Morgunblaðið - 25.01.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.1962, Blaðsíða 1
20 síður Stærsti hópurínn síðan i ágúst s.l. ■ SI. laugardag lagði danskaf. skipið Erika Dan af stað frál ’ Kaupmannahöfn á leið til hafs/ > ins fyrir vestan Grænland,f l þar sem skipið mun verðaf > næstu þrjá mánuðina. Dm| % borð eru níu bandarískir vís-f | indamenn, sem framkvæmal munu rannsóknir á hafinu, f ^hinar fyrstu sem gerðar hafal ® verið að vetrarlagi. Leiðang-f urinn er gerður út af heims-f ’ k/unnri hafrannsóknarstofnunl > Woodshole Oceanographic In-f stitution í Massachusetts. Leiðf | angursstjóri er dr. L. V. Wort-X • hington. — Mynd þessi varf I tekin í Kaupmannahöfn fyrirl Mbl. skömmu áður en leið-1 % anguriron lagði af stað. Sýnir J> I" hún sex vísindamannanna um <| f borð í Erika Dan, og er dr.x SWorthington lengst til hægri.f Sjá bls. 3. | Vilja refsiað- gerðir gegn Kúbu Berlín, 2Jf. janúar. — (AP — NTB — Reuter) — í D A G tókst 28 íbúum Aust- ur-Berlínar að flýja yfir til Vestur-Berlínar, — en það er stærsti hópurinn, sem fer yfir borgarmörkin í einu síðan þeim var lokað í ágúst sl. — Fólk þetta var á aldrin- um 8 ára til 71 árs. Lögreglan fékk skipun um aS gefa engar upplýsingar um flóttann, en áður en sú skipun barst í réttar hendur hafði verið upplýst, að hér var um nekkr- ar fjölskyldur að ræða og fór fólkið ekki yfir múrinn sjálfan heldur yfir gaddavírsgirðingu, sem liggur á mörkunum á smá- svæði í útjaðri borgarinnar. Fimm flóttamannanna voru yfir sextugt, þar á meðal 71 árs gömul kona, sem varð að bera yfir mörkin, — sjö voru undir tvítugu. Yngst í hópnum var átta. ára telpa. Ungur maður úr hópnum fór fyrstur yfir mörkin og gerði að- vart vestur-þýzkum lögreglu- manni. Gáfu þeir síðan í sam- einingu hinu fólkinu bendingar um, hvenær því væri óhætt að fara yfir og hvenær það átti að leynast fyrir hervörðum. Er allir voru komnir yfir heilu og höldnu voru þeir flutt- ir til flóttamannabúðanna í Marienfelde. MnwMtnnMWNNnw Punta dlel Este, 24. jan. — AP — NTB: — Ráðstefnu utanríkisráðherra Ameríkurikjanna var haldið á- fram i Punta del Este í dag. — Fyrstur á mælendaskrá var utan- ríkisráðherra Colombiu sem hvatti mjög til þess, að öll stjórn mállaleg og efnahagsleg tenzl við Kúbu yrðu rofin. Colombia og Bandaríkin eru í forystu þeirra ríkja, sem vilja að til refsiaðgerða sé gripið gegn Kúbu. Brazilía, Argentína og Mexioo eru aftur á móti fýsandi að látið verði sitja við harðörða yfirlýsingu, þar sem lögð sé á það áiherzla, að dýrkun Kúbu- stjórnar á Maxisima og Leninisma samræmist engan veginn þjóð- félagsháttum Ameríkurikjanna. Utanríkisráðherra Colombia, sem heitir Jose Joaquin Caicedo, benti á, að herstyrkur Kúbustjórn ar væri meiri en dæmi væru til annars staðar í Suður-Ameriku og stríddi það gegn allri heil- brigðri skynsemi að þjóðir þar að hefðust ekkert eins og málum væri komið. A.m.k. fíu fórust Barcelona, 24. janúar — NTB. ÞRÍR menn hafa verið handtekn- ir vegna slyssins í Costa Brava í gær, er átta hæða gistihús, sem var í smíðum, hrundi til grunna. Að minnsta kosti tíu manns hafa látizt og 30—40 særzt- og eru þó ekki öll kurl komin til grafar. Meðal hinna handteknu er einn arkitektanna er teiknuðu húsið. Getu ekki burstað tennurnar Moskva, 24. jan. — NTB — AFP Sovézka verkalýðsblaðið Trud kvartar sáran yfir því í dag, að í héraðinu Donetzk (áður Staliho) í Ukrainu, sé gersam, lega ómögulegt að fá keyptan tannbursta. Skorturinn á þessu þrifatæki sé orðinn svo alger og langvinnur — tannburstar hafa ekki fengizt siðan í árs- byrjun 1961 — að menn séu næstum hættir að þekkja það. I Donetzk er næstum jafnerf- itt að verða sér úti um tann krem, rakkrem og rakvéla- blöð. Trud segir, að skipulagsyfir völdin í Moskvu hl/.óti að teljast ábyrg fyrir þessu ó- fremdarástandi — en þó geti yfirvöldin heima í héraðinu ekki þvegið af sér alla sök — þeim hafi borið skylda til að hvetja til aukinnar framleiðslu á tannburstum. Fá iiuigöngu aftur Londoa, 24. janúar — NTB. MIÐSTJÓRN brezka alþýðusam bandsins hefur ákveðið að veita félagi rafmagnsfræðinga inn- göngu í sambandið að nýju. Fé- lagið var rekið úr sambandinu fyrir nokkrum mánuðum, er upp komst að kommúnísk stjórn þess hafði viðhaft kosningasvik. Ný stjórn hefur nú verið kjörin. Félagið telur 240 þúsundir manna. Mistókst Canaverálhöföa, Sft. jan. — (NTB — Reuter) — B AND ARÍK J AMENN gerðu í dag tilraun til að koma fimm gervihnöttum á braut umhverfis jörðu með einni og sömu eld- flaug. Tilraunin mistókst vegna bilana á öðru þrepi eldflaugar- innar. Gervitunglunum fimm var ætlað að gefa upplýsingar um geislun, ljósnæmi, lögun jarðar og möguleikana á því að fylgjast með ferðum gervihnatta Um himingeiminn. Kommúnistar svíkja strax kjarabótastefnuna Segja þingsályktunartillögu Eðvarðs og Hannibals aöeins „óljós slagorð" í LJÓS er nú komið, aS kommúnistar eru fyrir- fram ákveðnir í að hindra með öllum tiltækum ráð- um, að verkalýður og laun þegar almennt fái raun- hæfar kjarabætur. Þeir tala nú um efni þings- ályktunartillögu þeirrar, sem Eðvarð Sigurðsson flutti ásamt fleirum um vinnuhagræðingu og stytt- an vinnudag, sem „óljós slagorð“. Er þannig yfir- lýst, að tillaga þessi var einungis flutt í blekking- arskyni og kommúnistar hyggjast áfram fylgja verkfallastefnunni. • Tillaga Eðvarðs og Hannibals blekking Um þetta mál segir í Kommúnistamálgagninu í gær, að „Morgunblaðið stagast sífellt á því sama: Vinnubag- ræðingu og samstarfi atvinnu- rekenda og launþega. Á yfir- borðinu virðast stjórnarflokk- arnir ekki hafa neitt raunhæft til málanna að leggja, ekkert annað en þessi óljósu slagorð sem þeir eru búnir að endur- taka síðan þeir komu til valda.“ í þingsályktunartillögu Eð- varðs Sigurðssonar, Hannibals Valdimarssonar og fleiri var Eðvarð Sigurðsson talað um að kjósa nefnd til að „gera tillögur um ráðstafanir til breytinga á vinutilhögun og rekstrarfyrirkomulagi at- vinnufyrirtækja, er hvort- tveggja gæti stuðlað að stytt- ingu vinnudags verkafólks, án skerðingar heildarlauna og aukinni hagkvæmni í atvinnu- rekstri og æskilegai væru sem samningagrundvöllur milli stéttafélaga verkafólks og sam taka atvinnurekenda.“ Að samþykkt þessarar til- lögu stóðu allir þingmenn. Virtist þannig loks hylla und- ir, að launþegar gætu aflað sér raunhæfra kjarabóta, eftir þeim leiðum, sem margsinnis hefur verið ritað um hér í Framhald á bls. 2. 28 tdkst aö flýja frá Austur-Berlín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.