Morgunblaðið - 10.01.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.01.1962, Blaðsíða 16
!6 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. jan. 196* ----------N Margaret Summerton HÚSIÐ VIÐ SJÚINN Skdldsaga s____”_____> Á andliti hennar voru enn leifar af þessari skelfingu, sem hafði gripið hana fyrir neðan háaloftsstigann, en hún var ekki lengur alveg stjörf. Nú talaði hún hratt og með áikafa. Ég lagði höndina á artn Es- monds. Hún hélt ekki, að nein hætta væri á ferðum fyrr en Edvina æpti. Það var skelfilegt áfaM. I>að var alveg eins og hún ætlaði að líða út af. Ég hélt um tíma að hún væri að falla í yfir- lið. Hvert er hún að fara núna? spurði hann hásum rómi. Heim. Hún verður að gera það. Það verður að fara burt með Timmy. Ég benti: Hann er þarna niðurfrá, við lækinn, en hvenær sem er, getur hann komið hingað hllaupandi. Þú verður að koma fram og ráða það við Mark og Ivor, hvað til bragðs skuli taka. Ég endurtók: Lísa verður að fara heim með Timmy. Án þess að líta við sagði hann: Þú gætir eins vel farið með hann heim, eða jafnvel Mark. Lísa má ekki fara. Ég verð að tala við hana. Það er enginn tími til þess, Esmond. Þetta veltur á mínútum. Og þá skeði það. Andilitið á Lísu snerist dálítið til hliðar og Ivor laut höfðinu niður. Kann- ske héldu þau, að enginn sæi til þeirra. Eða kannske var þeim sama um allt, nú orðið. Þegar varir þeirra skildust, flýtti Lísa sér burt og Esmond sópaði mér til hliðar með hand- leggnum og þaut til dyra. Svo þaut hann niður háaloftsstigann. Ég hljóp eins og ég komst, en hann var kominn niður í for- stofu á undan mér. Ivor beið hans þar. Lísa! æpti Esmond. Lísa! Það þýðir ekkert að kalla á hana, hún er farin, sagði Ivor og setti sig þversum í dymar. Esmond svaraði: Hvert sem hún hefur farið, fer ég með henni. Mark stökk milli þeirra: Jafn- vel þú ættir að vita4 að þú getur ekki hlaupið út um hvippinn og hvappinn. Þú verður strax hand- samaður.... Nei, sagði ég. Ekki enn. Hann hefur ofurlítinn tíma enþá. Já, við höfum ennþá ofurlítinn tíma, sagði Ivor og röddin var ísköld. Því aðeins þó að við ger- um enga vitleysu.. Farðu aftur inn í stofu Esmond! Ég fer ekki neitt fyrr en ég hef talað við Lísu. Esmond ætl- aði að stökkva á Ivor, en hinn var sterkari, svo að hann komst ekki neitt. Hann sneri sér að mér. Farðu og sæktu hana. Þú gerir það fyr- ir mig, er það ekki, Charlotte? Komdu þér út um bakdymar. Fljót nú! Henni er fullkomlega heimilt að fara út hérna, sagði Ivor með ósvífnislegri kurteisi og tók handlegginn úr dyrunum. Ég hljóp niður eftir hellustígn- num. Lísa beygði sig yfir Timmy, sem var að busla í sefinu, en Kelly stóð með glennta framfæt- ur og gjammaði allt hvað af tók. Ég sagði: Láttu mig sjá um hann Timmy. Það er verið að spyrja um þig ... Og ég benti aft ur fyrir mig. Hún reisti Timmy við og talaði til mín yfir öxl sér: Þú getur eins vel farið heim og sagt þeim, sem sendi þig, að þú sért að vinna fyrir gýg. Við Timmy er- um farir, héðan. Hvert förum við, mamma? sagði Timmy. Já, vel á minnzt: hvert ætlarðu að fara? spurði ég. Hún stóð nú upprétt og hélt enn í höndina á Timmy. Þar sem þú hefur getið þér svona mikið til, geturðu getið upp á því líka. Það, sem ske kann í þessu and- styggðar húsi hér eftir, kemur ekki mér við. Ég er búin að vera þar. Ég svaraði: Það var hvorki Ivor né Mark, sem sendi mig. Heldurðu, að ég viti kannske ekki, hver sendi þig? Og ég endursendi þig honum! Þú skilur — og hún brosti fullkomlega ró- lega — ég þarf hans ekki lengur við. Ég er búin að dragast með hann í fimm ár, og nú skal þvi öllu vera lokið. Þú getur farið og sagt honum það! Og svo labbaði hún upp eftir krákustígnum að bíLskúrnum. en Timmy skokkaði á eftir henni. Þegar ég kom inn í setustofuna voru þar hávaða umræður. Það voru Mark og Ivor að tala við Esmond, sem lá aftur á bak í stól.....þú ert alveg búinn að missa þetta út úr höndunum, Es- mond. Það eina skynsamlega er að láta mig fara með þig í lög- reglustöðina í Glissing, í stað þess að láta þá taka þig hérna, eða elta þig um allar jarðir eins og glæpamann.... Þú ættir að skammast þín og láta þetta afskiptalaust, Halli- w£ll. Esmond starði nú á mig: Vildi hún ekki koma? Hún er hrædd, og það er ekki hægt að lá henni það. Hún vill komast burt með Timmy. Hann leit hægt við, af mér og á Ivor. Ofsareiðin, sem hafði komið honum ofan af háaloftinu og alla leið fram að dyrum, var einhvernveginn hjöðnuð niður, og nú var hann aðeins nánast forvitinn, er hann spurði: Hvert eru þau að fara Ivor? Það er enginn staður né stund til að hugsa um -það núna. Þú hefur stolið frá mér kon- unni, Ivor, hélt Esmond áfram. Skrítið er, það, að hefði ekki Charlotte rekizt hingað, hefði ég aldrei komizt að því. Það var hún sem sagði mér það, skilurðu. Hann varð hugsandi og hélt síðan áfram: ....og svo lokaði hún mig inni í þessu andskotans háalofti og ég fór að hugsa um ýmislegt, sem mér hafði aldrei óður dottið í hug. Flugklúbbinn, til dæmis að taka. Allar stund- irnar, sem þið Lísa voruð þar.. Ivor gekk til hans og röddin var grimmdarleg og köld: Ég vil benda þér á, að eins og er, hef- urðu ekki tíma til að hugsa um annað en bjarga þínu auma lífi. Og þínu! bætti Esmond við og brosti um leið. Það eru fjórar mílur í flugklúbbinn — tíu mín- útna akstur! Er það þangað, sem ferðinni er heitið hjá Lísu? Hvað langt er þangað til þú átt að hitta hana þar? Því að nú hefur hún ekker.t flugskírteini, svo að hún neyðist víst til að bíða eftir þér? Mark gekk fram og lagði hönd ina á öxl Esmonds, en hann hristi hana af sér. Skiptu þér ekki af þessu, Mark, sagði hann snöggt. Þetta er okkar Ivors á milli. Farðu héðan og taktu hana Charlotte með þér. Ivor setti sig aftur fyrir dyrn- ar. Héðan fer enginn út, fyrr en við Esmond höfum lokið málum okkar. Lofið þið mér að segja ykkur öllum eitt. sagði Esmond. Mér er svo hjartanlega sama um alla og allt nema mitt eigið líf. Svo er Ivor fyrir að þakka, að það er það eina, sem ég á eftir og ég >f >f >f GEISLI GEIMFARI ætla líka að berjast fyrdr því. Hann rétti snöggt úr sér. Ivor hvæsti: Það var vitið meira. Ég reikna með, að við höfum hér um bil tíu mínútur til stefnu, ef við göngum út frá, að frú Elliot hafi strax sent boð til Adkins frá lögreglustöðinni. Við hefðum haft meira svigrúm, ef þú hefðir ekki eylt.... Esmond sýndi á sér engin merki asa, en ruggaði sér hægt fram og aftur á hælunum. Ivor æpti að honum: Flýttu þér! Þú mátt ekki gleyma, að ég er með í þessu. Ef þú kemst í hendur lögreglunnar, er mitt frelsi ekki túskildings virði. Það er mér einmitt völ Ijóst, og satt að segja hef ég um lítið annað hugsað í dag. Þar af leið- andi held ég, að ég sé þér miklu verðmætari dauður en lifandi. Andlitið afmyndaðist af glotti, sem þó hvarf samstundis aftur. Þetta var hugmynd Marks, og hann má eiga það, að þar hitti hann naglann á höfuðið, aldrei þessu vant. Ivor sneri sér bölvandi að Mark, en Esmond sagði stríðnis- sig og greip um dyrahúninn. Esmond sagði kærulleysislega: Hvert þykistu ætla að fara? Ivor hvæsti á móti: Þú ert asni! Auðvitað eru komnir verðir lega: Vertu ekki að eyða kröft- tmum þínum á hann, Ivor. Þú þarft líklega á þeim öllum að halda við mig. Ivor rétti höndina aftur fyrir á vegina. Það er ekki nema ein undankomuleið og hana gætir þú farið líka. Þú hefur enn tíma til þess, ef þú hættir að hlusta á þessa tvo fábjána. Hvar held- urðu, að ég hafi verið í allan dag? Ég var að komast í sam- band við Webster. Sendi honum loftskeyti, og honum tókst að komast snemma tii Wellmouth. Hann liggur nú þar fyrir akkeri og bíður okkar. Mark tók fram í kuldalega: Ef þú hlustar á þessa reyfarasögu áttu ekki annað betra skilið en það, sem bíður þín. En Esmond svaraði forvitnis- lega: Það er þá enn ætlunin, að við förum saman? Hvað annað? snuggaði Ivor. Það vita orðið ofmargir af því, að þú ert á lífi — og vita, að ég veit það. Það er allt upp í loft og það geturðu þakkað þessum tveimur. Kemurðu þá? Förum við ekki leiðina, sem við ætluðum? spurði Esmond ró- lega. Mark greip í handlegginn á Esmond. Það verður lögreglu- vörður fram með öllum sjávar- >f >f hömrunum, og bíður eftir þér. Hugsaðu þig betur um, bjáninn þinn! Ivor öskraði: f síðasta sinn að- vara ég þig, Halliwell. Láttu þetta afskiptalaust. Hann sneri sér að Esmond. Nú bíð ég ekki sekúndunni lengur eftir þér. Esmond kinkaði kolli rólega og horfði á hann. Við förrnn þá eins og ráð var fyrir gert, eða hvað? Mark æpti: Láttu ekki eins og asni, Esmond. Þú veizt, að hann lætur þig aldrei komast í hend- xxrnar á lögreglunni. Esmond sneri sér við hægt og rólega. Þú átt við, að heldur gefi hann mér kúlu gegn-um haus- inn? Veiztu, að þetta var mér búið að detta í hug sjálfum. Hann brosti lymskulega. En hon- um getur orðið það erfiðara en hann heldur. Þú skilur — nú lagði hann arminn um mittið á mér — að ég ætla að taka vitni með mér, eða ef þú vilt heldur kalla það líftryggingu. Ekki alla leiðina, og ekki lengra en ég þarf. Mark æpti: Ef þú átt við Charlotte, verðurðu að lesa upp og læra betur. Hún fer ekki fet héðan út.... Hann gekk skref fram, en krepptur hnefinn á Ivor kom á móti honum. Mark gat aðein3 vikið sér undan högginu, en f sama bili kom Kelly þjótandi með miklu urri og flæktist í fót- xmurn á honum. Um leið og hann datt, kom hnefinn á Ivor aftur. Ég sá hann ekki falla en heyrðií höggið og þegar Mark lá á gólf- inu, brauzt ég um. Ég öskraði, rykkti mér áfram, en áður en ég kæmist alla leið, hélt Esmondl höndunum á mér fyrir aftan bak, Þú þarft ekkert að vera hxædd, Charlotte, sagði Esmond rólega, Hann er ekki líkt því dauður, heldur hefxxr hann bara fengið kjaftshögg, sem hann hefur gott af og endist nógu lengi til þess að við komumst af stað. En nú kemur þú með mér. Þér skall verða alveg óhætt. Ég læt engan mann gera þér neitt mein. Hann ýtti mér áfram og ég féll í sterkar hendur Ivors og gat mig hvergi hreyft. Hvern djöfulinn ertu að hugsa? æpti Ivor. Esmond talaði yfir öxlina á mér: Eins og ég sagði þér, ætla ég að bjarga mínu eigin lífi, og til þess á Charlotte að hjálpa mér. Það geta hvort sem er ekki aðrir en hún ein. Hann hristi ríg- fasta únliðina á mér. Vertu ekkií með þessi umbrot. Eftir hálftíma aiUtvarpiö Miðvikudagur 10. Janúar. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. —- 8.30 Fréttir. — 8,35 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir, — 9.20 Tónleikar). (10.00. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. 16.00 Veðurfregnir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Tónleikar). 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. « 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Bakka- Knútur*' eftir séra Jón Kj% ísfeld; XII. (Höfundur les). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Lög leikin á þjóðleg hljóðfæri frá ýmsum löndum. 19.00 TiLkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Varnarorð, — nýr þáttur á veg- um Slysavarnafélags íslands; Gunnar Friðriksson forseti fé- * lagsins flytur inngang að þætt- inum. — Berta Colby, þér verðið að koma eignum yðar undan óvinum yðar.... r ^ L — Haltu áfram, Mystikus! — Arfleiðið Gar lækni að eignum yðar til að vinna að ellirannsóknum og veitið honum fullt umboð yðar. — Ég geri það. — Viturlega gert, frú Colby. skal skrifa nauðsynleg skjöb Ég 20.05 Tónleikar: Georg Feyer leikup Vínarlög á píanó. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Eyrbyggja saga; V. (Helgi Hjörvar rit- höfundur). b) íslenzk tónlist: Lög eftip Björgvin Guðmundsson. c) Bergsveinn Skúlason flytur síðari hluta frásöguþáttar síns um Höskuldsey. d) ]>orsteinn skáld frá Hamrl talar um Hákonanhál Eyvind- ar skáldaspillis og les. 21.45 íslenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: „Stjömusteinar**, saga eftir Rósu B. Blöndals; fyrri hluti (Bjöm Magnússon), 22.30 Næturhljómleikar: Sinfónia um hafið eftir Vaug- han Williams (Fílharmoníski kórinn og hljómsveitin í Lund- únum flytja. Einsöngvarar: Isobel Baillie og John Cameroo, Stjómandi: Sir Adrian Boult). é 23.45 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.