Morgunblaðið - 25.01.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.01.1962, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIB Fimmtudagur 25. jan. 1962 Forysta kommúnista hefur ekki bætt kjör verkalýðsins Frá Óðinsfundinum MALFUNDAFÉLAGIÐ Óðinn hélt fjölmennan almennan fund sL þriðjudag í Sjálfstæðishúsinu. Fundarstjóri var Gunnar Helga- son, erindreki. — Umræðuefnið var: Kjaramál launþega og voru framsögumenn þeir Jóhann Sig- urðsson, verkamaður, Pétur Sig- urðsson, sjómaður og alþingis- maður, og Magnús Jóhannesson, trésmiður og borgarfulltrúi. Á eftir ræðum frummælenda urðu frjálsar umræður. — Til- drög fundarins eru þau, að í nóvember sl. skoraði Óðinn á Sósíalistafélag Reykjavíkur til umræðufundar um kjaramálin, en kommúnistar treystu sér ekki til þess að ræða þau mál opinberlega. Fundurinn fór vel fram að því undanskildu, að einn helzti for- sprakki og frambjóðandi komm- únista í Dagsbrún sótti fundinn við þriðja mann og sýndi mönn- um, hve mikils kommúnistar virða fundarsköp og reglur. — Gerði hann hróp að ræðumönn- um og greip fram í mál þeirra. Er honum var boðið að flytja mál sitt úr ræðustól, þagnaði hann og hafði ekki meira um kjaramál launþega að segja. Raunhæfar kjarabætur Fyrstur talaði Pétur Sigurðs- son, alþm. Pétur ræddi tillögur lýðræðissinna á síðasta þingi alþýðusambandsins og afgreiðslu kommúnista og meðreiðarsveina þeirra úr Framsóknarflokknum á þeim. Pétur sagði m .a.: „Á þessu þingi var eins og endranær um meiri og minni- hluta að ræða, meirihluta komm únista og framsóknarmanna og minnihluta sjálfstæðismanna og alþýðuflokksmanna — lýðræðis- sinna. Að sjálfsögðu kom fram aragrúi af tillögum, raunhæfum og óraunhæfum eins og gengur á slíkum samkomum. Eitt var þó sammerkt með öllum okkar tillögum, það, að hinn pólitíski meirihluti kommúnistaflokkanna beggja felldi þær allar. í tillögum okkar um atvinnu- og verkalýðsmál bentum við á, í upphafi þeirra, hvaða höfuð- þætti ætti að leggja áherzlu á í sambandi við væntanlegar kjarabætur ís- lenzks verka- lýðs. Síðar í þessum tillögum okkar var bent á ákveðnar leiðir til að ná fram raunhæfum kjarabótum, en við gengum hins vegar framhjá yfirborðstillögum meirihlutans, sem markaðar voru eftir sömu línum og fylgt hefur verið að mestu, siðan samtök launþega urðu til og hófu baráttu sina fyrir bættum lífskjörum. í tillögum okkar, minnihlut- ans á síðasta ASÍ-þingi var m.a. bent á, að í fyrsta lagi yrði að hefja skipulagða starfsemi er stefndi að því að auka hag- kvæmni í íslenzku atvinnulífi í þeim tilgangi að örva fram- leiðslustarfsemina, auka og bæta framleiðsluna, nýta betur vinnuafl, hráefni og fjármagn. Tryggja yrði að framleiðslu- aukningin leiddi til raunveru- legra kjarabóta fyrir launþega og að þeim yrði fenginn réttur til íhlutunar um rekstur og stjórn atvinnufyrirtækja. Tekin yrði upp ákvæðisvinna í öllum þeim starfsgreinum þar sem slíkt hentaði. Þar sem eigi væri unnt að koma við ákvæð- isvinnu, yrði verkamönnum tryggt fast vikukaup í stað tíma kaups eftir því, sem við yrði komið. Almenn vinnuvika yrði 44 klst. í stað 48, án skérðingar á kaupi enda yrðu jafnframt gerðar ráðstafanir til að stytt- ing vinnuvikunnar leiddi ekki til minnkandi framleiðslu. Eins og ég gat um áðan voru allar þessar tillögur okkar felld ar. Meðal þeirra sem felldu þær voru fjórir alþingismenn komm únista, sem sæti áttu á þessu þingi ASÍ, þeir Björn Jónsson, Hannibal Valdimarsson, Eðvarð Sigurðsson og Gunnar Jóhanns- son. Allir sem hér eru vita hvert framhaldið varð á næstu mán- uðum og þátt Framsóknar- flokksins í því. Óraunhæfar kaupkröfur voru knúðar fram, afleiðingin varð ný gengisfelling, til að hindra að þjóðin lenti í sama efnahags- lega öngþveitinu og við höfum verið að reyna að koma okkur út úr með viðreisnarráðstöfun- um núverandi stjórnarflokka, og segja má, að tekizt hafi von- ófyrirsjáanlega erfiðleika, sem eru þó vonandi nú flestir að baki.“ „Eigin velgengni án velgengni verkalýðsins“ Annar frummælandi var Jó- hann Sigurðsson. Jóhann hóf mál sitt með því að tala um verkfallið 1955, sem stóð í sex vikur og koms't að þeirri niður- | stöðu, að 14 mánuðum seinna >' S® ' T'"' töldu vinstri verkalýðsforingj ' • inúr aðeins eina leið til þess að **■ rétta hlut verka 118 lýðsins, sem sé þá að taka við völdum sjálfir. En það sem þeir gerðu var ein- faldlega það, að þegar kaupið skyldi hækka — þá tók vinstri stjórnin kauphækkunina, 6 vísi- tölustig, af verkafólki með valdbeitingu. Jóhann minntist á hvað vinstri stjómin hefði gert til bóta fyr- ir verkalýðinn 1958 og sagði að hún hefði tekið 20.000.000.00 af því fé, sem verja átti til verk- legra framkvæmda. Jóhann minntist á, að Einar Olgeirsson teldi nú, að kaup- máttur launa væri ekki meiri nú í dag heldur en 1947 og komst að þeirri niðurstöðu, að undir forystu kommúnista öll þessi ár hefðu þeir þrátt fyrir „forystu“ sína ekki getað bætt hag verkalýðsins um 1% hvað þá meirá. Eftir verkföllin sl. sumar er ekki annað sjáanlegt en að verkafólk verði að vinna 10—14 tíma í stað 8, til þess að hafa í sig og á. Jóhann spurði hvemig stæði á því, að þessi vinstri „forysta" næði svo neikvæðum árangri alla tíð. Hann taldi, að um fremur þrátt fyrir óhöpp og'það væri einfaldlega vegna þess að með því yrði kippt undan þeim sjálfum grundvellinum, því að starfa að hugðarmálum al- þjóðakommúnismans. Jóhann sagði að lokum, að lýðræðissinnar í verkalýðshreyf- ingunni yrðu að setja sér á- kveðið mark og stefna að því að sýna verkalýðnum fram á, að þeir væru að vinna fyrir hann sjálfan, en ekki það eitt sem kommúnistaforingjarnir hafa haft að marki: „Eigin velgengni án velgengni verkalýðsins“, Kjör verkamanna hafa ekki batnað undir Ieiðsögu kommúnista Síðastur frummælenda talaði Magnús Jóhannesson, borgarfull trúi. Magnús sagði m.a.: „Segja má, að frjáls verka- lýðssamtök hafi tvenns konar hlutverki að gegna. í fyrsta lagi að vera bein hagsmuna- og menningarsamtök fólksins, sem myndar þau og í öðru lagi að gegna því mikilvæga hlutverki að vera ein af meginstoðum 'þess, sem nútíma lýðræðisþjóðfé- lag er reist á. Ef litið er um öxl og rifjuð upp kjarabarátta verkalýðsfé- laganna á undanförnum árum og athugaður sá árangur, sem náðst hefur til raunverulegra kjarabóta kemur í ljós, að þrátt fyrir margar vinnudeilur og hörð, löng og fórnfrek verkföll, standa íslenzkir launþegar frammi fyrir þeirri staðreynd í dag, að kaupmáttur launa hef- ur ekki vaxið nú á annan ára- hug. Ekki er þó svo, að kaup- gjald í landinu hafi ekki hækk- að á þessum tíma, þvert á móti mun láta nærri, að kaup hafi þrefaldast frá því skömmu efV ir lok síðustu heimstyrjaldar.“ Þá rakti Magnús „kjarabar- áttu“ kommúnista undanfarin ár og niðurstöðu Torfa Ásgeirsson- ar, hagfræðings Alþýðusambands ins. Síðan sagði Magnús: „Hagfræðingurinn komst að þeirri niðurstöðu í þessari álits- gerð, að í stað þess að hafa þjóðarframleiðsluna alla til ráð- stöfunar. og 5% —10% að auki, yrðum við að leggja til hliðar vegna greiðslu á vöxtum og af- borgunum er- lendra lána, sem n e m i 3—4% framleiðslunnar. í lok greinar- gerðarinnar segir svo þessi hag fræðingur: „Hins végar mæla sterk rök með þvi, að barátta samtakanna fyrir bættri af- komu almennings og þá sér- staklega launþega breytist á næstu árum með tilliti til þess- ara staðreynda.“ Þarna kemur glöggt fram f þessari ályktun Torfa Ásgeirs- sonar, að hann hefir gert sér ljóst, að vinnubrögð alþýðusam- takanna í baráttunni fyrir bætt- um lífskjörum væru þess ekki megnug að færa þeim raun- verulega bætta lífsafkomu efna- lega með sömu aðferðum og beitt hefir verið. Eg hefi hér í stórum dráttum rakið þróun kjarabaráttunnar á undanförn- um árum og hefi gert þetta vegna þess, að það er nauðsyn- Iegt til þess að gera sér grein fyrir því raunverulega hvort ís- lenzk verkalýðssamtök og for- ystumenn þeirra hafi reynzt þess megnug að þjóna þvi mark miði samtakanna, að vera sverð og skjöldur fólksins sem mynd- ar þau. Ég fullyrði eftir að hafa dreg- ið upp þessa mynd, að því miður hefir forystu samtakanna ekki tekizt nú í hálfan annan áratug að leiða kjarabaráttu verkalýðs- ins inn á þær brautir, sem væn- legar eru til bættrar lífsaf- komu. í stað þess að læra af reynsl- unni og taka sér til fyrirmyndar það sem bezt hefir áunnizt með öðrum nágrannaþjóðum, hefir sífellt verið beitt sömu aðferð- um með sama árangri. Ekki hefir samt skort á stóryrði íorystu. mannanna, og eiga þar kommún. istar mesta sök. Ég minnist þess að það mun hafa verið algild regla að í hvert sinn er úrslit hafa fengizt í vinnudeilu, þá hef ir dagblaðið Þjóðviljinn tekið fram sitt stærsta letur og komið fyrir almenningssjónir með þann boðskap, að verkalýðurinn hafi farið með fullan sigur af hólmi Framh. á bls. 11. • Fráfall bandarísku flugmannanna B. Ó. S. skrifar: „Hörmulegt flugslys hefur nýlega átt sér stað nálægt ströndum íslands, eíns Og al- þjóð veit. 12 ungir Bandaríkja menn, sem voru í ískönnunar- flugi í flugvél frá Keflavíkur- flugvellí, hafa farizt. Fjölskyld ur þeirra fá missinn sjálfsagt bættan að einhverju leyti, en væri ekki vel til fundið, að ísl. yfirvöld heiðruðu minn- mgu þeirra á einhvern hátt? Erlendis þætti það a. m. k. ekki nema eðlilegur hlutur. Þessir ungu menn farast við skyldustörf sín í þágu íslands og finnst mér að ekki mætti minna vera, en fjölskyldur þeirra fyndu, að framlag þeirra hefði verið einhvers metið. Könnunarflug, þar sem ísinn, „landsins forni fjandi", er leitaður uppi, er sannarlega mikilsvert fyrir okkur fslend- inga, og ekki má gleyma fram lagi þeirra til varnar okkar og annarra vestrænna þjóða." Velvakandi kemur þessu hér með áleiðis. • Hljómplötusafnið og Gunnar bbhhhk Guðmundsson „Tryggvi" skrifar: „Eg hef véitt því eftirtekt, hve margir gera sér far um að koma áliti sínu á einstökum dagskrárliðum útvarpsins á framfæri i dagblöðunum. —« Venjulega er verið að hnjóða í dagskrána, þótt þar. séu á undantekningar. Eg er ekki að segja, að þessi siður sé til fyrirmyndar, en engu að síð- ur langar mig til að biðja þig, Velvakandi góður, að ljá mér lítið rúm til þess að tjá Gunn- ari Guðmundssyni, sem sér um þáttinn „Hljómplötusafnið" þakkir mínar. Það er óhætt að segja, að maður verður aldrei fyrir vonbrigðum með að hlusta á þáttinn, allt- af er hann menningarlegur, skemmtilegur og fræðandi. Það er mikilsvert, að þeir, sem unna fagurri tónlist, skuli eiga sér eitthvert griðland innan um alla óskalagaþættina og annað ámóta rusl“. • Hefur Egill veðrazt? Velvakanda hefur borizt eft irfarandi vísa með yfirskrift- inni „Víða spilltist þá „mál“ á húsum“, (mál = málning á þingeysku), og mun það lúta að því, þegar talið var, að málning hefði eyðzt vegna áhrifa frá öskjugosinu. Byljir dynja þétt á hug og húsum. Hreystilega skvett úr gíg og krúsum. Hvort mun rannsókn hafin < því máli? Hefur Egill veðrazt fyrir Páli?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.