Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 13
Y rfunnudagor 24. des. 1961 MORGVTSBLAÐIÐ 13 S U Ð U R í Rínardal, þar sem heitir Langweiler, á heilagur Antoníus litla en fallega kirkju. Þar er fólk vel kristið og kirkjurækið. Vill það gjarnan sýna sjálft lit á ræktarsemi sinni við guðshús sitt. Þetta fólk, sem á heima í litlum bæ nálægt Rín, fékk íslenzka listakonu til þess aS taka þátt í viðreisn kirkj- unnar eftir eyðileggingu síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Það var Nína Tryggvadóttir, list- málari. Henni var fyrir þrem ur árum falið að gera steinda glugga í kirkjuna í Langweiler. Lauk hún því verki á skömmum tíma. Mbl. hitti Nínu -Tryggva- dóttir fyrir skömmu að máli vestur í New York, þar sem Ég kom í fyrsta skipti í sumar í kirkjuna, eftir að gluggarnir höfðu verið settir í hana. Ég hafði ekki séð þá ísetta fyrr. En ég lagði síð- ustu hönd á gerð þeirra í vinnustofu Oidtmanns í Zinn- ich, sem einnig er í Rínar- dalnUm. Oidtmanns gerði einnig gluggana í Skálholts- kirkju. — Hvernig fannst þér gluggar þínir fara í Lang- weiler-kirkj unni? — Ég var ánægð með þá, og presturinn sagði mér að söfnuðurinn væri það einnig. Þó eru þessir gluggar mjög í nútímatíl en kirkjan, eins og áður er sagt, gömul. Vegna þess að litir glugg- anna eru í fremur ljósum tónum er bjart í kirkjunni, þrátt fyrir hið litaða gler þeirra. — Hvers vegna var þér fengið þetta verkefni? — Forráðamenn kirkjunn- ar höfðu séð litaða glugga eftir mig hjá Oidtmann og á safninu í Achen og leizt þeim vel á þá. Þess vegna Einn af þríhyrndu gluggunum í kirkjunni. Heilagur Antoníus eignast íslenzka kirkjugiugga hún á heima og innti hana frétta af fyrrgreindri þátttöku í viðreisnarstarfinu í Rínar- dalnum. Komst hún þá m. a. að orði á þessa leið: Eyðilagðist í stríðinu — Kirkjan í Langweiler er gömul kirkja, sem eyðilagð- ist í stríðinu, en var endur- byggð fyrir skömmu. Hún tekur 2—300 manns. Þetta er falleg, lítil kirkja. Hafði hún upprunalega verið byggð í rómönskum stíl. Þegar end- urbygging hennar hófst var reynt að, láta hana halda ytra útliti, en að innan var hún endurbyggð í nútímastíl. — Hvenær gerðir þú þessa kirkjuglugga? — Ég byrjaði á þeim árið 1959 og lauk þeim á sex mánuðum. — Hve margir voru þeir? •— Þetta eru fjórtán glugg- ar, mismunandi stórir. Sjö þeirra eru allstórir og aðrir sjö minni eru þríhyrndir. Gluggarnir eru marglitir, en litatónarnir eru samstillt- ir þannig að heildarsvipur þeirra verkar rólega og ein- falt. fóru þeir fram á að ég ynni þetta verk fyrir þá. Þegar ég var að fara frá Langweiler í sumar, eftir að hafa skoðað kirkjuna, þá fór húsameistarinn, sem stjórn- aði upbyggingarstarfinu, með mig til borgarstjórans í Wuppertal-Elberfeld, sem ég hafði einnig gert steindan glugga fyrir, ekki alls fyrir löngu. Hafði glugginn verið settur upp í anddyri borgar- stjórahússins og sagði borg- arstjórinn mér, að hann kynni mjög vel við hann þar. Gluggar í Þjóðminjasafniff — Ætlarðu að halda áfram að gera fleiri slika glugga? — Já, ég er . um þessar mundir að vinna að þremur lituðum gluggum í Þjóð- minjasafnið heima í Reykja- vík. Þeir eiga að vera til- búnir næsta vor. — Finnst þér gaman að vinna slíka vinnu? — Já, gler er svo skemmti- legt efni. Þegar ljósið kemur í gegnum litað gler, verður liturinn svo sterkur og skær að ómögulegt er að fá fram jafnskæra liti með öðrum hætti. — Hvernig er að mála í I V <2> i a myndlist, gakktu bara niður f Madison Avenue og sjáðu ")) hvað þar er um að vera. Þar (? er listverzlun og útstilling 1 b öðru hvoru húsi. ^ h Listaverkakaup aukast — Kaupa Bandaríkjamenn bi mikið af málverkum og högg- (P myndum? Nina Tryggvadottir a vinnustoíu sinni. skammdeginu hérna í New York? — Það er ekki sem verst. Ég er alltaf eitthvað að gera. Hér er vaxandi áhugi fyrir — Já, listaverkakaup fara hér mjög i vöxt og fólk not- ar myndlist í vaxandi mæli til þess að skreyta híbýli sín. Og verð á listaverkum er hér mjög hátt, miklu hærra en heima. — Hefur þú selt nokkuð nýlega? — Já, ég seldi tvö mál- verk fyrir skömmu og á von í sölu alveg á næstunni. Þetta sagði Nína Tryggva- dóttir, íslenzka listakonan, sem býr á 17. hæð við 86. stræti í New York. Þar ger- ir hún drög að lituðum gluggum í Þjóðminjasafnið og málar sínar abstrakt-mynd ir. Áður hefur hún unnið í París og London. Hún hefur hvarvetna getið sér gott orð sem fjölhæfur og alvarlegur listamaður. Það er ástæða til að óska heilögum Antoníusi og kirkju hans í Langweiler tii hamingju með gluggana ^ hennar Nínu. Kirkja heilags Antoníusar í Langweiler. S. Bj. Stríðsæsingatré BERLÍN, 22. des. — Ymis sam- tök í V-Berlín beittu sér fyrir því að jólatré voru sett upp meðfram múrnum á markalín- unni milli borgarhlutanna, svo og víðs vegar annars staðar í borginni. A-þýzkir lögreglumenn hafa nú eyðilagt a.m.k. fimm tré með grjótkasti yfir múrinn. Þá sagði Otto Winzer, aðstoðar- utanríkisráðherra austur-þýzku stjórnarinnar, í blaðagrein í dag, að jólatrén í V-Berlín væru ekki friðarins tré, heldur vopn í' kalda stríðinu, eins konar stríðsæsingatré. Tilliástæða WASHIN GTON, 22. des. — Bandarískir stjómmálamenn eru ekkert undrandi yfir óánægju Portúgala með afstöðu Banda- ríkjastjórnar í Goa-málinu. — Þeir segjast ekki getað ímyndað sér, að stjórn Portúgals hafi nokkru sinni vænzt stuðnings Bandaríkjanna eða einhverra annarra NATO-ríkja til þess að halda nýlendum sínum. — Að kenna Bandaríkjunum og Bret- um ófarirnar sé aðeins tilli- ástæða. Frið jón Stefáns- son formaður Rit- höfundaféla^sins AÐALFUNDUR Rithöfunda- félags Islands var haldinn 17. desember 1961. Þessir urðu gtjóm endur félagsins: Formaður Frið- jón Stefánsson, ritari Jón Óskar, igjaldkeri Jón Jóhannesson með- stjómendur Sveinbjörn Bein- toinsson og Kristján Bender. Fulltrúar félagsins í stjóm Rithöfundasambands í s 1 a n d s voru kjörnir Björn Th. Björns- sdn, Jóhannes úr Kötlum og Sig- fús Daðaso.a, en til vara Hannes Sigfússon. Úr ýmsum áttum Framh. af bls. 12. notaður í frímerki — er send- ur stofnun í London, sem ár- lega velur hóp barna, ,sem send eru í skemmtiferð til Danmerkur í svo sem hálfan mánuð. í fyrra var 30 börn- um boðið til Ribe Kjærgaard, gamals óðalsseturs nálægt Es- bjerg. Næsta sumar verður 120 börnum víðsvegar frá í Bret- landi, boðið þangað. Þessi litli vináttuvottur barna í fjarlægu landi, hefur vakið virðingu og þakklæti mikils fjölda foreldra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.