Morgunblaðið - 25.01.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.01.1962, Blaðsíða 12
12 MORGUNBL AÐIÐ Fimmtudagur 25. jan. 1962 Jónína Þorsteinsdóttir í DAG er til moldar borin Jónína Þorsteinsdóttir, Nýlendugötu 18. Hún iézt í Elli- og hjúkrunarheim ilinu Grund 14. janúar sl. ' Jónína er Jædd i Vallarhjá- leigu í Hvolshreppi 6. janúar 1874. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Jónsdóttír og Þor- steinn Magnússon. Þau hjónin eignuðust ellefu börn, en átta komust tií lullorðinsára, og eru nú öll látin. Þegar Jónína var á tólfta ári, fluttist hún með foreldrum sínum að Þjóðóifshaga í Holtum og var þar þangað til hún fluttist til Reykjavíkur 1895. Eftir að hún kom til Reykjavíkur, réðist hún til Jónassens — þáverandi land- læknis — og var þar á heimil- inu í fjögur ár. Minntist hún þfírra hjcna með þakklæti og þó sérstaklega húsmóðurinnar, sem var hjúum sínum frábærlega góð. Á þéssum árum kom Jónína oft á heimili Sesselju systur sinnar, og mánns hennar, Árna Nikulás- sonar, rakara. Var mjög kært með þeim systrum alla ævi, en Sess- elja lézt fyrir þremur árum. Árið 1903 giftist Jónína Einari Einarssyni, bátasmið og fjórum árum seinna keyptu þau hús- eignina Nýlendugötu 18 og rak Einar þar bátasmíðí til dauða- dags. Hann lézt 1939. Þau eign- uðust þrjú börn: Unni Sigríði er giftist Ingólfí Matthíassyni (d. 1950), Jónas, er dó áðeins 24 ára gamall og Karl Marinó, kvæntur Ingunni Jónsdóttur. Sólheimabuðin Auglýsir Seljum með miklum afslætti næstu daga Drengjanáttföt, frá kr. 45,00, áður kr. 65.00. Telpunáttföt kr. 50.00, áður kr. 109.00. Alullarkjólaefni á 145 kr., áður kr. 243.00 Sportskyrtur kr. 95.00, áður 160.00. Kjólaefni kr. 50.00, áður kr. 86.00. O. m. fl. Sólheimabuðin Sólheimum 33 — Sími 34479. Sólheimabúðin Auglýsir Nýkomið. — Sokkabuxur barna frá kr. 117,85, — Finnskt gluggatjaidaefni, tvíbreytt kr. 91,50. Kjólaefni í mörgum mynstrum á kr. 43.30. Mislit sængurveraefni kr. 41.70. Apaskinn í 5 litum kr. 62,80. Köflótt skyrtuefni frá kr. 30.50. Hvítir handklæðadregili kr. 54.10 Tvit handklæðadregill kr. 54.10 Köflótt dragtarefni. tvíbreið kr. 118,00. Tweed-efni, tvíbreitt kr. 110.00. Ensk kápueíni, uliar kr. 187.00. Sólheimabúðin Sólheimum 33 — Sími 34479 Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR Nylendugötu 18, er lézt 14. þ m. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag fimmtudag 25. jan., kl 13,30. Þeim sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bení á Styrktarfélag Vangefinna. Unnur S. Einarsdóttir og börn * Karl M. Einarsson, Ingunn Jónsdóttir og synir Útför móðursystur okkar JÓNÍNU GUÐRÍÐAR KRISTÓFERSDÓTTUR Grettisgötu 2 sem andaðist 19. þ.m. fer fram frá Dómkirkjunni föstu- daginn 26. janúar kl. 3. Hulda Gunnarsdóttir, Laufey Loftsdóttir Útför konunnar minnar KARITASAR JOCHUMSDÓTTUR fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 26. janúar kl. 1,30 síðdegis. Gústaf A. Ágústsson. Þökkum innilega auðsýnda samúo og vináttu við andlát og jarðarför föður, tengdafööur og afa okkar GUÐMUNDA R ÍSLEIFSSONAR Börn, tengdaDörn og barnabörn. Þegar nú elskuleg amma mín er kvödd, reikar hugurinn til lið- inna ára Og staldrar við, er hún kenndi mér barnavers í eldhús- inu heima hjá sér, og seinna, er árin liðu, miðlaði hún mér af lífsreynzlu sinni. Ávallt vinur og hollur ráðgjafi. Er hún varð ekkja, fluttist hún til foreldra minna og varð okk- ur systkinunum sem önnur móð- ir. Amma var sérlega vel gerð kona, enda hafði hún skólazt á langri lifsleið. Var höfðingi í lund og vildi hvers manns vanda leysa. Geð hennar var létt og skopskyn næmt. Miklu ástfóstri tók hún við barnabörnin og barnabarnabörn- in. Sérstaka umhyggju bar hún fyrir veika sonarsyninum sínum, og fannst hún aldrei geta gert nógu mikið fyrir hann. Nú hefur hún öðlazt hina þráðu nvíld, eftir margra mánaða sjúkralegu. Eg kveð hana með söknuði og þökk fyrir ógleyman- lega samíyigd. Blessuð sé minning ömmu minn ar. Jóndna Ingólfsdóttir Nýkomið Trétex (hamrað), afrík. teak (abang), brenni. Ennfremur fyrirliggjandi: Eik peroba, oregone pine, parana pine, eikarspónn, perobaspónn o. fl. tegundir. Profil-krossviður. Páll Þorgeirsson Laugavegi 22 — Vöruafgr. Ármúla 27 Til innréttinga Nýkomið frá U. S. A. Þurrkuhengi 2., 3. og 4. álmu Buxnaspennur Hálsbindahengi, 8 gerðir Hattahengi Bollahengi Vestuttcst^ Garðastræti 2 — Sími 16770 í Háskólabíóinu á sunnudagmn kl. 2 e.h. Aðalvinningur: VOLKSWAGEN BIFREIÐ ÁRGERÐ 1962 Verðmæti vinninga samtals 145 þúsund krónur. Forsala aðgöngumiða hafin. — Þeir eru seldir í Bókhlöðunni. Laugavegi 47 (sími 16031) og Háskóla bíóinu (sími 22140). F.U.J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.