Morgunblaðið - 13.01.1962, Síða 15

Morgunblaðið - 13.01.1962, Síða 15
Laugardagur 13. jan. 1962 MORGUNBLAÐIÐ !5 ------------------------ Fréttabréf frá Regínu Thorarensenr Hagstætt árferði í Árneshreppi Oánægja með framkvæmd vegagerðar GJÖGRI, 5. jan. — Árið 1961 var frekar gott, vetur snjó- léttur og hagstæð veðrátta. Búskapur er hér frekar í upp siglingu, slátrað var 3600 lömbum hjá Kaupfél. Stranda manna og hefur aldrei verið slátrað hér meira. Bændur fjölguðu kindum í haust eins og undanfarin haust, dilkar voru heldur léttari en í fyrra haust. Hæstu meðalvigt í haustslátrun hafði Hallbert Guðbrandsson, Djúpavík, 17,3 kg. Vegaframkvæmdir gengu seint Aldrei hefur meira fé verið lagt til vegagerða hér en árið 1961, en annarleg öfl komu þvi þannig fyrir að lítil jarðýta var látin í vegagerðina í Kjörvogs- hlíð og vannst verkið seint og Halldór Guð- mundsson Skipstjóri Er þú fram á „stjörnu stól“ stýrir á boðann hæzta, lít ég fyrir „sunnan sól“ f sigling þína glæsta. Oft þú leist í öldufald augum gætnum, snörum, sigraðir Ægis voða-vald, vafðir láni förum. Fleyi stýrðir heilu í höfn heppinn stjórnarmaður, fengsæll, sterkur stóðst á Dröfn, stilltur, prúður, glaður. Minning þín er mér í hug. „Maðurinn, það er gullið." Þinni tryggð og dáð og dug drekk ég hinsta fullið. Drúpir döpur „dúfa“ vængbrotin höfði á harmabeð. Bið ég börnum og brúði þinni: „Trúar og trausts ' sorg.“ J. V. H. illa. Á tímabili voru tvær smá- jarðýtur vió áðurgreinda vega- gerð. Var oftast önnur jarðýtan biluð og stundum báðar í einu. Okkar dugiegi vegaverkstjóri, Guðjón Magnússön, sem er jafn- framt oddviti Árnesshrepps, leiddist mjóg hvað vegagerðin gekk illa. Vegamálastjóri lofaði honum fulikominni jarðýtu frá vegagerðinm i sumar, en hún kom aldrei. Allt hafði þetta slæm áhrif á Guðjón vegaverkstjóra, sem vill að öll þau verk, sem hann tekur að sér, gangi með for- gangshraði. Hann tók að sér að gera bryggjuna í Djiúpavík í ákyæðisvinnu og gekk það verk bæði fijótf og vel. í þessu sam- bandi dettui mér í hug: Væri það ekki stcrgróði fyrir þingið að láta menn taka að sér vegagerð- ir í ákvæðisvmnu? Engum manni sem tæki að sér slík verk í ákvæðisvinnu, myndi láta sér til hugar koma að nota smájarðýtur, kannski hálfónýtar. Árneshrepps búar eru mjög óánægðir með, hvað verkinu miðaði lítið áfram í Kjörvogshlíð í sumar. Ágæt grásleppuveiði Fiskveiðar gengu sæmilega í sumar, en vandræði að koma fisknum í verð, kaupfélagið salt- laust langt fram á sumar. Ágætis grásleppuveiði var sl. vor, en í byrjun maí var hætt að taka á móti grásieppuhrognum, vegna þess að þá var búið að fiska grá- sleppuhrogn upp í gerða samn- inga við útlönd. Nýr prestur Séra Magnús Ftunólfsson var settur prestur í Árnesi 1. júlí sl. Er hann mjög samvizkusamur í sínu starfi, messar á hverjum sunnudegi og heldur barnaguðs- þjónustur annan hvern sunnudag. Eru þær vel sóttar, ef veðrátta er góð, þó langt sé að sækja kirkju hér í byggðalaginu. Sr. Magnús er einnig kennari við eldri deildir barnaskólans. Mér er það ógleymanleg sjón, þegar ég kom í kennslustund til sr. Magnúsar í vetur, og sá öll börnin ljóma af gleði, þegar hinn mikli og góði æskulýðsleiðtogi var að fræða þau. Árneskirkja var máluð utan og innan í vor, hinn stóri og ljóti öfn fjarlægður, og er nú kirkjan hituð upp með kósangasi. Er nú Árneskirkja í Trékyllisvík hrein og falleg, eins og kirkjur eiga að vera, og vel hirt f alla staði. Sjást ekki einu sinni flugur i gluggum, síðan þær heiðurskon- ur, Sigríður Guðmundsdóttir, Ófeigsfirði og Pálína Þórólfs- dóttir, Finnbogastöðum, voru kosnar í safnaðarstjórn. Sr. Magn ús hjálpaði til að mála kirkj- una, ásamt húsameistara Árness- hrepps og fleiri hreppsbúum. Heyrt hef ég sagt, að sr. Magn- ús hafi verið eini maðurinn, sem gaf alla sina vinnu við kirkjuna. Gangandi og ríðandi til jólainnkaupa Aðfaranótt 23. nóv. sl. gerði hér aftakaveður og voru allar kindur úti. Stóð veðurhæðin yf- ir í þrjá sólarhringa. Litlir fjár- skaðar urðu, en þessi 17 km. veg- arspotti, sem er á milli Gjögurs og Norðurfjarðar, eyðilagðist á Köflum af sjógangi í svokölluð- um Árnesskrók og Stóru-Kléif. Er ekki búið að laga veginn enn- þá. Fyrirhyggja ráðandi manna í Árnesshreppi er ekki meiri en sú, að hinar tvær jarðýtur hrepps ins eru geymdar á Eyri við Ing- ólfsfjörð. Eyrarháls tepptist strax í fyrstu snjóum, og þar af leiðandi er ekki hægt að koma jarðýtunum frá Eyri, hvað sem á liggur yfir vetrarmánuðina. Er ég hissa á því, að ráðamenn hér í byggðarlaginu skulu ekki taka sér bessaleyfi og geyma jarðýturnar í Læknisbústaðnum í Trékyllis- vík, þar eiga þær að vera geymd- ar og hvergi annars staðar. Skemmdin á veginum til Norð- urfjarðar hefur komið sér afar illa og fólk ekki komizt í kaup- staðinn til jólainnkaupa nema gangandi og á hestum, sem eru orðnir fáir hér um slóðir. Aldrei hefur meira úrval verið í Kaup- félagi Strandamanna en um þessi jól. Fæst hér nú allt af öllu, sem fólk þarfnast. nema ekki það sem þarf til útgerðar. Eru það álög á ráðandi mönnum Árnesshrepps hvað þá klígjar við fiski og fisk afurðum, nema helzt þorski, þeg- ar bezt liggur á þeim. Vörutaln- ing Kaupfélags Strandamanna stóð yfir í eina viku og hefur aldrei staðið yfir svo lengi. Kaupfélag Strandamanna bvrj- aði á íshússbyggingu í fyrra og var mikið unnið við þá byggingu í sumar, en vegna verkfallsins í Reykjavík var ekki hægt að ljúka byggingunni. Þetta íshús er ekki byggt fyrir sjávarafurðir, heldur kindaskrokka, því þeir eru verð- meiri frystir en upp úr salti. En nú hef ég heyrt, að ráðandi menn Kaupfélags Strandamanna og þeir, sem voru æstastir í að láta byggja þetta margumtalaða ís- hús, séu farmr að hafa áhyggjur af íshússbyggingunni, því kindar skrokkarnir gefa ekki það mikið í aðra rönd að þeir borgi reksturs kostnað íshússins. Orgeltónleikar á gamlársdag Áramótafognaður var haldinn hér í samkomuhúsi hreppsins á gamlársdag. Byrjaði samkoman með því, að hinn ungi organisti Árnesskirkj u, Guðmundur H. Guðjónsson, hélt orgeltónleika við mikla hrifningu áhorfenda. Margt annað var til skemmtunar, kveikt í brennum og dansað til kl. fjögur um nóttina. Samkoman var fjölmenn. ★ Aldrei hafa í manna minnum eins margir opinberað trúlofun sína í byggðarlaginu og um þessi jól. Þessi hjónaefni settu upp hringana: Ágúst Gíslason, bóndi, Steinstúni og Selma Samúels- dóttir, heimasæta á Dröngum, Ármann Halibergsson, sjómaður, Djúpavík og Guðrún Steingríms- dóttir, Djúpavík, Víður Hallbergs son, skipstjóri, Djúpavík, og Guð björg Eiríksdóttir, Hlíðarnesi. Spá menn því að allar þessar trú- iofanir boði einhver stórtíðindi. Bjóðið Windolene velkomið og kveðjið vatnsfótuna! Húsmæður, sem fylgjast með tímanum, eru löngu hættar að nota vatnsfötu og kúst víð gluggaþvottinn. Þær nota hið vinsæla Windolene. Rúðan verður hrein og fín með Windolene KRISTJÁN O. SKAGFJÖRÐ H.F. Reykjavík LœknisráÖ vikunnar Practicus ritar ilnt: BÓLAN er veirusjúkdómur. Smitun fer fram með 'úða <hósti, hnerri) eða greftrin- um úr bólunum. Skordýr geta því borið smit. Sjúkdómur- inn er smitandi frá því fyrstu einkennin koma í ljós unz síðustu skorpurnar eru dottn- * ar af. Sjúkdómurinn fer eins * og eldur í sinu um samfélög, þar sem bólusetning hefur ekki farið fram. Um það bil 14 dagar líða frá smitun unz fyrstu einkernin koma fram. Byrjunarskeiðið er um 4 dagar. Menn veikjast oftast snögglegá með köldu og háum hita, h.u.b. 40 stigum. Oft fylgir ákafur höfuðverkur, uppköst og verkur í baki. Einnig getur borið á hægða-v leysi, nefrennsli, áugnabólgu, lysfcarleysi og andfýlu. í al- varlegustu tilfellum eru stundum blæðingar (tíðir byrja oft samfara sjúkdómn- um). krampar og óráð. Um svipað leýti sjást stundum svipuð útbrot og í skarlats- sótt, en þau standa aðeins nokkrar stundir. Þegar þessu skeiði lýkur minnkar hitinr. og smáir, ljós- rauðir blettir, sem klæjar í, koma í ljós, flestir í andlit- inu, enda koma þeir fyrst þar. Næstum allir blettirnir koma á einum sólarhring. og er það öfugt við hlaupabóluna. Þeir stajðir líkamans, sem ljós skín á að jafnaði, verða verst úti. Lendar og nári sleppa nær alveg. Eftir um það bil tvo daga er komin vökvafyllt blaðra, sem vex smátt og smátt og verður gul af greftri. Þrem sólarhringum síðar eru þær orðnar ystórar, bólgnar og aumar. Á þessu stigi er sjúkdómurinn oft mjög sárs- aukafullur. Um leið fer hitinn að hækka aftur. sjúklingnum versnar og nokkrir deyja. Þegar sjúkdómurinn er búinn að vara í svona hálfan mánuð springa bólurnar og þorna. Hitinn lækkar smátt og smátt. Ástand sjúklingsins batnar nú talsvert, ef ekki kemur önnur sýking til, eða ’blóð- eitrun. Fara nú að myndast svartar skorpur, samfara miklum kláða. Smám saman detta þær svo af. Bólan skil- ur eftir sig Ijót ör. f verstu lt0 0-00#000***-0* M * 4 BOLU tilfellum blæðir úr bólunum, eða þær renna saman í sam- fellda graftrarhellu. Um það bil helmingur allra þeirra, sem verða fyrir hinu síðar- nefnda. deyja. Þeir. sem hafa verið bólu- settir, verða miklu betur úti, t. d. sleppa þeir við að fá ör. Bólan er hættulegust fyrir ungbörn og gamalmenni. Dán- artala hinna óbólusettu er há. Bólusetning er bezta ráðið til að sleppa við veikina. Ef far- aldur kemur upp þarf að bólu- setja alla, jafnvel þá, sem bólu settir hafa verið í bernsku. Sjúklingarnir eiga að vera í strangri sóttkví, meðan þeir geta smitað aðra, og eins og er sagt, geta þeir það, unz síðasta skorpan er dottin af þeim. Veikindi af völdum bólu- setningarinnar eru afar sjald- gæf, og eiga sér helzt stað í húðveikum börnum (exem o. s. frv.). Afar sjaldgæft er, að heila- bólga komi eftir bólusetningu (1 af hverjum 50.000 bólu- setningum í mesta lagi). Pen- icillin og skyld lyf hafa engin áhrif á sjúkdóminn, en komi aukasjúkdómar til, má gefa penicillin við þeim. Lítil líkindi eru fyrir bólu- faraldri í okkar bólusetta þjóðfélagi, og er ef til vill hætta á, að mönnum hér hafi gleymst, hve hættuleg bólan er. Sé svo, skulu þeir minn- ast stórubólu. (AKTUEL PRESSE STUDIO. Einkaréttur Mbl ) Bóluveirur. Myndin er tek- in gegnum rafeindasmásjá. Til þess að unnt sé að greina veirurnar frá umhverfinu eru þær skyggðar með guUi. þær eru hér stækkaðar 20000 sinnum. Raunverulegt þver- ir.il þeirra er um 160 millj- ónustu hlutar úr millimetra. %00> • 0 00000 0 0 I 0 0 0 0 0 0 0% Gott heilsufar Enginn læknir hefur verið hér sl. fimmtán mánuði og verða hreppsbúar að sækja lækni tii Hólmavíkur, ef með þarf. Heilsu- far hefur verið gott á árinu, að því er ég veit. Mikið var að gera hjá okkar ágætu ljósmóður á ár- inu, og ekki annað sjáanlegt að ærið verður að starfa hjá henni á árinu, sem er að byrja. Eg veit ekki annað en allir hér í byggðarlaginu hafi haft gleði leg jól. Síðan um miðjan desem- ber hefur verið góð veðrátta og svo að segja alautt. Þrátt fynr mikla dýrtíð er afkoma með langbezta móti hjá hreppsbúum. Jukust tekjur á árinu um tæpa eina milljón frá árinu 1960. Veit ég ekki annað en hreppsbúar beri mikið og öruggt traust til nú- verandi ríkisstjórnar, þó margur hreppsbúinn hafi spáð illu fyrir henni. — Regína. * Ur ýmsum áttum Framhald af bls. 10. á Ieið til Stokk'hólms á sunnu- dag kom herflugvél á móti hon- um og fylgdi honum lokasprett- inn. En á Brommaflugvelli var allt fánum skreytt og einkaflug- vélar stóðu í röðum meðfram flugbrautinni þegar Olle lenti vél sinni. Og þegar vélin nam staðar við flugvallarbygginguna þustu um 300 manns fram með blaðaljósmyndara í broddi fylk- ingar og umkringdu vélina. Að lokinni móttökuhátíð var svo Olle borinn á öxlum frænda síns með lárviðarsveiginn um háls- inn gegn um mannfjöldann og út í bifreið, sem beið þess að flytja hann heim. En ferðin sóttist seint því alls staðar var mann- fjöldi að fagna „litla Lindberg". Olle var alveg hissa á öllum þessum látum, þvj honum fannst flugið ekkert sérstakt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.