Morgunblaðið - 25.01.1962, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.01.1962, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 25. jan. 1962 MORGVlSBLAÐtÐ 9 Sigurjón skipstjóri í E>AG er 65 ára Sigurjón Einars- son, skipstjóri frá Hafnarfirði. Það er raunar óþarft að kynna Sigurjón fvrir landsmönnum, svo vel þekktur sem hann er í ís- lenzkri sjomannastétt, sem einn af helztu fiamámönnum þeirrar stéttar. Þegar Sigurjón var aðeins 12 ára gama'il hóf hann sjómanns- íeril sinn fyrir alvöru og réði sig á færaskútu. Stundaði hann handfæraveiðar á þeim skipum, þar til hann var 16 ára. En hugunnn stefndi hærra, þeg ar nann leit hin hraðskreiðu og afkastamiklu veiðiskip, togar- anna sem þá fjölgaði óðum á ís- landsmiðum. Svo mikill var ákafi þessa unga veiðimanns til að komast á togara, að hann varð að taka til láns 2 ár til viðbótar við aldur smn, en á þeim skipum var þá lagmarksaldur skipverja 18 ára. Svo miklu ástfóstri tók Sig- urjón við þessa tegund veiðiskipa, að nann stundaði á þeim veiðar næstum óslitið, þar til hann var 60 ára gamull og hætti sinni sjó- mennsku. Sigurjón var togaraskipstjóri yfir 30 ár á ýfnsum togurum, en frægastur aflakóngur varð hann þegar hann var með togarann Garðar frá Hafnarfirði, en það skip var smíðað undir hann, eft- ir hinn glæsilega skipstjórnar- feril á togaranum Surprise frá sama félagi. Hinn 29. okt. 1934 varð Sigur- jón sá gæfumaður að bjarga heilli togaraáhöfn af brezka togaran- um Macleay, sem strandað hafði r.orðan M]óafjarðar í miklum stórhríðarbil með tilheyrandi ölduróti. Hann var þá skipstjóri á togaranum Garðari. Þegar kom- ið var á strandstaðinn reyndist ógjörlegt að veita aðstoð frá skip um og sneri þá Sigurjón innar í fjörðinn til landgöngu ásamt nokkrum af harðskeyttustu skip- verjum sinum. Á leið þeirri er björgunarmenn irnir þurftu að fara voru margar illar torfærur, svo sem brattar klakabungur og fannfergi, enmeð óþreyttri elju og látlausum hvatn ingarorðum skipstjórans tókst þeim að komast á strandstaðinn og bjarga áhöfninni í land af hinu strandaða skipi, sem þá var að liðast í sundur. Björgun þessi mun talin af öll- um er cii þekkja einhver meðal hmna frækilegustu, sem um get- ur í björgunarafrekum hér á landi, enda var Sigurjón sæmd- ur fögrum áletruðum silfurbikar af brezku ríkisstjórninni fyrir afrekið og skipverjar hans, sem að björguninni stóðu voru sæmd ir stórum áletruðum silfurveskj- um með þakkarávörpum. Eg get pessa einstæða atburðar úr lífi Sigurjóns vegna þess, að hann gefur nokkra hugmynd um hina sönnu karlmennsku hans, áræði og viljaþrek, sem í gegn- um allt hans sjómannsstarf hefir auðkennzt af því „að snúa aldrei við og gefast upp“. Ég minrust þess oft með að- dáun, þegar ég eitt sinn spurði Sigurjón, fyrsta árið eftir að hann hætti skipstjórn, þá sextugur að aldri, hvort honum líkaði ekki vel að vera kominn í land eftir alla þessa baráttu „Ó jú, að sumu leyti,“ en bætir síðan við. „En ég hætti Of snemma". Þessi orð meðal annars sýna hvað Sigurjón í raun og veru hefir ætíð verið ósvikinn, sann- ur sjómaður. Á ég þá ósk bezta til íslenzku sjómannastéttarinn- ar, að hún verði jafnan vel skip- uð slíkum afreksmönnum. Sigurjón hefir lengst af verið virkur þátttakandi í öllum sam- tökum sjómannastéttarinnar, svo sem Farmanna- og fiskimanna- sambandi íslands, skipstjóra- og stýrimannafélögum og siðast en ekki sizt í öllu því er að slysa- vörnum lýtur. Þegar Dvalarheimili aldraðra Einarsson 65 ára sjómanna var stofnað réðist Sig- urjón þangað, sem framkvæmda- stjóri og hefir hann starfað þar síðan. Það hljóta að hafa orðið mikil viðbrigði fyrir Sigurjón að taka við jafn fjarskyldu starfi frá því sem hans fyrra starf var. En það mun viðurkennt af öll- um, er til þekkja að þrátt fyrir margvíslega farartálma, sem hljóta að verða á veginum við slíkt uppbyggingarstarf, þá hafi Sigurjóni tekizt vel með sinni góðu greind að sigla í gegnum vandrataða leið. Mestan þann tíma, sem Sigur- jóc nefir veitt Hrafnistu forstöðu hefir hin dugrmkla og framtaks- scma eigmkona hans frá Rann- veig Viglúsdóttir staðið við hlið manns síns í hinu margþætta uppbyggingarstarfi og lagt hon- um lið. Þeim hjonum hefir orðið 5 barna auðið, sem öll eru nú upp- komin. Um leið Og ég færi Sig- urjóni mínar innilegustu afmæl- isóskir, þá veit ég, að ég mæli þar fyrir munn íslenzku sjó- mannastéttarinnar og raunar fyr- ir munn allra þeirra landsmanna, sem kunna að meta og virða þau störf þjóðfélagsborgaranna, sem lögð eru fram af sönnum dreng- skap og karlmennsku. Sigurjón var sæmdur riddara- krossi fálxaorðunnar árið 1961 og sýnir það meðal annars hvert mat forseti íslands og ráðgjafar hans hafa lagt á hin mörgu störf þessa góða drengs í þágu þjóð- arbúsins. Lifðu heill gamli vinur. (Sigurjón dvelst nú utanbæj- ar). Guðm. Jörundsson Mb. Akurey S.F.-52 er til sölu. Báturinn er 56 tonn, byggður úr eik í Fáborg 1956. Bátur og vél í mjög góðu standi. — Upplýsingar gefur ÁRNI HALLDÓRSSON, hdl. Laugavegi 22 — Sími 17478. Stúlka óskast til umsjónar og vinnu við sniðningu og frágang í saumaverksmiðju. — Tilboð þar, sem greint er frá aldri og fyrri störfum, óskast sent á afgr. Mbl. merkt: „Traust — 7160“. Atvínna Stúlka, sem hefir nokkra æfingu í vélritun getur fengið atvinnu við vélritun og simavörzlu. — Tilboð er tilgreíni aldur og menntun. leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 29. jan. merkt: „220“. VANTAR matsvein, háseta og beitingamann Upplýsingar á herbergi nr. 6, Hótel Skjalóbreið. TILKYNIMING frá Ludvig Storr & Co. Það tilkynnist hér með heiðruðum við- skiptavinum, að símanúmer í verzluninni er sem áður 1-3333, en skrifstofusími fyrst um sinn 2-4030. Ludvig Storr Að^lfundur E4DR. verður haldinn mánudaginn 29. þ.m. kl. 8,30 í Oddfellowhúsinu, uppi. Fundarefni: — Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið! STJÓRNIN Atvinna Höfum atvinnu fyrir reglusama stúlku eða konu, sem getur tenið að sér tilsögn í nandavinnu á barna- heimili í nágrenni Reykjavikur. Vinnumiðlunin Laugavegi 58 — Sími 23627 Handfœrtrveiðar Vanan háseta vantar strax. Upplýsingar í síma 34580. REGNKAPUR KAPUR FRA 05 oc. BEZTU TIZKUHUSUM í SVISS & HOLLAIMM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.