Morgunblaðið - 10.01.1962, Page 3
JT Miðvikudagur 10. jan. 1962
MORGUNBLAÐIÐ
3
TVÖ LFJKRIT í ÁR, hvorki
xneira né minna, og hvergi
hræddir, segja nemendur
Menntaskólans í Reykjavík,
öðru nafni menntskælingar.
Og þar skortir hvorki þjóð-
legheit né stórafmæli. Lista-
félagið og Framtíðin eru kom
in vel á veg með æfingar á
Útilegumönnum Matthíasar, í
þeim búningi, sem hann fyrst
gekk frá þeim og sýnt var af
stúdentum hér í Reykjavík
fyrir hundrað árum. Leika
piltar öll hlutverkin, eins og
þá tíðkaðist.
Leiknefndin gengst svo fyr
ir Herranótt að vanda. Verður
þá sýndur Enarus Montanus
eftir Holberg í staðfærðri
þýðingu Lárusar Sigurbjörns-
sonar. Æfingar eru langt
komnar og verður leikritið
væntanlega frumsýnt í byrj-
un næsta mánaðar.
SPAKUR MAÐUR
ENARUS
Blaðamaður og ljósmyndari
Mbl. litu nýlega inn á æfingu
á Enarusi á loftinu í fþöku,
hinu snotra félagsheimili
Menntaskólans.
Þar veður Andrés Indriða-
:
„Hvis du tegir ekki din hund, saa
Tómas Zoega, Hörður Filipusson,
mæta í skólanum kl. 8 um
morguninn og hefur senni-
lega farið seint að sofa. O
svei, ljótt er, ef satt er.
En þeir feðgarnir láta sér
fátt um finnast. „Það er nú
víst minni sælan að drekka
frá sér vit og rænu,“ segir
Seppi. „Eg »kal sanna það,“
svarar Montanus um hæl.
lader ég Níels reka árinn í rassinn á tér.“ — Frá vinstri:
Andrés Indriðason og Jóhann Guðmundsson.
laus maður er sæll.“ Seppi:
„Já, það kemur svoleiðis út.“
Montanus: „Ergo, sá sem
drekikur mikið er sæll . . . .“
Og Montanus heldur áfram
að kenna foreldrum sínum
rökfræði. Sannar það, að
Níljónína móðir hans sé
steinn, þar sem steinn fljúgi
ekki og hún ekki heldur.
Um menntahroka
sunnan
og
son um gólf og þykist vera
Enarus Montanus sjálfur.
Stefán Benediktsson hefur
sig einnig í frammi í líki
Seppa bónda á Brekku, föður
Enarusar .Allir fylgjast með
af miklum áhuga, utan ung og
sennilega fögur skólastúlka
(við sáum bara bakið á
henni), sem steinsefur á bekk
úti í horni. Hún þurfti að
„Quicumque bene bibit, bene
dormit . . . nei, það er satt,
þið skiljið ekki latínu. Eg
verð að segja það á íslenzku:
Sá sem drekkur mikið, sefur
vel.“ Seppi: „Ó já, drukkinn
maður sefur eins og steinn.“
Montanus: „Sofandi maður
syndgar ekki — er ekki svo?“
Seppi: „Varla á meðan hann
sefur, nei.“ Montanus: „Synd
„Já, já, Jörðln er flöt eins og pönnukaka.“ — Frá vinstri: Jó-
hann Guðmundsson, Andrés Indriðason, Hörður Filipusson,
Kristín Jónsdóttir, Ásdis Skúladóttir og Helga Guðmundsdóttir.
Nilla tekur þetta svo bókstaf
lega, að hana brestur í grát,
og Montanus verður snarlega
að sanna, að hún sé ekki
steinn Q. E. D.
í ÞÚFUM FYRIR SUNNAN
LAMBHÚSATJÖRN
Enarus Montanus fjallar um
meníitahrokann og getur átt
erindi til sumra, segir Tómás
Zoega, formaður leiknefndar-
innar, sem einnig leikur
Drésa, landfógeta á Bessastöð
um.
Nú hverra. er spurt.
Hirði þeir sneiðina, sem
eiga, svarar einhver, og glott-
ir.
Leik þennan sýndu mennt-
skælingar síðast 1946. Hann
gerist á Álftanesi um miðja
síðustu öld. Við höfum sýnt
nútímaleikrit síðastliðin tvö
ár, segir Tómas, svo að okk-
ur fannst nú tími til'koþiinn
til að sýna gamla kómediu, og
hvað er betur viðeigandi á
Herranótt.
Leiklistargyðjan Þalia flyt-
ur prólógus eftir Jón A.
Hjaltalíri í byrjun sýningar-
innar. Hann samdi þennan
prólógus fyrir gleðileikum
nemenda lærða skólans árin
1860—61 .Er það mikill dikt-
ur og haglega gerður, jafn-
aldri Skugga-Sveins.
Persónur leiksins í stað-
færingu Lárusar Sigurbjörns-
sonar eru hinar sömu og hjá
Holberg. Erasmus, aðalper-
sóna Holbergs, heitir þó Enar-
us, eftir Einari á Brekku,
stúdent úr Skálholtsskóla.
Fógetinn Drési heldur þó
þjóðerni sínu, en hann er hér
heitinn eftir danska fógetan-
um Kristian Drese, sem sat
á Bessastöðum um svipað
leyti og leikurinn gerist.
Leiksviðið er við Lambhúsa
tjörn á Álftanesi með Esjuna
í baksýn, eins og segir í hand-
ritinu. Samkvæmt því munu
álhorfendur sitja einhversstað
ar í þúfum fyrir sunnan tjörn
ina og horfa yfir til Béssa-
„Svona nú, meiri innlifun."
Leikstjórinn, Helgi Skúlason
staða. Leikritið verður þó
sýnt í Iðnó og kemur því til
kasta leiktjaldagerðarmanns-
ins og tjóar ekki fyrir hann að
hafa nein brögð í tafli, þar
sem staðsetningin er svona
ákveðin. Hér er allt tekið
nauið, eins og þar stendur.
HNÍFURINN í KÚNNI
Leikendur, aðrir en þeir,
sem þegar er getið, eru, Jakob,
bróðir Enarusar, leikinn af
Gunnlaugi Baldurssyni, Jón,
ríkur bóndi, leikinn af Gunn-
ari Jónssyni, Pétur djákni,
Árni formaður o,j Níels fangi,
leiknir af Friðrik Sóphussyni,
Jóhanni Guðmundssyni og
Herði Filippussyni. Síðast en
ekki sízt, prímadonnurnar, al-
þýðlegar, en ekki afundnar,
eins og tíðkast í útlöndum,
þær Kristín Jónsdóttir, Helga
Guðmundsdóttir og Ásdís
Skúladóttir.
Þetta er þriðja árið, sem
Helgi Skúlason stjórnar Herra
nótt. Mér finnst mjög gaman
að fást við gamlan gamanleik,
segir Helgi. Eg hef aldrei gert
það áður, svo að þetta er jafn
nýtt fyrir mér og krökkunum.
Það er gott að vinna með
þeim, afbragð.
Nú er stúlkan. sem svaf í
horninu farin að rumska.
Hária. hefur sjálfsagt verið að
dreyma, að hún væri dóttir
gilds bónda á Álftanesi á öld-
inni sem leið. Á hnjánum fyr-
ir framan hana er ungur og
efnilegur kandídat, nýkoxninn
frá kóngsins Kaupinhafn með
Framhald á bls. 13.
STAK8TEIHAB
Hvað átti að ganga fyrir?
Það er kominn fiðringur í
Alþýðublaðið. Bæjarstjórnar-
kosningar eiga að fara fram í
vor. Þess vegna finnst þeim
Alþýðublaðsmönnum að þeir
verði öðru hverju að deila á
stjórn Reykjavíkur. 1 gær kemst
blaðið t. d. að orði á þessa
leið í forystugrein sinni:
„Enn skortir Reykjavík a3
mestu þær opinberu byggingar,
sem ættu að gefa henni reisn
höfuðstaðar. Musteri peninga-
valdsins rísa um allan miðbæ,
en viðunandi stjórnarráð, AI-
þingishús, ráðhús og fleira þess
kyns vantar með öllu. Þessi
tregða við að reisa yfir æðstu
stofnanir þjóðarinnar viðeig-
andi byggingar bendir til virð-
ingarleysis, sem ekki spáir
góðu“.
Af tilefni þessara ummæla
mætti spyrja:
Hvaða hyggingar áttu ai
ganga fyrir?
Átti hið opinbera, bær og
ríki, að leggja megináherzlu á
byggingu stjómarráðs, Alþingis-
húss, ráðhúss, dómhúss og ann-
arra slíkra bygginga, en láta
t.d. bvggingu skóla, sjúkrahúsa
og annarra slíkra bygginga,
sem fullnægja frumstæðustu
þörfum almennings bíða? Eða
átti til dæmis að láta ráðhúss-
byggingu ganga fyrir virkjun
Sogsins eða lagningu hitaveitu.
Reykjavík hefur vaxið og
dafnað á örskömmum tíma.
Fólkið og bæjaryfírvöldin hafa
verið önnum kafin við að
byggja sómasamlegt íbúðarhús-
næði og skapa börnum bæjar-
búa skilyrði til þess að ganga
í skóla.
„Musteri peninga
valdsins“
Það er svo dálitið spaugilegt
að heyra Alþýðublaðið tala um
„musteri peningavaldsins, sem
rísi um allan miðbæ“. Eitt
fyrsta stórhýsið sem reis í mið-
bænum var einmitt byggt yfir
Alþýðublaðið og Alþýðuflokk-
inn, Alþýðuhúsið við Hverfis-
götu, sem var glæsileg stórbygg
ing á okkar mælikvarða, þegar
það var byggt. Flokksbræður
Alþýðuflokksmanna á Norður-
löndum munu hafa hjálpað
þeim til þess að byggja þetta
myndarlega hús. Vill Alþýðu-
blaðið kalla þetta hús, sem í
mörg ár var myndarlegasta
blað- og flokkshýsi landsins
„musteri peningavaldsins“?
Vinstri sinnaðir umbóta-
menn löðrungaðir!
Tíminn er ákaflega hryggur I
gær vegna áramótagreinar, sem
Lúðvík Jósefsson hefur ritað í
blað kommúnista á Norðfirði.
Segir Tíminn tí forystugrein
sinni, að þessi grein sé ákaflega
ókurteisleg í garð vinstri
manna og samvinnu þeirra. —
Kemst málgagn Framsóknar-
flokksins m.a. að orði um
hana á þessa leið:
„I grein Lúð-
víks kemur
kommúnistinr
berstrípaðui
fram.Það /t
ekki v i n s t r a
samstarf um
framfarir og
umbætur, s e m
máli s k i p t i r,
heldur þjónust-
an við kommúnispiann og
Rússa. Rækilegar er varla hægt
að löðrunga vinstri sinnaða um-
bótamenn í landinu.“
Tíminn er beinlinis grátklökk
ur yfir þessari skammsýni Lúð
víks. Hann hefur „löðrungað*
„vinstri sinnaða umbótamenn f
landinu“!!