið einn af aðalhvatamönnum þessa máls. Er hann nú ráð- LIFANDI ljós bera jólin inn í dimmustu daga ársins. Geta þau kennt þér að trúa á sólina, þeg- ar ekki sést til sólar, og áð trúa á Guð, jafnvel þegar þér þykir hann vera hljóður? Hvað syngur í eyra þér ómur af jólasöng ? Hvert benda þér litlu ljósin, sem á borði þínu loga og börnin una við ? Þau benda þér á barn í jötu. Þau leiða hug þinn að honum, sem fæddist blásnautt, allslaust barn, en hefir þó brugðið slíkum bjarma yfir lífið. yfir myrkrið, yfir mennina, að jörðin getur aldrei aftur orðið eins og hún áður var, eftir að hann gerðist á henni gestur. Þau leiða hug þinn til hans, sem flutti heimi hið einfalda mál um mannelsku, guðstraust og trú, þetta einfalda mál, sem þó er svo máttugt, svo stórt, að hjá ljósinu hans verða leiftur snillinganna föl og dauf. •^^x$x^<§x$>^>^>^x§^x§x^^<§x§x§x$x§x$x§><§x§x§x^<§> inn útvarpsstjóri. Dr. Aske hef ur að baki langa reynslu í kristniboðsstarfi í Kína og Japan. Á árinu 1958 voru end anlegar ákvarðanir teknar um rekstur kristilegrar útvarps- stöðvar í Afríku. Síðan hefur verið unnið af kappi að fram- kvæmdum. Eþíópía var snemma talinn heppilegur staður fyrir slíka útvarpsstöð- Landið hefur not ið sjálfsstjórnar alla tíð, að undan teknum fimm árum, er það var hernumið af ítölum. Talið var nauðsynlegt að stöð in yrði staðsett í frjálsu landi. Önnur meginástæða var sú, að í Afríku eru lútherskar kirkj ur flestar og stærstar í austur hluta álfunnar. Frá Eþíópíu má einnig útvarpa til margra Asíulanda. Nefnd sérfræðinga, sem rannsakaði heppilegasta staðsetningu útvarpsstöðvar fyrir Afríku og Asíu, með til- liti til fólksfjölda, tungumála og fleiri atriða, var samdóma um að Addis Abeba væri ákjós anlegasti staðurinn. Hér hafa nú lútherskar kirkj ur tekið höndum haman um að reisa útvarpsstöð, eina hina öflugustu í eigu kristinnar kirkju. Ríkisstjórn Bþíópíu veitti leyfi til útvarpsstarfsem innar í nóv. 1959. Um gagnsemi útvarps að boðun guðsorðs eru naumast skiptar skoðanir. Stjórnmála- menn hafa tekið útvarpstækn- Framh. á bls. 8. Kristendom er i en sum fredens evang- elium. — Grundvig. Á stað einum í útjaðri Addis Abeba hafa nýlega verið reist ar loftnetsstengur. Þær eru alls 8 og bera uppj tvö loft- net. Næstu daga mun rödd nýrrar útvarpsstöðvar heyrast hér á landi og víðar í Afríku* Nafn hennar er „Radio Voice of the Gospel", eða rödd fagn- aðarerindisins, og er hún eign Lútherska heimssambandsins, — Lutheran World Fellow- ahip, skammstafað L.W.F. — Er þetta önnur útvarpsstöðin, sem mótmælendur byggja á meginlandi Afriku. Hlutverk hennar verður að flytja guðs- orð á mörgum tungumálum Afríku og Asíu. — Enn er ekki nema um reynslusending- ar smástöðvar að ræða. Hugmyndin að stofnun Dómkirkja heilags G<w»*gs í Addis Abeba. Kirkjur í Abbiseiniu strengdar eða hringlaga. (Eþíópiu) eru ýmist ait- Um jólin þarf ekki að tala larigt mál við börn, en hvað er um þig, sem barnsskónum hefir slitið og ert kominn langt af æskualdri? Snertir ekki heilög hönd við ljúfri minning, sem þú átt, heilög barnshönd, og minnir þig á eitthvað frá heimi bernsku þinnar, sem þú mátt ekki gleyma? Er hjarta þitt orðið kalt af að tefla við tálið? Er hugur þinn orðinn gamall, þreyttur og sljór af viðureigninni við hégóma, heimsku og prjál? Séu lækir æskugleði þinnar þornaðir, lindir hjarta þíns lagðar ísi, þá mundu skáld (Ben. Gröndal), sem til hins sama fann og bað: _ j Gerðu mig aftur, sem áður ég var, alvaldi Guð, meðan æskan mig bar. Gefðu mér aftur hin gull-legu ; tár, gefðu að þau verði ebki frost eða snjár. Hvern boðskap bar þér áður ómur jólaguðspjalls og jólasöngs? Hvað sögðu þér litlu ljósin, sem loguðu við sæng þína, þegar þú varst barn, og brenna erin á borði þínu á jólum? Þá gaztu trúað á sólina, þótt hún sæist ebki. þó gaztu trúað á Guð, þótt þú heyrð ir hann ekki tala. Nú er þér orðið erfiðara þetta allt, barnagullið þitt brotið, gull bjartsýni og trúar. Svo margt kann þér að hafa gengið öndvert, svo margt ömurlegt kannt þú að hafa séð, sem þig grunaði ekki í bernsku, svo margt kanntu sjálf- ur að hafa drýgt og brotið, sem bernsku þinni var fjarlægt að hugsa. Þess vegna hafa þreyta og kuldi setzt að hjarta þínu. En til þess er Ijósið komið, að það dreifi myrkrunum. Til þess fæddist hið heilaga barn, að þú fengir að sjá Guð. sjá hann og heyra hann tala. Þú segist ekki trúa öðru en því, sem þú heyrir og sér. Gættu að. Auga þitt greinir ekki nema örlítinn hluta hnattanna, sem svifa yfir höfði þér og undir fót- um þér. Heilar veraldir, þrungn- ar undursamlegum dásemdum, eru þér nálægar. Frásagnir jóla- gúðspjallsins af englunum yfir Betlehemsvöllum minna þig á þær. En skynfæri þín grípa þær veraldir ekki. Og hvernig ættir þú að skilja leyndardóma Guðs ómælanlegu veru, sem hann hefir skapað? en einhverja útgarða þeirrar til- veru, sem ha nnhefir skapað? En líttu á barnið í jötunni. Það birtir þér svo mikið af Guði, sem hugur þinn fær gripið. ’ Hið 'heilaga barn er endurskin af veru Guðs og bendir þér til hans. Hinn heilagi sveinn frá himnurn kominn sýnir þér undur þeirrar guðlegu elsku, sem yfir öllu vak ir og er að leiða allt, sem lifir, þótt húnvelji stundum vegi, sem vér skiljum ekki. Horfðu á „lítinn svein í lágri jötu“. Hér er endurskin Guðs. Hér sérðu undur elsku hans: Hann afklæðist „himneskri dýrð og fyrir þig tekur hann á sig lægingarmynd þeirrar þjónustu, sem varð honum kvalaför að krossi. Við jötuna hans vaknar vonin þín, sem hafði kalið. Þar á þér að lærast að trúa á sólina, þótt hún sjáist ekki, og trúa á Guð, þótt þér þyki hann annars hljóð- ur. Gleðileg jól. Jón Auðuns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.