Morgunblaðið - 29.12.1961, Síða 3

Morgunblaðið - 29.12.1961, Síða 3
Föstudagur 29. des. 1961 MORGUNBLAÐ1Ð 3 TALIÐ er, að ein algengasta ástæða fyrir heyrnartapi sé svokölluð eymakölkun. Við eymakölkun harðnar ístaðið, eitt af litlu beinunum í innra eyranu. Þetta bein snertir himnu, er umlykur taugina, sem ber hljóðið lengra inn í eyrað. Kölkunin veldur þvi, að beinið festist og hættir að geta endurvarpað hljóð- bylgjunum áfram til heym- artaugarinnar. Eyrnakölkun er helmingi algengari meðal kvenna en karla. Hún er talin ganga í erfðir, en þó að hún sé með- fædd, veldur hún yfirleitt ekki tilfinnanlegri truflun á heyrninni fyrr en seinna í lífi mannsins. Þó er þetta ekki algilt. Fyrir aldamót höfðu lækn- ar í Evrópu framkvæmt skurðaðgerðir, þar sem los- að var um ístaðið, til þess að koma í veg fyrir frekari kölkun. Þó lögðu þeir þessa aðferð niður, þar eð nægi- lega fullkomin rafeindatæki til að prófa heyrn manna voru þá ekki til, né heldur lyf, sem hindrað gætu ígerð eftir aðgerðina. Nú hefur læknir í New York, dr. Samuel Rosen, um árabil unnið að því að ístaðsaðgerð- in yrði tekin upp að nýju, með hjálp nýjustu lyfja og rafeindatækja. Aðgerðin er framkvæmd þannig: Fyrst er Þetta eyra er 20 sinni’m stærra en venjulegt mannseyrá. Það tók listamannin Paul Newman, fjögur ár að fullgera það. Framfarir í meöferö eyrnasjúkdóma hljóðhimnan losuð varlega frá, svo að hægt sé að kom- ast að ístaðinu. Með örlitlu tæki er beinið hreyft fram og aftur, þar til losnar um það, og það verður aftur hreyfanlegt. Þá er hljóðhimn an fest aftur. Oft hefur sjúklingurinn fundið bata þegar að lokinni aðgerð, og allt bendir til þess, að um varanlegan bata sé að ræða. Síðustu ár hafa þúsundir manna gengið undir slíka að- gerð í Bandaríkjunum með góðum árangri. Dr. Rosen hefur hvað eftir annað ferð- azt til Evrópu, m. a. til Sovétríkjanna ,til þess að kenna læknum ný atriði varðandi aðgerðina, sem ev- rópskir læknar áttu upphaf- lega frumkvæðið að. Ekki er þó alltaf unnt að losa um ístaðið, og verður þá að grípa til annarra ráða. Stundum er beinið numið brott, og pípa úr plasti sett í staðinn. Læknirinn dr. John J. Shea, jr., frá Memphis í Tennesseefylki, hefur náð sér staklega góðum tökum á þessari aðferð, og fá níutíu af hverjum hundrað sjúkl- ingum hans heyrnina aftur. Hvort batinn er varanlegur, verður tíminn að leiða í Ijós. í enn öðrum tilfellum er beinið látið vera. Þá er lítið op eða gluggi gert á þann hluta ístaðsins, sem liggur upp að heyrnartauginni, þannig að hljóðbylgjurnar geti haft áhrif á hana beint í gegn um gluggann, enhann er á stærð við hrísgrjón. Sem dæmi um gluggaað- gerðina má nefna, að 34 ára verkamaður í stáliðjuveri, sem hún var gerð á, þurfti ekki að liggja í sjúkrahúsi lengur en í viku, og tveim- ur vikum eftir sjúkrahús- dvölina gat hann byrjað að vinna á ný. Hann fékk heyrn ina aftur og hefur haldið henni síðan. Dr. Julius Lembert hefur framkvæmt þessa aðgerð í rúma tvo áratugi, og telur hann, að um 80 af hverjum 100 geti gert sér vonir um viðunandi heyrn aftur eftir aðgerðina. Ýmsar aðrar skurðaðgerðir á eyranu fara nú í vöxt. Má þar nefna viðgerðir á hljóðhimnunni. Þýzkur lækn- ir fann upp aðfercf til þess að hjálpa þeim, em höfðu skaddaða hljóðhimnu og mið eyrnabein. Hljóðhimnan og beinin eru þá numin brott og húðpjatla grædd inn í eyrað í stað hljóðhimnu. Húð bótin titrar beint yfir hinu fínbyggða innra eyra, og þannig getur sjúklingurinn heyrt gegn um húðina. Afbrigði af þessari aðgerð er aðferð dr. Georgs van Bekesy við eyrnasjúkdóma- deild Harvardháskóla. Hann hefur byggt „gerviskinneyra", sem endurvarpar hljóðbylgj- um til heyrnartaugarinnar. Þá hafa læknarnir dr. Zolln- er og dr. Wullstein fundið tækni til að gera við gat á hljóðhimnunni. Hún felst í því að snyrta barma sársins og græða skinnbót yfir það, svo að titrandi hljóðhimna myndast á ný, og millieyrað lokast fyrir utanaðkomandi smitun. í Bandaríkjunum einum eru milli 15 og 20 milljónir manna, sem hafa heyrn neð- an við meðallag, þótt aðeins einn tíundi hluti þeirra verði var við það. Slæm heyrn get- ur verið mjög alvarlegur bagi. Öryggi manns, sem heyrir illa, er í stöðugri hættu; hann hefur minni möguleika en aðrir til þess að vinna fyrir sér og fer auk þess á mis við margs konar ánægju í lífinu. Þegar menn hafa náð fer- tugsaldri, dofnar heyrn þeirra með hverju ári. Læknar geta að vísu ekki gefið þeim glat- aða heym aftur, en með vís- indalegum aðferðum geta þeir mælt hljóðið, sem eyrað er fæ: t um að nema, og stund- um komið í veg fyrir frek- ari heyrnarmissi. Lítt áber- andi heyrnartæki hjálpa mörgum heyrnardaufum mönnum, og varalestur kem- ur sér einnig vel. Nauðsynlegt er að fylgjast sérstaklega vel með heym smábarna, þar eð í 80 til- fellum af 100 kemur slæm heyrn fram innan fimm ára aldurs. Oftast er hún afleið- ing barnasjúkdóma, heila- himnubólgu, mislinga, skar- latssóttar eða flensu. Ef barn sýnir þess engin merki að það skynji mannsröddina, þegar það er fjögurra mán- aða, eða ef það getur ekki lært að tala tveggja ára, er ástæða til að ætla, að heyrn barnsins sé ekki eðlileg. Læknum ber saman um, að vonir heyrnardaufra í fram- tíðinni séu mest undir því komnar að leitað sé læknis meðan sjúkdómurinn er enn á lágu stigi, svo að hægt verði að koma við síendur- bættri tækni við skurðlækn- ingar á eyrum. Dr. Howard P. House, yfirmaður háls- og eyrnalækningadeildar háskól- ans I Suður-Kaliforníu, hef- ur orðað þetta þannig: „Stórstígar framfarir hafa orðið síðasta áratug í skurð- aðgerðum, er miða að því að bæta heyrn manna. Við er- um vongóðir um, að með áframhaldandi rannsóknum muni heyrnardauft fólk hafa æ minni ástæðu til að ótt- ast. Eyrnasjúkdómafræði og heyrnarfræði nútímans, á- samt nýtízku rafeinda heyrn- artækjum, munu auðvelda fleiri og fleiri heyrnardauf- um mönnum að hafa eðlilegt samband við aðra“. GERSHON FISHBEIN Samsöngur tveggja kóra í Keflavíkurkirkju A ÞRIÐJA jóladag héldu Karla- kór Keflavíkur og Kvennakór Slysavarnafélagsins samsöng í Keflavíkurkirkju og voru harðir bekkir þétt setnir og komust færri til en vildu. Söngskráin var glæsileg og vel úr garði gerð, en eitthvert takt- leysi eða misskilningur varð þess valdandi að mestur hluti tón ieikanna fór fram á kirkjuloftinu í stað þess að vera niðri í samfé- lagi við fólkið sem sungið var fyrir. Meistari Páll ísólfssún hafði ekki nægilega gott hljóðfæri und- ir höndum, en þó reis leikur hans svo sem verða mátti, við þær aðstæður sem búnar voru. Það var einhver móða eða hula yfir kórunum báðum, meðan þeir voru á kirkjulofti, þeir náðu ekki fram því sem efni standa til, vantaði reisn og djörfung, sem vitað er að með þeim býr, þang- að til þeir komu niður í kór kirkjunnar og sungu þar saman, þá var auðfundið hvað með þeim bjó — þá yoru kórarnir báðir eins og harpa í höndum stjórn- andans, Herberts Hribercheck, sem leiddi kóranna og áheyrend- ur örugglega um undravegi hinna gömlu meistara. — Það kann að vera rétt að menn þurfi að vera kaþólskir aí lífi og sál til að geta sungið Ave María en hér var ekki um það að ræða heldur hið ókaþólska til- beiðslulag Kaldalóns — en það var tómt — aðeins söngur eftir nótum, vel með farinn og lýta- laus. Snæbjörg Snæbjarnardóttir bar af í sínum söng, furðuleg reisn og glæsileiki, þótt sungið væri að baki áheyrenda, svo tilhneiging varð til að líta um öxl og reyna að sjá og heyra — Þessir kórar eru báðir það vel á vegi að þeir þurfa ekki neina afslátta umsögn vegna aðstæðna, þeir hafa góðan stjórnanda og hafa ráðið við vandasöm verk, þess vegna mega þeir hvorugur slaka á klónni heldur sigla íhvassan beituvind, lengra og hærra, þá er vel. Við Keflvíkingar þökkum þessa hljómleika þeir voru hluti af okkar hátíðahaldi og ekki sá veigaminnsti. — hsj. SIAK8TEI1VAR Launajafnréttl karla og kvenna Fyrir nokkrum árum var sam- þykkt þingsályktunartillaga á A1 þingi frá þingmönnum Sjálfstæð isflokksins um undirbúning þess að koma í framkvæmd hér á landi alþjóðlegri samþykkt uim launajafnrétti karla og kvenna. í framhaldi af samþykkt þessarar tillögu komst aukinn skriður á þetta réttlætismál. Á síðasta þingi voru síðan samþykkt lög, þar sem ákveðið var, að laun kvenna skuli hækka í scx áföng- um til samræmis við laun karla. Á þessu tímabili er gert ráð fyrir að Iaunajafnrétti karla og kvenna verði náð. Kemur fyrsti áfangl laganna fyrst til framkvæmda nú um áramótin. Þá hækkar almennt verkakvennakaup úr krónum 18,95 í krónur 19.58 eða um 63 aura. Er það sérstök launajafnað- arnefnd, sem ákveður hækkun- ina. Óhætt er að fullyrða, að með þessu sé stefnt í rétta átt. Er það núverandi ríkisstjóm og þeim flokkum sem að henni standa til sóma að þeir skuli hafa komið þessu réttindamáli á þanu rek- spöl, sem það nú er á. Drykkjulætin á Þorláksmessu tírykkjuiætin og ærslin hér í höfuðborginni á Þorláksmessu eru æsku Reykjavíkur vægast sagt til lítils sóma. Tvo síðustu dagana fyrir jól má segja, að skrílslæti og hvers konar ærsl hafi keyrt úr hófi fram á götum bæjarins. Friðsamir vegfarendur voru beinlínis í hættu vegna sprengjukasts og dólgslegra láta unglingahópa, sem fóru eins og logi yfir akur. Var líkast því sem gamlárskvöid væri upp runnið. Fyllsta ástæða er til þess að taka hart á þessu framferði, Und anfarin ár hefur lögreglan unnið skipulega að því að koma í veg fyrir uppnám og friðarspjöll á gamlárskvöld. Hefur þetta tekizt mjög vel og ber öllum saman um, að allt annar og mennilegri blær hafi verið á bæjarlífinu á gaml- árskvöld undanfarin ár. Haldnar hafa verið brcnnur í útjöðrum bæjarins og víðs vegar um bæinn hafa unglingar safnazt þar sam- an og glaðzt með eðlilegum hætti. Það væri vissulega illa farið, ef ærslin og drykkjulætin færðust nú yfir á Þorláksmessu. Ungling arnir, sem að því stóðu nú fyrir jólin verða að vita að þeir hafa á sér skömm allra góðra manna fyrir tiltæki sitt. Nudd Tímans Tímamönnum er ákaflega illa við. að öllum fregnum utan af landi ber saman um það, að aldrei hafi önnur eins velmegun ríkt í hinum einstöku byggðarlög um og einmitt nú. Til þess að vega upp á móti þessum fréttum birtir Tíminn í gær enn eina for- ystugrein, þar sem því er haldið fram, að viðreisnarráðstafanir nú verandi ríkisstjórnar hafi leitt margvislega erfiðleika yfir at- vinnuvegi Iandsmanna. Sannleik urinn er hinsvegar sá. eins og alþjóð er kunnugt, að hin al- menna velmegun I landinu er fyrst og fremst að þakka þeim skynsamlegu og farsælu ráðstöf- unum, sem núverandi ríkisstjórn hefur gert til þess að reisa efna- hag þjóðarinnar við eftir það öngþveiti, sem vinstri stefnan og stjóm hennar leiddu yfir þjóð- ina. Án viðreisnarráðstafana rík- isstjórnarinnar væri sjávarútveg- urinn orðinn gjaldþrota og tæki hans stöðvuð. Án þeirra væri al- mennt atvinnuleysj og örbirgð ríkjandi í landinu. Þetta veit all- ur almenningur. Þcss vegna lield ur Tíminn áfram að nudda og þylja raunaro'lu s:na um ,.móðu- harðindi“ og vandræði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.