Morgunblaðið - 09.02.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.1962, Blaðsíða 1
24 síður ■49. árgangur 33. tbl. — Föstudagur 9. febrúar 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nærri 300 fúr- ust í Luisenthal Saarbrúcken, 8. fébr. (NTB) SÍÐUSTU fréttir herma, að 289 menn hafi látið lífið í námuslysinu mikla, sem varð í Luisenthal kolanám- unum skammt frá Saar- briicken í Þýzkalandi í gær, er sprenging varð í námun- um. Tíu manna er enn sakn- að. — FORMAÐUR stjórnar kolanám- anna í Saar-héraði skýrði frá því í dag, að 100 þeirra 480 manna, er voru að störfum í námunum, þegar sprengingin varð, hefðu tilkynnt að þeir væru heilir á húfi. Ennfremur sagði hann, að rúmlega 80 menn lægju særðir í sjúkrahúsi. Mennirnir 10, sem enn er saknað hafa annaðhvort farizt, Sprengíng neðnnjarðnr Washington 8. febr. (NTB). BANDARÍSKA kjarnorku- nefndin tilkynnti, að í dag hefði verið sprengd kjarnorku sprengja í tilraunaskyni á Nevadaeyðimörkinni. Sprengj an var sprengd neðanjarðar og var fremur kraftlítil. Stjórnarkreppa í Burma ? New York, 8. febr. — (AP) — THE TIMES skýrði frá því í dag, að útlit væri fyrir að stjórnmálaástandið í Burmayrði slæmt á næstunni, vegna yfir- vofandi klofnings innan flokks U Nu’s forsætisróðherra. Aðrir flokkar landsins hafa neitað að styðja stjórnina, ef til klofnings ins kemur. Þeir sem hótað hafa að kljúfa flokkinn eru vinstrisinnaðir lneðlimir hans. lokazt inni eða látið hjá líða að tilkynnia hvar þeir eru niður- komnir þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Tilkynnt hefur verið, að sprenging í gasi, hafi valdið hinu mikla slysi. Kanaveralhöföa, 8. febrúar. — (AP—NTB) —- BANDARÍKJAMENN skutu í dag á loft fjórða veðurathuganahnetti sín- um, Tiros IV. Geimskotið heppnaðist vel og komst hnötturinn á braut um- hverfis jörðu í 725—850 km. hæð. Er hann þeg- Mynð þessi er tekin úr Tiros I og sést á henni Rauða hafið og Níl (lengst til vinstri). Þetta er ein af rúmlega 22 þús. myndum, sem Tiros I senði til jarðar. ; Veðurhnöttur á braut Tiros IV sendir myndir og athug- anir til jarðar ar tekinn að senda til jarðar myndir af skýja- fari utan úr geimnum. HRINGFERÐ Á 100 MÍN. Tiros IV vegur um 127 kíló og er búinn sérstökum ljós- myndavélum til að taka mynd ir af skýjafari og senda þær til jarðar. Hnötturinn fer um- hverfis jörðu á um 100 minút- um og getur á þeim tíma sent frá sér allt að 64 myndir. Fyrsta verkefni hnattarins verður að fylgjast með veður- útliti fyrir væntanlega geim- ferð Bandaríkjamannsins John H. Glenns, en hún er nú fyrirhuguð næstkomandi mið- vikudag. Geimskoti Glenns var frestað á síðustu stundu fyrir nokkru vegna óvæntrar skýjamyndunar á skotstað. Myndirnar frá Tiros berst til tveggja rannsóknarstöðva í Bandaríkjunum og eru það- an sendar til veðurathugana- stöðva víða urn heim. GEYMIR MYNDIRNAR Tvær myndatökuvélar eru í Tiros IV, önnur þeirra tekur myndir af svæði sem er fer- hyrningur um 1200 km á hverja hlið. hin myndir af ferhyrndu svæði, sem er um 725 km á hlið. Hnettinum eru sendar fyrirskipanir frá jörðu um það hvaða svæði hann á Framhald á bls. 23. 80.000 milljónir BANDARÍSKA útvarpið VOA skýrði frá því í gær að tveir bandarískir vís- indamenn hafi reiknað út að frá upphafi veraldar hafi 80 þúsund milljónir, manna lifað á jörðinni og af öllum þessum fjölda lifa 4% í dag. Vísindamennirnir eru Fletcher Wellemeyer og Frank Lorimer. Þeirsegja að svo til allir þessir jarð- arbúar hafi lifað á síðustu 2000 árum, eða frá fæð- ingu Krists. Þá telja þeir að um 200 milljónir hafi lifað á jörðinni, tvöfalt fleiri en 1600 árum áður.i En ekki liðu nema 200 ár áður en íbúunum hafði fjölgað um helming og á næstu 80 árum tvöfaldað- ist íbúatalan enn. 1 dag er svo komið að um 3.000 milljónir íbúa eru á jörðinni og tvöfald- ast sú tala á næstu fjöru- tíu árum. Aukin menning- nrtengsl Moskvu, 8. febr. — (NTB) — í DAG var undirrituð i Moskvu áætlun um aukin menningar- tengsl Noregs og Sovétríkjanna. Áætlunin nær til vísinda, tækni, fræðslu og íþrótta Og gildir fyrir árin 1962 og 1963. Ráðgerðir eru nokkrir gesta- leikir, bæði hópa og einstakl- inga, skipti á vísindamönnum, bókum og útvarps- og sjón- varpsdagskrám. Kjarnorkutil- raunir á Jólaey Brefar og Bandaríkjamenn vilja ráðherra- fund um afvopnunarmál Washington, 8. febrúar (AP) TILKYNNT var í dag í Was- bington að gerðir hafi verið samningar milli Bretlands og Bandaríkjanna um afnot Bandaríkjamanna af Jólaey (Christmas Island) á Kyrra- hafi til tilraima með kjarn- orkusprengingar. Um leið og tilkynning þessi var gefin út var skýrt frá því að Kenn- cdy Bandaríkjaforseti og Harold Macmillan forsætis- ráðherra Breta hafi sameig- inlega sent Krúsjeff forsæt- isráðherra orðsendingu þar sem þeir óska eftir því að utanríkisráðherrar ríkjanna þriggja komi saman til að ræða afvopnunarmál. I brezk-bandarísku orðsending unni segir að æskilegt væri að utamríkisráðherrarnir þrír komi saman til fundar áður en átján ríkja afvopnunarráðstefnan hefst í Genf hinn 14. marz nk. og að ráðherrarnir ættu síðan persónu- lega að taka þátt í umræðunum í Genf. Tilgangurinn með fundi ráð- herranna er að gera enn eina til- raun til að binda endi á kjarn- orkukapphlaupið. Frh. á bls. 23. Kona skotin til bana Jerúsalem, 8. febr. (NTB) iVarðmaður frá Jórdaniu skaut' jí dag til bana brezkan kristni! [boða frk. Ann Lasbury. Gerði rist þetta á hluitlausa svæðinu,' j sem skiptir Jerúsaliem milli jAraba og Gyðinga. , Kristniboði-nn var í heim-1 Isókn í Jerúsalem. Fulltrúar I vopnahilésnefndar Samieinuðu Pþjóðanna afhentu ísraedsstjórn jlíkið. Samyrkjan brást Austur Þjóðverjar verða að auko innflutning matvæla Berlín, 8. feb. (NTB). AUSTUR ÞÝZKA kommúnista- blaðið Neues Deutschland skýrði frá því i dag að vegna uppskeru- brests á samyrkjubúum landsins yrðu Austnr Þjóðverjar að flytja innt meiri matvæli en reiknað hafði verið með. Þessi óvænta aúkning innflutnings á matvæl- um hefur það í för með sér að auka verður útflutning á iðnaðar varninigi og landbúnaðarvélum. Takist ekki að auka þann útflutn ing, verður Austur Þýzkaland að takmarka innflutning á vörum, sem eru nauðsynlegar fjárhags- þróun landsins, segir blaðið. '<• Þessi fregn blaðsins er fyrst viðurkenningin, sem birzt hefur í austur þýzku blaði frá því að uppskerubrestur samyrkjubú- anna á síðasta ári hafi orðið það mikill að nauðsynlegt sé að auka innflutning matvæla. En í ræðu, sem kommúnistaleiðtoginn Walt er Ulbricht hélt í Leipzig í júlí í fyrra sagði hann að stijórnin hefði ekki í hyggju að auka þennan innflutning. MINNI EN 1960 Engar skýrslur hafa verið birt- Framhald á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.