Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 24. des. 1961 nttirifafrifr CTtgefandi: H.f Arvakur. Reykjdvík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áóm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. KENNING, SEM ALDREI VERÐUR ÚRELT Heyrið, synir, áminning föður yðar. Og hlýðið til, svo að þér lærið hyggindi. Því að góðan lærdóm gef ég yður. Hafnið eigi kenning minni! ÞANNIG mælir hinn vísi Salómon konungur í Orðs- kviðum sínum. Á því fer vel að þessi orð séu rifjuð upp á helgum jólum. Sá lærdómur og sú kenning, sem jólaboð- j skapurinn felur í sér verður aldrei úrelt- boðskapur kærleikans, boðskapur friðar og sátta meðal manna er eilífur. Mannkynið getur ekki án hans verið, hver sem trúarbrögð einstakra þjóða þess eru. Ef til vill hefur heimsbyggðin aldrei þarfnast eins tilfinnanlega leiðbeiningar siða- og trúarlærdóms kristindómsins og einmitt í dag. Aldrei hefur mað- urinn staðið frammi fvrir öðrum eins voða og vanda og einmitt nú. Aldrei nefur verið meiri hætta á því að tortryggni og eigingirni baki gjörvöllu mannkyni óbætanlegt tjón. :í ★ Frammi fyrir þessari hættu staldrar einstaklingur hins kristna heims við örstutta stund, tekur sér hvíld frá starfi, hverfur til heimilis síns og heldur kristin jól. í eðli sínu eru jólin fyrst og fremst hátíð friðarins og trúarinnar á mátt kærleikans og mögu- leika hans til þess að sigra hið illa í mannssálinni. Þau eru hátíð hins saklausa barns, sem gleðst við látið jólakerti og horfir björtum augum bernsku sinnar móti framtíðinni, fullt trúnaðartrausts og barnslegum fögnuði. ! Það er sú innri gleði og birta, sem jólin og boð- skapur þeirra veita ungum og gömlum, sem gera þau öllum öðrum hátíðum helgari og hátíðlegri. ★ En því miður er þessi mikla hátíð oftlega mis- notuð á marga vegu. Allur viðbúnaður undir hana er víða genginn langt úr hófi fram. Ekkert er eðli- legra en að menn skiptist á gjöfum á jólum og þá sérstaklega að börnum sé gerður dagamunur og þau glödd á viðeigandi hátt. En það kaupa- og gjafa- æði, sem víða tíðkast í sambandi við jólin, er víðs fjarri því að geta talizt skaplegt og eðlilegt. Er og svo komið í sumum ríkustu löndum hins kristna heims, að sjálf kirkjan hefur séð sig neydda til þess að vara við tildrinu og ohófinu í sambandi við há- tíðahaldið. ! Við íslendingar eru lítil þjóð, sem lengstum hefur verið fátæk og lítilsmegnandi. En einnig við meg- um hlusta á þær aðvaranir, sem ýmsir mikilhæfir leiðtogar kristinnar kirkju hafa beint til þjóða sinna, vegna stöðugs vaxandi óhófs í jólahaldi. i Vitanlega er engum of gott áð nota efni sín til þess að halda hátíð að eigin skapi. En þegar svo er komið að sjálfur jólaboðskapurinn, boðskapur hins fórnandi kærleika er kominn í skuggann fyrir græðgislegri skemmtanafýsn og óhóflegum íburði, þá er vissulega ástæða orðin til þess að staldra við og hugleiða það, til hvers kristin jól séu í raun og veru haddin. ■5 ^ ★ v Við íslendingar höldum að þessu sinni jól við betri 0 Kveðjur til jdlasveinsins á Grænlandi eftir Alan Marey Williams ( I ^ mn. Kaupmannahöfn, 18. des. MILLJÓNIR brezkra barna trúa því statt og stöðugt, að jólasveinninn eigi heima á Grænlandi. Þetta eru börn, sem síðustu ár hafa sent jólakort og bréf með heimilisfanginu „Jóla- sveinninn, Grænlandi, Dan- mörku“, og sagt jólasveinin- um frá „þörfum“ sínum, og jólasveinninn hefur sjálfur sent þeim. „persónulegt" svar ásamt einu eintaki af ein- hverju af ævintýrum H. C. Andersen. Um þetta sér danska ferða- skrifstofan. Borgarstjórinn, hinn fimmtugi Sven Acker Og starfslið hans sjá um þetta, og segja, að þetta sé góð og þörf landkynning fyrir Danmörku. Einnig er þetta gert í því markmiði að minna fólk á, að Grænland — stærsta eyja heims, hulia jökulhjúp að mestu — sé óaðskiljanlegur ‘hluti lands iþeirra. Síðan árið 1960 hafa börn, sem óskað hafa eftir svari frá jólasveininum, þurft að senda shillings póstávísun með bréf um sínum. Danir urðu að kref j ast þessa, þar sem bréfahafið var orðið nær óviðráðanlegt. Árið 1959 komu rúmlega 150.000 bréf frá brezkum börn í ár eru liðin 12 ár frá því að byrjað var á þessu, og nú hafa um 36.000 drengir’ og stúlkur á aldrinum þriggja til níu ára skrifað honum, og hvert barnanna hefur fengið — eða ^ fær einhvern næstu daga — fagurlega skreytt bréf frá karlinum síðskeggjaða (handritað, síðan fjölprentað) og eintak af einu af fegurstu ævintýrum Andersens, „Ham- ingjufjölskyldan". Hvað segja börnin svo við jólasveininn í hinum furðulega samsettu bréfum sínum, sem jafnan nálgast það að vera ólæsileg hjá blessuðum krakka öngunum? í fyrsta lagi kemur það yfir leitt skýrt fram, að börnin trúa á karlinn, hvað sem taut- ar. Ósjaldan segja þau eitt- hvað þessu líkt: „Jean og Mary Og Barbara segja, að þú sért ekki til. Viltu skrifa mér og sanna, að þú sért til“. Margir senda honum per- sónulegar kveðjur þakka hon- um fyrir gjafirnar á síðustu jólum og óska honum og hrein dýrum hans góðrar ferðar heim. Sum segjast ætla að biðja mæður sxnar að skilja eftir mjólkurgias eða jafnvel bjór- glas og tertusneið handa hon- um að hressa sig á, þegar hann loksins kemur og sumir jafn- vel „hey handa Rudolf" (nafn á hreindýri jólasveinsins). Stundum biðjast þau afsök- unar á því, að þau hafi ekki hagað sér eins og góðum börn um sæmir — og löfa því að 1 vera hlýðin á næsta ári. ) aðstæður en nokkru sinni áður. Almenn velmegun og velsæld ríkir í landi okkar. Fyrir það ber okkur að þakka. um leið og við minnumst forfeðranna, sem börðust í þúsund ár við þröngan kost og erfiðar aðstæður fyrir lífinu og framhaldi þess í okkar norð- læga landi. En í gegnum hinar dimmu aldir fátæktar og umkomuleysis lýsti leiðarljós kristinnar trúar. Það létti þessari litlu þjóð oft baráttuna, skapaði henni auka trú á mátt sinn og meginn, oft þegar dökkt var í álinn og erfiðleíkarnir þjörmuðu að fólk- inu í hinum lágu býlum, inn til dala og út til nesja. Við megum ekki halda að þörfin fyrir þessa trú hafi þorrið með bættum efnahag og nýjum þjóðfélags- háttum. Því fer fjarri að svo sé. Aðeins kærleiksboð- skapur kristinnar trúar er þess megnugur að leiða þjóð okkar og allar aðrar þjóðir fram hjá þeim hætt- um, sem snilligáfa mannsandans hefur leitt yfir gervallt mannkyn. Morgunblaðið óskar öllum lesendum sínum, sjó- mönnum á hafi úti, flugmönnum á langferðaleiðum, í ailri hinni íslenzku þjóð gleðilegra jóla. Stundum senda þau honum s gjafir — karamellur, til dæmis J| og lakkrísstengur. Stundum (íl myndskreyta þau bréf sín, senda myndir af sér (svo aðáí hann kannist við þau, þegar 3 hann kemur), eða teikna upp 3. húsaskipan heima hjá sér, svo(y að rétt barn fái örugglegajj rétta gjöf. yx Venjulega eru brezk börn v fremur íhaldssöm í jólaóskumöl sínum, en síðustu ár, segjafy Danir, hefur tekið að bera á^j því, að börnin óska sér sífelltSj dýrari gjafa. í ár hafa drengirnir einkurr ,fi óskað sér kúrekabúninga,^, skammbyssna, riffla og sverða.á Litlar stúlkur vilja yfirleitt(y brúður og leikföng. j? Furðulegur fjöldi stúlknajfi hefur í ár beðið um „brúðar- « brúður“ — og þetta kemur.A jólasveininum dálítið á óvart, (íj' ekki einungis vegna þess aðjí slíkt er dýrt, heldur einnigjy vegna þess að grænlenzkar)! stúlkur íklæðast ekki hvítumvj brúðarkjólum, þegar þær gift- ast. jij Aðaleinkaritarar jólasveins-y Ins eru átta aðlaðandi stúlkur, J sem vinna við dönsku ferða- ;r| skrifstofuna. En þær fá árlega j sér til aðstoðar nokkur hundr- c§ uð sjálfboðaliða, þar á meðal vhúsfreyjur, nemendur í fram- (lj 5'haldsskólum, sjúklinga á jv (ijsjúkrahúsum og skáta. Þettayj Jfólk safnar bréfunum í stafla.'rf ^hundrað bréf í hverjum, takad vfrá póstávísanirnar, glðan eru J Rbréfin iesin óg börnunum send J (Sur smáglaðningur, sem á vissuif Mega sinn þátt í því að bætaví (ysam/búð ef ekki þjóða, þá A );a. m. k. æskunnar landa á!y fmiHi. Jj (o Auðvitað fá ekki öll börn-i(j gJ)in svör — eða allt að því 50 « ^á ári —. og er það næstumfij jiávallt því að kenna, að heim-(y y ilisfangið hefur ekki verið íu!l J j!nægjandi*eða þá það er ólæsi-((J d)legt. Til þess að fyrirbyggja {(,mikil vonbrigði — ef bréfun-yi Jum væri ekki svarað, er jaím'rf ?vel hætt við því, að börninj) ^töpuðu trúnni á jólasveininn ÍH S — hefur ferðaskrifstofan lofað j! (Lað senda öllum þeim börnum,-fj Jsem skrifa „kvörtunarbréf“ (f smáglaðnirxg eftir jól. v Shillingarnir, sem börninjj S'senda fara ekki í vasa Dana. ’ (bAllur fjársjóðurinn — eftir að) Jhluti af honum hefar verið: jy Framh. á bls. 13. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.