Morgunblaðið - 17.01.1962, Blaðsíða 13
Miftvikudagur 17. jan. 1962
MORGVNBLAÐIÐ
13
Húsið var rang-
íega staðsett
N Ý L E G A var kveðinn upp í
Hæstarétti dómur í máli, er
þeir Sigurður Ármann Magnús-
son og Stefán Einarsson, báðir
í Reykj avík, höfðuðu gegn
Reykjavíkurbæ til greiðslu
skaðabóta að upphæð kr. 67.-
700.00 auk vaxta, matskostnaðar
og málskostnaðar.
Stefndu reistu dómkröfur sín-
ar á því, að við byggingu húss
þeirra nr. 90 við Miklubraut
hafi þau mistök orðið, að húsið
reyndist ranglega staðsett,
þannig að það sé 58 cm neðar
en vera ber, miðað við götu-
hæð. Töldu stefnendur, að mis-
tök þessi væru að kenna starfs-
mönnum Reykjavíkurbæjar og
beri stefndi því fébótaábyrgð á
tjóni því, sem þeir hafa beðið
yegna mistakanna.
Tjónið hafi í fyrsta lagi verið
í því fólgið, að sprengja hafi
þurft mikla klöpp í grunni
hússins, til þess að koma því
niður í þá hæð, sem mælinga-
menn bæjarins hafi gefið upp.
Jafnframt hafi komið í ljós,
þegar langt var komið að grafa
fyrir húsinu, að mjög erfitt
myndi vera að fá nægan halla á
skolprörum í gólfplötunni út í
holræsið í götunni. Hafi því ver
ið farið fram á það við bæjar-
yfirvöld að fá að hækka húsið
um a. m. k. 15 cm, en þeirri
málaleitun hafi verið synjað.
í öðru lagi töldu stefnendur,
að hin ranga staðsetning húss-
ins hafi haft mikinn aukakostn-
að í för með sér í sambandi við
frágang á lóð og girðingu um
hana. Kveðast þeir hafa þurft
að grafa lóðina mikið niður, til
þess að ná henni niður fyrir
kjallaraglugga að sunnanverðu.
Lóðin sé einnig miklu lægri en
göturnar í kring, hlaða hafi
þurft snyddukant meðfram
Stakkahlíðinni, sem sé á annan
meter á hæð, og ennfremur sé
mikil hætta á því að vatn
Standi á lóðinni mikinn hluta
vetrar, þannig að illmögulegt
verði að rækta hana upp. Bentu
stefnendur á, að í stórrigning-
um hafi vatn flætt inn um kjall
arainnganginn og jafnvel inn
rnn kjallaraglugga.
Loks töldu stefnendur, að hús
ið hefði rýrnað allverulega í
verði vegna hinnar röngu stað-
setningar.
Yfirmatsmenn framkvæmdu
mat og virtu framangreind at-
riði til peningaverðs á kr. 67,-
700.00.
Reykjavíkurbær vefengdi, að
umrætt hús væri of lágt stað-
sett og krafðist sýknu af kröf-
um stefnenda. Jafnframt hélt
stefndi því fram, að jafnvel þótt
mistök hefðu orðið á staðsetn-
ingu hússins, þá verði starfs-
mönnum bæjarins ekki um þau
kennt og því bæri Reykjavíkur-
bær ekki fébótaábyrgð á þeim.
Húsið nr. 90 við Miklubraut
var byggt í samstæðu við hús-
in nr. 88 og 86 við sömu götu
og með grunnfleti húsanna allra
í sömu hæð. Undir rekstri máls
þessa fyrir héraðsdómi var leit-
að áhts sérfræðinga á staðsetn-
ingu húss þessa auk þess, sem
dómendur fóru sjálfir á vett-
vang. Með tilliti til þess kom-
ust dómarar að þeirri niður-
stöðu, að sannað þætti, að hús-
ið nr. 90 við Miklubraut væri
58 eða 59 cm of lágt staðsett
miðað við götuhæð. Komst dóm-
urinn ennfremur að þeirri nið-
urstöðu, að mistök hefðu orðið
af hálfu starfsmanna bæjarins
um eftirlit með hæðaafsetningu
hússins. Stefndi ætti því að
bera fébótaábyrgð vegna þeirra
mistaka.
Lyktir málsins urðu því þær
í héraðsdómi, að Reykjavíkur-
bær var dæmdur til að greiða
stefnendum kr. 63.200.00 í skaða
bætur og kr. 13.200.00 í máls-
kostnað, þar með talinn mats-
kostnaður.
Reykjavíkurbær áfrýjaði máli
þessu til Hæstaréttar, en þar
urðu niðurstöður á sömu leið
og áfrýjandi dæmdur til að
greiða kr. 12.000.00 í málskostn-
að fyrir Hæstarétti.
Hafnarfjitrður
Til sölu íbúðir.
1 inbýlishús við Selvpgsgötu.
4ra herb. ný hæð við Álfa-
skeið.
3ja herb. kjallaraíbúð við
Tjarnarbraut.
3ja herb. einbýlishús við Norð
urbraut. Útb. kr. 50 þús.
Hef kaupanda að 3ja til 4ra
herb. íbúð. Útb. kr. 100 þús.
Árni Grétar Finnsson, lögfr.
Strandagötu 25, Hafnarfirði.
Sími 50771.
Viðtalstími kl. 5—7 síðdegis.
Dodge-Weapon
Nýkomið
transkt ullargarn
margar tegundir
og litir.
Skrifstofuhiisnæði
1—2. herb., 20—30 fermetrar
samlals, óskast strax í Austur
bænum. Tilboð með ölliun
uppl. sendist Mbl. fyrir viku-
lok, merkt: „7782“.
íbúð til sölu
Þriggja herbergja íbúðir til
sölu. íbúðirnar seljast til-
búnar undir tréverk og af-
hendast í júní-júM. Upplýs-
ir.gar k3. 8—10 á kvöldin í
sima 36070.
Góður Dodge Weapon af nýrri gerðinni óskast til
kaups. — Upplýsingax í síma 17990 eftir kl. 6.
Úfgerðarmenn
Skipasmíðastöðin NÖKKVI, Arnarvogi Garðahreppi
tekur að sér smiði á öllum stærðum fiskiskipa.
Erum að hefja smíði á 30 smálesta fiskibát.
Allar upplysingar í simum 15753 og 35286.
2 herb. og eldhus
óskast strax.
Upplýsingar í síma 19111.
Vil kaupa
verzlunarhúsnæði a góðum stað, hentugt fyrir kvöld
verzlun. Góð útborgun. Tilboð sendist Mbl. merkt:
„7771“.
á gluggatjaldaefnum í dag og á morgun.
Gluggar hf.
Hafnarstræti 1.
Caboon
nýkomið. 16—19—22 mm 4x8‘.
Kristjára Siggeirsson hf.
Laugavegi 13 — Sími 13879.
manna bíll!
Hann er 6dýr f rekstrl og
með loftkældri vél. Hann hedt-
ir sjálfstæða fjöðrun á hverju
hjóii og lætur vel að stjórn
við erfið skilyrði. Volkswag-
en-útlitið er alltaf eins og
varahlutaþjónustan góð og 6-
dýr og þvi era endursölu-
möguleikar betri. — VKRÐ
FRÁ KR. 1» ÞÚSUND.
ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN
Heildverzlunin H E K L A hf,
Hverfisgötu 103 Sími 11375.
(Teiknari: Árni G-)
Tilboð óskast
í Skipsflaldð M.s. Sæfara G.K. 224, þar sem það er
í skipasmíðastöð Daniels Þorsteinssonar & Co. h.f.,
Reykjavík og selzt skipsflakið í núverandi ástandi.
Tilboðum sé skilað fyrir hádegi á finimtudag 18. þ.m.
Vélbátaábyrgðafélagið Grótta
Báfur til sölu
Bátur 8^ tonn með 48 ha. lister dieselvél og Atlas
dýptarmæli til sölu strax. Báturinn er tilbúinn á
vertíð. Linu- og netjaveiðarfæri geta fylgt.
Upplýsingar gefur
JL.ÁUUS JÓNSSON Ólafsfirði. Sími 4.
Ferðafélag íslands
heldur kvöldvöku í Sjálfstæðis
húsinu fimmtudaginn 18. janúar
1962. Húsið opnað kl. 8.
*
i<
Fundarefni:
1. Sýnd verður litkvikmynd af
íslenzku fuglalífi tekin af dr.
O. S. Pettingill, dr. Finnur
Guðmundsson skýrir myndina.
2. Myndagetraun, verðlaun veitt.
3. Dans til kl. 24.00.
*
i<
Aðgöngumiðar seldir { Bóka-
verzlunum Sigfúsar Eymunds-
sonar og ísafoldar. Verð kr. 35.00