Morgunblaðið - 17.01.1962, Side 3

Morgunblaðið - 17.01.1962, Side 3
Miðvikudagur 17. jan. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 3 i ■ SEX sjúklingar hafa látizt úr bólusótt í Englandi og er nú veikin einnig komin til Otley, sem er um 15 km frá Brad- ford og til Birmingham. t fyrradag voru hafnar um- fangsmiklar ráðstafanir í Bradford og nágrenni til þess að komast fyrir veikina og þann dag 100 þúsund manns bólusettir. Brezku blöðin skrifa mikið um veikina. The Daily Teie- graph segir m. a., að einn af þingmönnum íhaldsflokksins brezka Dr. Donald Johnson frá Carlisle hafi ákveðið að leggja til við þingið, að bolu- setning við kúabólu verði aft- ur lögleidd í Bretlandi, en hún var numin úr lögum árið 1948. Skyldubólusetning var fyrst lögboðin í Bretlandi árið 1853, en var ekki að fullu komin til framkvaemda fyrr en 1858. Árið 1947 var svo komið, að minna en 40% brezkra bama voru bólusett, sökum mótþróa foreldranna. í>á var ákveðið að nema skyldi bólusetningu úr lögum, en menn gátu eftir sem áður fengið bólusetningu endurgjaldslaust ef þeir ósk- uðu. Þá þegar fjölgaði bólu- setningum og á árinu 1960 voru um 41,3% barna á fyrsta ári bólusett. ★ - ★ Þegar á laugardag var haf- izt handa um bólusetningu í Bradford. Eftir helgina var einangrað svæði sem tók yfir bæi og þorp í 80 km fjarlægð frá Bradford. Innan þess svæðis var hjúkrunatikonum og læknum skipað niður með birgðir bóluefnis. í fyrradag voru 100 þúsundir manna bólusettar. Menn hafa staðið í löngum biðröðum og beðið eftir bólusetningu og í kirkj- um var beðið sérstaklega fyr- ir sjúkum. í gær lézt fimmtugur mað- ur í Otley, 15 km frá Brad- Fólk flykkist þúsundum sairan til bólusetningar i Bradford. Sex látnir úr bólu í Englandi Bradford og nágrenni einangraðar ford, að öllum líkindum af bólu. í Oakwell-sjúkrahúsinu í Birstall eru átta sjúklingar, sem taldir eru með bólu — þeirra á meðal hjúkrunarkon- ur, forstöðukona sjúkrahúss- ins og tveir læknar. Annar læknirinn hafði gert krufn- ingu á líki lítillar telpu, er lézt úr bólu. í Glascow var gerð ítarleg rannsókn á þrjú þúsund Pak- istönum, sem búa 1 borginni og fannst ekkert. sem benti til bólusóttar. Veikin hefur heldur ekki borizt til Skot- lands en í Edinborg eru menn vel á verði. Á sunnudag kom flugvél frá BEA-flugfélaginu frá Amster- dam með 48 farþega. Þar á meðal voru átta Pakistanar er kvörtuðu um lasleika. Var farþegum haldið í klukku- stund um borð í vélinni. með- an þeir gengust undir læknis- skoðun. Farþegum öllum var boðin bólusetning, en aðeins tveir þáðu. í Birmingham eru 27 menn undir ströngu eftirliti, þar á meðal læknir, Dr. W. A. McLennan, sem kaldaður var til Pakistansbúans, sem fyrst- ur kom með veikina. Tveir Pakistanar komu þangað frá Frankfurt á föstu- dag, en annar þeirra er sagð- ur á leið til Cardiff í Wales. Víðast um heim hefur verið ráðið niðurlögum þessa skæða veirusjúkdóms — en þó hefur bólusóttin lengst af haldist við líði í Indlandi Síam, Mal- aya og í Kína og af og til stungið sér niður í Panama. Sóttin hefur geysað í Pakistan undanfarnar vikur og mánuði og hafa þar látizt 260 manns. SCOTTISH n aii v vr v im ir cc M Enn er leitað án árangurs Átta flugvélar leifuðu að Neptunevél- inni á Crœnlandi í gœr LEITINNI aS hinni týndu bandarísku flugvél var enn hald- ið áfram í gær. Leituðu þá átta flugvélar, en án árangurs. Leit- in beindist nú einkum að austur- atrönd Grænlands, frá Scoresby- •undi að Angmagssalik, og leit- uðu flugvélarnar um 100 kíló- metra inn í landið. Flogið var umhverfis fjallatinda, og leitað, •n ekkert kom í ljós, enda erfitt um vik að sjá nokkuð á jörðunni vegna þess hve mikill snjór er nú með ströndinni. Blandast þar saman klettar og snjór þannig að erfitt er að sjá nokkuð greini- lega úr lofti. Veðurskiiyrði til leitar voru fremur hagstæð. í birtingu í dag ieggja flugvélar enn af stað að leita hinnar týndu Neptuneflugvélar, sem hvarf sl. föstudag, svo sem kunnugt er. _____Famlfe qttctte up HK vaccinations ■ 'RING ROUND FÉAR CITY flfliii ffiCh '_____ Hehind : SBH§W,bv twedv ‘ Forsíðufregn The Scottish Daily Express á þriðjudag. Rok á Vesturiandi og landlega á Akranesl AKRANESI, 16. jan. Gríðar- rok á norðaustan var inni á Hval- fjarðarströnd í nótt, vafalaust 11—12 vindstig, og raunar í báða firði, því að í birtingu sóst, að Borgarfjörð skóf eins og lausa- mjöll. Hér er á milli vinda í þess- ari átt. Hér er þriðji landlegudagurinn í dag. — Oddur. STAKSTEIMR Verklcgar franikvæmdir m Af greinargerð þeirri, sem Morgunblaðið birti í gær, kemur það greinilega i ljós, að árið 1962 mun stærri hluti heildarútgjalda ríkisins ganga til verklegTa fram kvæmda en árið 1958, er var síð- asta valdaár vinstri stjórnarinn- ar. Samtals munu 40.5% af heild arútgjöldunum ganga til verk- legra framkvæmda á þessu ári í stað 39,4 % árið 1958. Framlög til verklegra framkvæmda hafa hækkað um tæp 65% en rekstrar útgjöldin um rúm 60%. Það er af þessu auðsætt, að framkvæmdir ríkisins hafa síður en svo dregizt saman, eins og Framsóknarmenn og kommúnist ar staglast sifellt á. Hinsvegar hefur nokkur árangur orðið af ráðstöfunum, sem miða að spana aði í rekstri ríkisstofnana. Sjáifstæðismenn hafa fullan skilning á nauðsyn verklegra framkvæmda, svo sem samgöngu bóta og hafnarbóta. Fyrir sjávar siðuna er það mjög þýðingarmik ið að haldið sé áfram að bæta hafnar- og lendingarskilyrði þar sem sjór er sóttur. Á sama hátt er það mikilvægt fyrir sveitimar að vegakerfið sé sem fullkomn- ast, en góðir vegir eru einnig mik ið hagsmunamál kaupstaða og þorpa, sem fá mjólk og ýmis önn ur nauðsynlegustu matvæli sin frá fólkinu í sveitinni. Kommúnistar styðja árásaröíUn „Friðarsinnarnir“ í kommúnisfa- flokknum styðja allsstaðar árásar öflin. Þeir voru feikiglaðir, þeg- ar Indverjar hófu styrjöld gegn Portúgölum í Góa og nú gleðjast þeir ákaflega við tilhugsunina um væntanlega innrás Indónesíu manna í Nýju Guineu. 1 Suður- Víetnam og Laos halda kommún- istar sjálfir uppi blóðugum skæruhernaði og fjöldamorðura. Umboðsmenn hins alþjóðlega kommúnisma hér á íslandi eru svo einfaldir að þeir halda að þeir geti talið íslenzku þjóðinnl trú um þad að kommúnisminn sé friðarstefna. Þeir draga fána hlutleysis við hún og marka dúf ur á skjöld sinn. Síðan halda þeir að íslenzkur almenningur þurfi ekki frekar vitnanna við um friðarvilja þeirra! En þetta er hinn mesti mis- skilningur. Yfirgnæfandi meiri- hluti íslendinga sér ailsstaðar glitta í úlfshárin undir þeirrl sauðargæru, sem kommúmstar hafa breitt yfir sig, Aðfarirnar gagnvart Finnum Aðfarir Rússa gagnvart Finn- um eru ein gleggst sönnunm um það, hvernig kommúnistar haga sé. gagnvart smaþjóðum. Nikita Krúsjeff hikar ekki við að hóta Finnum hörðu, ef þeir leyfi sér að kjósa forseta öðru vísi en Rúss um fellur í geð. Hann lætur Kekk onen Finnlandsforseta elta sig austur í Síberíu til þess að gTát- biðja sig um að krefjast ckkj að nýju herstöðva í Finnlandi. Krú- sjeff reynir á alla lund að hafa áhrif á finnsk stjórnmál og hikar jafnvel ekki við að hóta Norð- mönnum og Dönum harðræði, ef þeir halda áfram varnarsam- vinnu sinni við aðrar vestræuar lýðræðisþjóðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.