Morgunblaðið - 13.01.1962, Síða 2
2
MORCVNfílAÐIÐ
Laugardagur 13. jan. 1962
Stofnad fulltrúaráð Sjálf-
stæðisfélaganna í Mýrasýslu
ÞANN 6. desember s.I. var hald-
inn stofnfundur fulltrúaráðs
Sjálfstæðismanna í Mýrasýslu
að Hótel Borgarnesi í Borgarnesi.
Asgeir Pétursson, sýlumaður setti
fundinn og stjórnaði honum, en
fundarritari var Björn Arason,
kennari.
A fundinum var mættur Þor-
valdur Garðar Kristjánsson, fram
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks-
ins. Hélt hann ýtarlega ræðu um
skipulag og starfsemi Sjálfstæðis
flokksins með sérstöku tilliti til
Vesturlandskjördæmis. Voru síð-
an umræður um mál þessi og
tóku til máls Ásgeir Pétursson,
sýslumaður, Friðrik Þórðarson,
kaupmaður og Björn Arason,
kennari,
Síðan voru samþykkt lög fyrir
fulltrúaráðið og eftirtaldir menn
kjörnir í stjórn: Ásgeir Pétursson,
sýslumaður, Bjarni Helgason,
garðyrkjumaður, Varmaiandi og
Jón Guðmundsson, bóndi, Bónd-
hól. í varastjórn voru kosnir Þor
steinn Sigurðsson, Brúarreykjum,
Sigursteinn Þórðarson, Borgsu:-
nesi og Helgi Helgason, Þursstöð-
um. Sjálfkjömir í stjórn fulltrúa
ráðsins eru formenn Sjálfstæðis-
félaganna í Mýrasýslu þeir Frið-
rik Þórðarson, kaupmaður og
Helgi Ormsson, rafvirki.
14 ára drengur
valdur að árásinni
UM HÁDEGISBILIB I gær hafði
rannsóknarlögreglan npp á dreng
þeim, sem réðist á sjö ára telp-
una við Beykjaveg á miðviku-
dagskvöldið. Er hér um 14 ára
gamlan dreng að ræða.
Auk árásarinnar á miðviku-
dagskvöldið hefur drengurinn
meðgengið tvær aðrar árásir, sem
áttu sér stað um miðjan deseam-
bermánuð. Veittist hann þá að
níu og tiu ára telpum með
tveggja daga millibili. Var ann-
að árásartilfellið tilkynnt til
rannsóknarlögreglunnar um leið
og það gerðist, en hitt var ekki
tilkynnt fyrr en í fyrradag, er
hljóðbært varð um það, sem
gerðist á miðvikudagskvöldið. í
hvorugu fyrri tilfellanna var um
meiðsli að ræða. — Mál þetta
mun koma fyrir Barnaverndar-
nefnd.
Fyrir stofnfund fulltrúaráðsins
var haidinn sama dag félagsfund-
ur í Sjálfstæðisfélagi Borgar-
ness, þar sem fram fór kosning
á fulltrúum félagsins í fulltrúa-
ráð sýslunnar. Ennfremur var
haldinn aðalfundur Félags ungra
Sjálfstæðismanna í Mýrasýslu.
Þar flutti Eyvindur Ásmundsson,
fráfarandi formaður, skýrslu
stjórnarinnar og voru síðan eftir
taldir menn kjörnir í stjóm:
Helgi Ormsson, formaður, Berg-
sveinn Símonarson, Unnsteinn
Þorsteinsson, Björn Arason og
Kristófer Þorgeirsson. Endur-
skoðenduT vom kjömir Guðrún
Ásgeisdóttir og Ólafur Gunnars
son. Fundurinn kaus fulltrúa fé-
lagsins í fulltrúaráð sýslurmar.
Kerlingarskarð
fært
STYKKISHÓLMI, 12. janúar. —
Bátarnir voru á sjó í gær og
em í dag. Aflinn í gær var í
meðallagi, frá 3 upp í 6 tonn.
Búið er að moka veginn um
Kerlingarskarð milli Grundar-
fjarðar og Stykkishólms og er
leiðin nú fær öllum bílum.
— Fréttaritari.
Antoine Gizenga.
D-
-□
Athugasemd
MIG langar að leiðrétta smávillu
í annars agæiri grein um mig i
Þjóðviljanum í gær. Þar segir, og
er vitnað í ljóð eftir mig: „blóð
fyrir sollin skæði“, en á að vera:
„stolin skæði' . Einkennileg til-
viljun, að einmitt þetta litla orð
skyldi hafa brenglazt í meðför-
um blaðsins.
Matthias Johannessen.
□-
Syrfir í álinn
tyrir Cizenga
Leopoldville, 12. jan. AP.
Þær fregnir berast nú frá Stanley
ville í Kongó, að þar sé mikil
ólga meðal bor<5aranna vegna
atburða síðustu daga. Hermenn
úr liði Sameinuðu þjóðanna og
hermenn Victors Lundula yfir-
hershöfðingja í Orientale-héraði
reyna að halda þar reglu. Sagt
er, að Lundula hafi látið hand-
taka fjóra liðsforingja, sem eru
hollir stuðningsmenn Gizenga.
Hópar ungra manna söfnuðust
Prinsarnir hittast í Genf
London, 12. jan. — (NTB) —
í DAG var haft eftir áreið-
anlegum heimildum í Lond-
on, að Laos-prinsarnir þrír
myndu hittast í Genf á mánu
dag eða þriðjudag til að ræða
Viðræður stjórnar
ASÍ og ríkisstjórnar
ÞANN 16. des. s.1. ritaði MiA-
ztjórn Alþýðusambandsins þáver
andi forsætisráðherra bréf og tkl
kynnti, að miðstjómin hefði geng
ið frá ákveðnum tillögum, sem
Aliþýðusambandið óskaði að
mega ræða við ríkisstjómina uan
hugsanlegar leiðir til kjarabóta
fyrir launþega.
Þann 8. jan. s.l. fór fram I. við
ræða milli ríkisstjórnarinnar og
nefndarinnar.
í viðræðuraum tðku þátt af
hendi ríkisstjórnarinnar: Ólafur
Thors forsætisráðherra og Gylfi
Þ. Gíslason viðskiptamálaráð-
herra, en af hendi Alþýðusam-
bandsins: Hannibal Valdimars-
aon, Eðvarð Sigurðsson, Snorri
Jónsson og Jón Snorri Þorleifs
son.
Viðræðumar fóru mjög vinsam
lega fram, og voru svohljóðandi
kröfur borraar fram af nefnd Al-
þýðusambandsins:
TiUögu miðstjórnr ASÍ afhentar
forsætisráðþerra 8. janúar 1962.
Á ráðstefnu, er miðstjómin kall
aði saman í septemberlokin 1
faaust var eftirfarandi samþykkt
einróma:
„Nú hefur enn á ný verið ráð
izt svo freklega á lífskjör launa
atéttanna, að ekki verður við un
að.
Ráðstefnan telur Því óhjá-
kvæmilegt að vinna upp aftur
þann kaupmátt launa, sem tókst
að ná með seinustu samningum,
enda telur hún það algert iág-
mark þeirra lifskjara, sem verka
fóifk geti komizt af með. Það
er og álit ráðstefnunnar, að und
ir þeim launakjörum geti íslenzkt
Framh. á bls. 23
ýmis atriði varðandi fyrir-
hugaða stjórnarmyndun í
Laos. —■
Bretar og Rússar, er hafa á
hendi formennsku á 14 ríkja
ráðstefnunni um Laos, sem hald-
in er í Genf, hafa gert prinsun-
um orð um að koma þangað eins
fljótt og mögulegt sé til að ræða
Góður afli, en
óstöðug veðrátta
HÖFN, Hornafirði, 12. jan. —
Héðan hafa 7 bátar byrjað róðra,
5 heimabátar, 1 frá Seyðisfirði
og 1 frá Eskifirði. í gær var gott
sjóveður og var afli bátanna 5—8
lestir.
— Gunnar
S\NM5hnU*
'if SVSOhnútor
¥ Snjökoma
V Skúrir j 'ýMfr Rtgn-
K Þrumar I
KuUathil
Hitaski!
H Hmt |
Enn var djúp lægð fyrir
austan land í gær, minna en
960 mb þrýstingur í lægðar-
miðju. Norðan við hana var
tiitölulega hlýr austlægur
loftstraumur, sem Olli mikilii
snjókomu á Norðaustur-Græn
iandi, en rigningu og slyddu
hér austan lands og norðan.
Er rigning heldur sjaldgæf
með norðanátt aðeins viku
fyrir þorrabyrjun. Mesti
kuidi á landinu var í gærmorg
un í Rvík, 8 stig, en kl. 14 var
5 stiga hiti í Hornafirði.
Veðurspáin kl. 16 í gærkvöldi
SV-land til Breiðafj. og mið
in: NA kaldi eða stinnings-
kaldi, skýjað að mestu, frost
lítið eða frostlaust.
Vestfirðir og Norðuriand og
miðin: AllhV'ass og víða hvass
NA, rigning og síðar slydda.
NA-land, Austfirðir og mið-
in: Allhvass NA. rigning.
SA-land og miðin: NA kaldi,
skýja«
stjómarmyndunina. Einnig háðu
formenn ráðstefnunnar prinsana
að senda sameiginlega nefnd til
Genfar til að taka þátt í umræð-
unum.
—★—
í London er sagt, að sennilegt
sé talið, að prinsarnir hafi kom-
ið sér saman um að fara til Genf-
ar.
Soupfhanouvong, formaður
Pathet Lao-hreyfingar, lagði af
stað frá Laos til Genfar í dag, en
formaður hægri stjórnarinnar í
Vientiane, Boun Oum, prins,
leggur af stað til Genfar á sunnu-
daginn. Þriðji prinsinn, hinn hlut
lausi Souvanna Phouma, er um
þessar mundir í Paris í einka-
erindum, fer hann þaðan til Genf
ar.
í dag saman fyrir framan húsið,
þar sem liðsforingjarnir voru
í haldi, lýstu andúð sinni á Lund-
ula og samúð með Gizenga og
liðaforingj unum.
Þingmenn fjúkandj ....
í dag urðu harðar umræðuir á
þingfundi í Leopoldville. Var þar
lögð fram tiilaga um, að refsiað-
gerðum skyldi beitt gegn Giz-
enga fyrir brot á opinberum
skyldum og óvirðingu við
þingið í Kongó. Atkvæða-
greiðsla um tillöguna get-
ur ekki farið fram, lögum
samikvæmt, fyrr en eftir tvo sól
arhringa. Meðal þeirra sem harð
ast mæltu gegn Gizenga í dag
voru margir stterkustu fylgis-
menn hans á þingi.
Meðan þingfundurinn stóð yfir
barzt símskeyti frá Gizenga, þar
sem hann kvaðst nraundi koma
til þings í Leopoldville innan
skamms. Risu þá nokkrir þing-
manna úr sætum, börðu kreppí-
um hnefum í borð sín og kváðu
þetta alls ófullnægjandi svar við
kröfu þingsins um að hann komi
tafarlaust til Leopoldville. Sögðu
þeir, að ekki yrði lengur unað
við, að slíkur vandræðamaður,
sem Gizenga, ætti sæti á þingi.
Adoiía, forsætisráðherra tók
ekki þátt í umræðunum.
Fokið í öll skjól.
Séu fregnirnar um ört rénandi
vinsældir Gizenga heiima fyrir í
Oriental-héraði á rökum reistar
virðist nú brátt fokið í öll skjól
um, að hann geti haldið því til
streitu, að hann sé „sjálfkjörinn
staðgengill hins látna Lumumba“.
Skemmdir af sjó-
gangi á Ströndum
GJÖGRI, Ströndum, 12. jan. —
S.l. laugardagskvöld gerði ANA
hvassviðri með miklum sjógangi
og aftakaveðri í háflæðið. Tais-
verðar skemmdir urðu á söltunar
plani hjá h.f. Djúpavík. Braut
sjórinn upp um hálfs meters bii
núlli plans og uppfyllingar með-
fram endilöngu planinu og flæddi
upp að sildarverksmiðjunum.
Bátar, sem settir höfðu verið
hátt á land í Djúpavík, sakaði
ekiki þrátt fyrir að sjór gengi upp
fyrir þá. Þó geta meiri skemmdir
komið í ljós þegar snjó leysir, þvi
geysiþykkt snjólag liggur á plan
inu og á bryiggjunum í Djúpavík,
Svo mrkill snjór er nú í Djúpa-
vík, að illfært er á miUi húsa. —.
Veðrið lægði mikið í fyrrinótt og
var sæmilegt í gær. — Regíma.
Blaðamaður
MORGUNBLAÐIÐ
vantai vanan blaðamann.
Upplýsingar hjá ritstjórunum.
lumKuMðbib