Morgunblaðið - 13.01.1962, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.01.1962, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 13. jan. 1962 Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda vmsemd á sjötugs afmæli mínu 1. janúar sl. Sigrún Júlíusdóttir Innilegt þakklæti og kveðjur sendi ég börnum mínum, tengdabörnum. sveitungum og öðrum vmum er glöddu mig með kveðjum, heimsóknum og gjöfum á sextugs- afmæli mínu, 9. þ.m. Oddur Guðmundsson, Andakílsárvirkjun Ég þakka hjartanlega Ungmennafélagi Njarðvíkur og öllum þeim sem tóku þátt í þeirri höfðinglegu gjöf, sem mér var færð. — Guð blessi ykkur öll. Bjarney Guðjónsdóttir, Borgarveg 19 Ytri-Njarðvík Faðir okkar GUÐMUNDITR ÍSLEIFSSON trésmiður, Skipasundi 23, lézt að heimill sínu fimmtudaginn 11. janúar. Börnin. Bróðir minn ÞORFINNUR KRISTJÁNSSON prentari andaðist í Kaupmannahöfn 12. janúar. Axel Kristjánsson Maðurinn minn og faðir okkar ÞÓRARINN SÖEBECH andaðist í Bæjarsjúkrahúsinu 12. þ.m. Emilía Söebech og synir Faðir okkar og tengdafaðir BJÖRN BJÖRNSSON Ásvallagötu 39 andaðist í Landakotsspítala 12. janúar. Börn og tengdabörn Móðir okkar SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR andafHst að Elliheimilinu Grund 11. þ.m. Fyrir hönd okkar systkinanna. Andrés Andrésson Konan mín, móðir og dóttir FANNEY BREIDFJÖRÐ BENEDIKTSDÓTTIR andaðist aðfaianótt 6. janúar á Landakotsspítala. Jarða- förin hefur farið fraro. — Kristjáni Sveinssyni augn- lækni, læknum, hjúkrunarliði og öðrum þeim, sem r^ t henni vel, þökkum við hjartanlega. Ennfremur okkur sýnda samúð. Halldór D. Halldórsson, Helga Jónsdóttir, Dagfríður H. Halldórsdóttir, Benedikt Halldórsson Hinzta kveðja til míns hjartkæra eiginmanns og föður KJARTANS EIRÍKSSONAR fer fram í Fossvogskirkju kl. 10,30 f. h. á mánudaginn 15. þ.m. — Blóm vinsamlegast afþökkuð. Athöfninni verður útvarpað. Guðrún Elliðadóttir, Guðríður Birna Kjartansdóttir. Innilegt þakklæti til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför sonar okkar PÉTURSLEÓSSONAR Sérstaklega þökkum við heimilisfólkinu að Rauðskriðu Svanlaugi Ólafssyni Jóni Sigurbjörnssyni og Gesti Páls- syni. Fyrir hönd vandamanna,- Gyða Jóhannesdóttir, Leó Guðmundsson Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför ÓLAFS SIGUEÐSSONAR veggfóðrara, Mávahlíð 29 Aðstandendur Þökkum innilega sýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför HALLDÓRS J. JÓNASSONAR símamanns Systurnar Halldóra Halldórsdóttir frá Valdastöðum minning HALLDÓRA andaðist í sjúkra- húsinu a Landakoti 5. þ. m. eftir stutta legu. Hún var fædd á Akranesi 25. apríl 1879. Voru foreldrar hennar þau hjónin Guðrún Hákonardóttir og Hall- dór Ámason. Halldóra missti föður sinn þegar hún var ung að aldri. Ólst hún upp með móður sinni þar til hún sjálf gat farið að vinna fyrir sér, er hún var vart fullþroska. Meðal margra sem hún vann hjá, minntist hún sérstaklega þeirra mætu hjóna, Björgu og Finn- boga Lárussonar frá Gerðum í Garði, (síðar Búðum). Á meðan hún dvaldist hjá þeim hjónum, reyndust þau henni sem beztu foreldrar, en þá var Halldóra ung að árum eins og áður get- ur. Halldóra átti þrjú systkin, tvo bræður og eina systur. Á þeim árum var oft erfitt í ári, og svo mun hafa verið um hag móður þeirra, að hver varð að duga sem hann mátti, enda brugðust þau ekki undan skyldum sínum að hjálpa móð- ur sinni. Og að sjálfsögðu lagði hún sinn óskipta hlut fram til þess að koma börnum sínum sem bezt til þroska, enda af- burða dugleg til allra verka. Systkin Halldóru voru þessi, sem nú eru öll látin, Sigurborg, bjó á Veiðilæk í Þverárhlíð í Borgarfirði, Sigurður, sjómaður, búsettur í Akbraut á Akranesi, velþekktur dugnaðarmaður, Há- kon, búsettur fyrst á Akranesi, en fluttist síðar til Reykjavík- ur. Mikill dugnaðar og aflamað- ur. Hann gerðist formaður á opnu skipi aðeins á átjánda ári, síðar varð hann skipstjóri á vél- bátum, fyrst á litla Svan, sem var tæpar 9 lestir, en síðar á stærri Svan, sem þó ekki var nema 28 lestir, og myndi það ekki þykja stórir farkostir nú til dags. En eigi að síður aflaði Hókon mikið á báðum þessum bátum og farnaðist alltaf vel og kom ávallt öllu heilu í höfn. Árið 1907 giftist Halldóra Þor- keli Guðmundssyni frá Valda- stöðum og hófu þau búskap þar á jörðinni árið eftir, eða 1907. En árið 1918 missti Halldóra mann sinn eftir aðeins ellefu ára sambúð. Þau eignuðust sjö börn, en tvö þeirra dóu ung og eitt fæddist eftir að Þorkell féll frá. Halldóra hélt áfram bú- skap á Valdastöðum eftir frá- fall manns síns, með börnum sínum og aðstoð góðra manna. Fyrst eftir fráfall Þorkels voru tveir drengimir um stund hjá föðurfrændum sínum, en komu svo aftur til móður sinnar þeg- ar þeir stálpuðust. Árið 1933 hætti Halldóra búskap á Valda- stöðum og fluttist til Reykja- víkur og hélt sitt eigið heimili með yngri bömunum, þar til þau mynduðu sín eigin heimili. En síðustu árin dvaldist hún á heimilum barna sinna. Böm Halldóru og Þorkels eru þessi: Guðmundur verkamaður í Rvík, Hákon verkstjóri í Rvík, Guðrún húsfrú, Sindra á Seltjamarnesi, Þorkell frkvstj. Bæjarleiða í Rvík og Björg húsfrú, Rvík og hjá henni átti Halldóra heimili til hins síðasta dags. Lengst af stundaði Halldóra saumaskap hjá ýmsum fjöl- skyldum og í sambandi við það starf hennar eignaðist hún marga góða vini. Meðal annarra í þeim hópi voru þau mætu hjón Sigþrúður og Ólafur Jóns- son, framkvstj. Alliance. Einnig minntist hún með hlýleik þeirra góðu hjóna sem hún bjó hjá um nokkurt skeið/ Jörínar og Sigurvins Einarssonar alþingis- manns og taldi sig alltaf í mik- lli þakkarskuld við þau. Þá var henni ljúft og tíðrætt um æskuvinkonu sína, Vigdísi Ámadóttur frá Akranesi, konu Ingólfs Lórussonar skipstjóra, en þær voru alla tíð óaðskiljan- 'legar eins og systur væru. Eftir að Halldóra fluttist til Rvíkur saknaði hún mjög sveitakyrrð- arinnar sælu og heimilis síns þar, en úr því bætti mikið hennar kæra mágkona, Halldóra í Miðengi í Grímsnesi og hennar góða fólk, en þar dvaldist hún oft á sumrin um langan eða skamman tíma, svo og einnig hjá systurdóttur sinni, Hólmfríði húsfrú á Lax- fossum í Borgarfirði. Hún minnt ist ávallt þessara heimila með hugljúfu þakklæti og vorhug þeirra sólbjörtu stunda. Eins og ráða má af því sem að framan er sagt, var fjár- hagur Halldóru frekar þröngur eftir fráfall manns hennar og er það eins og að líkum lætur eftir svo skamma sambúð, en með dugnaði og ráðdeild bless- aðist það allt og lifði hún það að sjá böm sín og barnaböm verða að nýtum mönnum og þá fannst henni að hún hafa fengið að fullu goldið hinn langa og stranga starfsdag. Má segja að starfskraftar henn ar entust vonum framar og svo var hún alla tið létt á fæti að hinir yngri máttu hafa sig alla við að fylgja henni eftir. Hall- dóra var fróðleiksfús kona og átti töluvert góðra bóka, og ekki er mér grunlaust um að í henni hafi búið listeðli, sem nýtzt hefði, ef hún hefði notið menntunar nútímans, því svo mikið er víst að það gera ekki allar að setja út saumaskap sem hún gerði. Frændur og vinir kveðja hana með þökk og virðingu fyr- ir samfylgdina og biðja henni blessunar. Þegar mig síðast klukkur kalla heim kom þú ó Guð og mig í faðmi geym. Fel mína sál við föðurhjartað þitt — fegursta og hinzta það er * athvarf mitt. Hún verður nú lögð við hlið eiginmannsins þar sem þau hvíla í friði og grafarró, og þar sem vorblómin eiga eftir að skjóta frjóöngum en fölna svo aftur á komanda hausti. Minn- ingin lifir um þá sem horfnir eru og starfað hafa hér á með- an lífið entist" til hins síðasta dags. Far þú í friði góða mágkona. St. G. I. O. G. T. Svava. Fundur á morgun. Kosning embættismanna. Inntaka — margt fleira. Gæzlumenn. AÐSTOÐ við skattaframtöl Jón Eiríksson hdl. og Þórður F. Ólafsson lögfr. Austurstræti 9. — Sími 16462. — Aldarminning Framh. af bls. 11. inn bækur. Hann las mikið, áttl mikið bákasafn og lét sig stjórn- mál og önnur framfara- og menn ingarmál miklu varða. Nokkuð skrifaði hann af blaðagreinum á efri árum og oft undir dulnefn- inu „Gamli Hreinn". Hann and- aðist eftir stutta legu 21. desem- ber 1951 nærri níræður að aldri og hélt heilsu og starfsorku til æviloka. Þorsteinn Þorsteinsson, sýlu- maður, skrifaði u*i hann eftir- mæli, og segir m. a.: „Jóhann var maður mjög vel greindur, skáldmæltur og skjótur til svars, hreinlyndur og hiklaus í fram- göngu, einarður *g höfðingja- djarfur ©g lét ógjarna hlut sinn við hvern sem skeytt var.“ Það er merkileg tilviljun að það skyldi vera harka hins ís- lenzka blágrýtis sem varð til þess að Jóhann lagði út á nýja og áhættúsama braut í byggingu sinni. Mér virðist eftir sögu hans að hann hafi oftar orðið að klífa þrítugan hamarinn, sem öðrum sýndist ókleyfur, til að ná settu marki. en flestir aðrir samtíma- menn hans og að í honum sjálf- um hafi verið allmikið af hörku þess bergs sem hann var brot- inn af. Hitt er víst að sú þjóð sem lifir og á eftir að lifa vel og lengi í hinum traustbyggðu steinsteypuhúsum um land allt mun vel og lengi minnast með þakklæti og virðingu afdalabónd ans. sem fyrstur lét byggja stein- steypt íhúðarhús á fslandi. Guðmundur lllugason. Félagslíf Unglingamótið sem halda átti á nýjársdag verður haldið á sunnu daginn kl. 10.30. Skráning á< mótið í Skíðaskálanum. — Drengir og stúlkur mætið tíman- lega. Firmakeppni skíðaráðs Reykja- víkur, sem átti að halda um þessa helgi verður frestað til unnudags ins 21. janúar 1962. Skíðafélögin í Reykjavík. Knattspyrnufélagið Fram Knattspymudeild Mfl., 1., 2., 3. og 4. flokkur Æfing hjá mfl. og 1. fL í dag (laugardag) kl. 4.30 í KR-heim- ilinu. Æfing hjá 2. fl. Jd. 2.40 á sunnu- dag í Valsheimilinu. Æfing hjá 3. fl. fellur niður á sunnudag. Æfing hjá 4. fl. sunnudag kl. 3.30 í Valsheimilinu. — 4. fl. ath. að hverfakeppnin byrjar á sunnu- daginn, áríðandi að allir þeir sem ætla að vera með mæti stundvíslega. Nefndin. Samkomui K.F.U.M. Á morgun kl. 10.30 f. h. Sunnudagaskólinn kl. 1.30 e. h, drengjadeildirnar á Amtmanns- stíg og Langagerði. Barnadeildin í Kársnes. Kl. 8.30 e. h. almenn samkoma. iBenedikt Arnkelsson guðfræðingur talar. Allir velkomnir. Kristnibeðshúsið Betanía, , Laufásvegi 13. Á morgun: Sunnudagaskólinn kl. 2 e. h. — Öll börn velkomin. Samkomuhúsið Zion, Óðinsg. 6A Á morgun: Almenn samkoma kl. 20.30. —« Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. Samkoma í Breiðfirðingahúð sunnudagskvöld kL 9. Öllum heimill aðgangur. Eggert Laxdal Stefán Runólfsson. Aimennar samkomur Boðun faignaðarerindisins A morgun, sunnudag Austurg. 6 Hafnarf. kl. 10 fh. Hörgshlíð 12 Rvik kL 4 eh. Barnasartikoma lit- sikuggamyndir. Kl. 8 eh. Almenn samkoma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.