Morgunblaðið - 01.02.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.02.1962, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 1. febr. 1962 MÖFCTJNni 4Ð1Ð T5 Þrír Vatnsdælingar fimmtugir NÝLEGA áttu 50 ára afmæli þrír •bændur í Vatnsdal, sem allir eru fæddir hér og uppaldir. Þeir hafa allir verið hjá foreldrum sínum Og fósturforeldrum til fullorðins ára, er þeir byrja sjálfir búskap. Nöfn þeirra eru þegar orðin sam tvinnuð lífi og atvinnuháttum Vatnsdælinga. Þessi afmælisbörn dalsins eru: Konráð Eggertsson hreppstjóri Haukagili, Grímur Gíslason oddviti Saurbæ og Ás- grímur Kristinsson skáld í Ás- brekku. Ekki mun ég skrifa fréttapistil þennan, með venjulegum afmælis greinastíl, heldur hafa þann hátt- inn, að setja þá augnablik undir sviðljós þess manns, sem hefur séð þá vaxa upp og verða að manndómsmönnum. Konráð Eggertsson hreppstjóri Haukagili er fæddur 17. nóvem- ber, sonur hjónanna Eggerts Kon ráðssönar hreppstjóra og Ágúst- ínu Grímsdóttur frá Syðri- Reykjum í Biskupstungum, er bjuggu á Haukagili um langt skeið með miklum myndarbrag. Haukagili í Vatnsdal er stórt býli að fornu mati, og er nú orðin ein af beztu jórðum Húnavatns- sýslu, með miklum byggingum og ræktun. Búskap byrjaði Konráð árið 1936 í sambýli við foreldra sína til ársins 1942, er faðir hans lézt. Síðan hefur hann búið einn á Haukagili með vaxandi stórbúi og góðum fjárhag. Miklar og reisu- legar byggingar eru á Haukagili eftir þá feðga, með nýtízku stíl. Faðir hans byggði vandað íbúðar hús með honum áður en hann lézt árið 1942. Síðan hefur Kon- ráð byggt upp að- nýju öll pen- ingshús og verkfærageymslur úr vönduðu efni. Hafa öll hús jarð- arinnar verið færð saman, og mynda nú fallega húsasamstæðu að ytra útliti. Um leið hefur orðið miklu auðveldari öll hirðing bú- fjár og heyja Túnrækt er nú orð- in mikil og aðrar jarðabætur. Konráð er verkmaður góður, hagur vel, við smíðar, bæði á tré og járn og hefur tileinkað sér með góðum árangri véltækni nú- tímans, enda er bú hans bæði stórt og arðgott. Hreppstjóri varð hann 1942, auk þess hefur hann gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína Og hérað. Konráð er traustur í skorðum og treystir meir á einkaframtak, en uppbyggingu sósíalistiskrar hagfræði. Hann hefur því fylgt stefnu sjálfstæðismanna að mál- um. og verið þar góður stuðnings- maður, sem hlotið hefur traust sinna samherja. Kvæntur er Konráð Lilju Hall- dórsdóttur, kjördóttur Halldórs Steinsens fyrrverandi læknis og alþingismanns. Ásgrímur Kristinsson er fædd- ur 29. desember að Ási í Vatns- dal, sonur Kristins Bjarnasonar er var fóstursonur Guðmundar Ólafssonar alþingismanns og konu hans Sigurlaugar Guð- mundsdóttur. Móðir Ásgríms var Ingibjörg Benediktsdóttir, systur dóttir Guðmundar. Kristinn faðir Ásgríms er fjórði ættliður frá Bólu-Hjálmari, enda hagyrðingur ágætur. Ásgrímur ólst upp í Ási hjá Guðmundi Ólafssyni til full- orðins ára, Og hefur átt heimili i Vatnsdal síðan, að einu ári und anskildu. Búskap byrjar Ásgrímur 1934, fyrst á Kötlustöðum í Vatnsdal. Fósturforeldrar hans gáfu hon- um land til nýbýlastofnunar í Ás- landi, þangað fór hann síðar og stofnar nýbýlið Ásbrekku, sem er nú órðið gott og gagnsamt býli, er framfleytir góðu meðalbúi. Þótt Ásgrímur byrjaði búskap með lítil efni til slíkra stórræða sem stofnun nýbýlis, er hann nú með gott bú. og búinn að húsa jörð sína vel og rækta. Búskapur Ásgríms og landnám í Vatnsdal mun halda nafni hans uppi um langa framtíð. Þótt Ásgrimur hafi eigi farið með stjórn félagsmála að miklu leyti, er hann vel kunnur, bæði sem bóndi og góður félagi, bæði í sveit sinni og annars staðar. Hann er ágætur hagyrðingur með ágætri kímnigáfu, og lætur oft f júka stöku, sem hittir vel í mark, enda eftirsóttur til mannfunda og skemmtana. Ásgrímur í Ásbrekku hefur fylgt Framsóknarflokknum í opin berum málum, en þá tilbiður hann ekki Guð þéirra svo mikið, að hann haf’ beðið tjón á sálu sinni, enda greindur vel og sjálf- stæður í skoðunum. Ásgrímur er tvíkvæntur. Fyrri kona hans Ólöl Sigurbjörnsdóttir ættuð úr Dalasýslu, lézt á bezta aldri frá ungum börnum. Síðari kona Guðný Guðmundsdóttir frá Langalundi í Arnarfirði. Grímur Gíslason öddviti í Saur bæ er fæddur 10. janúar, sonur hjónanna Gísla Jónssonar frá Stóradal í Húnavatnssýslu og Kat rínar Grímsdóttur frá Syðri- Reykjum í Biskupstungum, systir Ágústínu á Haukagili. Þessi hjón byrjuðu búskap í Stóradal, fluttu síðan að Þórormstungu 1907. Árið 1925 fluttu þau að Saurbæ, og bjuggu þar til 1942. Þessi hjón stóðu mjög framar- lega í búrekstri sínu.m, bæði með ræktun búfjár, fallega umgengni og snyrtimennsku. Gísli Jónsson var hestamaður ágætur, góður hagyrðingur og nafn hans víða kunnugt. Grímur Gislason byrjaði bú- skap árið 1942 í Saurbæ, fyrst í sambýli við foreldra. Snemma bar á því að Grímur yrði farsæll bóndi, og kynni vel til þeirra starfa. Saurbær ?r ekki stór jörð, Og hefur þann ókost að Vatnsdalsá hefur brotið og eitt bezta rækt- unarland jarðanna. Þrátt fyrir þetta hefur Grími búnast vel í Saurbæ, Og hann gert miklar umbætur á jörð sinni. Meðal ann ars byggist það á því að hann kann, betur en margir aðrir, að íá góðan arð móti reksturskostn- aði. Þrátt fyrir hin óhægu skil- yrði til túnræktar, hefur Grímur ræktað mikið tún, Og nýtt allt land, sem tiltök er með neðan brúna næst heimatúni. Nú sækir Grímur á brattann áfram, með væntanlegri túnrækt uppi á Háls- inum ofan brúna. Að öllum lík- indum tekst honum að gera Saur- bæ að góðbýli, þrátt fyrir eyð- ingar Oft Vatnsdalsár. Heimili þeirra Saurbæjarhjóna, ber góðan vott um hirðusemi og hagsýni i hvívetna. Grímur Gíslason hefur tekið mikinn þátt 'í opinberum málum bæði í sveit sinni og héraði, enda ekkert hlédrægur á mann- fuodum og stendur þar vel fyrir sínu máli. Ýmis trúnaðarstörf hafa honum verið fengm, bæði fyrir sveit sína og héxað, s. s. hreppsnefnd, formaður búnaðarfélags og nú Framhald á bls. 17. 4 LESBÓK BARNANNA Úr Grimms ævintýrum: Kóngsdætainor tóli og götóttn skórnir 7. ,Það er enginn vandi* mælti gamla konan. „Þú verður aðeins að koana þér hjá þvi að drekka vín ið, sem þær færa þér, en láta aftur augum og þykj aist sofa“, Hún gaf hönum nú ékykikju, sem hún sagði að hefði þá náttúru, að þegar hatnn brygði henni ytfir sig, yrði hann ósýni- legur og ætti þá hægara með að veita systrunum eftirför. 8. Hermaðurinn þakk- aði gömlu konunni fyrir sig með virktuim. Hann herti upp hugann og gekk fyrir kónginn. Honum var vel tekið, engu síður en þeim, sem áðUr höí'ðu boðið sig fram, og var hann færður í skrautleg föt. Um kvöldið var honum vísað til herbergis, og þeg ar hann ætlaði að fara að hátta, kom elzta systir ir^ með vín í bikar og bauð honum að fá sér hresisingu. ELDSPÝTNAÞRAUT Leggðu eldspýtur þann ig, að þær myndi stjörnu eins og sýnt er á mynd- inni. Til þess þarf 18 eldspýtur. Hvernig er nú hægt að búa til 6 jafnstóra tígla m-eð því að færa til að- eins 6 af eldspýtunum? Skrítlur A. Hvers vegna slærðu alltaf í klárinn vinstra megin? B. Af þvi að ég hef tekið eftir því að ef sú hliðin færist áfram þá fylgist hin með. Nonni: Mikið ertu ó- hreinn Sveinki. Sveinki: Já, það hafa engir gestir komið til okk ar í heila viku. Krakkarnir á Læk Hér kemur mikið af villiöndum og villigæs- um haust og vor og eitt sumarið, sem pabbi og mamma settu niður kart- öflur rétt hjá ánni, átu villigæsirnar allar kart- öflurnar. Krakkarnir bjuggu til stærðar fugla- hræðu, það var stórt kústskaft og negld spýta í kross yfir. Þetta var klætt í stóran frakka og gamlan hatt, en ekkerí dugði, svo næsta sumar varð að sá grasi þama og flytja garðinn langt frá ánni. Krakkarnir eru orðn- ir reglulega duglegir við heyskapinn. Pabbi og mömmiu finnst nú lang skemimtilegast að heyja hérna heima á túninu, en krökfcunum finnst eiginlega allt jafn gam- an. Þegar farið er þessa löngu leið, sem er út á votengjarnar, finnst þeim allltatf mjög gaman á leiðinni. Það þarf að fara mörgum sinnum yfir á, því vegurinn ligg- ur ýmist á syðri eða nyrðri bakkanum. Fyrstu dagana er farið á bíl, en þegar heyið er farið að þorna, er farið á drátt- arVélinni með heyvagn- inn aftan í og heyihlass flutt heim í hvert skipti, sem farið er í mat. Þegar vagninn er tómur, leggj- ast krakkarnir á botn- inn í honum og láta slett- ast á sig í hvert skipti og leiðin liggur ytfir ána. Þessi vegur er vondur og oft djúpar forarvilpur í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.