Morgunblaðið - 25.01.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.01.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 25. jan. 1962 UM þessar mundir er ár liðið síðan belgiski land- helgisbrjóturinn var að koðna niður við hafnar- garðinn í Vestmannaeyj- um og jafnframt að jaska hann í sundur. Frá okkar bæjardyrum séð þótti tjónið af þessum ryðkláf ekki mikið borið saman við ef honum hefði tek- izt að rjúfa hafnargarðinn og stefna þar með öllum bátaflota Vestmannaeyinga í beinan voða auk þess sem viðgerð á garðinum var mjög erfið. Ljósmynd- ari blaðsins í Eyjum, Sig- geir Jónasson, hefir fylgzt með atburði þessum frá Hér má sjá beljandi uthafsöldur ríða yfir Marie Jose Rosette þar seir. skipið sagar sig inn í hafn argarðinn. o. fl. Þetta var erfitt verk og tafsamt, því aðdjúpt er ekki við garðinn Og varð að sæta sjávarföllum við affermingu á sandi, möi og senu_.. . ?n af öllu því efni þurfti geysi miK- ið magn t. d. 100 tonn af se- menti. Viðgerðin á garðinum hófsl ekki fyrr en 10. ágúst í fyrra- sumar. Hamlaði mannekla, enda mikil atvinna þá í Eyj- um bæði við útgerðina og óvenju miklar annir í landi. Við verkið unnu lengst af 20 menn. Frátafir urðu líka mikl ar við verkið, því framan af varð að sæta sjávarföllum til að ganga frá undirstöðum. En meðan á fjöru stóð var unnið af miklum krafti og þá engu skeytt um matmálstíma, því kapphlaupið var hart við sjávarföllin. Frátafir Óhöpp urðu ekki teljandi við þetta verk þótt lítilshátt- ar tapaðist af efni er óveður skall á. Frátafir vegna veðurs komust upp í 10 daga er aust- an rosi skall á með miklum sjógangi. Efni var sem fyrr MARIE JOSE ROSETTE fyrstu tíð, fyrst togaran- um, þar sem hann lá und- ir stórhöggum úthafsöld- unnar og síðan viðgerðar- mönnunum er löguðu garðinn. Með þessari stuttu frásögn birtast myndir Sigurgeirs, sem skýra atburð þennan hvað bezt. Það var 11. janúar í fyrra að skipstjórinn á belgíska tog aranum Marie Jose Rosette fékk dóm fyrir landhelgis- brot. Gekk héraðsdómurinn yfir honum í Vestmannaeyj- um. Síðan sigldi hann á brott en þá var austan leiðinda veð ur. Er ekki að orðlengja það að togarinn lenti flatur fyrir veðrinu er hann var kominn rétt út á milli hafnargarðanna og kastaði honum á samri stundu upp að norðurgarðin- um og þaðan varð honum ekki haggað. Sjóliðar af einu varðskip- anna unnu síðan að björgun verðmætustu tækjanna úr skipinu, sem hægt var að ná og skipstjórinn af tögaranum vann með þeim. Á kunningja í Eyjum Skipstjórinn kom til Vest- mannaeyja fyrir um mánuði og lá þá í sjúkrahúsi í nokkra daga. Hann var þá Kristinn Sigurðsson kafari kannar hvort undirstöður hafi raskast. með annað skip frá sama út- gerðarfyrirtæki og Rosette, hafði fengið það um leið og hann kom heim og skipti engu máli þótt hann væri marg- brotlegur við landhelgislög- gjöfina íslenzku og hefði end- að með að sigla skipi sínu i strand og eyðileggja það. Af- sakanir munu þó vera gildar fyrir hinu síðarnefnda. Skipstjórinn á orðið all- marga kunningja í Eyjum og heilsaði hann upp á þá, er hann hafði náð sér eftir leg- una. Ötulir stuðningsmenn En hverfum aftur að hel- stríði Marie Jose Rosette. Skipið hafði hlotið sinn skapa dóm og hann öllcT harðari en stjórnandi þess. Engin tök voru að bjarga því, en sem hefnd fyrir örlög sín ætlaði það ekki að skilja svo við að þess yrðu ekki merki. Það jagaði niður og braut hafnar- garðinn og hafði þar ötula stuðningsmenn, sem voru Ægir og Kári. Marga undraði hvað skipið hélst lengi ofan- sjávar og hve geysisterkt það var að þola öll þau stórviðri og heijarsjóina, sem á því dundu á þorranum íslenzka. Gatið á garðinum séð innan frá. Brúin, sem mennirnir standa á, mun hafa bjargaS miklu. Undirstöðurnar sjást hér fyrir framan gatið á garðinum. Eins og sjá má eru þær ekkert smás míði. Þýðingarmesta varnarvirkið Lengi virtist sem skipinu ætlaði að takast að brjóta niður garðinn og rjúfa þannig eitt þýðingarmesta varnar- virki bátaflotans í Eyjum. Austanveðrin við Vestmanna eyjar eru einhver hin skæð- ustu og hafnargarðarnir eru eina vörn bátaflotans, sem allur er í hershöndum ef út- hafsaldan nær inn í höfnina. Menn höfðu því af þessu miklar áhyggjur. Vertíð stóð sem hæst og vetrarveðrin hömluðu öllum viðgerðum. En garðurinn seiglaðist fyrir þótt gamall væri, að mestu byggður 1915 en ekki lokið að fullu fyrr en 1929 þá eftir að hafa margskemmst í byggingu. Erfiðar aðstæður Garðinn varð að bæta hvað sem tautaði. Aðstæður til við- gerðar voru mjög erfiðar og köstnaðarsamar þar sem ekki er hægt að komast að norður- garðinum á landi, nema fyrir gangandi mann á stórstraums fjöru og ekki nema í 1—2 tíma. Allt til viðgerðarinnar þurfti því að flytja sjóleiðis. Rætt var um í fyrstu að sprengja veg meðfram Neðri- Kleif, en svo nefnist vestasti hluti Heimakletts. Þar var áður brú og má sjá leifar hennar enn, en hún var not- uð meðan garðurinn var í smíðum á sínum tima og þá eingöngu fyrir mennina, sem að verkinu unnu. Allt fullt af sjó Að vegalagningu varð þó ekki Og mun sennilega hafa valdið mikill kostnaður. Sú leið varð því fyrir valinu að flytja allt efni til viðgerðar- innar á stórum fleka, svo og tæki, krana, hrærivél, vagn segir allt flutt sjóleiðis á flek anum stóra nema grjótið, sem var nærtækt en það var flutt með krana og stórri kerru. Öll aðstaða til athafna var erfið á garðinum, en verkinu varð lokið á tæpum 3 mánuð- um og þótti hafa betur tekizt en á horfðist í fyrstu. Undirstöður miblar steypupylsur Verkið var þannig unnið að steyptar voru heljarmiklar pylsur, sem svo mætti nefna en það voru seglpokar styrkt- ir með uetum fylltir af stór- grýti sem bundið var stein- steypu. Hver pylsa var 25— 30 tonn að þyngd og voru alls notaðar 9 í undirstöðuna. Ofan á undirstöðurnar var svo steyptur stallur en síðan fyllt í gatið, sem Marie Jose Rosette hafði tekizt að brjóta í garðinn. Mátti litlu muna að skipinu tækist að rjúfa garðinn alveg en lítilsháttar brú var eftir á honum. Stefni skipsins múraðist inn í garðinn og mátti fram undir lok verksins lesa nafn og númer á því. Þannig voru síðustu leyfar þessarar óhappafleytu hulin sjónum manna og að fulla bætt það tjón, sem hún hafði valdið. Hafnarnefnd Vestmanna- eyja og verkstjóri hafnarinn- ar, Beigsteinn Jónasson sáu um verkið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.