Morgunblaðið - 13.01.1962, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.01.1962, Qupperneq 6
6 MORGVTSBLAÐIÐ Laugardagur 13. jan. 1962 Edinborgarhátíðin HIN fræga tónlistarhátíð í Edin borg verður haldin í sextánda Dmitri Shostakovich slnn á sumri komanda og stendur frá 19. ágúst til 8. sept. Nýlega hefur verið send út bráðabirgða-efnisskrá, þar sem skýrt er frá helztu viðburðum hátíðarinnar. Meðal gesta verða óperuflokk ur og ballettflokkur ásamt hljómsveit, sem þeim fylgir, frá Belgrad. Þessir flokkar sýna m. a. óperurnar Igor fursta (Boro- din), Don Quichotte (Massenet) og Khovantschina (Mussorgsky) og ballettinn Mandaríninn undra verða (Bartók). Enskur óperu- flokkur sýnir óperuna „The Turn of the Screw“ eftir Benja- min Britten undir stjórn tón- skáldsins. Sinfóníuhljómsveit Lundúna heldur fimm tónleika og flytur m. a. níundu sinfóníu Beethov- ens við setningu hátíðarinnar. Þeim tónleikum stjórnar Lorin Maazel, en aðrir stjórnendur þessarar hljómsveitar verða Helur um murgt verið gott úr MYKJUNESI, 27. desember: — Að áramótum liðnum lítum við gjarnan yfir farinn veg. — Árið 1961 hefur um margt verið gott ár, enda þótt veru- lega standi það að baki ár- inu 1960. Tíðarfar oft verið hag- stætt þó nokkuð hafi útaf brugð- ið með köflum. Veturinn snjó- Léttur og mildur þar til síðasta mánuðinn að gerði kuldakast sem stóð fram á sumar og tafði mjög að vorverk gætu hafizt á venju- legum tíma. Greri með seinna móti. Heyskapur gekk allsæmi- lega og vel er á leið og munu hey almennt hafa orðið í meðal- lagi bæði að vöxtum og gæðum. Spretta í görðum víða góð, en ekki að sama skapi gott að losna við uppskeruna. Sauðfé reyndist misjafnlega til frálags og sums staðar rýrt Framkvæmdir voru miklar á árinu og af mörgu tagi. Mest er byggt af útihúsum og alltaf er nokkuð um ræktunar- framkvæmdir, enda þótt hægara hafi gengið mörg undangengin ár, bæði vegna kostnaðar og svo hins að enn hefur ekki verið farið út í það að rækta beiti- ! land að neinu ráði, en víða full- nægir nú ræktað land þeim kvik j fénaði sem hægt er að hafa í högum yfir sumarið. í heild verð- ur þetta að teljast meðalár. Það er venjulega margt ógert er býður komandi árs eða ára. Og þegar eitt verkefnið er búið kallar annað. Afkoma manna er sæmileg, en því er ekki að leyna að almennt skortir bændur rekstr arfé, vonandi tekst að bæta úr því innan tíðar svo að landbún- aðurinn geti 1 framtíðinni skipað sinn sess með sóma í þjóðfélag- inu. — M.G. Edinborgarkastali upplýstur að kvöldlagL Pierre Monteux og Colin Davis. Pólsk útvarpshljómsveit heldur fema tónleika, og stjóma þeim Jan Krenz og John Pritchard. Einnig koma þarna fram Skozka þjóðhljómsveitin, Skozka hljómsveit brezka útvarpsins og hljómsveitin Philharmonia. Að þessu sinni verða flutt á hátíðinni mörg verk eftir rúss- neska tónskáldið Dmitri Shosta- kovich og ennfremur nýtt verk eftir ítalska tónskáldið Luigi Nono, sem hann hefur samið fyrir hátíðina samkvæmt sér- stakri beiðni. Margir einleikarar og ein- söngvarar koma fram með hljómsveitunum, svo og á ein- leiks- og kammertónleikum. Meðal þeirra verða að minnsta kosti þrír meðal frægustu hljóð- færasnillinga Sövétríkjanna, þeir David Oistrakh, Sviatoslav Richter og Mtsislav Rostropo- Vitch. Einnig verða þarna Schola Cantorum Basiliensis og Borodin strengj akvartettinn. Leikflokkur frá Shakespeare- leikhúsinu í Stratford-upon- Avon heimsækir nú Edinborg- ar-hátíðina í fyrsta sinn og sýn- Luigi Nono ir leikrit eftir Shakesperare og nýtt brezkt leikrit. Myndlistarsýningar verða í sambandi við hátíðina eins og áður. Sýnt verður safn Sonia Henie og Niels Onstad af sam- tímamyndlist og einnig júgó- slavnesk málverk. Námskeið verða haldin fyrir tónlistarmenn, og meðal kenn- ara verða Paul Badura-Skoda (píanó), Pierre Bernac (söng- ur), Szymon Goldberg (fiðla), Enrico Mainardi (celló) og væntanlega Pierre Monteux (hlj óms veitarst j órn). Loks er að nefna hið fræga „Military Tattoo“, sem alltaf hefur sett sinn svip á hátíðina, kvikmyndasýningar o. fl. Mörgum þótti Edinborgar-há- tíðin vera orðin nokkuð stöðn- uð í rás sinni, þegar þar urðu forstjóraskipti í fyrra og við tók jarlinn af Harewood. Hátíð- in 1961 þótti bera vitni nýrri viðleitni til að færa út svið hennar, gera hana fjölbreyti- Iegri og forvitnilegri, og þykir sú stefna, sem jarlinn hefur markað, lofa góðu um framtíð- ina. — J. Þ. Hagmál — nýtt t'imarit NÝTT TÍMARIT hefir hafið göngu sína. Nefnist það Hagmál og er eins og nafnið bendir til uim hagfræðileg efni. Útgefandi er Félag viðskip tafræðinema en rit stjórn skipa Grétar Á. Sigurðs- son, Gunnar Ragnars og Þor- steinn Magnússon. — Efni þessa rits er m.a. Dr. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra: Tveir ára- tugir, próf. Ólafur BjörnssOn: Er hagfræðin vísindagrein, cand. oecon. Guðlaugur Þorvaldsson: Nokkrar hugleiðingar um Við skiptadeildina, Nýr prófessor, stud. oecon. Þór Guðmundsson, ASESEC, stud. oecon. Ofeto Schopka: Nokkur orð um Félag viðskiptafræðinema, stud. oecon. Höskuldur Jónsson: Námstilhög un í viðskiptafræðum við háskól ann í Árósum. • Morgunhugleiðingar Velvakanda Ljómandi var veðrið fagurt í gærmorgun, þegar Velvak- andi fór á fætur og leit inn með Sundum. Sólin skein á efstu brúnir Esju, og það var alveg mátulega mikill snjór í henni til þc-ss, að jafnvel Fram sóknarmönnum hlaut að finn- ast hún faileg — og þó, maður veit nú aldrei, þegar þeir eru annars vegar, blessaðir ungam ir. Himinninn var að mestu heiður, nema hvað þotur varn arliðsins höfðu útbíað hann sums staðar með gufustrók- um, sem þær spúðu aftur úr sér um írostbitra himinhvelf- inguna. En þessir stálfuglar veita okkur þægilega öryggis- kennd; landið okkar verður þá ekki hertekið á einni nóttu af landrær.ingjum og þjóðar- morðingjum, eins og komið hefur fyrir í varnarlausum löndum. Þetta gerir kommún- istum pungt í skapi, því að þá geta íslendingar tkki „hoppað þegjandi og hljóða- laust inn i sósíalismann“, eins og sagt var á sínum tima, þeg- ar þýzkir nazistar og sovézkir kommúnistar skiptu Póllandi bróðurlega á milli sín, og aft- ur, þegar Eystrasaltsþjóðirnar þrjár, sem frelsi hlutu sama ár og við, 1918, voru innlim- aðar í nýlenduveldi Sovét- ríkjanna. • Þjóðamorðin við Eystrasaltsbotna Við íslendingar ættum að hugsa oftar til þessara smá- þjóða, sem þó eru eða voru fjölmennar í samanburði við Okkur. Velvakandi segir „voru“, því að-Eistlendingar, Lettar og Litháar eru fluttir nauðungarflutningi 1 stórum stíl austur á túndrur og stepp- ur Síberíu til þess að brjóta nýtt land til ræktunar og nytja fyrir herraþjóðina í Rússlandi. Rússar eru svo fluttir til Eystrasaltslanda og látnir setjast þar að. Skv. op- inberum hagskýrslum í Sovét ríkjunum fækkar Eystrasalts- þjóðum í heimkynnum sínum jafnt og þétt, um leið og fólki af rússnesku þjóðerni fjölgar. Nú á að láta heimsveldis- drauma fyrri keisara ræt- ast og tryggja aðgang Rússa að Eystrasalti um aldur og ævi. Allt er svo gert til þess að uppræta þjóðernisvitund þessara þjóða. Um það vitna blóð og tímarit, sem hin sovézku yfirvöld gefa út í þess um löndum. Nú hefur verið gengið svo langt, að knýja á þessar þjóðir til að skipta um stafróf! Latneska stafróið verð ur lagt niður, en hið cyrilliska sem Rússar og flestir Slavar nota, verður tekið upp. Þetta er -auðvitað gert til að fjar- lægja þjóðirnar vestrænni menningu, en ein ástæðan, sem fram er borin, er sú, að latneska sfeafrófið hafi hættu- leg áhrif a augun, sjónskynj- unina og taugakerfið í heild! • Rússland, gamalt og nýtt nýlenduveldi Allt framferði Rússa í Eystra saltsríkjunum er svo viðbjóðs legt, að mannkynssagan kann frá fáu jafn hryllilegu að greina. Annars er Rússland gamalt riýlenduveldi, og á átj- ándu og nítjándu öld lögðu þeir undir sig mun stærri land flæmi í Asíu en Vestur-Evrópu þjóðir gerðu nolckru sinni í þeirri heimsálfu og öðrum. Sá einn er munurinn, að land- vinningar Vestur-Evrópubúa fóru fram yfir úthöfin, en Rússar bældu þjóðir undir sig með harðýðgi um landveg. Nú þegar fyrri nýlendur eru sem óðast að öðlast frelsi, svæla Sovétríkin æ fleiri lönd undir vald sitt. Allt er reynt til að afmá þjóðernisvitund þeirra þjóða, sem löndin byggja. Lengst mun hafa verið gengið á stríðsárunum, þegar heilar þióðir voru fluttar úr átthög- um sínum í Kákasus austur í Síberíu, dreift þar og sundæað tvist og bast, til þess að koma í veg fyrir framhald þeirra sem þjóða. Þetta hefur Krúsjeff nú viðurkennt og þykist hnugginn vegna þess, en menn skyldu ekki gleyma því, að hann var um langt skeið helzta handbendi Stal- íns og ákósveinn við að brytja niður Úkraínumenn. Úkraínu* menn eru nú taldir nálægt 40 milljónir. Þeir áttu sér auð- ugt menningarlíf, eldra en Rússar, sem halda nú sjálf- stæðri menningu þeirra nið- ur eftir megni. • Hlutleysishjátrúar- hjal - J ~W f^c. % Æ w w 7SC6 Meðan sovézka nýlenduveld ið ógnar friði og frelsi allra þjóða samkvæmt stefnumiði sínu og margyfirlýstri stefnu- skrá, kemur auðvitað ekki til nokkurra mála, að við íslend- ingar iatum af vöku okkar. Of mörg og sorgleg dæmi úr sögunní sýna okkur, hvermg varnarlausar smáþjóðir hala glatað íreis. sínu vegna and- varaleysis. Allt hlutleysishjá- trúarhjal er ekki einungis úr- elt, hetdur beinlínis hættulegt sjálfstæði íslands og framtið íslendinga. — Þetta var nú Velvakandi að hugsa a morgungöngu sinni meðfram sjónum í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.