Morgunblaðið - 09.02.1962, Blaðsíða 24
Frettasímar Mbl
— eftir lokun —
Erlendar fréttir: 2-24-85
Innlendar fréttir: 2-24-84
1
SUS-síða
Sjá bls. 17
Vopnfirðingar draga smá-
þorsk upp um ís úr Lónunum
Vopnafiröi, 8. febrúar.
FYRIR svo sem hálfum mán.
hófust nástárlegar fiskveiðar
hér á Vopnafirði, eða nánar
tiltekið í Lónunum norðan
við kauptúnið. Ekki var þó
fisktegundin neitt sjaldgæf,
því hér var um þorsk að
ræða, þótt ekki væri hann
stór, eða 25—50 cm. á lengd.
Á þessum tíma árs eru Lón-
in ísi lögð.
Var J>ví veiðiaðferðin sú, að
menn fóru með öxi eða annað
höggjárn ásamt færi hjuggu gat
á ísinn og renndu síðan feerum
sínum niður um vökina. Ekki var
sá guli alltaf við frekar en hans
er venja.
Þó er vitað um menn, sem
HOfuðkUpubrotinn
AKUREYRI 8. febr. Laust eft
ir hádegi ðsíðastliðinn mið-
vikudag voru nokkrir menn
að vinna á 2. hæð í hinu nýja
húsi Byggingarvöruverzlunar
Akureyrar á Gleráreyrum.
Stigagat var uppi yfir verzlun
inni og hafði ekki verið geng-
ið frá því endanlega en lagt
yfir það þunn plata. Verka
mönnuum var þó kunnugt
um þennan umbúnað. E inn
þeirra var Ingólfur Þorvaldss.
Lundargötu 9 hér í bæ. Hon-
unt. varð á að ganga yfir plöt-
una yfir gatinu og við það
brast hún og féll Ingólfur nið
ur á gólf verzlunarinnar. Var
hann þegar fluttur í sjúkrahús
og var þá meðvitundarlaus, en
komst til einhverrar meðvit-
undar á leið þangað. Ingólfur
er nú hér i sjúkrahúsinu. Er
hann höfuðkúpubrotinn og
sömuleiðis viðbeinsbrotinn.
Líðan hans í dag var talin eft-
ir atvikum sæmileg.
St. E. Sig.
Æskulýðsráð fær
Tjarnarhíó
Stofnar þar listaklúbba fyrir
æskulýðinn
Á FCNDI sinum i fyrradag sam-
þykkti borgarráð að kaupa tæki
og annað innanstokks í Tjarnar-
biói af Háskólanum, en húsið
sjálft er eign Reykjavíkurborgar.
Var um það rætt og gert ráð fyr-
ir að bíóið yrði afhent Æsku-
lýðsráði Reykjavíkur til afnota
fyrir hluta af starfsemi sinni.
Mbl. spurði sr. Braga Friðriks-
son, framkvæmdastjóra ráðsins,
hvað Æskulýðsráð hefði á prjón-
unum varðandi Tjarnarbíó. Hann
sagði, að unnið væri að því að
koma á fót starfsemi, einkum í
fjórum listgreínum, leiklist, tón-
list, kvikmyndalist og bókmennt
um í samráði við fjóra lista-
klúbba, sem hafa á stefnuskrá
sinni þessar listgreinar. Er meg-
inhugmyndin að þarna verði mið
stöð eða heimili fyrir ungt fólk,
sem hefur áhuga á þessum fjór-
um listgreinum.
Hugmyndin er að listaklúbb-
arnir fjórir, sem eru Gríma,
Musica Nova, kvikmyndaklúbb-
ur og bókmenntaklúbbur, fái
inni í bíóinu fyrir starfsemi
sína, og hafi samvinnu við
Frh. á bls. 23.
fengu allt upp í 200 pund yfir
daginn af hvítum, nýgengnum
fiski. Þetta þótti mikið sport,
enda mátti sjá menn dorgandi út
um öll lón, frá Marbakka og út
að Straumseyri, því segja miátti
að nú væru allir, sem vettlingi
gátu valdið, á sjó, því ekki þurfti
að óttast sjóveikina.
Þegar skoðað var innan í fisk-
inn kom í Ijós að í maga hans
var síld, smásíld karfaseiði og
áll, en mönnum er það löngu
kunnugt að margskonar ungfiski
heldur sig í Lónunum. Vegna ó-
kunnugra er rétt að geta þess að
ósinn inn í Lónin er mjög þröng-
ur og svo grunnur að mestu var-
fæmi þarf til að komast um
hann á trillubát. — Sigurjón.
Nýtt
heims-
met
New York-Reykja-
vík á tœpum 8 klst.
Cloudmaster-vél Loftleiða,
Snorri Sturluson, setti nýtt
hraðamet á flugleiðinni New
York—Reykjavik í fyrrinótt.
Flaug vélin á 7 klst. 41 min.,
var um tveimur stundum
skemur á leiðinni en undir
venjulegum kringumstæðum
— vegna mikils meðvinds.
— Flugstjóri var Dagfinnur
Stefánsson.
Flugvélin lenti í Reykjavik
þar eð Keflavíkurflugvöllur
var lokaður og um sama leyti
kom önnur Loftleiðavél á leið
til New York. Sneri félagið
sér til Flugfélags íslands, far-
þegum var ekið yfir flugvöll-
inn og veittur beinj í matsal
Flugfélagsins — og þar var
einnig útbúinn matur í flug-
vélarnar.
Þessi mynd er tekin af full-
trúum á fiskiþingi við setn-
ingu þess í gær. — Frétt á
bls. 23. — Ljóstm. Ól. K. M.
Gaf á bátinn
AKRANESI 8. febr. Langróið
var hjá línuibátunum í gær, því
þeir sóttu alla leið út og vestur
á Jökultungur. 10 bátar voru á
sjó og fiskuðu flestir frá 3,5 lest-
um upp í 6 tonn. Aflahæstir voru
þessir tveir; Skipaskagi með 9,6
og Ólafur Magnússon með 9,1
lest. Megnið af aflanum var sæmi
lega vænn þorskur. Á landleið-
inni áttu þeir á móti landsynn-
ingi að sækja og var ekki laust
við að gæfi á bátinn hjá sumum.
— Oddur.
Góður afli
SANDGERÐI 8. febr. 15 bátar
komu hingað í gær með 188,7
lestir af ágætum línufiski. Afla-
hæstur vai Smári með 23,3 lest-
ir, Stefán Þór með 21,3 og Guð-
mundur Þórðarson G. K. með
18,3 lestir. — PálL
4 togarar selja
I GÆR seidu fjórir togarar á er-
lendum markaði. — Sléttbakur
seldi í Hull 139 lestir fyrir 11.548
sterlingspund, Apríl í Grimsby
138 lestir fyrir 9.371 pund, Marz
í Hamborg um 130 lestir fyrir
78.330 DM og Fylkir í Bremer-
haven 144,7 lestir fyrir 88.000
DM. —
Aldrei jafnmikil
sparifjáraukning
E IN S og skýrt hefur ver-
ið frá hér í blaðinu jókst
sparifé sl. ár um hvorki
meira né minna en 550
millj. kr. Er þetta mesta
sparifjáraukning, sem
nokkurn tíma hefur orðið
á einu ári. Næstu fimm ár
á undan varð sparifjár-
aukningin sem hér segir:
1956 ....... 136 millj.
1957 ....... 162 —
1958 ....... 182 —
1959 ....... 250 —
1960 ....... 353 —
Ef veltiinnlán væru tal-
in með, er munurinn þó
enn meiri, því að þau voru
síðasta ár 235 millj., en
höfðu hæst komizt í 144
millj. áður.
En það er ekki eingöngu
sparifjáraukningin, sem
hefur orðið meiri síðasta
ár en áður. Gjaldeyrisstað
an hefur líka batnað stór-
lega og vöruskiptajöfnuð-
urinn var þá hagstæðari
en nokkurn tíma áður síð-
an á styrjaldarárunum.
Allt sýnir þetta, að við-
reisnarráðstafanirnar hafa
náð tilgangi sínum. Efna-
hagur landsins er að kom-
ast á traustan grundvöll,
og þess vegna er hægt að
hefja stórsókn til að
treysta atvinnuvegi þjóð-
arinnar. Auðvitað hefur
þessi mikli árangur ekki
náðst, án þess að þjóðin í
heild legði nokkuð að sér,
en hið ánægjulega er þó,
að þrátt fyrir þennan
sparnað hefur afkoman
yfirleitt verið góð oghvar
vetna full atvinna.
Komst heill á húfi inn á Bjarnarf iörð
í G Æ R var saknað báts frá
Hólmavík sem ber nafnið
Hafdís og er 8—9 lestir að
stærð. Ábátnum voru 3 menn,
Andrés Guðmundsson form.,
Sigurður Vilhjálmsson véla-
maður og Zophanías Magnús
son háseti. Allt eru þetta
ungir menn og tveir hinir
fyrrnefndu fjölskyldumenn.
• Einn vantaffi
Alls reru fjórir bátar frá
Hólmavík í fyrrakvöld og komu
3 þeirra að um kl. 3 í gær-
dag. Hafdís var minnstur þess-
ara báta og er hann var ekki
kominn að í gærkvöldi var aug-
lýst eftir honum í útvarpi. —
Talið var að talstöð bátsins
væri ekki í lagi og ekki hafði
heyrzt til hans frá því um há-
degi í gær, að minnista koeti
var fullvíst að báturinn gæti
ekki sent frá sér skeyti.
Að sögn fréttaritara blaðsins,
séra Andrésar Ólafssonar á
Hólmavík, var veður þolanlegt
fram eftir degi þar nyrðra, en
er á kvöldið leið var komið
þar ofsaveður.
★
í gærkvöldi hringdi
fréttaritarinn til blaðsins
og sagði að kl. rúmlcga
22 hefði Hafdís komiðheil
á húfi inn á Bjarnarfjörð
og var tilkynnt frá Kald-
rananesi að allir skipverj-
ar væru hressir. Vél báts.
ins hafði bilað f dag, en
skipverjum tókst að koma
henni í lag. Bátar voru
farnir að leita í gærkvöldú