Morgunblaðið - 09.02.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.1962, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 9. febr. 1962 í GÆR hittum við Gunn- ar Bjarnason skólastjóra á Hólum á förnum vegi og spurðum hann almennra frétta úr landbúnaðarheim inum. Gunar er hér stadd- ur til að garfa í ýmsu varðandi Hólabúið og rekstur þess og skólans. í því sambandi barst í tai ýmislegt er varðar ís- lenzkan búresktur og hvar skóinn kreppti helzt. — Gunnar sagði okkur að hann hefði frétt niðri í Búnaðarfélagi um bú- rekstur íslendings suður á Nýja-Sjálandi úr bréfi frá dr. Halldóri Pálssyni, sem þar dvelst nú, til Stein- grims Steinþórssonar bún- aðarmálastjóra. Við brugð um okkur samstundis út í / Búnaðarfélag og fengum J sjá bréfið hjá Steingrími, sem góðfúslega lofaði okk- ur að birta það úr því, sem hér fer á eftir. Halldór ræðir fyrst al- mennt um Ný-Sjálendinga og menningu þeirra og eigin- leika og lætur mikið af verk- menningu þeirra og framför- um einkum í búnaðarháttum. Síðan segir hann frá Kristni Steingrímssyni, stýrimanni, Hiröir einn 67 kýr íslendingur stórbóndi á Nýja-Sjálandi héðan úr Reykjavik, sem setzt hefir að þar syðra og Dr. Halldór Pálsson. á nú orðið mjög myndarlegt bú. Þurfum að afkasta meiru 1 bréfi sínu til Steingríms búnaðarmálastjóra segir Hall dór síðan orðrétt: „Því lengur sem ég dvel hér, sé ég betur í hvaða vanda við erum staddir heima með landbúnaðinn. Ef við eigum að standast sam- keppni á heimsmarkaði, sé ég ekki betur en við verð- um að gera stórátök á næstu árum, aðallega í þá átt að afkasta meiru án aukins erf- iðis. Það ættum við að geta, því við erum ekki að mann- gildi síðri Nýsjálendingum. Við verðum að breyta vinnu- brögðum okkar og stækka búin enn að mun. Auðvitað er fjármagnsskortur örðug- asti hjallinn. Við kunnumvel til heyskapar og sæmilega til grasræktar, en vinnubrögð við skepnuhirðingu, mjaltir o. fl. eru óviðunandi. Útihúsa byggingar okkar eru líka stór gallaðar með tilliti til auð- veldari vinnubragða og stækkunar síðar. Stýrimaður nú bóndi Nýlega hitti ég íslending, heldur Halldór áfram í bréfi sínu, sem er bóndi hér skammt frá. Hann var stýri- maður heima og ætlaði að leggja fyrir sig sjómennsku hér í nokkur ár um 1950, en sneri sér að búskap. Hann réði sig sem fjósamann á kúabú til þess að læra bú- skapinn og vann hjá öðrum í 4 ár, lagði hart að sér og sparaði. Hann giftist hér- lendri stúlku, sem lika vann. Fyrir fjórum árum keypti hann jörð og rekur myndar- legt kúabú. Jörðin er 35 ha. öll ræktuð, svo hefir hann á leigu ca 20 ha., sem eru að komast í rækt. Hann er einn með konu og 4 ungbörn, en bústærðin er 67 kýr, 40 kvígur og 30 kvígukálfar (137 hausar alls). Næsta ár fjölga kýrnar í 90 og þá ætlarhann að ráða til sín unglingsstrák. Þessar 67 kýr mjólkar hann á 2 tímum í mál. Hann telur lítið verk að mjólka 60 kýr, en erfítt að mjólka 90, en það gerði hann áður en hann fór sjálfur að búa, en fyrir það fékk hann góð laun. Þessi náungi er Reykvíking- ur, sonur Steingríms Magnús sonar í Fiskhöllinni. Góð afkoma Hann hefir ágæta afkomu og er ekki þreytulegur. Hann skuldar þó mikið. Hann greið ir í vexti um 40—50 þús. kr. á ári, eða sem svarar arði af 10—12 kúm. Annað eins fer í áburð og viðhald girðinga og véla, svo hann hefir um 40 kýrnytir í laun fyrir eigin vinnu og vexti af eigin fé, sem nú er allmikið. Þegar hann keypti jörðina greiddi hann £300 fyrir ha., eða með núverandi gengi kr. 36 pr. ha., en inni í því var falið gamalt íbúðarhús, mjalta hús o. þ. h.“ Af þessu dregur Halldór síðan þá ályktun að hér heima myndu einyrkjar geta annast 40 kýr eða 5—600 fjár, ef þeir tileinkuðu sér fullkomin vinnubrögð, hefðu þægilegar byggingar og næg tún. Við snerum okkur síðan Þrjár dætur' þeirra hjóna, Karen, Sandra og Lynda. til Steingríms í Fishköllinni og báðum hann um myndir af syni hans og fjölskyldu og birtum við þær með grein þessari. Kristinn er maður tæplega fertugur og hefir sagt í bréfum heim til sín 1 að hann univel hag sínum á J Nýja-Sjálandi. Þessi stutta i frásögn Halldórs Pálssonar mætti e.t.v. verða okkur ís- lendingum til fróðleiks. Við gleðjumst ávallt ef landa okkar vegnar vel á erlendri grund og ekki hvað sízt ef við getu nokkuð af frama hans lært hér heima. Auðbjörg ekki sett á flot EKKI eru taldar líkur til að mótarbáturinn Auðbjörg, sem strandaði við Grindavík í gær verði tekinn á flot. Hann ligg ur allmikið brotinn á síðum, stýrið dinglar laust og skrúfa og öxull eru af honum. Framfarir i Kína Kommúnistastjórnin i Kína til- kynnti í dag að járn- og stáliðn aður landsins hefði tekið geysi- miklum framförum, frá því að hin mikla framfaraáætlun var gerð 1958. Engar tölur voru gefnar upp, en sagt var að framleiddar hefðu verið helmimgi fleiri gerðir stál vamings 1961, en 1957. r Oskemmdur eitir strondið ÍSAFIRÐI 8. febr. Togarinn Northern Queen var rannsakað- ur hér í ísafjarðarhöfn í dag. Guðmundur Marselíusson kafaði við hann og fann ekkert athuga- vert við botn hans eftir strandið undan Óshólavita hjá Bolungar- vík. Togarinn náði sér sjálfur á flot í gærkvöldi. í dag var send aðvörun til skipa á ísafjarðar- djúpi um að varast björgunar bát, sem losaður var af togaran- um, er hann strandaði og slitn- aði síðan frá skipinu. Rak hann um Djúpið og marraði í kafi. Slæmt veður var hér í dag. Togarinn fór aftur út á veiðar eftir að athugun á honum hafði farið fram. Nýtt rafmagns- verkstæði opnar að Vesturgötu 21 NÚ nýlega hefur verið opnað að Vesturgötu 21 rafmagnsverk- stæði, sem annast allar viðgerðir á rafmagnstækjum og lögnum í heimahúsiup. Tveir rafvirkjar vinna að við- gerðum og öðru sem óskað er eftir og veitir Ingólf Abraham sen, kunnur og reyndur rafvirki, verkstæðinu forstöðu. Þeir félagar annast viðgerðir á allskonar heimilistækjum, breyt- ingar á raflögnum Og allt anhað er að rafmagni lítur. Verkstæðið hefur starfað í smá um stíl um eins árs skeið en nú er opið frá ki 9—6. Er tekið við viðgerðum þann tíma svo og beiðnum um aðra vinnu. — Samyrkjan Frh. af bls. 1. ar um landbúnaðarframleiðsluna 1961, en samkvæmt áreiðanleg- um heimildum varð hún í flest- um greinum minni en fram- leiðsla ársins 1960. í Berlín er talið að austur þýzka stjómin mumi leggja fram nýja landbún- aðaráætlun á landbúnaðarráð- stefnu, sem haldin verður snemma í marz. í þeirri áætlun verði enn takmarkaðir þeir jarð- arskikar, sem bændum er heim- ilt að rækta fyrir eigin reikning. En stjórnin hefur áður tekið það fram að hún vilji draga úr stuðn ingi sínutn við þau „slæmu“ sam yrkjubú þar sem bændurnir eyði meiri tíma í að rækta eigin jarðir en þau svæði, sem eru í sam- eign Friðrik er í 12. sæti ÁTTUNDA umferð skákmótsins í Stokkhólmi var tefld á mið- vikudagskvöld. Úrslit fengust úx þessum skákum: Benkö vann Cuellar. Bisguier jafntefli Pomar, Petrosjan vann Bertok. Germar vann Aron. Friðrik vann Teschner. Fischer sat yfir. 1 gærkvöldi voru biðskákir 7. og 8. umferðar tefldar. Úrslit urðu þessi: 7. umferð Filip % — Geller % Uhlmann 1 — Friðrik 0 Teschner 1 — Cueller 0 Benkö 1 — German 0 Portisch 1 — Scweber 6 Bisguier 0 — Fischer 1 Barcza 1 — Pomar 0 8. umferð Stein 0 — Uhlmann 1. Korschnoy 1 — dr. Filip 0 Gligoric 1 — Barcza 0 Schweber 0 — Bilek 1 Yanofsky 0 — Portisch 1' Skák Gellers og Bolbochan verður tefid á föstudag. Röðin eftir 8 umferðir er þá þessi. Innan sviga skákfjöldi ihvers keppanda. Ulmann 6x/z (8). Fischer 6 (7). dr. Filip 5V2 (8). Benkö 5V2 (8). Portisch 5 (8). Bolbochan 4 V2 -f- bið (8). Gligoric 4V2 + bið (8). Petrosjan 4V2 (8). Pomar 4Vt (8). Kortsnoj 4 (7). Barcza (7). Friðrik 3Va (8). Yanofski 3V2 (8). Geller 3 + bið (8). Bartok 3 (8). Schweber 3 (8). Teschner 3 (8). Bilek 2V2 + bið (8). Bisquic 2Va (7). Stein 2V2 (7). German 2 (8). Cuellar 2 (8). Aron 1 (8). Willy Brandt til islands? t VIÐTALI við formann Stúd- entaráðs Háskóla íslands, Hörð Sigurgestsson, á æskulýðssíðu blaðsins í dag, er sagt frá því, að Willy Brandt, borgarstjóri í V- Berlín, kunni að heimsækja ís- land innan skamms á vegum stúdenta. Eru það sambönd háskóla- stúdenta á Norðurlöndum, með Svía fremsta í fylkingu, sem hafa farið þess á leit við Brandt, að hann komi í fyrirlestrarferð til Norðurlanda. Eru taldar nokkr- ar líkur á að úr ferðinni geti orð- ið einhvern tíma með vorinu. Standa vonir til, að Brandt vinn- ist tími'til að íeggja þá lykkju á leið sína, sem heimsókn hing- að krefst. Ekki er þó enn fengið fullnaðarsvar þar að lútandi. Þýzka stúdentasambandið, Ver band Deutscher Studentschaften, hefur annazt nokkra milligöngu í málinu og mun fulltrúi frá því eiga leið hér um síðar í þessum mánuði. Mun þá væntanlega skýrast nokkuð, hvernig málið stendur. Þess má að lokum geta, að þýzka sendiráðið hér hefur mál- ið einnig til meðferðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.