Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 17
{ Sunnudagur 24. des. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 17 «<SxSxSx8kSxSxSxSxSxíkSxSxSx8xSx8xSxíxSxSxSkSk8>xíxSxSkSkíxíxíxSk8xíx8xSxSxíkSx8xSxíxSxÍxSxSx®* Frá upptöku jólaóperu útvarpsins „Hans og Grétu“ eftir Humperdinck. (Ljósm.: Pétur Xhomsen) - Framh. af bls. 10. valdanna, sem eru honum andvíg vegna hins mikla kostnaðar, sem hljótast myndi af því að breyta öllu kerfinu. Aðalefni leikritsins eru átök læknisins og yfir- valdanna. Jólaþættir Á jóladag kl. 7 e.h. verður fluttur þátturinn „Jól í sjúkra húsi“ í umsjón Baldurs Pálma sonar. Sagði Baldur okkur, að þetta væru þriðju jólin, sem hann heíði slíkan þátt með höndum. Að þessu sinni heimsækir Baldur bar.dakotsspítalann og talar við séra Hacking, syst- ur Clementinu og nokkra sjúklinga, börn og fullorðna. Systir Clementina flytur bæn og séra Hacking les jólaguð- spjallið. Klukkan 8,35 á jóladag verð ur Jólavaka í umsjón Ævars Kvarans. Meðal efnis Jólavökunnar er leikþáttur, eftir Ragnar Jó- hannesson og ræddum við nokkra stund við höfundinn um efni hans. — Þegar Ævar bað mig um að gera leikþátt til flutnings á .jólunum, datt mér í hug að gaman væri að bregða upp mynd að aðfangadagskvöldi á íslenzkum sveitabæ fyrir 80 til 100 árum. Þar sem hvorki ég né Ævar munum svo langt, hafði ég til hliðsjónar Jóla- sögu eftir Jón Trausta og þar fékk ég að láni aðalpersónuna, Boggu 18 ára stúlku. Auk þess að vera ein persónan í leikn- um, er hún einnig sögukona. Hún er leikin af Guðrúnu Ásmundsdóttur. Aðrar persónur eru foreldr- ar Boggu (Anna Guðmunds- dóttir og Brynjólfur Jóhann- esson), og tvö yngri, systkxni hennar (Sigrún Kvaran og I-Ialldór Karlsson). Þó leikendurnir séu ekki fleiri, gerist leikþátturinn á fjölmennu heimili. Ævar Kvar an er leikstjóri. Við snerum okkur síðan til Ævars og spurðum hann um önnur atriði kvöldvökunnar. — Ég les upp kafia úr Þor- lákssögu helga, sem segir frá andláti Þorláks biskups. Jón Aðils les Jólasögu frá Garði (Stúdentagarði í Kaupmanna- höfn) eftir Þórhall Bjarna- son_ biskup. Aðfangadagskvöld í Winne- peg eftir Gest Pálsson les <ung ur leikari Gísli Alfreðsson, sem er nýútskrifaður frá leik- listaskóla í Munchen og er nú tekinn til starfa . ið Þjóð- leikhúsið. Fluttar verða jólaþulur sungnar og leiknar. Flytjend- ur eru Þuríður Pálsdóttir og Jórunn Viðar, sem leikur und ir og hefur raddsett öll lögin og samið sum þeirra. í lok kvöldvökunnar les ég kvæðið Jól eftir Matthías Jochumsson, sagði Ævar að lokum. S . J. Baldur Pálmason talar viff séra Hacking og systur Ciem- entiu. (Ljósm.: Ól. K. M.) olivettl Divisumma 24 •« □ □ ■ © © © © © ® © ©l©l® f Hraðgengasta skrifandi samlagningarvélin á heims- markaðnum, snýst 220 snúninga á mínútu, Hefur 10 lykla leturborð og auk þess lykla með 00 og > - 000. Frádráttur með kreditsaldó. Léttur ásláttur og OLIVETTI hallandi leturborð. ELETTROSUMMA 22 OLIVETTI MULTISUMMA 22 Fyrir samlagningu, frádrátt og margföldun. Skrifar margföldunartölur og margfeldi á pappír- inn og útkomur í rauðu. Tekur 12 stafa tölur í inn- slætti og 13 í útkornu. Sérlega einföld margföld- unarvél. O ®® ® ®® ® ® ® ® DDD soa BS SÐ □ □ ■ ® ® ® ® ®® ®® ® DDG9 OLIVETTI ELETTRO- SUMMA DUPLEX É OLIVETTI DIVISUMMA 24 OLIVETTI TETRACTYS Afar hraðgeng samlagningarvél með 2 teljara. Til- valin fyrir gjaldkera því báða teljara má nota sjálfstætt. Þetta eru því 2 vélar í einni. Alsjálfvirk skrifandi reiknivél, sem leggur saman, dregur frá, margfaldar og deilir. Hefur bæði áfram- haldandi og negativa margföldun og ,,minni“, sem nota má sem aukateljara, Snýst 240 snúninga á min- útu og skrifar alla liði útreikninganna á pappír. Fullkomnasta skrifandi reiknivélin á heimsmark' aðnum. Hefir 2 teljara sem geta unnið hvor fyrir sig eða saman. Útkomur flytjast á sjálfvirkan hátt milli teijara. Tilvalin við útreikninga á nótum, vinnulaunum vörubirgðum o. fl Allir útreikning- arnir eru greinilega merktir með auðskildum merkjum. HVAÐ SEM ÞÉR REIKNIÐ, REIKNIÐ ÞÉR AUÐVELDAST, FLJÓTAST OG ÖRUGGAST Á OLIVETTI. G. Helgason & Melsted Rauðarárstíg 1 — Hafnarstræti 19 — Simi: 11644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.