Morgunblaðið - 13.01.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.01.1962, Blaðsíða 16
16 MORGIJSBLAÐIÐ Laugardagur 13. jan. 1962 Kvikmyndastjarnan Shirley MacLaine og maður hennar, grenni Tokíó, réðu til sín jap- anskan arkitekt og innréttaði hann húsið eftir japanskri og amerískri fyrirmynd. Þar undu þau glöð við sitt meðan á kvikmyndatökunni stóð. En nú er Shirley komin aftur til Hollywood og tekin þar til starfa. Maður hennar er að taka mynd í Cambodía. Þau hittust fyrir jólin í Ham- borg og fóru í ferðalag til Kaupmannahafnar og Stokk- hólms. En litla húsið þeirra í Tokíó stendur autt og bíður komu þeirra. Þangað skreppa hjónin þegar þau hafa tíma til og njóta nokkurra stunda heimilisfriðar. Steve Parker, þykir nauðsyn- legt að eiga tvo heimili sitt á hvorum helmingi jarðkringl- unnar. Annað heimili þeirra er í Hollywood og hitt í Tokíó. Ástæðan er sú, að Steva Parker, sem er kvikmynda- stjóri, tekur flestar myndir sínar í Austurlöndum. Sdðasta kvikmynd hans var „My Geisha“, sem er tekin í Tokió. Leiikur Shirley aðalhlutverk þeirrar myndar, en aðrar þær myndir, sem hún hefur leikið í á árinu eru „Spinster" og „All in a Day’s Work.“ Meðan á upptöku kvikmynd . arinnar „Geishan mín“, stóð, . bjó Shirley á hóteli til að byrja með. Maður hennar var þá í Xjos Angeles en kom fljót- lega ti'l Tokíó og tók við stjórn myndarinnar. Þau töluðu dag- lega saman í símann (imínútan kostar aðeins 5 dollara), en auk þess skrapp leikkonan sex sinnum til Hollywood ti'l fundar við mann sinn. Dóttir þeirra, Steffie, sem er aðeins fiman ára, fór samtals fimm ferðir, svo segja má að öll fjölskyldan hafi verið á stöð- ugum þeytingi. Þau hjónin sáu fram á að við svo búið mátti ekki standaShlrley borðar með prjónum. Myndin er tekin á heimili hennar lengur, keyptu lítið hús í ná- í Tokíó. Nýtt Bæjatal í ÞESSARI viku gefur póst- og símamálastjórnin út nýtt Bæja- tal á íslandi. Bæjatalið var síðast gefið út árið 1951. Þar eru alls konar handhægar skrár og skýrslur. Meginhluti bókarinnar er tvenns kor.ar bæjatöl. f hinu fyrra er öllum bæjum á íslandi raðað eftir sýslum og hreppum Og þess getið við hvern þeirra, hver póststöð hans er. í hinu talinu er bæjum raðað eftir staf- rófsröð og þess jafnframt getið, til hvaða sveitarfélags og sýslu þeir teljast og hver póststöð þeirra er. Ásta Pétursdóttir Vertu sæl Asta mín! Hafðu þökk fyrir hverja stund er þú lagðir leið þína til mín, við átt- um margar bænastundir saman, þær voru okkur báðum ánægju- auki. Nú ert þú, á nýársdag, lögð af stað á nýjar leiðir. Eg bið Guð að umvefja sél ’þína náð sinni og kærleika sín- um og einnig þá sem þér eru kærir. bbbbbbbbbbbbbfcióbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb NÝKOMIÐ ? Stormjárn Gluggakr æk j ur Gluggahengsli yggingavörur h.f. Simi 35697 laugaveg 178 b b b b b b b b ___b Unglinga vantar til að bera blaðið FJÓLUGÖTU LÆKJARGÖTU [ Vertu sæl, og sof þú vært og rótt sjálfur Drottinn lætur engil vaka yfir þér, á dimmri dauðans nótt. Dimman hverfur, mun þig ekki saka. Þar er bjart sem ljós frá Drottni lifir ljóssins englar vaka sálum yfir. Kveðja frá syni hennar. Eg kveð þig mamma, kvöldsól þín er hnigin ég kveð, og flyt þér örveikt þakkar mál. Á næturhimni stjarna upp er stigin. Guð, styrki, gleðji. annist þína sál. í bernsku mig bú barst á örm- um þínum og bros mín vildir glæða hverja stund, og enn ég geymi innst í huga mínum svo ótal margt er gleður rnína lund. Eg þakka allt, er þú mér kaust að vera. um þig er margt í huga mínum skráð. Þú vildir mig á bænaörmum bera að brjósti hans er gefur sekum náð. Eg kveð þig mamma, hittumst síðar heima í himnaríkis ódauðleikans vist. í Jesú nafni Guð ég bið þig geyma, og gefa okkur líf í trúnni á Krist. Guðrún Guðmundsdóttir frá Melgerði. — Birgitte Framh. af bls. 10. hjálpa til að koma á fót í herdeildum sínum enn einu frönsku leynifélagi, OCC. Það er lauslegt samband, sem samanstendur að mestu af vinstrisinnum, sem eru að af- plána herskyldu og er jafn- illa við liðsforingjana og öll- um skylduhermönnum, hvar sem er í heiminum, og óska þess eins að komast sem fyrst heim aftur. Þeir gagnrýna mjög þá sem berjast fyrir „frönsku Alsír“, og munu eft- ir megni þrjóskast við að láta þá nota sig til uppreisn- artilrauna. Skortur á samvinnu af hálfu skylduhermanna (er gengu jafnvel svo langt að skemma hergögn sín) átti sinn þátt í að síðasta upp- reisnartilraun hersins í Al- sír misheppnaðist. Það var ekki fyrr en í októberlok að farið var að gera tilraun til að skipuleggja þessa andstöðu við öfgamennina. Blaðamenn í París hafa fengið nokkra flug miða, sem eru undirskrifaðir „OCC“, og tveir eða þrír slík ir flugmiðar hafa sézt í Alsír, en ekki er talið að hreyfing- in hafi gripið um sig að marki. Hinn óbreytti her- maður verður alltaf fórnar- lamb kringumstæðnanna, og því fjandsamlegri sem hann er öfgamönnunum því meira vantraust ber hann til de Gaulle fyrir það, hve lengi hann hefur látið stjórnazt af þeim. Að minnsta kosti hafa foringjar OAS lært af mis- tökunum í apríl síðastl. og segja, að eftir stofnun „fransk alsírska lýðveldisins“ verði skylduhermenn fluttir heim og í þeirra stað komi Alsír- fæddir varaliðar og ung- menni. Vonir Salans Birgðavandamálið er erfið- ara. De Gaulle yrði kjark- meiri en Pierre Pflimlin 1958 og myndr ekki hika við að setja viðskiptabann á Alsír. Salan hershöfðingi býst við að geta fengið nægilegt af nauðsynlegustu hlutum til að koma hinu nýja lýðveldi yfir fyrsta mánuðinn frá Spáni, Portúgal, Suður-Afríku og ef til vill Belgíu og Suður- Rhodesíu. Hann vonast einn- ig eftir formlegri viðurkenn- ingu frá stjómum flestra þessara ríkja, og hann mun reyna að fá viðurkenningu Bandaríkjanna og Samein- uðu þjóðanna. Hann vonast eftir, að geti hann þraukað fyrsta mánuðinn muni áróð- ursmenn í Frakklandi sjálfu geta blíðkað almenning svo, að viðskiptasamband verði tekið upp aftur við Alsír. — Sennilegt er, að yrði „fransk- alsírskt lýðveldi" fyrir árás Arabaríkjanna þegar hér væri komið yrði samúð Frakka með því. Hreyfingin sem vill franskt Alsír hefur síðan 1958 átt erfiðara uppdráttar í Frakk- landi vegna réttlætanlegra grunsemda um að hún vildi koma sams konar ástandi á í Frakklandi sjálfu og ríkt hef ur í Alsír og þrengja ný- fasistiskum stjórnarháttum upp á frönsku þjóðina til að bjargast frá afleiðingum mis- taka sinna í Alsír. Salan hers höfðingi leggur nú mikla á- herzlu í yfirlýsingum sínum á, að hann sé lýðveldissinni í hjarta sínu, meira að segja sé hann að vernda lög lýð- veldisins, þvl að de Gaulle hafi þverbrotið stjórnarskrá þess með því að bjóða Alsír- búum sjálfsákvörðunarrétt. Salan hefur tekið upp and- stöðu gegn hinum æstustu nýfasistum og lærisveinum Mao Tse-tung, sem stóðu fremstir í flokki í Alsír í maí 1958, og hann samþykkti þá ákvörðun Francos að skerða frelsi Pierre Lagaillardes og fleiri æsingamanna í október síðastl. Þessar aðgerðir Francos voru gerðar eftir beiðni de Gaulle, gegn því að lagðar væru hindranir fyrir starf- semi spánskra lýðveldissinna í Frakklandi, en ekki fyrr en hann hafði fengið sam- þykki Salans. Franco vill gjarnan hafa nána samvinnu við Evrópumenn í Alsír, ef þeim tekst að ná sjálfstæði, einkum eftir að vinátta hans og Arabaríkjanna kólnaði eft ir deilu við Marokkó um olíu réttindi á mörgum Spánsku Sahara. Ferðafrelsi Salans og manna hans í Alsír, svo og hitt, hve vel þeim gengur að útbýta flugritum, útvarpa ó- löglega og safna fé sýnir allt, hve mikinn stuðning þeir eiga hjá opinberum embætti3 mönnum og hernum. En ein- hvern daginn handtaka lög- hlýðnir hermenn þá ef til vill, eða skjóta þá, og þá brestur síðasta von landnem- anna eins og sápukúla. Brotnar vonir Hvort sem Salan lifir til að stofna lýðveldi sitt eða ekki er augljóst nú, að gaull- istastjórn Frakklands hefur engin vandamál leyst. Ekki er nóg með, að ástandið í Alsír sé verra en 1958. Frakk land hefur aldrei verið eins einangrað í alþjóðamálefn- um. Á efnahagssviðinu naut de Gaulle í þrjú ár heil- brigðrar fjárfestingar og á- ætlana fyrirrennara sinna, svo og íhaldssemi og stefnu- festu fyrsta fjármálaráðherra síns, Antoine Pinay, einnar af traustustu stoðum fjórða lýðveldisins. En á þessu sviði er hernaðar- og „orðstírs“- kostnaður að rífa upp gömul sár, og verðbólga, dýrtíð, órói í iðnaði og verkföll eru aftur komin á forsíður blaðanna. Jafnvel hinir trúgjömustu er lendu stjórnmálafréttaritarar, sem búnir eru að gleypa á- róður gaullistanna hráan í þrjú ár eru farnir að játa, að í stað stjórnarkreppanna, sem tröllriðu fjórða lýðveld- inu hafi hið „trausta“ fimmta lýðveldi haft í för með sér stjórnarbrölt í hernum, sem er enn hættulegra. 1 miðjum desember gaf hinil trausti, íhaldssami kaþólski flokkur, MRP, út eftirfarandi yfir- lýsingu: „Frakkland er í hættu. Af- brot hérmdarverkamanna fara sívaxandi, ofbeldi er ekki refsað, öfgamenn eru að leiða þjóðina til borgarastyrj- aldar, og stjórnleysi ógnar ríkinu.... Til að vinna bug á ofbeldisverkum og tryggja frið í landinu er nauðsyn- legt að mynda stjóm, sem hafi í raun og veru umboð og traust þjóðarfnnar.“ Einmitt svona var ástand- ið, þegar de Gaulle tók við völdum. H afnarfjörður Símstöðin í Hafnarfirði flytur afgreiðslu sína og skrifstofur í hið nýja hús póst- og síma við Strand- götu 26, sunnudaginn 14. janúar 1962. Frá sama tíma leggst öll afgreiðsla niður í gömlu símstöðinni að Austurgötu 11. _ Stöð varst jóri t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.