Morgunblaðið - 09.02.1962, Blaðsíða 17
Föstudagur 9. febr. 1962
MORCVNBLAÐ1Ð
17
AF VETTV
STlJDEIMTA
- Rætt við HÖrð Sigurgestsson, formann
Stúdentaráðs, um lánamál, norrænt sam-
starf, félagsheimili o. fL
A MORGUN verður kos-
ið nýtt Stúdentaráð Háskóla
Islands, sem taka mun til
starfa hinn 1. marz nk. Er þá
jafnframt á enda runnið
skeið þess stúdentaráðs, sem
nú situr, en það hefur þegar
starfað lengur en nokkurt
annað eða síðan í októher-
mánuði 1960 — bráðum 16
mánuði.
Ástseðan til þessa óvenjulanga
Starfstíma var breyting sú, er
gerð var á lögum um SHÍ vor-
ið 1960, en þá var m. a. ákveðið
að stúdentaráðskosningar skyldu
framvegis fara fram 1.—15. febr.
ór hvert.
\ *
' Formaður þess ráðs, sem nú
læiar senn af störfum, er Hörð-
ur Sigurgestsson, stud. Oecon.
Margt hefur borið við í félags-
og hagsmunamálum stúdenta,
meðan hann hefur gegnt for-
mennsku. Þótti því fýsilegt að
fá hann til að geta hér á síð-
unni nokkurra þeirra mála, sem
verið hafa eða eru ofarlega á
baugi. Varð hann við þeim til-
mælum.
Kemur Willy Brandt til íslands?
— Eg er að byrja að hreinsa til
á skrifborðinu, sagði Hörður,
iþegar tíðindamaður síðunnar
hitti hann svo að máli á dög-
unum. — Annars erum við að
athuga möguleikana á því að fá
Willy Brandt. borgarstjóra Vest-
ur-Berlínar, hingað til landsins
í vor. Sænskir stúdentar hafa
staðið í sambandi við hann á
vegum norrænu stúdentasam-
bandanna jneð það fyrir augum
að fá Brandt til þess að heim-
sækja Norðurlönd og flytja þar
fyrirlestra um framtíð Berlínar.
ÍEru allmiklar líkur á að úr för-
inni verði, en enn er þó óvíst,
Ihvort fsland verður með í ferða-
áætluninri.
Þetta er eitt af mörgum mál-
um, sem ncirænir stúdentar hafa
tekið sig sarnan um að hrinda í
framkvæmd. Annað, sem nefna
mætti, er útgáfa nOrræns frétta-
tbréfs stúdenta, „Nordic Student
News“, sem dreift verður víðs-
vegar um heím og er ætlað það
hlutverk að kynna starfsemi og
(kjör stúdenta á Norðurlöndum.
ÍÞað er prentað í Stokkhólmi og
kemur út í fyrsta skiptd nú í
þessum mánuði en síðan annan
hvorn mánuð.
Efling lánasjóðsins
— Svo að við víkjum að brýn-
um hagsmunamálum háskóla-
etúdenta, hvað vildir þú þá helzt
nefna af því sem áunnist hefur
upp á síðkastið?
— Aukið fjármagn til aðstoðar
etúdentum, sem fékkst með end-
urskipulagningunni á lánamálum
etúdenta á Alþingi í fyrra, er
tvímælalaust merkasta mál, sem
komið hefur til kasta þessa stú-
dentaráðs. Eins og kunnugt er
hefur það sífellt farið í vöxt, að
Stúdentar vinni jafnframt námi
einu einnig yfir vetrartímann,
svo að þeir geta ekki sinnt nám-
inu óskiptir. Eru dæmi til þess
«ð námið ’nefur orðið meira og
minna aukaatriði og um síðir
ijafnvel alveg verið lagt á hill-
una. Með umræddri breytingu
hafa skapazt skilyrði til að venda
þessaid þróun. Aukninguna á lán
unum má sjá af því, að árið
1960 úthlutar lánasjóðurinn 1,4
millj. kr. en á sl. ári 2,2 millj. kr.
Á þessu ári munu lánin enn
aukast verulega og verður þá í
fyrsta skipti kleift að veita lán
öllum stúdentum á 4. misseri,
sem uppfylla sett skilyrðL
— Hvernig er stúdentaráð
sjálft á vegi statt í fjárhagsefn-
um?
— Fjárhagur þess hefur aldrei
verið betri Auk framlaga frá
opinberum aðilum hefur um ára-
bil verið farm sú leið að selja
stúdentaskírteini, en gegn fram-
vísun þeirra hafa háskólastú-
dentar svo aftur fengið nokkurn
afslátt af aðgöngumiðum á tón-
leika, leiksýningar o. þ. h. Þessi
fríðindi hcfur nú tekizt að auka,
þar sem nokkur fyrirtæki hafa
sýnt stúdentum þaim velvilja að
veita þeim afslátt af ýmsum vör-
um gegn framvísun stúdentaskír-
teinis, m. a. bókum, fatnaði, rit-
vélum, hljómplötum o. fl. Hefur
þetta aukið sölu stúdenta-
skírteina allverulega.
Kaffistofa og félagsherbergi
— Aðstaða stúdénta til félags-
starfsemi hefur batnað nokkuð á
sl. ári.
— Jú, þó að hún sé að vísu
enn mjög ófullkomin, rættist veru
lega úr, þegar stúdentar fengu
suðurkjallara Háskólans til simja
nota. Þar er nú starfrækt lítil
kaffistofa, sem rúmar um 30
manns. Var hún útbúin af rausn
arskap af yfirvöldum háskólans,
FRÁ formannaráðstefnu Norrænu stúdentasambandanna í Reykjavík í októberbyrjun s. L
(talið frá vinstri); Grétar Br. Kristjánsson, Styrmir Gunnarsson, Claus Cornelieus Han-
sen, (D), Ernst Olof Holm (S), Nils Hermansson (S), Hörður Sigurgestsson, Olavi Ankk-
urinemi (F), Joyti Singh, aðalfrantkvæmdastjóri alþjóðlegu stúdentasamtakanna ISC-
COSEC, Richard Rettig, fyrrum form. bandaríska stúdentasambandsins, sem átti leið hér
um, meðan ráðstefnan stóð yfir, Hilmar Björgvinsson, Hávard Alstadheim (N) og
Börje Thilman (F).
en hjá þeim ríkir velvild og hinn
bezti skilningur á högum stú-
denta. Er hún oft þéttsetin og má
þar tíðum sjá stúdenta og
prófessora á spjalli saman. Auk
þess fengu tvö af elztu deildarfé-
lögunum sitt hvort herbergið
fyrir starfsemi sína og geta hald-
ið þar fámennari fundi stjórna
og nefnda. Hin deildafélögin eiga
svo innskot þarna, þegar þau
þurfa.
Stúdentablað í nýjum búningi
— Þið hafið breytt útliti
Stúdentablaðsins.
— Okkur þótti búningur blaðs-
ins vera nokkuð þungur og
gamaldags, svo að ráðist var í að
stækka brotið og skapa þaimig
fjölbreyttari möguleika. Stefnt _ farið vaxandi á undanförnum ár-
er að því, að blaðið beri meiri
svip fréttablaðs, sé færri blað-
síður en komi oftar út, efnið
verði meira samanþjappað Og
háskólastúdentar skrifi blaðið
nær eingöngu. Þetta hefur að
nokkru leyti tekizt og er unnið
að breytingunni áfram, en smár
fjárhagur veldur erfiðleikum.
Ritstjóri Stúdentablaðs er nú
Kristján Torfason, stud. jur.
Auk þess gefur stúdentaráð
svo út „Vettvang stúdentaráðs",
sem kemur út þegar sérstyk
ástæða þykir til.
Samstarf norrænna stúdenta
Þú ræddir áðan um samvinnu
norrænna stúdenta. Hún hefur
æskanjib
ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISM
*>
H\FLJA.M.T
RITSTJÓRAR; BIRCIR ÍSU GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON
■
F Y R S T A kvöldráðstefna
Heimdallar, FUS var haldin í
Sjálfstæðishúsinu 30 janúar
s. I. — Ráðstefnan hófst
kl. 6 síðd. og stóð langt fram
eftir kvöldi. Ráðstefnan var
vel sótt og urðu þar fjörleg-
ar umræður.
Form. Heimdallar, Birgir
ísl. Gunnarsson, setti ráð-
stefnuna, en umræuðefnið
var: Er það hlutverk ríkis-
valdsins að jafna þjóðartekj-
unum? Framsögumenn voru
þeir Jóhann Ragnarsson, hdl.
og dr. Gunnar Schram, rit-
stjóri. Að lokinni ræðu fyrri
frummælanda, var setzt að
kvöldverði.
Um kl. 20.30 var fundi
fram haldið og flutti þá síð-
ari frummælandi ræðu sína.
Er hann hafði lokið máli
sínu hófust almennar umræð-
nr. — Þessir tóku til máls:
Pétur Sigurðsson, alþingis-
maður, Ellert Schram, stud.
jur., Othar Hansson, fisk-
vinnslufræðingur, Halldór
Blöndal, blaðamaður, Þór
Vilhjálmsson, borgardómari,
Eyjólfur K. Jónsson, ritstjóri,
Guðmundur H. Garðarsson,
viðskiptafræðingur, Styrmir
Gunnarsson, stud. jur. og
Jakob R. Möller, stud. jur.
Töluðu sunr.ir oftar en einu
sinni. — Að síðustu tóku
Fjöímenni og
miklar umrœður
á fyrsfu kvöldráðstefnu Heimdallar
frummælendur aftur til máls.
Umræðuefni það, sem tekið
var til meðferðar á þessari
fyrstu kvöldráðstefnu Heim-
dallar var allvíðtækt, enda
komu menn víða við í ræð-
um sínum. Var það mál
manna að ráðstefna þessi
hefði tekizt vel og spáð góðu
um áframhald þessarar starf-
semi. — Er fyrirhugað að
fjölrita ræður frummælenda
og úrdrátt úr ræðum manna
fyrir þá er ráðstefnuna sátu.
Fyrirhugað er að á kvöld-
Jóhann
Gunnar
vallaratriði þjóðmálanna og
þá ekki sízt þau, sem bú-
ast má við að skiptar skoð-
ráðstefnum Heimdallar verði anir verði um meðal ungra
tekin til umræðu ýmis grund Sjálfstæðismanna.
— Já. Forystumenn stúdenta á
Norðurlöndum hittast nú reglu-
lega 1—2 á ári. Nefnast þeir
fundir norrænar formannaráð-
stefnur Og eru þar rædd öll
áhuga- og hagsmunamál
norrænna stúdenta, skipzt á
reynslu og skoðunum og efnt til
ýmissa framkvæmda. Við höf-
um tekið þátt í ráðstefnum þess-
um síðan 1955 og hafa þær tvisv-
ar verið haldnar hér á landi. Var
síðasta ráðstefnan einmitt hald-
in í Reykjavík í byrjun október
sl. Þá var m a ákveðið að kom-
ið skyldi á fót norrænni bókaút-
gáfu og bóksölu, BOKNORDEN,
sem hafi það hlutverk með hönd-
•um að gefa út ýmiskonar kennslu
Cg handbæltur einkum ætlaðar
stúdentum. Einnig er ætlunin, ef
vel rætist úr. að leggja sérstaka
áherzlu á að þýða íslenzkar og
finnskar bækur á norsku, dönsku
eða sænsku. og rjúfa þannig ný’
skörð í þann múr, sem skapast af
sérstöðu þessara tveggja tungu-
mála. Væn okkur vissulega mik-
il fengur í slíkri kynningarstarf-
semi. Aðsetur þessa fyrirtækis
verður væntaniega í Osló. Mörg
fleiri nytjamál, sem ráðið hefur
verið til lykta á norrænu for-
mannaráðstefnunum væri ástæða
til að geta um, en þetta verður að
nægja að sinni.
í sambandi við norrænu sam-
vinnuna er þó rétt að bæta því
við, að nú er ráðgerð í fyrsta
skipti hópferð erlendra stúdenta
til íslands á vegum Ferðaþjón-
ustu stúdenta hér heima Og
norrænu stúdentaferðaskrifstof-
unnar SSTS, sem stúdentaráð hef
ur frá ánnu 1957 haft vaxandi
samstarf við. Eru ferðir SSTS
með allra ódýrustu ferðum, sem
völ er á, og hafa margir ís-
lenzkir stúdentar notfært sér þá
þjónustu, enda má nú orðið velja
úr meira en 700 sumarferðum
víða um heim.
Framhald á bls. 23.
Frá kvöldráðstefnunni í Sjálfstæðishúsinu.