Morgunblaðið - 13.01.1962, Síða 17

Morgunblaðið - 13.01.1962, Síða 17
Laugardagur 13. jan. 1962 MORGVNBLAÐIÐ 17 IVIæst stærsta stjómmálafélag landsins aiTSTJÓRAR: BJRGIR ÍSU GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON Heimdallur skipuleggur Nýr félagi. Ég undirrit(afíur) (uft) óska að gerast félagi í Heim- dalii, félagi ungra Sjaiistæöisnianna. NAFN:................................ F.d.: .... HEIROU:............................. SÍMI: .... VINNUSTAÐUR.................... SKÓLI: ......... Póstsendist til skrifstofu Heimdallar, Suðugötu 39. veirarstarf sitt Öflug og blómleg starfsemi Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykja- vík hefur að undanförnu ver- ið að undirbúa ítarlega starfs áætlun fyrir veturinn. All- margar nefndir hafa starfað að því verkefni innan félags- ins undanfarnar vikur, stjórn félagsins hefur setið á rök- stólum og í fyrrakvöld var haldinn fundur í 62 manna fulltrúaráði, þar sem endan- lega var gengið frá áætlun- um um væntanlegt vetrar- starf. Æskulýðss.iðan sneri sér til framkv.stjóra Heimdallar, Ragn- ars Kjartanssonar, til að fá upp- Týsingar um starfsemi félagsins, Og verður hér á eftir getið nokk- urra aðalatriða úr starfinu. ★ Starfið að undanförnu. Aðalfundur Heimdallar var ihaldinn 16. október sl. Sú stjórn er þar var kosin, skipaði fljótlega 12 nefndir sér til aðstoðar og ráðuneytis um einstalka þætfci félagsstarfsins. Veigamesta starf- ið fram að áramótum var starf- semi nokkurra leshringa í ýms- um greinum á vegum félagsins. t’ar voru tekin fyrir undir leið- eögn færustu manna ýmsir þættir þjóðmálanna, t.d. efnahagsmál, kommúnismi, utanríkis og al- þjóðamál svo og bókmenntir og listir. Þátttaka í þessari starfsemi var eins mikil og mögulegt var. Alls hafa um 9 leiðbeinendur starfað með leshringunum. Þessi starfsemi heldur áfram nú eftir áramótin. Þá eru á vegum félagsins svo nefndir klúbbfundir á þriggja vikna fresti, þar sem einstök mál eru tekin til umræðu. Þeir fund- ir hefjast að jafnaði kl. 12.30 á laugardögum. Alls hafa fjórir slíkir fundir verið haldnir það sem af er þessum vetri. Af skemmtistarfi má nefna bingó- kvöld, vetrargleði og jóladans- lei'k. Þá ihefur verið haldinn um- ræðufundur um hlutleysisstefn- una. Sá fundur var í hópi um- ræðufunda um alþjóðamlál, sem félagið hefur beitt sér fyrir. ★ Setustofa. Á s.l. hausti voru gerðar all- miklar breytingar á húsnæði fé- lágsins í Valhöll. Ný hiúsgögn voru keypt, teppi sett á gólf o.s. frv. og er nú húsnæði félagsins hið vistlegasta. í framfcíðinni er fyrirhugað að koima þar upp safni bóka og tímarita um stjórnmál auk þess, sem dagblöðin liggja þar að jafnaði frammi. í setusbof unni mun ennfremur verða efnt til ýmiskonar tómstundastarf- semi, spilað bridge, tetflt, hljóm- plötukynningar, föndur kvenna o.s.frv. ★ Starfsáætlunin. Sé litið til hinnar nýju áætl- unar um starfið á vetrinum má sjá, að þar kennir margra grasa. Ráðgert er áfnamlhalld klúlbb- og verið hefur. Þá eru fyrir- hugaðir a.m.k. 4 umræðufundir félagsmanna, þar sem rætt verð- funda á þriggja vikna fresti, eins ur um ýmis efni, m.a. alþjóðamál. Þá er ráðgert að sérstakur mál- fundaklúbbur starfi innan fé- lagsins mánuðina febrúar og marz. Sérstök kvikmyndakvöld hef jast á næstunni og verða hald- in á þriggja vikna fresti og verða þ'au auglýst jafnóðum. ★ Nýjung í félagsstarfinu. Meðal nýmæla, sem fyrirhug- uð eru í félagsstarfinu má nefna, að ákveðið hefur verið að efna til svo nefndra kvöldráðstefna, Heimdallar. Ráðgert er, að á slíkum ráðstefnum séu tekin fyrir ýmis grundvallarmál, sem búast má við, að skiptar skoð- anir séu um meðal ungra Sjálf- stæðismanna. Form þessara ráð- stefna verður það, að ráðgert er að þaer hefjist kl. 6 e.h. og verði þá flutt framsöguerindi. Því næst snæði þátttakendur saman kvöldverð, en að honum loknum verði síðan flutt annað framsögu- erindi. Að lokum er fyrir- hugað, að frjálsar umræður fari fram. Fyrsta kvöldráðstefna Heimdallar verður væntanlega um mánaðarmótin janúar-febrú- ar. Þá verður tekið til umræðu efnið: „Er það hlutverk ríkis- valdsins að jafna þjóðartekjun- um milli þegnanna? Hér er um mjög yfirgripsmikið efni að ræða, sem grípur á ýmsum fyrir- bærum í þjóðfélaginu, t.d. hversu langt eigi að ganga í almanna- tryggingum, hvernig skattaálagn- ingu eigi að vera háttað o.s.frv. Frummælendur á þessari fyrstu ráðstefnu verða þeir dr. Gunnar G._ Sohram ritstjóri og Jóhann Ragnarsson hdl. Er þess að vænta að nýbreytni þessari verði vel tekið. ★ 35 ára afmæli. Þ. 16. febrúar n.k. á Heimdall- ur 35 ára afmæli. Verður þessa Ragnar Kjartansson, framkvæmdastjóri Heimdallar. (Ljósm.: Birgir Thomsen) afmælis minnst á veglegan hátt. Haldið -verður sérstakt afmæl- ishóf í Sjálfstæðishúsinu laugar- daginn 17. febrúar og gefið verð- ur út sérstakt rit í tilefni^afmæl- isins. Verður það ekki afmælis- rit í því formi, sem félagið hetf- ur áður gefíð út, heldur greina- safn um utanríkis og alþjóðamál eftir innlenda og erlenda hötf- unda. Hér hefur aðeins verið direpið á nokkur atriði úr fjölbreyttri starfsáætlun félagsins. Til við- bótar má nefna hraðsbáksmót og fjöltefli. Ennfremur sérstök bridge-kvöld í keppnisformi rríeð nýstárlegu sniði. Sérstök fönd- urkvöld eru ráðgerð fyrir kon- ur, ennfremur kynnisferðir í fyrirtæki og stofnanir og átfram- hald lesringa. ★ Blómlegt starf. Að þessu sinni verður upp- talning þessi að nægja. Þó má geta þess t.d. að ýmiskonar startf- semi er fyrirhuguð vegna væntan legra borgarstjórnarkosninga, fundahöld, útgáfustarfsemi o.fl. Atf þessu má sjá, að félagisstarf- semi í Heimdalli er öfliug og blómleg, enda félagið stæirsta stjórnmálafélag ungs fólks á landinu og næst stærsta stjprn- málafélag landsins. Kemur næst á eftir Landismálafélaginu Verði að félagatölu. Geta má þess, að frá því að aðalfundur var hald- inn síðast — þ.e. á tæpum þrem- ur mánuðum hafa á annað hundr- að félagar bæzt í hópinn. Sá hópur ungs fóliks stækkar því stöðugt, sem fylkir sér undir merki félagsins til baráttu fyrir hugsjónum Sjálfstæðisstefnunn- ar — hugsjónum unga fólksins. Hér á síðunni birtist úrdráttur úr starfs- áætlun Heimdallar, F.U.S. Eins og sjá má boðar stjórn Heimdallar öflugt og blómlegt vetrarstarf. Heimdallur vill gefa sem flestum kost á að gerast félagar og taka þátt í starfsemi fé- lagsins. Meðlimir félagsins geta orðið allir Sjálf- stæðismenn á aldrinum 16—35 ára. Við hvetjum alla unga menn og konur, sem aðhyllast stefnu Sjálfstæðisflokksins, sjálf- stæðisstefnuna að gerast félagar Heimdallar, F.U.S. og stuðia þannig að framgangi þessarar stefnu. STJÓRN HEIMDALI AR, F.U.S. Þessi mynd var tekin a skrifstofu Heimdallar eitt kvöldið í vikunni. TlnniA -sv nndirbúningi vetrarstarfsins. (Ljóism. JVlbl. Sveuui vormódsson) FÉLAGSMENN HEIMDALLAR Munið klúbbfundinn í Sjálf- stæðishúsinu kl. 12,30 í dag. ÆSÍSAM ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRÁ SJÁLFSTÆÐISMANNA \ T*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.