Morgunblaðið - 01.02.1962, Blaðsíða 13
Fimmludacrur 1. febr. 1962
MORGVTSBLAÐIÐ
13
Afengi - ákeyrsla
í HÆSTARÉTTI hefur verið,
kveðinn upp dómur í opinberu
máli, er ákæruvaldið höfðaði
gegn bifreiðarstjóra nokkrum
fyrir að hafa ekið undir áhrif-
um áfengis, svo og fyrir að
hafa ekki gert lögmæltar ráð-
stafanir eftir árekstur, er bif-
reið hans olli.
Málavextir eru þessir:
Föstudaginn 20. nóvember
1959 um kl. 02.20 var tilkynnt
á lögreglustöðina í Hafnarfirði,
að þá rétt í því hefði bifreið
ekið á glugga skartgripaverzlun-
ar Magnúsar Guðlaugssonar og
brotið hann, en ekið síðan af
vettvangi suður Strandgötu og á
Krísuvíkurveg. — Lögreglumenn
fóru þegar að leita bifreiðarinn-
ar og fundu hana skömmu síð-
ar. í bifreiðinni var þá ákærði,
sem var eigandi bifreiðarinnar,
og þrír farþegar, einn karlmað-
ur og tvær stúlkur, 14 og 17
ára.
Stúlkurnar tvær höfðu komið
upp í bifreiðina í Reykjavík, en
síðan hafði ákærður ekið nokk-
uð um götur Reykjavíkur og
síðan áleiðis til Hafnarfjarðar.
Skammt austan við Hafnarfjörð
leyfði ákærði yngri stúlkunni að
taka við stjórn bifreiðarinnar,
en á Strandgötunni missti hún
stjórn á henni og lenti því bif-
reiðin á glugga skartgripaverzl-
Nýtt bæjatal
PÓST- og símamálastjórnin hef
ur nýlega gefið út nýtt bæjatal
1 hinu nýja bæjatali er skýrt frá
|>ví, að árið 1885 hafi fyrsta bæja
tal á landinu verið gefið út og
prentað í Kaupmannahöfn. Siðan
hefur bæjatal verið gefið út
fjórum sinnum. Sömu reglum er
fylgt í þessiu nýja bæjatali og hin
um eldri.
Eyðijörðum, sem ekki eru líkur
til að byggist á ný, hefur verið
sleppt og er það gert í samráði
við sveitarstjórnarmenn á hverj-
um stað.
í hinu nýja bæjatali er yfir-
lit um mannfjölda á Islandi 1.
des. 1960. Eir mannfjöldimi þá
heimilisfastur á íslandi 177.292.
Af þeim búa samtals í kaupstöð
um 118.990 og í sýslum Og þorp-
um 58.302.
- Bæjatalið verður selt á ölium
pósthúsum landsins og kosilar
kr. 75.00.
unarinnar, sem fyrr getur. —
Ákærði tók þá við stjóm bif-
reiðarinnar á ný og ók suður á
Krísuvíkurveg, þar sem lögregl-
an náði bifreiðinni. Ákærði og
félagi hans voru þegar færðir
til blóðtöku til að rannsaka
áfengismagn í blóði þeirra.
í blóðsýnishornum, sem tekin
voru, bæði af ákærða og félaga
hans, fundust reducerandi efni,
er samsvara 1,47%« af alkóhóli
í blóðsýnishorni ákærða og í
blóðsýnishomi félaga hans fund-
ust reducerandi efni, er sam-
svara 0,68%«.
Er málið kom fyrir sakadóm
Reykjavíkur, fór skipaður verj-
andi ákærðs þess á léit við dóm
inn, að framhaldsrannsókn yrði
háð í málinu til að kanna það,
hvort blóðsýnishom ákærða og
félaga hans hefðu getað ruglazt,
er blóðsýnishorn hafði verið
tekið. Fór fram ítarleg rann-
sókn á þessu atriði og m.a. var
læknir sá, er blóðsýnisliornið
hafði tekið, leiddur sem vitni,
svo og lögregluþjónn sá, er tek-
ið hafði við blóðsýnishornunum.
Sakadómur Reykjavíkur komst
að þeirri niðurstöðu, að ekki
hefðu fram komið þau rök, er
bent gætu til þess, að ruglingur
hefði orðið í meðförum á blóð-
sýnishornum ákærðs og félaga
hans. Ákærði var því dæmdur
til að sitja í varðhaldi í 15 daga
og sviptur ökuréttindum í 1 ár.
Þar að auki skyldi hann greiða
allan sakarkostnað.
í Hæstarétti kvað nokkuð við
annan tón og segir svo í for-
sendum dómsins: „Ekki verður
taldið öldungis öruggt eftir því,
sem háttað hefur verið um blóð-
töku og meðferð blóðsýnishorna
í máli þessu, að ekki kunni að
hafa ruglazt blóðsýnishom af
blóði ákærðs og vitnisins J.,
enda voru þau ekki þegar í
stað látin í lokuð og merkt um-
slög. Verður því að leggja til
grundvallar dómi, að blóðsýnis-
horn það, sem sýndi minna
áfengismagn í blóði hafi verið
úr ákærða“. (Þ.e. 0.6%« í stað
1.47%«).
Refsing ákærða var því í
Hæstarétti talin hæfilega ákveð-
in sekt kr. 2.000.00 í ríkissjóð
og skyldi 7 daga varðhald koma
í hennar stað, ef hún væri ekki
greidd innan 4 vikna frá birt-
ingu dómsins. Hinsvegar var
ákærði sviptur ökuréttindum í 3
ár og skyldi hann auk þess
greiða allan sakarkostnað.
Guðjón Jónsson Tunguhólsi
GUÐJÓN Jónsson bóndi á Tungu .
ihálsi í Skagafirði varð 60 ára 27. |
jan. Finnst mér það raunar með ^
ólíkindum og myndi rengja, sæi j
ég mér það fært, því að svo !
kvikur er Guðjón enn í spori og
léttur í hreyfingum. Að baki er
Iþó langur og starfsamur dagur.
Hörðum höndum hefir Guðjón
unnið „ár og eindaga". Enda
ber Tunguháls það með sér, að
þar hefir dugnaður og framtak
ósamt hagsýni átt öruggan merk
isbera.
En Guðjón hefir þó um sina
daga sinnt fleiru en bústörfun-
um heima íyrir. Ýmsum trúnað-
arstörfum hefir hann gegnt fyr-
Ir sveit sina og var t.d. oddviti
Ihennar um alllangt skeið.
Guðjón er maður mjög vel
gerður á margan hátt. greindur
vel og glöggskyggn á menn og
málefni. Skoðanafastur er hann
og verður ekki þokað frá því,
sem hann hyggur rétt vera.
Við fyrstu sýn er Guðjón fá-
látur og heldur þurr á manninn,
en við nánari kynni finnur eng-
inn til þess, því að inni fyrir er
'hann gæddur slíkri kimnigáfu
og léttri gamansemi.
Guðjón er hógvær og prúður í
framgöngu, hann er maður. sem
nýtur trausts og virðingar allra,
sem til hans þekkja.
Kvæntur er hann Valborgu
Hjálmarsdóttur mikilli myndar-
konu og eiga þau sex mannvæn-
leg börn. Heimili þeirra hjóna
er annálað fyrir rausn og mynd-
arskap og mætti segja mér, að
þeir verði ófáir, sem í dag leggja
þangað leið sína. Sveitungarnir
þakka Guflljóni góð og giftu-
rík störf. Og vinir hans, fjær og
nær þakka honum góð kynni og
óska honum og heimili hans,
gæfu og gengis á ókomnum ár-
um. B. K.
„Það er dásamlegt“, sagði frú Hesketh Smith frá Vogue
við Thatcher frá Hotel & Catering Review.
Bretar smakka
léttreykt ís/.
lambakjöt
„Það er dásamlegt", sagði
frú Heskeh Smith frá Vouge.“
„Nýtt bragð, mjög gott,
sagði hr. A. Bowen frá veit-
ingastað Harrods.
„Það bráðnar í munninum
eins og smjör“, sagði „cheff-
inn“ á Carlton Tower’s.
Harrods biður um reynslu-
sendingu Carlton Tower’s vill
fá kjötið til framreiðslu á
hótelinu og fulltrúar blaðanna
lofa að skrifa vel um létt
ráðnar í munninum...
SL. föstudag hafði Þorvaldur
Guðmundsson, veitingamaður,
kynningu á íslenzku lamba-
kjöti matreiddu á sérstakan
hátt á hinu kunna hóteli
Carlton Towers í London.
Fréttaritari blaðsins í London
sendi blaðinu eftirfarandi frá-
sögn af þessu:
Kl. 17.30 á föstudag hafði
Þorvaldur Guðmundsson í
Síld & Fisk boð á Carlton
Tower’s Hotel í London. Um
tuttugu manns var boðið til
að bragða létt reykt lamba-
kjöt, sem Þorvaldur hafði
komið með að heiman. Meðal
gesta voru fulltrúi veitinga-
staðarins Harrods, Eiríkur
Benedikts, sendiráðsritari og
14 blaðamenn, þ. á m. frá
Vogue, Houswife, Hotel &
Catering Review, Caterer,
International Hotel Review,
Daily Telegraph, Daily Ex-
press o. fl. Hver gestur fékk
bækling um ísland og blað
með upplýsingum um lamba-
kjötið.
Eftir að gestum hafði verið
boðið upp á hressingu og
spurningum um kjötið og land
ið hafði verið svarað, var létt-
Þorvaldur Guðmundsson byður Louis C. Polla, yfirmat-
reiðslumanni í Carlton Tower’s Hotel upp á islenzkt
lambakjöt.
reykta
fram.
lambakjötið borið
Brezkir blaðamenn og matarsérfræðingar smakka á íslenzk-
um réttuir.. Á miðri myndinni stendur A. Bowen, frá veit-
ingastað Harrods og talar við S. Mangoet.
reykta lambakjötið frá Is-
landi.
Þorváldur er mjög ánægður
með árangurinn og heldur til
Kaupmannahafnar sunnudag-
inn 28. jan. til að auglýsa
kjötið þar. — J. S.
Lambakjötið sem gestunum
var boðið upp á, var lamba-
hryggur og læri, léttsaltað og
léttreykt við mikinn hita.
Kjötið er matreitt þannig að
það er grill steikt á teini.
Ekki vitum við hvers konar
grænmeti var á borðum með
lambakjötinu í Carlton Tow-
er’s, en gestunum var sagt að
íslendingar bæru einfaldlega
með því kartöflur og salat,
og að Madeira eða Cumber-
land sósur færu mjög vel við
það.
Kjötið, sem Þorvaldur bauð
upp á í London, er framreitt
eftir sérstakri aðferð. sem
hann hefur gert tilraun með
í fyrirtækj um sínum í mörg
ár, og að undanförnu hefur
gestum í Þjóðleikhúskjallar-
anum verið boðið upp á þetta
léttreykta lambakjöt, steikt á
teini, og borin með góð sósa
og stúfaðir sveppir. Þykir það
hunangsfæða.
Er þorvaldur nú tilbúinn til
að bjóða matmönnum úti í
heimi upp á þennan sérstæða
rétt, framreiddan úr íslenzka
mjúka lambakjötinu og með
aðferðum sem byggjast á
fornri þjálfun íslendinga í að
salta og reykja fisk og kjöt.