Morgunblaðið - 30.12.1961, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.12.1961, Qupperneq 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Laugardag'ur 30. des. 1961 Vetrarhrakningar a Austurlandsvegi Þeir félagarnir moka sig áfram. Haraldur rakari lengst t. v., ÞESSA dagana sýnir Vetur konungur okkur klærnar og þá einkum með frosthörk- um. — Ekki er langt síðan hann sýndi Norðlendingum framan í sig og þá allóþyrmi lega. Er ekki nema frílega mánuður síðan umbrotafæri og síðar alger ófærð var fyr- ír norðan. Þótt þetta sé um liðið þótti okkur bera vel í veiði er við dagana fyrir jól- in hittum einn af langferða- bílstjórunum, sem aka milli Reykjavíkur og Akureyrar og, þegar fært er, allt til Austfjarða. — Við látum nú Örn Pétursson frá Akureyri segja okkur ofurlitla hrakn- ingasögu úr flutningaleið- angri til Austurlands einmitt I því fræga nóvemherveðri. Honum fórust orð eitthvað á þessa leið: Við lögðum upp frá Akureyri þrír saman á einum bíl. Þetta var 21. nóv. og klukkan var 2 síðdegis. Ferðinni var heitið austur á Austfirði með vörur á stórri Volvo-flutningabifreið, 9 tonna, og var hún fulllestuð. í upphafi var áætlað að farið yrði á tveimur bílum, en sökum þess að vörum, sem verið var að skipa upp úr ms. Reykja- fossi á Akureyri, seinkaði í tollafgreiðslu, en veðurspá og ferðaútlit var gott þessa stund- ina, þótti ekki varlegt að bíða, allra áízt á þessum tíma árs, þegar ekki þarf*hema stundar- áhlaup til þess að gera veginn víða á þessari leið algerlega ó- færan. Vegna þess að bíllinn var einn, réðust til ferðar með mér þeir Kristján Valdemars- son, gamalreyndur bifreiðar- stjóri, og Haraldur Ólafsson, rakari. Þæfingur og hríð á Jökuldal Gekk nú ferðin allvel austur á Hólsfjöll. Þar fengum við þær fréttir, að Austurfjöllin mundu þungfær og ákveðið væri að veita okkur aðstoð ef við ekki kæmum á tilsettum tíma aust- ur á Jökuldal. Eftir skamma dvöl á Grímsstöðum, var hald- ið áfram austur. Er austur á fjöllin kom, tók færð mjög að þyngjast. Hafði skafið þar mik- ið í skafla, og víða djúpt á veg- inn. Tókum við því það ráð að aka utan vegar, því víða á mel- um var minni snjór. Gekk svo sæmilega um hríð, ýmist á vegi eða utan hans. Er austur af Jökuldalsheiði kom tók að Þyngja í lofti og brátt að snjóa. Var nú ekið í snjókomu og slæmu veðri niður Jökuldal. Fór þá að hvarla að okkur að snúa við, því búast mátti við að heimferðin mundi sækjast seint ef meira snjóaði á Fjöll- um. Hinsvegar vildum við ógjam- an fara með vörurnar til baka, og héldum því ofan að Hvanná á Jökuldal og vöktum þar upp. Þá var kl. 3 um nótt. Náðum við þar sambandi við Einar Jónsson hreppstjóra, og varð að ráði að haldið skyldi að Lagar- fljótsbrú. Þar vöktum við Vigni Brynjólfsson bílstjóra, og tók hann að sér að koma vörunum á leiðarenda. Haldið heimleiffis í skyndi Losuðum við nú vörurnar í skyndi, drukkum kaffi og lögð- um þvínæst af stað heim á leið. Þá var klukkan 8,30 að morgni 22. nóv. Heldur hafði veðrið versnað, allmikil hríð og færð slæm. Við Hvanná stönzuðum við stutt, fengum okkur þó góðgerð- ir, áður en við fórum þaðan. Var Möðrudalur látinn vita að við værum á norðurleið. Snjór hafði aukizt á veginum, svo víða sást ekki til hans. Engar stikur em þama við veginn og er það mjög bagalegt í slíkri færð og veðri. Er upp á Jökul- dalsheiðina kom hafði snjór aukizt þar frá því um nóttina, og þurftum við víða að moka. Vig Rangálón, sem er gamalt eyðibýli efst á Jökuldalsheið- inni, snerist átti* til norðaust- urs með miklum renningi, svo ekki sá út úr augunum. Er yfir Möðrudalsfjallgarð kom náðu skaflarnir upp á efri brún vélar- hússins á bílnum. Við Lagar- fljótsbrúna höfðum við tekið • Jólaljósin koma of snemma „Jólasveinn" skrifar: . Mikið hefur verið rætt og ritað iim jólaundirbúning og jólaihald. Ýmsir kvarta yfir, að hið upprunalega tilefni þeirra falli í skuggann af hinu mikla ytra Skrauti og tilstandi, og vissulega er nokk uð til í því. En það er eitt atriði í sam- bandi við hið ytra borð helgi- haldsins, sem mér virðist, að menn komi e. t. v. ekki auga á. „í gamla daga“ var vissu- lega tjaldað því sem til var, og áreiðanlega hefir ekkert gengið er um bæinn viku fyr kvöld vetrarins verið bjartara í bústöðum manna en aðfanga dagskvöld. En vel að merkja, þá kveiktu menn ekki á jóla- ljósunum fyrr en á aðfanga- dagískvöld. Núna er hins veg- ar búið að setja upp skreyt- ingar og kveikja öll ljós dög- geymana fulla af eldsneyti, en nú fórum við að óttast að það mundi þrjóta, en svo er háttað að hvergi er olíu að fá þaðan til Grímsstaða. Þá var einnig mjög farið að skyggja, og skafl- arnir höfðu aukizt að mun. Snjó moksturinn varð æ meiri, en áfram þokaðist þó. Olían á þrotum Kl. 23,00 komum við loks í Möðrudal, en höfðum þar litla viðdvöl, drukkum kaffi og feng- um nokkra lítra af olíu og svo var enn haldið af stað í áttina til Grímsstaða. Á milli þessara staða gekk ferðin furðuvel og komum við í Grímsstaði kl. 1 um nóttina. Þá vorum við með síðustu lítrana af olíunni. Á Grímsstöðum feng um við við nægar olíubirgðir, og einnig ágætis máltíð, en um tvöleytið vorum við aftur komn ir af stað. Þá var slæmt veður og _ versta færð. — Ferðin frá Grimsstöðum gekk þ® furðu vel miðað við aðstæður, og ekki varð neinn stanz að ráði fyrr um og jafnvel vi'kum fyrir jól, og ég hef heyrt menn kvarta yfir því, að þeir væru hrein- lega búnir að fá leiða á jóla- skrautinu þegar loks jólin ganga í garð. • Tímaskekkja Það er þetta, sem ég vildi benda á, þessi tímaskekkja, sem virðist svo áberandi í sam bandi við þessa hátíð. Maður gæti haldið, að jólin byrjuðu í lok nóvember eða byrjun desember. Hverju er svo um að kenna? — Sumir hafa leyft sér að kalla jólin „hátíð kaupmennsk unnar“, og það hefir e. t. v. ruglað okkur í ríminu.. „Há- tíð kaupmennskunnar" hefst nefnilega um mánaðamótin nóv.—des. og vel að merkja, henni lýkur um jól. Það verð- ur að teljast eðlilegt, að kaup menn auglýsi vörur sínar nokkru fyrir jól, og við get- um fyrirgefið þeim, þótt þeir ’hengi upp jólaskraut í verzl- anir sínar og jafnvel utan en við komum að Breiðmýri í Reykjadal, en þá var kl. 6 á fimmtudagsmorgun, 23. nóv. — Frá því við fórum frá Akureyri höfðum við enga hvíld fengið eða svefns notið. Bíllinn fer út af Bkki þótti okkur samt ráðlegt að nema staðar að svo komnu, heldur ákváðum við að leggja á Fljótsheiðina. Lánið vildi þó ekki leika við okkur lengur og urðum við fyrir því óhappi, er við komum upp undir brún heiðarinnar, að við misstum bíl- inn út af veginum. Aðstaðan var nú orðin svo slæm að við ákváðum að ganga af bílnum og halda niður að Jaðri í Reykjadal og hvíla okkur þar um stund. Meðan við lögðum okkur útvegaði bóndinn þar, Haraldur Jónssow, okkur jarð- ýtu til þess að draga bílinn upp, en við nutum hvíldar í þrjá tíma. Enn var grenjandi stórhríð þegar við héldum upp í heiði til þess að ná bílnum upp. Það dyra, til að minna fólk á jóla- varninginn og nálægð hátíð- arinnar. En ekki þar með sagt, að allir eigi að apa þetta eftir. Ef ir jól, má á hverju torgi sjá uppljómuð jólatré, í öðrum hverjum garði og utan á öðru hverju húsi mislitar perur og aðrar skreytingar, jafnvel innan dyra á heimilum rná sjá uppljómuð jólatré og ann- að skraut. Er þetta nú ekki nokkuð langt gengið? Hvers vegna í ósköpunum er fólk- ið að burðast með allt þetta skraut dögum og jafnvel vik- um fyrir jól. Ekki get ég skil- ið að bæjarstjóm eða einstak ir borgarar þurfi að auglýsa jólahátíðina. • Skilningur barnanna En svo ég víki að börnun- um, Sagt er, að mest af til- standi og skrauti jólanna sé vegna þeirra. En hvermg eiga börnin að skilja allt þ#tta til- stand löngu fyrir jól? Hljóta þau ekki að halda, að jólin séu Örn í miffjunni og þá Kristján. \ tókst von bráðar og var nú snúið við og ákváðum við að halda niður í Aðaldal og vest- ur, norðan Fljótsheiðar, og inn Köldukinn. Ferðin gekk þó seint, en þokaðist. Heita mátti að ekki sæi út úr augunum fyrir stórhríðarkófi og á nokkr- um stöðum urðum við að moka okkur áfram. Ströndum alveg í Ljósavatnsskarffi Okkur tókst þó við illan leik að komast inn í Ljósavatns- skarð, en þar strönduðum við loks á fimmtudagskvöldið fyrir fullt og allt, hjá bænum Krossi. Það var raunar vart á öðru von, enda við orðnir slæptir, veðrið iðulaus stórhríð og vegurinn ó- fær með köflum. Það var heldur ekki fýsilegt að hreyfa sig næstu daga og sátum við á Krossi í góðu yfir- læti til sunnudagsins 26. nóv. Þá um hádegið lögðum við af stað, þótt raunar væri færið ekki sem ákjósanlegast, því að Framh. af bls. 12. komin þegar búið er að setja upp allt skrautið og kveikja á jólatrénu? Flest eða ÖL börn munu þó sem betur fei enn- þá hlakka til jólanna. En hin- ir fullorðnu ræna þau meira og meira þeirri gleði. Eg vil því gera það að Jil- lögu minni, að um næstu jói látum við kaupmenn ema um „hátíð kaupmennskunnar“ en höldum „heilög jól“ á réttum tíma. Eg er viss um, að fleiri en börnin mundu gleðjast, ef bærinn skrýðist á einu og sama kvöldinu hátíðabúning hins fegursta skrauts og ljósa, sem öll eiga raunv&rulega að minna okkur á þann, sem jólahátíðin á að heigast og hefir verið nefndur „ljos heimsins". \ Jólasveinn. • Jólasaga um kött Á aðfangadagskvöld fór piltur einn, sonur Þóru Borg leikkonu, til miðnætursonessu í Landakotskirkjuna. Allt í einu kom grábröndótt falleg kisa lallandi inn eftir kirkju- gólfinu. Hún kom sér vel fyr- ir í kjöltu hans og sofnaði. Þegar hann ætlaði svo heim, vildi kisa ekki skilja við hann, og hann gat ekki hugsað sér að hrekja þessa fallegu kisu út í kuldann á jólanóttina. Hann tók kisu því með sér heim. Þetta var sýnilega heim- ilisköttur, vel vaninn og kel- inn. Á jóladag var kisa aug- lýst í útvarpinu, en enginn eigandi gefur sig fram. Þóra hefur áður haft 2 ketti á sínu heimili, sem öllum þótti vænt um, en báðir voru skotnir fyr- ir henni. Og kveðst hún nú ekki treysta sér til að eignast einn kött enn. Aftur á móti vilja mæðginin ekki heldur setja kisu út í kuldann, vita ekki hvort hún ratar heim. Þannig er nú ástatt fyrir kisu Og engu yrði hún fegnari en ef eigandinn hringdi í síma 13017 og sækti hana svo.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.