Morgunblaðið - 25.01.1962, Blaðsíða 18
18
MORGVNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 25. jan. 1962
IR vann Víking 22 - 21
— en Víkingar höfðu forystu
til hins siðasta
f FYRRAKVÖLD sigruðu ÍR-ing-
ar Víking í öðrum leik 1. deild
arkeppninnar með 22—21, sem
vart getur talizt sanngjam sigur
eftir gangi leiksins, sem leiddi
í ljós ótvíræða yfirburði Vikings
liðsins, nýliðanna í 1. deild. í II.
deild hins vegar var enginn vafi
á sigri Árm. yfir Keflvíkigum,
sem töpuðu ekki með minna
en 11:35, en 3. flokks leikurinn,
sem átti að fara fram féll niður.
Ástæðan: Gleymzt hafði að til-
kynna Njarðvíkingum lun leiki
þeirra í íslandsmótinu.
ILLSKAN 1 HÁSÆTI.
Leiikurinn í 1. deiíld var lengst
af mjög jafn, svo að sjaldan voru
mörg mörk á milli liðanna. Vík
ingar leiddu nær allan tímann,
komust stundum 3—4 mörk yfir,
en ÍR-ingum tókst jafnhraðan að
ná þeim. Bæði liðin léku af hraða
og Víkingsliðið a.m.k. einnig af
miklu öryggi. Vikingar unnu
fyrri hálfleikinn með 13—11. Og
í síðari hálfleik skora þeir 14—11,
en ÍR-ingarnir með Gunnlaug,
Ólaf og Hermann leikandi fyrir
utan vörn þeirra og tvö skot
þeirra liggja í netinu, 14—13. Nú
eru Víkingarnir í fyrsta og eina
skiptið heppnir svo um munar,
er markvörður ÍR missir tvö skot
bæði mjög lik, á sömu mínútunni
í marfcnetið, og enn eru Víkiingar
3 mörk yfir, 16—13.
Er ÍR jafnar í 19—19 „hefst
ballið“, dómarinn, Magnús Péturs
sön, Þrótti, „fer úr sambandi“,
missir leikinn niður og dæmir
hverja vitleysuna annarri verri.
Leikmenn létu þetta hafa mikil
áhrif á sig og æstust upp og á
hverju andliti mátti greina illsku
ag reiði. ÍR-ingar unnu þennan
endsprett liðanna, sem var rnjög
spennandi, en ekki mjög vel leik
inn að saroa skapi.
í ÍR-liðinu má þakka Ólafi og
Hermairmi mest sigurinn, en þeir
áittu ágætan ledk. Gunnlaugur
var og allgóður.
UNDRAEFNIÐ
INIýtt efjii
Þreföld ending
59% Orlon
& IMylon
HERRADEILD P.Ó. L. H. MULLER
MARTEINI EINARSSYNl VINNUt ATABÚÐIN
Fatagerðin Burkni hf.
Laugavegi 178 — Sími 37880 — 36840
Víkingsliðið tapaði stigum, sem
með réttu áttu heima þeirra meg
in, en hvað um það, þannig eru
íþróttirnEir. Beztir hjá Viking
þetta kvöld voru þeir Jóhann,
Björn Bjarnason og Pétur. Rós-
mundur átti og góð tilþrif und-
ir lokin.
ÍBK fékk 35 — en svaraði með 11
Leikur Ármanns og ÍBK var
mjög ójafn eins og sést á því að
Ármann vann með 35—11 og
hefði getað unnið meira. Lið
þeirra hefur tvo unga menn, sem
er það eina, sem minnir á hand
knattleik í liðinu. Þeir eru Kari
Hermannsson og Stefón.
Framhald á bls. 19.
Víkingur stöðvar á síðustu stundu.
Eg hata forina
segir Þórólfur „Totfie" Beck
SCOTTISH Daile Express á
þriðjudag segir frá viðtali við
Þórólf Beck, sem þeir kalla
nú Totitie.
í greininni segir m.a.: Mér
líkar ekki við að leika í for-
inni, sagði hinn ljóshærði Þór
ólfur Beck, fjögurra marka
maðurinn frá því í leifc St.
Mirren á laugardag. Eg hata
frost og 9njó, heldur hann á-
fram. Á íslandi lei'kum við
ekki við svo fláránlegar aðstæð
ur. Þar leikum við aðeins þeg-
ar veðurskilyrði eru góð og
vellirnir harðir. Eg hlakka
sannarlega til þegar vellirnir
hér verða harðir og góðir.
Hinn ungi fslendingur bíður
nú fyrsta leiks síns í Skozku
Bikarkeppninni, því St. Mirr
en mætir Dundee í Dens Park,
á laugardaginn kernur, en Þór
ólfur er ekki meira en svo trú
aður á að hann verði í iiðinu,
enda þótt búið sé að tilkynna
honum að svo sé.
Eg giet vel fundið spenning-
inn, sem þegar er kominn í
Bikarkeppnina. Eg veit
hversu mikils virði Bikarinn
er Skotum, enda eru allir
mjög spenntir. Mér finnst ég
þó ekki geta verið spenntur
fyrr en ég veit fyrir vist að ég
muni leika með.
Blaðið segir þetta síðan
hæverskuhjal, Þórólfur muni
örugglega leika með liðinu,
enda staðfestir Bobby Flavell,
framkvæmdastjóri St. Mirren
það og vitnar í hinn mjög svo
góða leik Þórólfs gegn Raith
Rovers á dögunum.
7 erlendir gestir
koma í afmæli ÍSI
AÐ minnsta kosti 7 erlendir gest
ir verða viðstaddir hótíðahöld í
tilefni af 50 ára afmæli ÍSÍ, sem
fram fer urn næstu helgi. Koma
hfngað 2 fulltrúar frá Danmörku,
2 frá Noregi 2 frá Svíþjóð og að
minnsta kusti 1 Finni. Erlendu
gestirnir koma hingað á föstu-
dag Og munu þeir flytja ÍSÍ
árnaðaróskir Og gjafir á laugar-
dag eða sunnuöag.
■fc Hátíðasýning og hóf
Afmælishátíðin hefst á laug-
ardag kl. 3 í Sjálfstæðishúsinu.
Þá ver.ður opið hús og mun ÍSÍ
þar verða fluttar kveðjur og
gjafir. Á sunnudag kl. 2 verður
hátíðasýning í Þjóðleikhúsinu og
verður sýnd þróun ísl. íþrótta
frá landnámsöld og fram á þenn-
an dag. Um 180 manns taka þátt
í þeirri sýningu en Þorsteinn Ein
arsson íþróttafulltr. er leikstjóri.
Sagði hann blaðamönnum svo
frá í gær að íþróttafólkið og
kennararnir hefðu lagt sig mjög
fram um að gera þessa sýningu
glæsilega, en erfiðleikar væru
miklir og skipulag umfangsmik-
ið, því búmngsherbergi t. d. eru
í öðru húsi, íþróttahúsi Jóns
Þorsteinssonar.
Við hátíðasýninguna flytja
ávörp Gísli Halldórsson formað-
ur afmælisnefndar og Gylfi Þ.
Gíslason ráðherra, en Benedikt
G. Waage flytur ræðu.
Á sunnudagskvöldið kl. 7 verð-
ur afmælishóf að Hótel Borg.
Forsetahjónin verða þar meðal
gesta, en þau verða einhig við-
stödd hátíðasýninguna í Þjóðleik
húsinu. Forsetinn flytur ávarp
og einnig tala menntamálaráð-
herra og Geir Hallgrímsson borg
arstjóri. Eiríkur Eiríksson flytur
minni ISI og Magnús Kjaran
flytur minni kvenna.
if Erlenidir gestir
Hinir erlendu gestir sem hing-
að koma eru frá Danmörku: dr.
Aksel Pedersen í stjórn danska
sambandsins og Ebbe Schwartz
form. danska kanttspyrnusam-
bandsins. Frá Noregi koma A. P.
Höst forseti norska sambands-
ins og varaform. þess J. Chr.
Shttí Ííáfo '■■ ■>■ ■ ‘ í W
Flattinn, sem er til minja
um afmælið
Schönhyder. Frá Svíþjóð koma
Henry Allard forseti framkv.
stjórnar sænska sambandsins og
Thore Brodd skrifstofustjóri þess.
Frá Finnlandi kemur Erkki
Kivelaa stjórnarmaður í finnska
ríkisíþróttasambandinu og ef til
Afmælisorðan, sem veitt
verður
vi.ll fleiri.
Afmælisritið kemur út um
Framihald á bls. 19.
Þjóðverjar
unrsu Norð-
menn 9-6
NORÐMENN og Þjóðverjar léku
í gær landsleik í handknattleik
kvenna. Fór leikurinn fram í
Þýzkalandi. Þjóðverjar unnu
með 9 mörkum gegn 6.
Bæði norska kvenna- og karla
landsliðið í handknattleik eru nú
á ferðalagi. Á laugardag verður
iandsleikur í karlaflokki milli
Norðmanna og Frakka og fer
fram í París.