Morgunblaðið - 17.01.1962, Side 9
Miðvikudagur 17. jan. 1962
MORCVNBLAÐIÐ
9
Aramdtahugleiðingar
úr Austur-Skagafirði
EF við látum hugann reika yfir
viðburði ársins 1961, verður
manni á að staldra við og hug-
ieiða, hvað hefir merkilegt skeð
sem vert er að rifja upp. Tíðar-
far er ofarlega í huga, þar sem
það er snar þáttur í afkomu og
iíðan fólksins. Veturinn 1960—
1961 var snjóléttur og bsendum
yfirleitt hagstæður, en vorhret
síðast 1 maí gerði strik í reikn-
inginn þar sem þá snjóaði víða
niður að sjó. Eitthvað af fé fennti
hjá þeim bændum, sem þá voru
búnir að sleppa í fjöll og í haust
heimtist af fjalli margt af lamb-
iausum ám.
Víða þurfti að beita sauðfé á
tún fram eftir vori. Af því leiddi
að sláttur byrjaði víða mjög
síðla, sérstaklega í Fljótum og
dölum fram, jafnvel var sums
staðar ekki byrjað fyir en uixdir
mánaðamót júlí—ágúst. Hjá
þeim bændum varð heyskapur
líti'll og lélegur og náðu sumir
ekki síðustu heyjum fyrr en í
öktóber. Heir, sem fyrr byrjuðu
fengu meðalheyfeng og sumt af
því sæmilega verkað.
Góð tíð var í haust þar til síð-
ast í nóvember að gerði aftaka
veður með einu mesta stórbrimi,
eem menn muna. Skemmdir urðu
þá miklar og fjártjón nokkurt.
Mun allvíða vanta 2—10 kindur
é bæ eftir þetta áfelli.
Framkvæmdir
Verklegar framkvæmdir voru
frekar litlar, og þá aðallega úti-
húsabygging. Víða er aðkallandi
©rðið að stækka eða endurbæta,
því að smátt og smátt stækka
menn bú sýn samhliða aukinni
ræktun. Búnaðarsamband Skag-
firðinga leigði út 5 jarðýtur og
eina skurðgröfu. Vélar þessar
eru mjög afkastamiklar en dýrt
þykir sumum drottins orðið eða
um og yfir 300 kr. á vinnustund
og leggja bændur til allt brenni.
Vegagerð
Vegagerð skilar hægt áfram
finnst okkur. Var aðallega unnið
í Siglufjarðarvegi í Stýfluhólum
©g á Almenningum. Á leið til
Haganesvíkur eir ennþá ófull-
gerður kafli á hreppamörkum
Fells og Haganeshrepps, en um
leið og nokkur snjór kemur er
þarna mjög torfært. Annars
eegja Fljótamenn nú að þó alls
staðar sé bilfært þá sé illfært eða
ófært að fara um veginn hjá
Ketilási.
Sá vegur, sem nú er fullgerður
á Siglufjarðarleið er kominn að
Sandósi við Haganesvlk. Er ágæt-
ur og reynist öruggari vetrar-
vegur en jafnvel fram í héraðinu
þó þar sé stórum snjóléttara.
Ef nokkuð getur bjargað byggð
í Fljótum er það góður vegur
samfara aukinni ræktun og bú-
stofni til aukinnar framleiðslu,
en nú eyðist byggð í þessari sveit
svo að til vandræða horfir.
Varzla við veginn
Góðir vegir eru vitanlega
fyrsta sporið til bættrar afkomu
og velmegunar fólksins hvar sem
er á landinu, en þó ekki sízt í
strjálbýlinu og í útsveitum. Með
hverju ári eykst þörfin, enda er
umferð stærri og minni farar-
tækja orðin mjög mikil. í viðtali
við brúarvörð við Austur-Hér-
aðsvatnabrú, Þorstein Björnsson,
sem er mörgum kimnur að
góðu og sjálfsagt einn af
samvizkusömustu starfsmönnum
þessa lands, segir hann að frá
maí fram í október hafi 12717 bíl-
ar farið yfir brúna á móti 12235
árið 1960. Þorsteinn byrjar þarna
vörzlu um sumarmál eða þegar
fé fer eitthvað að ganga um, því
alltaf leitar það mikið austur yf-
ir og höfum við til varúðar girð-
ingarhólf austan við brúna. Vakt-
in er dag hvern á sumrin frá
7% til miðnættis. Um nætur þarf
að athuga við hvern bíl, sem fer
um hvort hliðinu sé lokað. Um
helgar, þegar samkomur eru, og
ævinlega þegar eitthvað er um
að vera, sem eykur næturum-
ferð, þarf að vakta við að hleypa
bílunum í gegn. Varzlan hefir
gengið vel, aldrei nein óhöpp
hent, og vegfarendur allir prúð-
ir og kurteisir.
Skemmtanalíf
1 beinu framhaidi af umferð-
inni um vegina vii ég lítillega
minnast á böllin og skemmtana-
lífið, sem er allmikið breytt frá
því sem áður var. Bílarnir skapa
þá möguleika á að fólkið ferðist
til fjarlægra staða til að skemmta
sér, já, fer jafnvel síður á sam-
komur, sem haldnar eru í þeirra
byggðarlagi. ölvun er náttúrlega
mikil á þessum samkomum ali-
flestum, en óspektir ékki að jafn
aði mjög miklar, þó virðist vera
undantekning, sem næstum er
orðin venja, að á gamlaárskvöld,
sjómannadaginn og á sumarmóti
á Vallabökkum er svo mikil ölv-
un að illkleift reynist fyrir lög-
regluna að halda uppi reglu. Hef-
ir jafnvel borið á að ölvaðir
menn hafa gert aðsúg að lög-
gæzlumönnum, sem hefir svo
komið þeim illilega í koll aftur.
Illt er að mér finnst að margt af
aðstandendum þessara uppvöðslu
manna draga þeirra taum og
telja óþarfa að lögregla sé að
skipta sér af brjálæði þeirra, sem
hæglega gæti af hlotizt limlestun
eða jafnvel verra.
Sæmlleg afkoma
Afkoma alls almennings hygg
ég að sé sæmileg. Munu þó sjó-
menn og verkafólk í Hofsósi
standa betur að vígi en bændur
þar sem fiskafli á Hofsósi hefir
verið mjög sæmilegur og atvinna
verkafólks nægileg. Frá kaup-
túninu eru eingöngu gerðir út
trillubátar að undanteknum ein-
um dekkbáti. Fyrir ekkj meira
e 300 sálna þorp munar nokkru
að á annað hundrað tonn af fiski
hefir verið lagt þar upp meira
e 1960. Inniegg bænda mun einn-
ig vera nokkuð meira þar sem
á annað þúsund fjár fleira var
slátrað í haust en 1960. Meðal-
þungi dilka var þó lítið eitt lak-
ari í haust. En yfirleitt held ég
að fólkinu liði vel og neiti sér
ekki um nauðsynjar. Hitt er ann-
að mál að lítið má út af bera
hjá öllum fjöldanum svo ekki
verði erfiðleikar. Nokkuð er um
fjárfestingu í vélum og jafnvel
bílum en víðast aukast þá skuld-
ir sem því svarar. Heilsufar í
héraðinu má heita gott, hettusótt
hefir þó stungið sér niður en
ekki alvarleg að sögn héraðs-
læknis. Alltaf eru nokkur brögð
að fjárpestum, t. d. hefir gam*»
veiki komið upp í Hofshreppi 4
þessu ári en fram hefir hún kom-
ið undanfarin ár í Akrahreppi.
Kúafaraldur er líka mjög víða
sem oft kemur illa við margan
bóndann þar sem oftast vilja
veikjast beztu kýrnar, sem lík-
legast eru viðkvæmastar.
Síðastliðið vor misstum við
héraðslækni okkar, Guðmund
H. Þórðarson sem fluttist í
Stykkishólm. í sumar var hér
Lárus Helgason Ingvarssonar frá
Vífilsstöðum, efnilegur ungur
maður, sem nú er við framhalds-
nám í Svíþjóð. 1. okt. fengum
við svo annan ungan efnilegan
lækni Ólaf örn Arnarson, sem
ráðinn er hér í eitt ár. Ef til vill
má segja að þetta hérað sé ekki
með beztu héruðum, en efnalega
hafa læknar komizt hér vel af og
svo heppin höfum við verið að
alltaf höfum við haft afbragðs
lækna — ágæta menn, sem alltaf
hefir verið eftirsjá að.
Og nú er 1962 að byrja. öll
erum við blind á það, sem fram-
undan er, sem betur fer er bezt
að segja. En hver er sinnar gæfu
smiður, og ef við reynum öll að
gera okkur bezta, reynum að
vera góðir og nýtir borgarar okk-
ar kæra lands þá held ég að við
getum vonað hið bezta.
Gott og farsælt nýjár.
Vélritun
Viljum ráða strax vana stúlku til vélritunar og ann-
arra skritstofustarfa, enskukunnátta nauðsynleg.
SÖLUMIÐSTÖÐ HRAÐFRYSTIHÚSANNA
SÍMI 2-22-80.
Stúlka vön
afgreiðslus törfum
óskast á veitingastofu hér í bæ (sjálfsafgreiðsla)
Tilboð ásamt uppl. um fyrri störf og kaupkröfu
sendist Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt: „Dugleg — 7154“.
Bjöm í Bæ.
Volkswagen 1961
ekinn 4.500 km. til sólu. Upplýsingar í síma 10895
til kl. 13 og eftir kl. 18 í dag.
Til solu
Sælgætis og tóbaksverzlun. Tilboðum sé skilað fyrlr
mánudaginn 21. jan. merkt: „Góður staður — 7772“.
Unglinga
vantar til að bera blaðið
út í eftirfarandi hverfi:
FJÓLUGÖTU
KLEPPSVEG
TJARNARGÖTU
Vörugeymslur okkar eru fluttar að
Suðurlandsbraut 4
Sími 38300 eftir lokun 38304 og 38305
Benediktsson
f