Morgunblaðið - 10.01.1962, Page 1

Morgunblaðið - 10.01.1962, Page 1
20 siður með Barnalesbolt 49. árgangur 7. tbl. — Miðvikudagur 10. janúar 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins SjjSíjSjP Hann vnr kki forínn Sovétstjórnin segir að för Molotovs til Vínar hati verið frestað Moskvu, 9. jan. — (NTB-AP) UTANRÍKISRÁÐUNEYTI Sovétríkjanna skýrði frá því í gær að Molotov fyrrver- andi utanríkisráðherra hefði lagt af stað til Vínar á laug- ardag og væri væntanlegur þangað á þriðjudags. Var fregn þessi staðfest í utanrík- isráðuneytinu í morgun og fylgdi það þá fréttinni að eig inkona Molotovs væri í för með manni sínum. Sagði ráðuneytið að Molotov tæki aftur við fyrra embætti sínu sem aðalfulltrúi Rússa hjá Alþjóða kjarnorkumálastofn- Uninni. Seinna í dag tilkynnti tals- maður Sovétstjórnarinnar að þetta væri misskilningur, Molotov hefði aldrei lagt af stað til Vínar og væri enn í Moskvu. MÓTTAKA í VÍN Áður en fregnin um ferð Molo- tovs var borin til baka kom hrað lestin frá Moskvu til Vínar og var mikill fjöldi fréttamanna á járnbrautarstöðinni til að taka á móti Molotov, «em ekki kom. Talsmaður Sovétstjórnarinnar í Moskvu sagði að fyrirhugað hafi verið að Molotov héldi til Vínar Frh. á bls. 19 JARNBRAUTARSLYSIÐ I HOLLANDI I Sprengja hjá Sartre UM HEUGINA komu leynisam, tök öfgamanna í Alsírska hern um (OAS) fyrir sprengju í húsi því, er franski rithöfnud urinn Jean-Paul Sartre býr í París. Sartre býr á fimmtu haeð í fjölbýlishúsi og eftir að sprengjan, sem OAS-menn höfðu komið fyrir þar, sprakk, varð að flytja álla íbúana úrl húsinu. Sprengingin olli mikl um skemmduTÓ á húsinu, vegg ir sprungu, dyr rifnuðu af hjörum og stiginn eyðilagðist. Slökkviliðsmenn urðu að reisa stiga upp á þakið til áð komast inn í húsið. f>að er eklki liðið nema háJft ár frá því að önnur sprengja spra'kk í bústað Sartre. Meffan veriff var aff reyna aff bjarga farþegum úr jám- brautarslysinu í Hollandi kveiknaffi i einum vagnanna út frá logsuðutæki. Fljótiega tókst aff slökkva eldinn. Neffri myndin sýnir slysstafflnn í Hollandi. Fremstu vagn- ar hrafflestarinnár til Utrecht gengu inn í og undir vagna farþegalestar frá Utrecht. Allt björgunarstarf var mjög erfitt og voru notuff logsuffutæki til aff skera göt á vagn- ana svo unnt væri aff komast aff særffum og látnum far- þegum. AUs fórst 91 farþegi í árekstrinum. Alls fórust 91 í járnbrautarslysinu í Hollandi Utrecht, Hollandi, 9. jan. — (AP NTB) í DAG var tilkynnt í Ut- recht að alls hafi 91 farþegi látizt í jránbrautarslysinu við Woerden í Hollandi á mánudag og um 75 særzt, þar af þrír hættulega. Tekizt hef- ur að þekkja aftur öll líkin nema tvö, mann og konu. Flestum líkanna var komið fyr ir í 17. aldar kirkju í, Utreeht Buur Kerk, þar sem kisturnar lágu í margfaldri röð. Þangað komu ættingjar í leit að ástvin iim sínum, en lögregluvörður var við hverja kistu. Gengu ættingj arnir á milli kistanna, en lögreglu verðirnir lyftu lokunum. Koimu syrgjendur í smá hópum í fylgd með prestum og í kvöld höfðu þekkst aftur 89 lík, en tvö eru enn óþekkt. ' Júlíana Hollandsdrottning var á ferð í Austurríki er slysið vildi til. Hefur hún nú snúið heim og er væntanleg til Utrecht á morg un. í dag var lokið við að hreinsa brakið af teinunum á slystaðnum og var búizt við að umferð gæti hafizt í kvöld. Sukarno gefur Jakarta. Indónesíu, 9. jan. (NTB-AP). SUKARNO forseti hefur lýst því yfir aff hann muni bíða í 7—10 daga með aff taka ákvörðun um þaff hvort fara skuli með hernaff gegn Hollenzku Nýju Guineu. Er þessi frestur veittur tU að gerá úrslitatilraun til aff koma á við- ræffum milli fulltrúa Hollands og Indónesíu um framtíð Nýju Guineu, að því er haft er eftir opinberum aðilum í Jákarta. En Subandrio utanríkisráðherra sagði við fréttamenn í dag að litil von vær! um samkomulag því [ stefna Hollendinga væri allt of óljós og óákveðin. AUKINN LIÐSSAFNAÐUR Sukarno skipaði í dag nýjan hershöfðingja til að stjórna hugs anlegri innrás indónesíska hers- ins í Hollenzku Nýju Guineu. Einnig bárust í dag fréttir um aukinn liðssafnað á Austur Indó nesíu og hafa hermenn og sjó- liðar frá flotastöðinni í Surabaya, sem verið hafa í leyfum, verið kvaddir aftur til herþjónustu. Bandaríski sendiherrann í Jakarta, Howard P. Jones, hefur ferðazt með Sukarno forseta um Indónesíu undánfarna daga og átti í dag viðræður við forsetann í Jakarta. Ekki er vitað hvað þeim fór á milli, en Jones sagði að viðræðunum loknum að þær hafi snúizt um Nýju Guineu og að hann byggist við áframhaldandi viðræðum þegar tilefni er til. EKKI BJARTSÝNIR Yfirleitt eru vestrænir stjórn- Frh. á bls. 19 Rússar sleppa belgísku þotunni Moskva, ,9. jan. — (AP) — SOVÉTSTJÓRNIN féllst á það í dag að láta lausa far- þegaþotuna frá belgíska flug félaginu Sabena, sem neydd var til að lenda í gær í Grozny skammt fyrir norð- an Kákasusfjöll. Aðstoðarutanríkisráðherra Sov étríkjanna, V. Kuznetsov, til- kynnti sendiherra Belga þar í landi í dag, að allir farþegar þotunnar, 19 að tölu ogx áhöfn hennar, 8 menn, væru í góðu yfirlæti á gistihúsi í Grozny. Sleppt á morgun Kuznetsov bar fram mótmæli vegna þess að sovézk lofthelgi hefði verið rofin, en sagði, að fyrirmæli hefðu verið send til Grozny unj að láta flugvélina lausa. Verður það gert strax og rannsókn varðandi tæknileg atriði hefur farið fram. Er bú- izt við að það verði á morgun. Fulltrúar frá Sabena og sovézka flugfélaginu Aeroflot framkvæma rannsóknina og er einn af fulltrúum Aeroflot vænt anlegur til Grozny í kvöld. Ekki tilkynnt nánar Ekki var tilkynnt nánar um það, hvernig þotan, sem var á leið frá Teheran til Istambul, villtist svona langt af leið og ekki var skýrt frá því hvernig hún hefði verið neydd til að nauðlenda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.