Morgunblaðið - 01.02.1962, Blaðsíða 8
8
MORCUNRLAÐIÐ
Fimmt’idagur 1. febr. 1962
Músin sem læðist
Guffbergur Berg’sson: Músin
sem læðist. Skáldsaga. 243 bls.
Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar, Reykjavík 1961.
„Músin sem læðist" er fyrsta
skáldsaga Guðbergs Bergssonar,
jþrítiugs Grindvíkings sem dvalizt
ihefur langdvölum á Spáni. Frá
íhendi hans hafði áður komið
Ijóðabókin „Endurtekin orð.“
Aftan á kápu segir útgefandinn
m.a.: „Músin sem læðist er sál-
fræðileg saga, rituð að skarp-
Skygjni og skilningi. Er sagan
tvímælalaust eitthvert athyiglis-
verðasta byrjandaverk í skáld-
sagnagerð, seim sézt hefur hér í
mörg ár.“
Þó hér sé kveðið sterkit að orði,
má segja að umsögnin sé í höfuð-
atriðum rétt. Hér er um að ræða
óvenjulega íslenzka skáldisögu,
sarnda af frábærum næmleik á
tiifinningar og geðbrigði ungs
drengs, sem er kúgaður af tauga
veiklaðri og drottnunargjarnri
móður, en laðast jafnframt að
afa sínum, sem er heilbrigður á
sálinni og heilsteyptur í viðhórfi
sínu til lífs og dauða.
Sagan rennur fram einis og
lygn og vatnsmikil elfur. f>ar er
fátt um fossa eða straumiðuir. Höf
tmdurinn tekur sér ríflegan tíma
til að skýra frá öllu með sem ná-
ikvæmustum og ýtarlegustum
hætti. Stíliinn er vandaður og
látlaus, hvergi glæstur. Fyrir
bragðið verður sagan með kötfl-
um nokkuð löng í sér, þó hún
beri hvarvetna vitni um skarpa
athyglisgáfu höfundarins og
mikla myndvísi.
Það sem setur sterkastan svip á
söguna 1 heild er hið næma
skyn höfundar á blæbrigði og
sviptivinda sálarlífsins Og næst-
um ótrúleg fundví'si hans á smiá-
atriði, sem fá víðtæka merkingu
í heildarsamhenginiu og bregða
Ijóisi yfir ýmsa þætti í sálarlífi
drenigsins.
Sagan er sögð í fyrstu persónu,
seim er erfitt og tvíbent form,
en hvergi er farið út fyrir tak-
mörk þess. Drengurinn segir sögu
sína með látlausum og eðliiegum
hætti, og er viða beitt sérlega
kunnáttusamiegum listbrögðu-m
til að ná fram réttum áhrifum.
Bygging sögunnar er samfelld og
lífræn; þætitir hennar ofnir sam-
an af miklu listfengi, stetfin end-
urtekin í nýjum tiibrigðum unz
úr verður máttugur samhljómur.
Það er eins og allir hinir „ó-
mlerkilegu" hlutir í umhverfi
drengsins, öll hin hversdagslegu
fyrirbæri og stemningar, fái nýja
og víðtækari merkingu í sál
drengtsins, næstum dularfulla
merkingu: skellur á hurðum og
veggjum, ólykt í göngum, Ijó'sa-
krónan í svefnherberginiu, hafið,
sólarlagið, kexið sem hann etur,
krabbamir í fjörunni, kónguló-
arvefirnir, bollar og diskar í eld-
húsinu, koparketillinn o.s.frv.
Allt litast þetta meira og minna í
vitund drengsins af þeirri megin
Staðreynd sem yfirgnæfir lítf
hans, krabbameini og banalegu
mannsins í næsta húsi.
Lýsingin á drengnum og þeim
sálarhræringum, sem eiga sér
atað innra með honum, er að
mínum dómi listrænt afrek; hún
er í senn sannferðug og kemur
lesandanuim oft á óvart. Við
kynnumst næmileiik hans og
margslungnu sálarlífi afarnáið;
það er engu líkara en hann
skynji tilveruna alla með skinn-
inu eða taugabroddunum. Lýs-
ingin á lautinni og fróun hans
þar er gott dæmi um nærfærni
og skarpskyggni höfundarins, og
svipað er að segja um hug-
renningatengsl hans í sambandi
við kexið, krabbana, fliugurnar
og margt fleira.
Guðbergur Bergsson
Lýsing á móðurinni er ekki
síður listfeng. Þórunn verður
raunsönn og ógleymanleg per-
sóna í öllum sínum furðulegu
mótsögnum. Hjá henni fara sam-
an blind sjálfselska og algert
sinnuleysi um tilfinningar ann-
arra, tvískinnungur Og drottn-
ungargirnd, miskunnarleysi og
öfundsýki, trúarvingl Og hræsni,
sjúkleg forvitni og kjaftagangur,
hroki og minnkniáttatkennd. öllu
er þessu lýst með eins ljósum
hætti og verða má af drengnum
sem elskar móður sína fölskva-
laust og er henni algerlega háður.
Átökin í bókarlok milli þeirra
mæðginanna eru með beztu kötfl-
um sögunnar og endirinn sannur
og átakanlegur í láitleysi sínu og
algerri uppgjöf, þó lesandinn
hefði vissulega kosið raeiri reisn
og tilþrif í sögulok.
Guðrún á efri hæðinni verður
líka eftirminnileg persóna, þó
hún sé dregin fáum dráttum.
Þrælslund hennar og alger und-
irgefni er ósvikin, ekki síður en
gróusögurnar, hnýsnin og hræðsl-
an við afleiðingar kjaftæðisins.
Þáttur hennar í átökum mæðgin-
anna er gott dæmi um örugga
tækni höfundarins.
Afi drengsins hefur ekki alveg
eins ljósar útlímur, en eigi að
síður má hann sín mikils í sög-
unni, og tungutak hans er bæði
sérkennilegt og skemmtilegt.
Kona hans kemur lítið við sögu,
en verður samt furðuskýr í vit-
und lesandans.
Einar eldri og hans fólk er fjar
lægara lesandianum, en er samt
teiknað allskýrum dráttum, eink-
anlega Einar yngri oig Nanna
móðir hans. Saimtöl drengjanna
eru sérlega listrsen í mieðtförum
höfundar, og má enda segja svip-
að um samtöl sögunnar í heild;
þau eru samin af þeirri ‘list seim
dregur fram sérkenni og per-
sónuleik hvers einstaklings.
Yfir sögunni allri grúfir hið
dularfulla og svarta ský krabba-
meinsins í næsta húsi, og grun-
urinn um dauðann verður hinn
sterki undirstraumur hennar,
sem hrífur sál drengsins með sér
út í rastir hugaróra, martraða og
skelfingar, sem oft tekur á sig
næsta óhugnanlegar myndir.
Náttúrulýsingar eru ekki ýkja
fyrirferðarmkilar í sögunni, en
þær eru víðast snjallar. sérlega
myndrænar og verða einhvern
veginn partur af sjálfu sálarlítfi
drengsins. Hann finnur úti í nátt
úrunni þá hugsvölun og það mótf-
vægi gegn heljarafli angistar og
vonleysis, sem ljær honum kraft
tii að þrauka.
Vera má að ýmsum lesendum
þyki þessi saga helzt daufleg,
því þar er fátt um mikla við-
burði og geigvænleg ytri.átök., en
hún leynir vissulega á ser og
býr yfir þeim innra kratfti sem
djúp innsýn í hlutina veitir
skáldverkum. Yfir henni eru tötfr
ar hins smáa, sem felur í sér
miklu stærri hluti en virðast má
við fynstu sýn.
Mér er ti'l efs að við eigum
margar snjallari, fyllri og nær-
færnari myndir af sálarlitfi ein-
mana drengs en þessa fyrstu
skáldsögu Guðbergs Bergssonar.
Það væri þá helzt „Heimsljós“
Halldórs Laxness. Það sem er
kannski órækasti votturinn um
hæfni hötfundarins er sú stað-
reynd, að hann befur hér tekið
til meðferðar og lýst rækilega
tilfinningum leiða og þreytiu án
þess að gera venk sitt leiðinlegt
eða þreytandi. Leiði drengsins
smýgur manni bókstatflega inn í
merg og bein, og samt heldur
frásögnin manni vakandi og eÆtir-
væntingarfullum.
Frágangur bóikarinnar er
smekklegur og kápan eftir Atla
Má mjög falleg. Prófarkalestur
er í sæmilegu lagi, en á nOkkir-
um stöðum eru meinlitlar prent-
villur og á stöku stað tekið skrýti
lega til orða: „Ég gekk strax að
útidyrunum, dokaði þar við og
hélt henni opinni" (bls. 28>. „í
huganum, og i þrönginni eftir orð
Guðrúnair . . .“ (84). „Næstu daga
fór ég að finna til ýmiss konar
einkennilegra stingja um mig all-
an, ásarot herpingi og þurrki í
hálsi, skyndilegan ótta sem greip
mig . . .“ (100). „En ég hafði
Strompleiknr Kiljans verður sýndur I næstsíðasta sinn á
laugardagskvöld, en síðasta sýning leiksins verður svo nk.
þriðjudag. Leikurinn hefur nú verið sýndur 22 sinnum við
góða aðsókn. — Myndin er af Guðbjörgu Þorbjarnardóttur í
hlutverki móðurinnar.
ékki gert þetta lengi þegar einnig
við það greip mig ótti“ (105).
„Hún fór líka að horfa út um
gangargluggann“ (125), „refsa
mér með hönd sinni“ (209-30).
(Leturbreytingar mínar). Neðst
á bls. 237 er meinlegt línuibrengl.
Höfundur skrifar ýmisit „mundi“
eða „myndi“, „ekki heldur“ eða
„heldur ekki,“ og eru báðar
seinni myndirnar hvimleiðar.
SigunVur A. Magnússon.
Ásgeir Þór Ásgeirsson forseti Skáksambands Islands:
Hvers vegna var hætt við að
haltía millisvæðamótiö í Hollandi?
MÖRGUM mun enn í minni, að
Austur-þýzka stórmeistaranum
W. Uhlmann, var synjað um vega
bréfsáritun til Hollands í nóv.
1960, þegar hann hugðist taka
þátt í svæðamóti í Berg, en Dal
Forseti alþjóðaskáksambandsins
(F.I.D.E.), Svíinn Folke Rogard,
og stjórn hollenzka skáksam-
bandsins brugðu skjótt við og leit
uðu hollenzka utanríkismálaráðu
neytisins og stofnunar þeirrar í
Vestur-Berlín, sem úrskurðar um
áritanir vegabréfa fyrir nokkur
NATO-lönd. Forvígismenn skák-
mála bentu á þá staðreynd, að
skákhreyfingin er óháð stjórn-
málum, eins og segir í grund-
vallarlöguin alþjóðaskáksam-
bandsins. Endir málsins varð
samt sá eftir mikið þóf, að vega-
bréfsáritun fékkst ekki fyrir
W. Uhlmann, og tefldu að lokum
aðeins 10 af 18 þeim mönnum,
sem rétt höfðu til þátttöku í
Berg en Dal, þar sem skáksam-
bönd Austur-Evrópu kvöddu
keppendur sína heim.
Nú hafði dregið bliku á loft
í skákheimi, og voru miklar horf
ur á, að alþjóðaskáksambandið
myndi klofna í tvær deildir, aust
ur og vestur. Folke Rogard lék þá
tvíeggjuðum leik í erfiðri stöðu.
Hann bað skáksamband Tékkó-
slóvakíu að halda nýtt svæða-
mót, til þess að ársþing alþjóða-
skáksambandsins gæti byggt
ákvarðanir sínar í þessu vanda-
sama máli á góðum grunni. —
Þátttakendur á síðara svæðamót
inu urðu 16 alls, V-Þjóðverjinn
Teschner og Austurríkismaðurinn
Dúckstein mættu ekki til leiks,
en þeir höfðu skipað 2. og 3.
sæti í Berg en Dal. Þau urðu úr-
slit enn sem fyrr, að Friðrik
Ólafsson bar sigurorð af kepp-
endum sínum, í öðru sæti varð
Tékkinn Dt Filip og þriðja skip-
aði W. Uhlmann. Árþingið s.l.
haust í Sofia, Búlgaríu, fjallaði
því í fyrsta lagi um meðferð
málsins, og í öðru lagi um það,
hverjir ættu rétt á þáttöku í
millisvæðamótinu, sem halda átti
í Hollandi. Það varð einróma
álit fulltrúanna að lýsa yfir því,
að enginn mót skuli viðurkennd
af hálfu alþjóðaskáksambandes-
ins, hafi keppendum með óskoruð
réttindi verið meinuð þátttaka
af stjórnmálalegum stáæðum.
Ennfremur, að þar sem slíkur
atburður hefði ekki gerzt áður
í sögu alþjóðaskáksambandsins
(stofnað ]y24), þá bæri að líta
svo á, að viðieitni forseta sam-
bandsins og viðbrögð nokkurra
skáksambanda væri gerð í þeim
góða tilgangi að efla málstað
sambandsins. Að lokum var úr-
skurðað, að þrír hinir hlutskörp-
ustu í sei.rna svæðamótinu og
annar þeirra, sem næstir urðu á
efíir Fnðrik í fyrra mótinu. —
Teschner eða Duckstein — skyldu
ía þátttökurétt í millisvæðamót-
inu. Einvígi, sex skákir, skyldu
ráða hvor þeirra Tescner eða
Dúckstein yrðu fyrir vali. Milli-
svæðamótið skyldi haldast í
Amsterdam, eins og ákveðið hafði
verið, en fyrir 31. des. ’61 skyldi
hollenzka skáksambandið senda
Opinber gögn, sem tryggðu öllum
þátttakenium vegabréfsáritun.
Þá var Folke Rogard falið að
kanna, hvort önnur skáksambönd
vildu halda mótið, ef það hol-
lenzka gæti ekki uppfyllt fyrr-
greint skilyrði; Mun orsökin hafa
verið sú að aflýsa þurfti Olympíu
skákmóti kvenna, sem halda átti
i Emmen í Hollandi 17. sept. —
7. okt. ’61, þar sem Austur-
þýzka kvennasveitin fékk ekki
vegabréfsáritun.
Spánska og rússneska skáksam
bandið könnuðu möguleika á
mótshaldi, en svör þeirra rétt fyr-
ir síðustu áramót reyndust nei-
kvæða. Folke Rogard ákvað því.
að millisvæðamótið skyldi haldið
i Stokkhólmi og að setning þess
færi fram 26. jan. nk. Fyrsta um
ferð skyldi tefld daginn eftir,
en tuttugasta og þriðja — Og síð-
asta umferð tefld 6. marz. Mótið
verður haidið af alþjóðaskáksam
bandinu, en það nýtur aðstoðar
skáksambands Stokkhólms. Hins
vegar tekur sænska skáksam-
bandið engar ákvarðanir á sig
vegna mótsins. Þáttökugjöld
kjeppenda, sem skáksambönd
þeirra greiða, hefur orðið að
tífalda (15000 kr. nú). Þrátt fynr
íramlög einstaklinga og opin-
bera aðila. — Sjálft mun alþjóða-
skáksambandið bera helming alis
mótskostnaðar, sem Hollendingar
hefðu greitt, ef þessir leiða deiia
hefði aldrei kviknað.
Keppnislega ætti flutningur
millisvæðamótsins frá Hollandi
til Svíþjóðar ekki að vera ís-
lenzka þátttakandanum óhag-
stætt. Friðrik verður eini fulltrúi
Norðurlanda í þessu móti, sem
hefur átt svo sögulegan aðdrag-
anda. Hann einn hefur þurft að
sigra tvívegis til þess að skipa
þennan hop fremstli skákmanna
heims. Skákmenn á Norðurlönd-
um eru því eðlilega mjög hreykn
ir af fulltrúa sínum, og munu
áhorfendur vafalaust fylgjast af
áhuga með skákum hans. Öll
saga þessa mála hefur
sýnt og sannað öllum heimi, að
skákmenn munu af fremsta
megni haida hópinn og láta ekki
alþjóðlegar stjórnmálaerjur hafa
áhrif á starf skákhreyfingarinn-
ar. Þeir munu ekki villast af
vegi á meðan þeir halda í heiðri
kjörorð alpjóðaskáksambandsins,
gens una sumus, við erum ein
pjóð.