Morgunblaðið - 30.12.1961, Side 2
▼
2
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 30. des. 196i
Islenzk fisksala
í Bandaríkjunum
BJARNI V. Magnússon, fram-
kvaemdastjóri Iceland Products í
Steelton í Pennsylvaníuríki, hefir
verið hér heima undanfarna daga
til að ræða við forráðamenn Sam
bandsins um væntanlegar fisk-
sölur á næsta ári. Bjarni segir
markaðshorfur góðar, ef frá sé
skilin ýsan, sem enn t>á er í eins
bonar öldudal. Samt hafa verið
gerðir sölusamningar um nokk-
urt magn af smáýsu til Banda-
ríkjanna. Samningar hafa einn
ig verið gerðir um verulegar
þorskblokkarsölur og koma nú í
spilið enn nýjar stærðir af blokk
unum. Hinar breytilegu stærðir
á blokkunum hafa valdið frysti-
húsamönnum miklum höfuðverkj
um, en þeir verða þó að gera sér
grein fyrir því, að okkur er lífs
nauðsyn að fylgja þeim kröfum,
sem kaupendurnir gera. Það veik
ir mjög aðstöðu okkar á markaðn
um, hve svifaseinir við erum að
taka upp nýjungamar, og oft tef
ur það fyrir, að við framleiðum
skakkar stærðir af blokkum, og
erum allt of svifseinir að átta
okkur á breytingum.
(Úr fréttabréfi Sjávarafurða-
deildar SÍS).
Elclur í bragga
UM KLUKKAN hálf fimm 1 fyrri
nótt var slökkviliðið kvatt að
Langholtsvegi 171, en þar er
Pípu- og hellugerð Reykjavíkur
bæjar til húsa í bragga. Hafði
kviknað í út frá olíukyndingu, en
úrgangsolíugryfja er fyrir fram
an kyndinguna og hafði eldur
komizt í hana- Skömmu eftir að
slökkviliðsmenn komu inn varð
nokkur sprenging í olíugeymin
um, en ekki töldu slökkviliðs-
menn að um hættu hefði verið
að ræða af þeim sökum. Gekk
greiðlega að slökkva eldinn og
skemmdir mimu hafa verið litlar.
Dr. Matlliías Þórðarson látinn
Dr. Matthías Þórðarson. fyrrv.
þjóðminjavörður, andaðist að-
faranótt föstudags í Bæjarsjúkra-
húsinu, en þar hafði hann legið
sjúkur í þrjá mánuði. Hann varð
84 ára.
Þverskurður skv. mælingum Áma Þ. Árnasonar, verkfræðings, er sýnir grunn Tjarnargötu 4.
Matthías Þórðarson var fædd-
ur 30. okt. 1877 á Fiskilæk í Mela
sveit, sonur Þórðar Sigurðsson-ar
bónda þar og konu hans Sigríð-
ar Runólfsdóttur. Hann tók stúd-
entspróf 1898 og hélt þá til Kaup-
mannahafnar, þar sem hann
lagði stund á norræna málfræði
og fomfræði. 1907 varð hann að-
stoðarmaður við Forngripasafn-
ið og var skipaður þjóðminja-
vörður 1908. Gegndi hann því
starfi til ársins 1947. Hann var í
stjórn Hins íslenzka bókmennta-
-félags frá 1912 og til dauðadags;
forseti þess um langan aldur.
Formaður Hins íslenzka forn-
leifafélags var hann frá 1920 og
til æviloka; ritstjóri Árbókar
þess frá 1920 til 1947. Hánn
gegndi auk þessa trúnaðarstörf-
um í fjölmörgum öðrum félaga-
samtökum. Mikil ritstörf liggja
eftir dr. Matthías svo sem Þjóð-
menjasafnið 1863—1913, Ættar-
skrá Þórðar Sigurðssonar og Sig-
ríðar Runólfsdóttur á Fiskilæk,
Fomleifar á Þingvelli, íslenzkir
listamenn I.—II., Yínlandsferð-
irnar o.fl. o.fl. Þá sá hann um út-
gáfu rita Jónasar Hallgrímsson-
ar.
Matthlas Þórðarson varð pró-
fessor að nafnpót 1937 og heiðurs
doktor við Háskóla íelands 1952.
Fyrri kona Matthíasar Þórðar-
sonar var Alvilde Marie. fædd
Jensen, en síðari kona hans var
Guðríður Guðmundsdóttir.
Dr. Matthías Þórðarson var
samvizkusamur og afkastamikill
— Bæjarsfæbi
Framh. af bls. 20.
frá ýmsum hliðum, og er einkum
vitnað til Kálunds, Jóns biskups
Helgasonar og Klemenzar Jóns-
Súnar. Málið komst að nokkru
leyti á nýjan grundvöll með forn
leifafundinum í Tjarnargötu 4.
Eins og kunnugt er, var þar ekki
um fornleifagröft í eiginlegum
skilningi að ræða, en Matthías
Þórðarson og þeir náttúrufræð-
ingarnir dr. Finnur Guðmunds-
son, Geir Gígja, Guðmundur
Kjartansson og Jóhannes Áskels-
son fylgdust með því, sem upp
kom. Eftir beiðni Jóhannesar Ás-
kelssonar framkvæmdi Árni Þ.
Árnason verkfræðingur mæling-
ar á grunninum í umboði bæjar-
verkfræðings. Fékkst vitneskja
um jarðlagaskiptingu Og leifar
bygginga og mannvistar frá ýms
um tímum allt frá landnámsöld.
Óvíst er, hvcrs konar byggingar
þar var um að ræða, en á 18. öld
stóð á þessu svæði bústaður ög
vinnustofur beykis hjá innrétting
unum í Reykjavík. Benti Matt-
hías Þórðarscn á það í grein í
Vikunni 15. júní 1944, þar sem
hann lýsir fornleifafundinum.
Nú hefur komið fram við
skjalarannsókn Þorkels Grímsson
ar, að bæði bústaðurinn og verk-
stæðin eru að stofni til hús frá
því fyrir daga innréttinganna, er
voru lagfræð til þess að þau
hæfðu hinni nýju notkun þeirra.
Þau voru byggð, segir í skoðun-
argerð frá 1759, að landssið.
Að lokum sagði Þorkell Gríms-
son: „Með því byggingarlagi, sem
tíðkaðist, og þeirri stærð og skip
an húsa, sem venjuleg var á stór-
býlum, er ekki að efa, að hús,
bæjarins í Reykjavík hafi alltaf
tekið yfir stórt svæði. Við vitum
einnig, að þar var tvíbýli, áður
en jörðin var lögð til innrétting-
anna. Verður að gera ráð fyrir
tilfærslu húsa og þar með nýjum
grunnstæðum á jafnlöngum tíma
og um er að ræða. Hann er ekki
ýkjastór í þessu tilliti grunnur-
inn, sem fornleifarnar og mann-
vistarlögin fundust í við Tjarnar-
götuna vorið 1944, og áreiðanlega
hefur ýmislegt farið þar forgörð-
um, en ég efa ekki, að hann hafi
geymt leifar af bænum í Reykja-
vík frá landnámsöld og fram til
hins síðasta“.
Að erindi Þorkels loknu tóku
til máls Kristján Eldjárn þjóð-
minjavörður, Helgi Hjörvar rit-
höfundur, Lárus Sigurbjörnsson
skjalavörður og Björn Þorsteins-
son sagnfræðingur. Greindi þá á
um ýmislegt þessu varðandi og
hvöttu til frekari framhaldsrann
sókna bæði með skjalakönnun og
uppgreftri.
Hér birtist hluti af göm.lum’
og sjaldséðum uppdrætti, sem
fáir hafa vitað um áður. Hann
er frá árinu 1749 og merktur
svo: „Ilolmens Havn udi Iis-
land Anno 1749, aflagt af H.
Hoffgaard“. Eftir nöfnunum
má sjá Arnarhól, Reykjavík,
Hlíðarhús, Ánanaust, Sel,
Eiði, Mýrarhús, Nes, Gróttu,
Hrólfsskála, Lambastaði og
Skildinganes.
Þorkell Grímsson, fornieifafræðingur, virðir fyrir sér hluti,
sem upp komu við uppgröft í Tjarnargötu 4 vorið 1944.
(Ljósm. Mbl.; ÓI. K. M.).
Matthías Þórðarson
fræðimaður og munu merki hana
lengi sjást í islenzkri fornminja-
fræði og fornleifavörzlu. Þá var
hann áhugamaður um heimilis-
iðnað og myncllist. Mun Lista-
safn ríkisins hafa notið þess, með
an það var undir hans umsjá.
Heimatilbúin
sprengja sprakk
í höndum þeirra
PATREKSFIRÐI, 29. des. Það
slys vildi tíl hér á Þorláksmessu
að tveir unglingspiltar urðu fyr
ir því óhappi að heimatilibúin
sprengja sprakk í höndum þeirra
með þeim afleiðingum að annar
drengjanna, Sigurberg Guðjóna
son meididist lítilsháttar á hendi,
en aftur á móti slasaðist hinn,
Gunnar Karl Guðjónsson, mun
meira, meiddist verulega á hendi
og læri-
Báðir voru drengimir fluttir
heim að lokinni aðgerð og er
líðan þeirra nú eftir atvikum góð,
en Gunnar lá rúmfastur þar til í
gær. — Trausti.
Mikil aðsókn
að Skugga-Sveini
Það er mikið annríki í að-
göngumiðasölu Þjóðleikhúss-
ins um þessar mundir, en þar
er sem kunnugt er verið að
selja aðgöngumiða á Skugga
Svein. Nú er uppselt á 4 sýn-
ingar fyrirfram og virðist allt
útlit á að aðsókn að leiknum
ætli að verða mjög mikil ng
virðist „Skuggi" gamli ætla
að verða furðu lífseigur.