Morgunblaðið - 13.01.1962, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 13. jan. 1962
FRÉTTAMYNDIR
Nýja brezka farþegaþotan De
Havilland Trident, fór í fyrstu
flugferð sína í fyrradag. Á
myndinni sést hún hefja sig á
loft. Brezka flugfélagið BEA
hefur þegar panitað 24 þotur af
þessari gerð og gert er ráð
fyrir að félagið panti 12 í við
bót. Flugvélar þessar taka
u. þ. b. 100 farþega og eru
mjög hraðlleygar.
í "
i i'
Þessi mynd var tekin af Adolf
Heusinget formanni fasta-
nefndar Atlantshafsbandalags-
ins í Washington, er hann kom
til Parísar á dögunum. Sem
kunnugt er hafa Rússar kraf-
izt þess, að Banidaríkin fram-
selji Heusinger. Ásaka þeir
hann fyrir ýmsa stríðsglæpi.
Heusinger var einn af hers-
höfðingjum Hitlers.
Sibylla Svíaprinsessa heilsar hana er sonur hennar Karl
Lappa frá einu af nyrztu hér- Gústav, krónprins.
uðurn Svíþjóðar og t. h. við
* *,
. •
U** í
é
Margrét Bretaprinsessa og
maður hennar Jarlinn af Snow
don komu til brezku V.-India
5. jan. s.l. og ætla að dveljast
þar í leyfi tæpan mánuð. Mynd
in er tekin. þegar þau komu
til eyjunnar Antigua, vindur-
inn hefur blásið hárinu fyrir
andlit á prinsessunni og sést
hún strjúka það til baka. f
baksýn eru fréttaljósmyndarar
og aðrir áhorfendur.
Það var ausandi rignáng, þegar
Saud konungur Saudi Arabíu
fór frá gistihúsi því, er hann
dvelst á í Boston í Massachus-
etts, til að heimsækja son sinn
Mashur Ibn Saud prins, sem
er 8 ára og liggur í sjúkrahúsi
í borginni. Prinsinn var skor-
inn upp vegna sjúkdóms í
hendi. Saud konungur gekkst
nýlega undir tvo augnaupp-
skurði og er nú á batavegi.
: i
Þessi mynd sýnár olíuflutninga
skipið Manhattan, á reynslu-
siglingu. Manhattan er stærsta
flutningaskip, sem byggt hef-
ur verið í Bandaríkjunum og
er byggt í Betlehem skipa-
smíðastöðinni í Massachusets,
Skipið er tæpir 300 metrar á
lengd, og getur flutt um iþað
bil 170 milljónir lítra af olíu.
\