Morgunblaðið - 01.02.1962, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIO
Fimmtudagur 1. febr. 1962
AUSTIN bifreiðaumboðið, Garð-
%r Gíslason hf., hefur nú flutt
inn fyrstu landbúnaðarbifreið-
ina frá Austin-verksmiðjunum
og telur, að bifreiðin muni fljótt
ná útbreiðslu hér, þar sem
margt bendi til, að þessi nýja
gerð haefi vel okkar erfiðu skil-
yrðum. — Á þriðjudag sýndi
Sigurjón Rist, vatnamælinga-
maður, blaðamönnum bifreiðina
og skýrði frá reynslu sinni af
henni.
Fjöðrun hjólanna
Það, sem fyrst vekur sérstaka
athygli, er fjöðrun hjólanna, ef
svo má segja, því hvert hjól er
sjálfstætt. Hin eiginlega fjöðr-
un er stórkostleg nýjung, sem
búið er að þrautreyna, og bygg-
ist á gúmmí og stáli, sem er
soðið saman og er undir þrýst-
ingi. Þessi aðferð hefur gefið
svo góða raun, vegna þess, að
talið er, að svo til ekkert slit
komi til greina, þoli allt veður-
far, sand, grjót og ís. Auk þess
verður allur hjólaútbúnaður
miklu léttari. og þess vegna
Sigurjón Rist stendur hjá Áustin-jeppa sínum.
AITCTTII. I
ný landbúnaöarbifreið
þýðari en áður hefur þekkzt á
þyngra byggðum bifreiðum. Hef-
tu’ bifreiðin einnig mjög góða
eiginleika hvað velting snertir
Og er því góð í beygjum. Eng-
inn vagn hefur gefið eins góða
raun eftir erfiðustu tilraunir
hjá hinni frægu tilraunastöð
Motor Industry Reserach Associ
ation.
Drifkúlurnar eru eins að fram
an og aftan, fastar á grindinni
og liggja í gúmmífóðringum. Út
frá þeim eru svo mjóir öxlar,
sem knýja hjólin og þannig
minnkar öll mótstaða í slæmri
færð til hins ítrasta. Bretti og
umgjörð eru úr sterku stáli,
sem er sérstaklega ryðvarið og
eru ytri frambrettin boltuð
þannig, að auðvelt sé að skipta
um þau.
Drifgírar eru 4 fram og 1 aft-
ur á bak, og þegar lága drifið
er notað, má segja að um 10
gírhlutföll sé að ræða.
Bílnum má aka á framdrif-
inu einu og fara má á honum
upp og niður 75° halla. Fá má
með honum ýms tæki og áhöld,
stýri má hafa hvort sem er
hægra eða vinstra megin og má
auðveldlega skipta um, hvenær
sem er. Auk þess er hægt að
fá hann með bensín- eða diesel-
hreyfli, eftir því sem hver kýs.
RÝIVIINGAR8ALA
VEGNA BREYTINGA Á VERZLUN
OKKAR VERÐA EFTIRTALDAR
VÖRUR SELDAR Á NIÐURSETTU
VERÐI í DAG OG NÆSTU DAGA.
Prjónasilkiundirkjólar á kr. 98.00
Nælonundirkjólar á kr. 135.00
Prjónasilkinátf.kjólar á kr. 150.00
Nælonnáttkjólar á kr. 220.00
Herra- og drengjaskyrtur, gallabuxur, úlpur
á drengi og telpur og margt fleira.
Allt á mjög góðu verði.
— ENNFREMUR SELJUM VIÐ VEGNA
SMÁVÆGILEGRA VERKSMIDJUGALLA,
LÍTILSHÁTTAR AF
Peysum á börn og fulloröna
á kostnaðarverði
-FRAMTÍÐ-
Ullarvöruverzlun
Laugavegi 45
Sími 13061
Ódýr í rekstri
Sigurjón Rist kvað stærstu
kosti bílsins dieselvélina og hina
sérstöku fjöðrun hans. — Haust
ið 1960, er hann var á ferð yfir
Vatnajökul í farkosti með diesel
vél, kvaðst hann fyrst hafa feng
ið „blod pá tanden", eins og
danskurinn segir, er hann sá
hvílíkur reginmunur er á eyðslu
bensínhreyfils og dieselhreyfils.
Dieselhreyfillinn hefði eytt fyrir
130 kr. í stað 2000 kr. En það
væri nauðsynlegt í svo miklum
akstri að hafa það í huga. „Síð-
an, er ég fór að athuga, hvar
ég gæti fengið lítið farartæki til
að komast á jafnt „vegi sem ó-
vegi“ leizt mér bezt á þennan
bíl. Ég vissi að dieselvélin
mundi örugglega vera þýðgeng,
þar sem hún er mikið notuð í
leigubifreiðar, enda kom það á
daginn, að eini gallinn við hana
er sá, að ég verð að fá mér út-
varp í bílinn. Mér hafði verið
sagt, að dieselvél væri svo gróf,
að það væri ekki til neins, en
það er öðru nær. Hún gengur
sem bensínhreyfill“.
Þá kvað Sigurjón bílinn svo
þýðan vegna hinnar sérstöku
fjöðrtmar, að hann sagðist efast
um, að merin hans Vellygna-
Bjarna hefði verið þýðari, kæmi
þetta ekki sízt í ljós á hinum
svonefndu höggholum, sem alla
bíla ætlar að hrista í sundur,
ekki sízt í frosti, þar liði þessi
bíll yfir eins og ekkert væri.
Ekki fyrir vonbrigðum
Þá kvaðst Sigurjón ekki geta
séð annað, en að þessir bílar
væru érstaklega góðir í snjó
eða annarri ófærð. Engin hætta
væri t. d. á því, þegar ekið er
í vatni, að feitin af drifinu fari
í hemlana, en það er mjög al-
gengt, að olían af drifkúlunum
eyðileggi bremsuborðann. Þá er
hægt að hafa bílinn annað hvort
eingöngu í framdrifi eða aftur-
drifi eða hvoru tveggja, eftir
því sem henta þykir, og er hægt
að skipta þeim á ferð. Sigurjón
sagði, að þetta kæmi sér mjög
vel, er fljúgandi hálka væri á
vegunum, hefði hann t. d. um
daginn haft hann í framdrifinu,
þegar farið var upp brekkur, en
í afturdrifinu er farið var niður
þær. Annar kostur við þetta er,
að með þessu móti er hægt að
slíta dekkjunum jafnt, en ann-
ars vill myndast átak milli drif-
anna. — Þá er spil framan á bíl
Sigurjóns, sem tengt er við sveif
arásinn, og er hægt að draga
bílinn upp á því, ef hann fest-
ist. En til þess hefur þó ekki
komið, sagði Sigurjón, og hef
ég þó farið á honum yfir 50—60
cm djúpan snjó, enda er búið
að losna við hinn hvimleiða
fjaðraútbúnað, sem bílarnir
hafa gjarnan viljað setjast á,
með því að setja hann inn I
grindabitann.
Að lokum sagði Sigurjón, að
hann hefði síður en svo orðið
fyrir vonbrigðum með bílinn,
hann væri hvorutveggja í senn,
ódýr í rekstri, olíukostnaðurinn
á 100 km væri um 12 kr.
Kvaðst hann vona, að þegar
menn fengju svona góð áhöld i
hendur, þá yrði það þeim
hvatning til að fara vel með
þau. —
Sigurjón Rist og Guðmundur Valdimarsson við opið vélarhúsið
Somþykktir bæjorstjórnar
Akroness um mnrgvísleg mólefni
AKRANESI, 24. jan. — Bæjar-
stjórnarfundur var haldinn hér
18. þ.m. og gerðar þar samþykkt
ir um ýmis mál, sem í stuttu máli
eru þessi:
Ao stækka húsnæði lögreglunn
ar, endurbæta hegningarhúsið og
fjölga lögregluþjónum.
Að afhenda byggðasafninu
fyrstu slökkvitækin á Akranesi.
Að boða til allsherjarfundar
um íþróttahúsnæði með öllum
þeim aðilum sem þetta mál
snertir.
Að vinna að þvi að steypt verði
slitlag á sumri komanda á Silfur
torg, Suðurgötu, Skagabraut, og
Kirkjubraut inn fyrir póstlhús.
Að láta rannsaka ítarlega á
hvern hátt unnt sé að auka og
bæta vatnsmagnið handa bæn-
um.
Að sköra á virðulegt Alþingi
að samþyikkja tillögu til þings-
ályiktunar, sem nú liggur fyrir
þinginu, um að ríkið láti fram-
kvæma borun eftir heitu vatni að
Leirá í Leirársveit með það fyr
ir augum að byggð verði hita-
veita fyrir Akraneskaupstað.
Að skora á ríkisstjórnina að
kvika í engu frá núgildandi regl
um um togveiðar í landhelgi.
— Oddur.