Morgunblaðið - 25.01.1962, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 25. jan. 1962
CTtgeíandi: H.f. Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (átim.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: A.rni Garðar Krigíinsson.
Ritstjórn: ÍLðalstræti 6.
Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 3.00 eintakið.
NJÓSNIR KOMMÚN-
ISTA
¥»egar amerísk könnunar-
* flugvél var skotin niður
yfir Sovétríkjunum vorið
1960, hneykslaðist rússneska
stjórnin og kommúnistar um
heim allan ákaflega á því,
að Bandaríkin skyldu láta
slíkar flugvélar fljúga yfir
rússneskt land. Nikita Krús-
jeff notaði þetta atvik til
þess að hleypa upp fundi
eeðstu manna, sem halda
átti 'í París skömmu síðar.
Leiðtogar Sovétríkjanna létu
sem hvers konar njósnir
væru þeim fjarri skapi og
raunar eitur í beinum þeirra!
Tóku 5. herdeildir Rússa um
heim allan ákaflega undir
þennan áróður og reyndu að
hvítþvo Sovétríkin af hvers-
konar njósnastarfsemi.
Það mun mála sannast, að
þessi málflutningur komm-
únista hafi byggzt á ein-
hverri þeirri örgustu hræsni
sem um getur í umræðum
um alþjóðamál. Allur heim-
urinn veit nefnilega, að Rúss
ar hafa áratugum saman
haldið uppi víðtækari njósn-
um en nokkur önnur þjóð.
Síðan síðari heimsstyrjöld-
inni lauk, hefur t.d. komizt
upp um víðtæka njósnastarf-
semi kommúnista og Rússa
í Kanada, Ástralíu, Noregi,
Svíþjóð, Bretlandi og Banda-
ríkjunum, svo aðeins örfá
lönd séu nefnd.
íslendingar munu einnig
minnast þess, að undanfarin
ár hafa sovézk njósnaskip
iðulega verið upp í lands-
steinum hér við land. Hafa
þessi njósnaskip sérstaklega
verið ágeng við sjálfar varn-
arstöðvar Atlantshafsbanda-
lagsins. Þau hafa skreiðst
upp að landi í námunda við
radarstöðvamar á Reykja-
nesi, Snæfellsnesi, Straum-
nesi og víðar. Þessi njósna-
skip Rússa hafa verið dulbú-
in sem togarar eða einhvers
konar fiskiskip, en engum
heilvita manni hefur dulizt
erindi þeirra.
Nýjasta dæmið um njósna-
starfsemi kommúnista er
flug búlgarskrar flugvélar
yfir eina af eldflaugastöðv-
um NATO á ítalíu. En hin
búlgarska flugvél var svo ó-
heppin að vél hennar bilaði
og hún hrapaði til jarðar.
Hún komst því ekki undan,
eins og margar aðrar rúss-
neskar og austur-evrópskar
njósnaflugvélar, sem nálgast
hafa vamarstöðvar hinna
vestrænu þjóða.
—★—
Vestrænar lýðræðisþjóðir
verða vissulega að gjalda
fyllsta varhug við njósna-
starfsemi Rússa. Enginn þarf
heldur að láta sér til hugar
koma, að Rússar og banda-
menn þeirra reki njósnir sín-
ar eingöngu með flugvélum
uppi í háloftunum. Á jörðu
niðri, í hverju einasta landi,
þar sem Rússar og leppar
þeirra telja sig hafa ein-
hverra hagsmuna að gæta,
er hópur flugumanna, sem
spinnur sitt net að iðni og
kostgæfni og miðar allt sitt
starf við hagsmuni Rússa.
Þessa skyldum við íslend-
ingar einnig vera minnugir.
Við skulum ekki fara í nein-
ar grafgötur um það, að
einnig í okkar landi er þessi
iðja stunduð af leiguþýjum
hins alþjóðlega kommúnisma.
FRAMBOÐ LÝÐ-
RÆÐISSINNA í
DAGSBRÚN
C t j ómarkosningar
^ Krim ctnp*rcta
í Dags-
brún, stærsta verkalýðs-
félagi landsins, standa fyrir
dyrum. Lýðræðissinnar í fé-
laginu hafa fengið Björn
Jónsson, verkamann, greind-
an og dugandi mann, til
framboðs í formannssæti. —
Hann er einn þeirra mörgu
lýðræðissinna í félaginu,
sem ekki hefur haft sig mik-
ið í frammi á undanförnum
árum undir ofbeldisstjórn
kommúnista, en unnið störf
sín í kyrrþey.
Ekki er fyrr kunnugt um
framboð þessa manns, en að
Moskvumálgagnið ræðst á
hann með dylgjum og ó-
hróðri. En þannig eru við-
brögð kommúnista jafnan.
Þeir reyna að rægja æmna
af andstæðingum sínum og
bera þá hinum verstu sök-
um, enda þótt þeir séu
þekktir sómamenn af öllum,
sem einhver kynni hafa haft
af þeim.
Kommúnistar leggja nú
höfuðkapp á að halda fylgi
sínu í Dagsbrún. Þeir gera
sér ljóst, að kosningarnar í
verkalýðsfélögunum, sem
LAGOS-FUNDURINN
UM SÍMJSTU helgi komu sam-
an til fundar í Lagos í Nígeríu
utanríkisráðherrar meira en
tuttugu sjálfstæðra Afríkuríkja,
— tii þess að ræða áform um
sameiningu Afríku. 1 tlag munu
ríkisleiðtogur nokkurra þessarra
ríkja hittast í Lagos og ræða nið-
urstöður viðræðna utanrikisráð-
herranna.
Upphaflega höfðu 28 ríki ver-
ið boðuð til viðræðnann.a en að
afloknum fundi, sem haldin var
fyirir vikiu í Ghana sendiu Egypta
land, Mali, Maroklko, Ghana og
Guinea afboð. Hin opinbera á-
stæða sem þau gáfu fyrir afboð-
inu var sú; að alsínsku útlaga-
stjórninni skyldi ekki vera boð-
ið til fundarins í Lagos. En
margir telja að hin raunverulega
ástæða til afboðsins sé rígur
milli hinna afrísku ríikjahópa um
forystu fyrir sameinaðri Afrfku,
og leiðum að því setta marki.
Ýmsir freistast til þess að
kalla þessi áform um sameiningu
Afríku óraunhæf, þar sem í hlut
eiga ríki, sem yfirleitt eru
skarnmt á veg þróunar kiomin.
— Þedr vísa og til þess
að þær 175 milljónir af 230
milljónum íbúa meginlandsins,
sem með sanni má kalla Aifríku-
menn, tala þúsund mismunandi
tungur. Hinsvegar er augljóst að
beiimsfriðnum er minni hætta bú-
in, ef Afrikuríkjunum tekst að
koma sér saman um sameigin-
iaga stefnu. Kongó málð hefði
t.d. aiuðveldlega getað leitt til
styrjaldar.
Enda þótt ekki sé tekið tillit
til þeirira vandamóla sem leiða
kunna af yfirráðum Breta,
Fraklka og Porbúgala yfir lands-
svæðum í Afriku, svo akki sé
talað um máieifni Suður-Afríku,
þá eru fyrir hendi næg deiluefni
meðal hinna frjálsu Afrikurikja,
sem kvei'kt geta ófriðarbál. —
En oft vill bera við að uitanað-
komandi öfl sjái sér hag í að
kynda u-ndir slíku báli.
Ólíkl-egt má þó telja að u-tan-
rí-kisráðherrarnir sem nú ræðast
við í Lagos, hafi fy-rst og fremst
heimsfriðinn í huga, en-da þótt
þeir geri sér grein fyrir hætt-
unni af suindurþykkju hinna ný-
frjál-su þjóða. Hugmyndina um
sameinaða Afríku rökstyðj-a þei-r
með því, að þau landamæri, sem
hin gömlu nýlendu-veldi koraiu
sér saman um hafi meira og
minna verið sett af handahófi.
Þeir telja að sameini-ng Afríku-
rí'kja verði í senn stjórnmála-
legur og efnahagsl-egur árvinn-
ingur Og telja ja-fnframt, að
margar þjóðir Afrílku séu svo
smáar, að vart verði við því
búizt, að þær megni að standa á
eigi-n fótum.
Meðal vandaimálanna, sem
Abubakar Balewa, forsætis-
ráðherra Nígeríu. — Gest-
gjafi fundarmanna.
fylgja slíkri sameiningu hefur
þegar verið m-innzt á hinar mörgu
og ólíku tungur og hér við bæt-
izt að stjórnir hinna fyrrverandi
nýlendna nota einkum ensku,
frönsku, spænsku eða portú-
gölsku. Ennfrem-ur er mikill mun
ur á trúarbrögðum og verður að
taka tilli-t ti'l frumstæðra mann-a,
sem ðkki eru enn farnir að líta
út fyrir hring fjöl-skyldunnar eða
þjóðflokk-sims. Þá er þeas að gæta
að hin auðugri ríki Afríkiu eru
ekki beinl-ínis áfjáð að ganga í
bandalag þar sem þau verða að
miðla hinum fátækari ríkju-m.
xxx
Hugmyndin um samieiningu
A-frlku er ekki ný af nálinni. Allt
frá árin-u 1919 hafa af Og ti-1 ver-
ið haldnir fundir um sam-ei-ningu
áIflunnar, en á siðu-stu þrem til
fjórum árum hefur málinu fleygt
ört fram — og jatfnframt nokkrir
flokkadrættir orðið um það með-
al nýj-u Afrífcuríkjanna. Þar hef-
ur einna mest borið á C-asablanca
ríkjunum svonefndu, en þau eru
Ghana, MarOkk-o, Egyptalan-d,
Mali, Guinea Og Lýbia. Einnig
má telja alsírsku útlagastjórnin-a
til þes-sa hóps. Þessi ríki hafa
sósialiska efnahagsstefnu og hatfa
fengið öfluga efnah-agsaðstoð
kom-múnistaríkjanna. En ýmis-
leg. bendir til þess, að sum
þeirra séu orðin uggandi um atf-
leiðingamar. Þau eru róttæk I
sameiningarmálinu — óska eftir
stjórnmála-legri sameiningu hið
allra fyrsta. Stjórnir þessara
ríkja hafa ei-nnig haft m-un harð
ari afst-öðu gegn nýlenduveldun-
um en önnur ríki í Atfrífcu, og
saka þau gjarna um eftirlóitsemi
við nýl-en du vel d in ,Dæ-mi um það
er varnarsáttmáli Nígeríu og
Bretlandis — en ti-lkynnt var um
síðu-stu helgi að bæði hlutaðeig-
andi rí'kin hefðu orðið ásátt um
að slíta þeim samningi.
Á hinn bóginn eru Brazzaville
ríkin svonefndu, — fyrrverandi
franskar nýlendur í Vestur- og
Mið- Afríku. Efnahagsstetfna
þ-eirra er f-rjálsari og þau hafa
góða samvinnu við frönsk-u
stjórnina — og leita jafnan ei’na
hagslegs stuðmings með varkárni.
Brazzaville ríkin hafa mieð sér
samvinnu á nokikrum ha(ginýtum
sviðum, þau lí-ta svo á; að náin
efnahagisl'eg samvinna sé frum-
ski-lyrði stjórnmálaliegrar samein-
ingar.
Loks em nokkuir ríki, sem hafa
nánast verið hlutlaus en það eru
Nígería, Túnis, Líberí-a, Eþíópía
og Tanganyka. Á fundi sem,
haldinn v-ar í Monrovíu í Liberíu
í maí s.l. virtust þau þó heldur
snúa-st á sveitf með Brazzaviile-
ríkjun-um. Nígería, sem er stærsta
rí'kið í Atfríku — íbúar 40 millj-
ónir, hafa haft forystu fyrir þess-
um ríkjum, og stjóm Abubakar
Balewas þótt líklegust til að
miðla málum milli Brazzaville-
óg Casablanea ríkjanna.
Viðræðurnar í Lagos kunna að
yerða spor í áttina t-il samein-
imjgar Afríku, en etflaust líða
mörg ár eJin þangað til henni
verður komið á, ef það þá notkk-
urn tíma tekst. —
fram hafa farið eftir áramót-
in, eru þeim óhagstæðar. —
Þeir töpuðu Sjómannafélagi
Hafnarfjarðar, fyrsta félag-
inu, sem stjórnarkosning fór
fram í. Þeir biðu einnig stór-
felldan ósigur í Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur og í sam-
tökum vörubifreiðastjóra töp
uðu þeir fylgi.
Þetta gerist þrátt fyrir
þann tryllta áróður, sem
kommúnistar hafa haldið
uppi gegn viðreisnarstefnu
núverandi ríkisstjórnar.
Lýðræðissinnar innan
verkalýðssamtakanna berjast
fyrst og fremst fyrir raun-
hæfum kjarabótum, öllum
launþegum til handa. Komm
únistar berjast hinsvegar fyr
ir verkföllum án kjarabóta.
Innan Dagsbrúnar hafa
kommúnistar beitt lýðræðis-
sinna margvíslegum þræla-
tökum,, Þeir munu vafalaust
reyna það við þessar kosn-
ingar, eins og aðrar. — En
mikill fjöldi verkamanna í
Reykjavík gerir sér nú ljósa
þá hættu, sem yfirráð komm
únista yfir þessu stærsta
verkalýðsfélagi landsins hef-
ur í för með sér. Þess vegna
munu lýðræðissinnar treysta
samtök sín og herða barátt-
una gegn ofbeldisstjórn
kommúnista í Dagsbrún.
STEFNUBREYTING
VINSTRI JAFN-
AÐARMANNA
í Ítalíu hafa svokallaðir
vinstri jafnaðarmenn,
undir forystu Pietro Nennis,
verið allsterkir síðan síðari
heimsstyrjöldinni lauk. Þeir
hafa hallazt að samvinnu við
kommúnista í utanríkismál-
um og verið harðir andstæð-
ingar varnarsamvinnu vest-
rænna þjóða.
Á þessu er nú að verða
breyting. Miðstjórn flokksins
hefur snúizt gegn stefnu
kommúnista og lýst því yfir,
að hún telji varnarbandalag
ítalíu við aðrar vestrænar
þjóðir vera eingöngu í varn-
arskyni.
Þessi yfirlýsing vinstri
jafnaðarmanna er talin skapa
möguleika á auknu samstarfi
milli þeirra og Fanfani for-
sætisráðherra, leiðtoga Kristi
lega lýðræðisflokksins, sem
haft hefur stjórnarforystu á
Italíu frá því að heimsstyrj-
öldinni lauk. Slík samvinna
myndi að öllum líkindum
hafa í för með sér styrkari
stjórn í landinu og þverrandi
áhrif kommúnista. Á sl. ári
fækkaði skráðum meðlimum
í kommúnistaflokki ítalíu
um rúmlega 60 þúsund.