Morgunblaðið - 09.02.1962, Blaðsíða 6
6
MORGlllSm.AÐlÐ
Föstudagur 9. febr. 1962
„Drangaskörð á Ströndum“
Sýning ísleifs Kon-
ráðssonar
EG HAFÐI mikla ánægju af að
heimsækja sýningu ísleifs Kon-
ráðssonar, sem nú stendur yfir í
Bogasal Þjóðminjasafnsins. Þar
er á ferð óvenjulegur listamaður
i orðsins fyllstu merkingu, og
man ég ekki eftir að hafa séð
neitt eftir íslenzkan mann, er
minnir á myndlist ísleifs, að und
anteknu því litla, er ég hef séð
frá hendi Söiva Helgasonar, og
má með sanni segja, að langt sé á
milli þessara tveggja.
ísleifur Konráðsson hefur skap
að sér mei kiiegan heim, sem ekki
verður fundinn nema í myndum
hans. Hann hefur ekki glímt við
þá gamalkunnu íþrótt að færa
landslagið með grasi og bláum
fjallanna tindum yfir á léreftið,
og hann reynir heldur ekki að
blekkja augu áhorfenda með sjón
hverfingum og getuleysi fúskar-
ans. Hann gengur sínar eigin
brautir og skapar sinn heim, ger-
ir umhverfið dularfullt og iðandi
af lífi. Fuglar sitja á fjallatopp-
urn og dröngum, álfar eru í hverj
um hól, tröll staldra við stór-
fljót og íossa. Hornbjarg spegl-
ast í jöfnum himinbláma og hafs
og tátrar í eins konar hillinga-
sýn. Myndbyggingin er yfirleitt
rismikil og bregður fyrir alls
konar undrasýnum, skýjabólstrar
verða að blómaskrúði. Þetta hef-
ur allt þann eiginleika, að það er
höfundi samkvæmt, en ekki til-
búningur einn, gerður í þeim til-
gangi að látast vera „Prímitív-
ur“.
Litameðferð fsleifs er Oft nokk
uð góð, en stundum virðist hann
ekki ráða við hana. Bezt hefur
honum tekizt upp í litameðferð
i mynd No. 16, „Einbúi í Þórs-
möi’k“. Þar nær hann sterku
samræmi, sem verkar eins og ein
stór heild. En á mörgum öðrum
stöðum er einmitt þetta atriði
nokkuð vafasamt.
Einhvers staðar hef ég séð það
i blöðum undanfarið, að ísleif-
ur ætlaði scr að stunda nám í
myndlist, ef þessi sýning geng-
ur að óskum. Það tel ég geta orð-
ið hættuspil. Hann hefur ein-
mitt þann eiginleika, sem ekki
má skerða á nokkum hátt, og er
ef til vill einna helzt falinn í
því, að hann fer sínar eigin leiðir.
Naivisti, eins og ísleifur er, verð-
ur oftast eyðilagður með minnstu
tilsögn. Það er ekki hægt að
leiðbeina neinum um þann heim,
sem hann hefur sjálfur skapað.
En hitt er svo annað mál að ég
ræð honum eindregið til að fá
sér málaratrönur, sem ég hef
einnig rekið augun í að hann
vanti.
Fyrir nokkrum árum var mik-
íð kapphlaup milli margra af
stórþjóðunum að eignast „Prími-
tíva“ málara, og margt tínt fram,
sem síðar hefur algerlega dottið
upp fyrir. Aðrir hafa haldið velli
og orðið víða frægir. Eg er ekki
frá því að sumar beztu myndir
ísleifs mundu sóma sér í þeim
flokki, en það er ekki nema lítið
brot af sjálfri sýningunni. Svo
er það annað, sem er skemmti-
legt við að kynnast verkum þessa
aldna Strandamanns, og það er
að sjá það á svörtu og hvítu, að
ekki eru allir þeir, sem stunda
myndlist sér til ánægju, eins mikl
ir smekkleysu fúskarar og oft
má ætla af sýningum. Það er og
auðsætt að ekki geta allir átt
sama hugmyndaheim Og ísleif-
ur. Margir eru kallaðir, en fáir
útvaldir.
Að lokum vil ég brýna það
fyrir lesendum mínum að sjá
þessa sýningu, og þeir munu hafa
mikla skemmtun af. Björn Th.
BjörnssOn skrifar stuttan, en góð-
an formála í sýningarskrá. Það
er einnig ánægjulegt að sjá að
nokkrar myndir eru þegar seld-
ar á sýningu ísleifs, og vonandi
verður það honum til uppörvun-
ar. Eins og áður er sagt, er sýn-
ingin skemmtileg og óvenjuleg,
en hún er ekki stórbrotin frá
myndrænu sjónarmiði. Hafi ís-
leifur Konráðsson þökk fyrir
sýningu sína.
Valtýr Pétursson
Landssmiðjan
Þjóðnýtt eða almenningshlutafélag
LANDSSMIÐJAN hefur verið til
umræðu á stjórnmálafélagsfundi
og í dagblöðum höfuðborgarinn-
ar undanfarna daga.
Ræðumaður á Varðarfundi
lagði til, að smiðjunni yrði breytt
í almenningshlutafélag. Ég tel
einnig, að þetta væri æskilegt og
hníga að því ýms rök, sem ég
sleppi að sinni, þar sem þau hafa
komið annars staðar fram.
Sá hængur er þó á þessu, að
þar sem arður af hlutafé er tak-
markaður með lögum svo mjög
sem nú er, kaupir engin áhættu-
bundin hlutabréf, þegar arðsvon-
in er ekki meiri en öruggir vext-
ir af sparisjóðsinnsteeðu. Áuk
þess veldur það torfærum á þess-
ari leið, að þrátt fyrir stöðugan
„taprekstur" eru hreinar eignir
smiðjunnar svo miklar, að ekki
mun auðvelt að breyta þeim í
arðbært hlutafé, á meðan verð-
lagsákvæði um járnsmíðarekstur
eru eins þröng og nú er.
Á meðan löggjöf vorri er svo
ábótavant, er þó fær sú leið til
bráðabirgða, að Landssmiðjan
lúti öllum hinum sömu kvöðum
um opinber gjöld og hlutafélög
í eign einstaklinga.
Þeir ráðherrar, sem hafa stjórn
að málefnum Landssmiðjunnar
undanfarin 10 ér, hafa allir tekið
vel tillögum í þessa átt, en ekki
veit ég, hvaða andspyrnu þær
hafa mætt hjá öðrum ráðherrum
eða þingflokkunum.
Landssmiðju-umræður þær, er
birzt hafa í dagblöðunum að und-
anförnu, er að finna í Morgun-
blaðinu 1. og 3. febrúar, í Al-
þýðublaðinu 2. febrúar og í Vísi
3. og 5. febrúar sL
Ritstjórnargrein í Alþýðublað-
inu kemst að kjarna máísins, því
hlutverki Landssmiðjunnar að
tryggja samkeppni um stór verk-
efni í járnsmíði. Því hlutverki
getur smiðjan þó gegnt, hvort
sem hún er í ríkiseign eða ein-
staklinga, og eins má efla hana
til samkeppni, þótt hún greiddi
útsvar til jafns við aðra. Jafnvel
væri henni styrkur að þeirri ráð-
stöfun einni.
Um funáarræðuna og ritstjórn-
argrein Morgunblaösins vil ég
aðeins bæta því við, að rauna-
legt er að sjá góðum málstað
spillt með órökstuddum fullyrð-
ingum, svo sem: „Landssmiðj-
unni hefur verið veitt ókeypis
lóð og gert greiðara fyrir um
lánsfé og rekstrarfé en keppi-
nautunum", „þjóðnýtt tapfyrir-
tæki í járnsmíði" og rúsinan í
pylsuendanum: verzlunarfyrir-
tækið Sindri á að vera næg trygg
ing fyrir samkeppni við vélsmiðj-
una Héðin.
Að lokum hvet ég svo þá, sem
að ofangreindum ræðuhöldum og
Hálfrar aldar afmæli
Stúdentafél. Akureyrar
AKUREYRI, 7. febr. — Um þess-
ar mundir eða nánar tiltekið 15.
febrúar, er Stúdentafélag Akur-
eyrar 50 ára. I þessu tilefná bauð
stjórn félagsins fréttamönnum
blaða og útvarps til kaffidrykkju,
að Hótel KEA í gær og var þar
að nokkru skýrt frá starfsemi
félagsins frá upphafi.
Stofnendur félagsins voru 16
talsins, og stofndagur eins og áður
getur 15. febrúar 1912. Nú munu
vera á lífi tveir af stofnendum
félagsins, Sigurður E. Hlíðar og
Jóhann Hafstein, en þessir menn
eru báðir boðnir til fagnaðar
þess, sem félagið hyggst halda á
50 ára afmælinu. í upphafi var
tdlgangur félagsins að efla sem
mesta starfsemi norðlenzkra sbú
denta með umræðufundum og
öðru nánu samstarfi. Snemma
átti félagið ötulan starfsmann, en
það var séra Matthías Jochums-
son. Flutti hann margar snjallar
ræður á fyrstu fundum félagsins.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu
Stefán Stefánsson, Sigurður E.
Hlíðar ög Bjarni Jónsson. Núver-
andi stjórn félagsins skipa Björn
Bjarman, Bernharð Haraldsson
og Karl Stefánsson.
Næstkomandi laugardag mun
félagið minnast hálfrar aldar af-
mælisins með virðulegu samsæti
að Hótel KEA. — St. E. Sig.
• Á að hengja bjöllur
á ketti?
Kona hringdi til Velvakanda
og spurði. hvort Dýravemdun
arfélagið vildi ekki beita sér
fyrir því, að hengdar yrðu
bjöllur á ketti, sem ráfa um
garðana í bænum. Þeir eru í
essinu sínu núna við að veiða
skógarþrestá og snjótittlinga,
sem leita sér hælis í görðum
borgarbúa. Þykir fólki ógeðs-
legt að sjá kettina, sem flest-
ir munu frá heimilum hér,
hremma smáfuglana Og gæða
sér á þeim framan í börnum.
Fólk væri minnt á að gefa
fuglunum korn, en ekki væri
síður ástæða til að vemda
þá fyrir köttum. — Annars
væri engu líkara en ket.tir
væm einhvers konar heilög
dýr í Reykjavík, — þeim leyfð
ist allt, en aftur á móti væru
hundar bannaðir. — Hver vill
nú hengja bjöllu á köttinn
sinn?
• Ekki fjallajurtum
að þakka
í þeSsum dálkum var í síð-
ustu viku lítillega rætt um
lambakjötið íslenzka, og m. a.
haft orð á því að það mundi
vera svona gott á bragðið
vegna þess að kindunum væri
beitt á fjalllendi og lifðu þar
á fjallajurtum. Þetta mun
vera allalgeng fullyrðing hér
á íslandi, en ekki sama skapi
sannað mál Bóndi einn aust-
an úr sveitum vaktá athygli
mína á þessu. Sagði hann að
nú færi meira og meira í vöxt
að framleiða lambakjöt á kál-
beit semni hluta sumars. Hefði
hann sjálfur gert þetta í mörg
ár Og ekki bæri neitt á því
að bragðið á kjötiinu breyttist.
Kvaðst hann frekar geta
imyndað sér að hér væri um
mun á fjárkynjum að ræða
en á fóðri. T. d. hefði Border-
Leister féð haft annað kjötlag
ritsmíðum standa, til þess að
kasta gervi blindu mannanna í
indversku dæmisögunni, sem
þreifuðu á fílunum, og beita á-
huga sínum og áhrifum til þess
að stuðla að heilbrigðum og sann
gjörnum endurbótum á skipulagi
Landssmiðjunnar, sem mættu
verða atvinnuvegum vorum til
hagsbóta.
Þetta ætti að vera auðvelt nú,
á hinu nýbyrjaða skeiði raun-
hæfra aðgerða og viðreisnar í
íslenzkum þjóðmálum.
Jóhannes Zoéga.
Ohroðri í
„Húsi mál>
arans'4
hnekkt
ÉG hef nýlokið við að lesa end-
urminningar Jóns Engilberts list
málara: „Hús málarans".
Einn kafli bókarinnar heitir:
„Vestfirzkir höfðingjar“. Eftir
að Jóhannesi Ólafssyni, hrepp-
stjóra og póstafgreiðslumanni á
Þingeyri, hefur verið lýst í kafla
þessum, lofsamlega, er konu
hans, Helgu Samsonardóttur, líkt
við leðurblöku og herfilegustu
kerlingu í líkingu við „Gróu á
Leiti".
Á æsku- og unglingsárum
mínum kom ég oft í „pósthúsið“
svokallaða til Jóhannesar og
Helgu og naut gestrisni þeirra í
ríkum mæli og gleðistunda með
bömum þeirra. Kynntist ég því
frú Helgu vel. Hún var smá-
vaxin kona, ncttfríð og glað-
lynd. Hjartahlýju hennar þekkti
ég vel og er mér það í sterku
minni, hve gott var að koma í
eldhúsið hennar og fá góðan
bita og hlýju, því maður var oft
blautur í þá daga, „erfiðaði“
mikið og fljótur að „brenna úr
sér“. Ég get ekki vitað þessa
látnu, góðu konu liggja „óbætta
hjá garði“ og mótmæli því hér
með ummælum þeim, sem um
hana eru höfð í þessari bók,
sem helberum þvættingi — og
vorkenni ég sögumanninum, að
láta hafa eftir sér slíka smekk-
leysu.
Ó. H. Matth.
en það íslenzka og ekki borið
á því að kjötið breyttist þó
fénu væri beitt á íslenzk fjöll.
E. t. v. stæði þetta líka að
einhverju leyti í sambandi við
það hve lömbunum er slátrað
ungum hér og hve hratt þau
vaxa. Hér fæðast lömbin i
maí og slátrað í október, en
þar sem hann þekkir til í öðr-
um löndum fæðast þau fyrr Og
er slátrað seinna.
• Vínmaður
Mér hefur stundum komið I
hug eftirfarandi smásaga ura
franska diplomatinn Talleyr-
and, begar ég hefi setið að
drykkju í góðra (íslenzkra)
vina hópi:
Talleyrand var að taka á
móti gesti í höll sinni og hon
um til heiðurs lét hann bera
fram sitt bezta vín. En þegar
gesturinn fór að hella því í
sig, sagði hann: — Monsieur,
þegar maður er þeirra hlunn-
inda aðnjótandi að hafa svo
göfugt vín fyrir framan sig,
þá hvclfir maður því ekki f
sig eins og það sé ómerkilegt
öl. Maður tekur glasið með
- lotningu i hönd og virðir fyr-
ir sér vínið.
— Og svo?
— Svo andar maður að sér
ilminum.
— Og svo drekkur maður
það.
— Nei, ekki enn. Svo lætur
maður glasið aftur frá sér á
borðið og talar um það.
Þannig njóta vínkunnáttu-
menn guðaveiga.
LþHsg