Morgunblaðið - 01.02.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.02.1962, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. febr. 1962 MORGVNBLAÐIÐ 3 „Ég ætla ekki að — ÞAÐ er mesti misskilning- ur a3 ég sé rosalegur dugn- aðarforkur, þó ég hafi lokið guðfræðinámi nú. Nær er að hrósa eiginmanni mínum og fjölskyldu fyrir dugnað þeirra við að umbera mig, meðan á þessu tóð. Þessi orð mælti Auður Eir Vilhjálmsdóttir við blaða- mann Morgunblaðsins, skömmu eftir að hún hafði lokið við að flytja prófpre- dikun sína í kapellu Háskól- ans. Að þeirri athöfn lokinni hafa tvær íslenzkar konur út- skrifast úr guðfræðideild Há- skóla íslands: Auður Eir og Geirþrúður Hildur Bernhöft, sem tók lokapróf 1945. Hátíðleg stund Það var hátíðleg stund, þegar Auður Eir Vilhjálms- dóttir sté í ræðustólinn, klædd svartri hempu. Sálma- söngurinn vart hljóðnaður, kapellan þéttsetin fólki. Við- staddir voru m.a.: eiginmað- ur hennar, Þórður Örn Sig- urðsson, latínukennari við Mennt'askólana í Reykjavík, og þriggja ára dóttir þeirra, Dalla, foreldrar Auðar, Vil- hjálmur Þ. Gíslason, útvarps- stjóri, og frú Ingá Árnadótt- ir, systkini, tengdafólk, ætt- ingjar og vinir; ennfremur biskupinn yfir íslandi, rektor Háskólans, prófessorar guð- sækja um segir Auður Eir, nýutskrifaðu guðfræðíngur Eggert i af andstæð- Auður Eir og dóttir hennar Dalla (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.) I Fjölskyldan fræðideildarinnar, fjöldi prest lærðra manna, nokkrir hjálp ræðishersmenn og einstaka forvitinn áhorfandi. Frú Auður lagði út af orð- um Páls postula í bréfi hans til Rómverja (kap. 8—10), sem fjölluðu um kærleikann og uppfyllingu lögmálsins. — Flutti hún ræðu sína sköru- lega. Við nám og í kvenlögreglunni — Ég tók stúdentspróf frá Verzlunarskóla íslands vorið 1956 og hóf strax næsta vet- ur guðfræðinám, hélt Auður Eir áfram samtali sínu við blaðamann Mbl. Veturinn þar á eftir dvaldist ég á Spáni með manni mínum, þar sem hann lagði stund á latínu og spönsku. Þórður Örn Sigurðs son heitir hann, og varð stúdent frá MR sama vor og ég og giftum við okkur um sumarið. Seinna fór hann til Edinborgar, lauk þar námi og hóf latínukennslu við MR í haust. Ég dvaldist og eitt ár hjá honum í Edinborg. Að öðru leyti hef ég stund að nám mitt óslitið — nema hvað ég hef unnið hjá kven- lögreglunni annað slagið, samtals tæplega ár. Ég er þar enn með annan fótinn, lenti í vandræðanefndinni sem svo er kölluð, þ.e. nefnd, sem sér um að senda vand- ræðastúlkur á hæli 1 Dan- mörku. — Hvað kom til að þér ákváðuð að nema guðfræði? — Ég hef mikið starfað í KFUK og alltaf haft áhuga á kristilegu starfi. Mig langaði að kynnast betur grundvelli kristinna fræða og af þeim sökum fór ég í guðfræðideild- ina. — Fyrirtah* „prestsfrú“ — Og er nú næsta skrefið að sækja um brauð? spyrjum við Auði Eir. Hún hló hjartanlega og sagði: — Ekki í bili, en veit ekki hvað verður síðar. Annars held ég að maðurinn minn verði fyrirtaks „prestsfrú" í sveit, ef þar að kemur. Ég komst að því, meðan ég las undir prófið, að hann er býsna góð „húsmóðir", satt að segja miklu betri en ég bjóst við. — Er ekki erfitt að stunda háskólahám samhliða því að hugsa um heimili? — Dálítið. Ég er ekki þannig manneskja að ég hlaupi frá pottunum og sökkvi mér niður I námsbæk urnar. Röðin er þessi: graut- urinn fyrst, þar næst þvott- urinn.... áhugamálum mín- um helga ég síðustu tíma dagsins. En eins og ég sagði í upp- hafi, þá hefur þetta tekizt með góðri aðstoð fjölskyld- unnar. Hvernig Þórði lítist á að vera giftur presti? Þið getið spurt hann, hann var hérna rétt áðan. Það eina sem ég veit ér: hann kvartar ekki neitt. Hg. í ræðustól Háskólakapell- unnar STAKSTEINAR Angur.^api :i:SS Þrír mánuðir eru nú liðnir síðan 22. þing kommúnista- flokks Ráðstjómarríkjanna var haldið í Moskvu. Þingið sóttu sem | kunnugt er tveir menn héðan frá ] íslandi, þeir ] Eggert Þorbjam arson og Guðm. [ Vigfússon. Allt frá því að þeir komu heim hafa ! þeir verið krafð ir sagna um þing ið, ekki einungis ingum kommúnista, heldur líka innan kommúnistaflokksins. En algjör þögn hefur ríkt, þar til nú fyrir skemmstu. I gær og fyrradag birtir Eggert Þorbjam arson síðan tvær greinar, sem hann nefnir: „22. þing komm- únistaflokks Ráðstjórnarrikj- anna“ og eru þær meðal þess afglapalegasta, sem sézt hefur á prenti hérlendis. Dýrð sé Kreml Allt inntak greinanna endur- speglast í þessum niðurlagsorð- um hinnar síðari: „1 Ráðstjórnarríkjunum er að skapast ný gerð manna, gagn- menntaðra manna, sem halda í heiðri og rækta með sér allt það bezta úr siðgæði liðinna kynslóða og þjóðfélaga, svo sem mannúð, heiðarleika, vináttu, hjálpsemi, gagnkvæma virðingu innan fjölskyldunnar o.s.frv.(!) 1 Ráðstjórnarríkjunum . . . er að rýsa ný hámenning.“ Hins vegar víkur greinarhöf- undur hvergi að lýsingum Krús- jeffs á þessari „hámenningu", sem byggist á „mannúð, heiðar- leika, vináttu, hjálpsemi“, rétt eins og þvælan um það, að inn- an tveggja áratuga fái allt „vinn andi fólk á vinnustöðum, borg- um og í sveitum ókeypis mið- degisverð“, hafi verið það frétt- næmasta á kommúnistaþinginu. Betra að þegja Uppljóstranirnar um glæpa- feril Stalins og hinnar kommún ísku forystu um áratuga skeið, morðin, svikin og hvers kyns klæki, var það, sem rætt var um heim allan. Á þetta minnist Eggert Þorbjarnarson ekki einu orði. Engu er líkara en hann haldi, að Stalin hvíli enn við hlið Lenins í grafhýsinu á Rauða torgi, í náð „mannúðar, heiðarleika og vináttu“ sam- starfsmanna hans og einkavina, sem við ríki hans tóku. Má með sanni segja, að EggertÞor- bjarnarsyni hefði verið sæmra að halda áfram að þegja um kommúnistaþingið, eins og fé- lagi hans Guðmundur Vigfússon gerir, í stað þess að rita lang- hunda um einskis verða hluti en þora ekki að koma að kjarna málsins. Vita þó allir, að hann er sá, að sjálft hið kommúnist- íska kerfi hefur boðið heim þeirri glæpaslóð, sem nú stend- ur opin fyrir allra augum, enda ræða kommúnistar það nú hvar- vetna — líka hérlendis —, að flokkseinræðið þyrfti að minnka, þótt þeir séu svo barnalegir að halda, að í kommúnistaríkjunum sé hægt að skilja á milli flokksins og ríkisins, rétt eins og einræð- isherrar, hvort sem þeir heita Krúsjeff eða Hitler, séu svo ein- faldir að gera sér ekki grein fyrir, að það, sem þeir keppa að, er völdin og þau tryggja þeir ekki, ef þeir afsala sér öðrum hvorum þættinum, ofur- valdi yfir þeim flokki, sem þeir styðjast við eða lykilsstöðu i sjálfu ríkisvaldinu. Auðvitað af- sala þeir sér hvorugu, enda mundi einræðisskipulagið þá riða til falls og þar með þeirra [ völd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.